Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 28
Ljósmynd/Theo Elias
Mávahlátur Elias myndaði hina aðgangshörðu máva á Reykjavíkurtjörn.
Sænski ljósmyndarinn Theo Elias
blæs til fagnaðar í Iðnó í kvöld í til-
efni af útgáfu ljósmyndabókar hans
Smoke sem hefur að geyma svart-
hvítar ljósmyndir hans af íslensku
næturlífi, fólki og
náttúru. Gleðin
hefst kl. 19 og lýk-
ur kl. 22 og verða
myndir Elias til
sýnis, bókin til
sölu og AnA og
Mighty Bear
flytja raftónlist
með myndrænu
ívafi. Munu þessir
listamenn túlka
ljósmyndir Elias með gjörningum
sínum og reykur m.a. koma við sögu,
enda heitir bókin Reykur á íslensku.
Myndirnar tók Elias á sex ára
tímabili á ferðum sínum um Ísland,
myndaði fólk sem hann hitti á knæp-
um og skemmtistöðum og á vegum
úti. Fléttar hann mannamyndirnar
saman við landslagsmyndir sem einn-
ig eru skarpar, kornóttar og svart-
hvítar.
Elias bar sigur úr býtum í verð-
launakeppninni Photo London & La
Fabrica Dummy Award í fyrra með
þessari fyrstu ljósmyndabók sinni.
Verðlaunin eru ein þau þekktustu í
heimi þegar kemur að óútgefnum
ljósmyndabókum og var bókin gefin
út í kjölfarið. La Fabrica er útgefandi
Smoke og stendur að verðlaununum
með Photo London sem stendur fyrir
umfangsmiklum ljósmyndasýningum
í London á ári hverju þar sem sjá má
það besta og athyglisverðasta í ljós-
myndalistinni.
Gos, hrun og erfiðleikar
„Þetta hófst með eldgosinu í Eyja-
fjallajökli árið 2010,“ segir Elias,
spurður að því hvers vegna hann hafi
farið að venja komur sínar til Íslands
og mynda fólk og landslag. Hann seg-
ir efnahagshrunið líka hafa spilað inn
í og að hann hafi sjálfur glímt við
erfiðleika á þessum tíma. „Mér
fannst sem allur glundroðinn á Ís-
landi endurspeglaði það sem ég var
að ganga í gegnum,“ segir Elias. Því
hafi hann ákveðið að halda til Íslands.
„Þetta var bara hugboð í fyrstu en
þróaðist yfir í þráhyggju. Mig langaði
til að mynda tengingu við Ísland og
fólkið hérna og fannst sem þetta væri
leiðin til að yfirstíga mína persónu-
legu glímu. Ég var auðvitað heillaður
af náttúrunni hérna líka og varð frá
mér numinn yfir því að hægt væri að
yfirgefa bar kl. 5 að morgni og horfa
á snævi þakin fjöllin handan flóans,“
útskýrir Elias. Þessar andstæður
hafi honum þótt undursamlegar. „Ég
ferðaðist alltaf einn og fór á putt-
anum í kringum landið í tvígang. Ég
held að þessi blanda af náttúru,
næturlífi og fólki hafi höfðað til mín.
Hvort heldur voru fuglar, landslag
eða fólk, ég ljósmyndaði fólkið sem ég
hitti og það sem vakti áhuga minn,“
segir Elias.
Hvað tæknilegu hliðina varðar þá
segist Elias hafa myndað á svarthvíta
Kodak Tri-X filmu, lýsta 1600 ASA.
„Ég myndaði á þessa filmu af því að
hún var þokkalega ódýr og ég gat
framkallað hana sjálfur. Og ég er líka
hrifinn af svarthvítum myndum, þær
draga úr raunveruleikanum sem er
gott því raunveruleikinn getur verið
ansi leiðinlegur.“
helgisnaer@mbl.is
Fólk, næturlíf og
íslensk náttúra
Theo Elias fagnar útgáfu Smoke í Iðnó í kvöld
Theo Elias
Ljósmynd/Theo Elias
Reykur Ónefndur maður flettir frá
sér skyrtunni fyrir ljósmyndara.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU
Dolly Parton, sem verður 74 ára á
sunnudaginn kemur, er farin að
leggja drög að tónlist sem á að
koma út eftir andlát hennar. Í loka-
þætti hljóðvarpsþáttaseríunnar
Dolly Parton’s America, sem hóf
göngu sína í október, er tónlistar-
konan spurð um ýmis andleg mál-
efni, trú hennar og hvað taki við
eftir andlátið.
„Ég á hundruð, jafnvel þúsundir
laga sem eru flest enn óútgefin,“
segir Parton í samtali við Jad Ab-
umra, meðframleiðanda þáttanna,
sem hefur í þáttunum rannsakað líf
og list Parton ásamt því að skoða
menningarleg áhrif hennar.
„Þetta er nægt efni til að halda
áfram endalaust með tónlist mína,
gera samantektaralbúm, gefa út
nýtt og frumlegt efni. Ég er mark-
visst að semja lög í þessum tilgangi
og taka upp laglínuna með takt-
mæli í eyrunum þannig að hægt sé
að útsetja lögin að vild,“ segir Par-
ton og tekur fram að þannig geti
tónlistarfólk og framleiðendur í
framtíðinni notað upptökurnar með
rödd hennar með ýmsum hætti.
„Þegar ég verð farin getur hvaða
framleiðandi hvar sem er í heim-
inum nálgast upptökurnar með
rödd minni og útsett lögin í hvaða
stíl sem er,“ segir Parton án þess að
fara nánar í útfærsluna. Parton,
sem er þekkt fyrir vinnusemi sína
og gott skipulag, segist í viðtalinu
hafa viljað vera undirbúin fyrir
andlát sitt og koma í veg fyrir
málaferli vegna tónlistar hennar
eftir andlátið. „Mér finnst gott að
vera vel undirbúin. Ólíkt Prince,
Aretha og öðrum sem ekki skipu-
leggja til framtíðar vil ég ekki að
tónlist mín verði óbreytanleg um
aldur og ævi,“ segir Parton.
AFP
Skipulögð Dolly Parton í fyrra.
Tónlistin kemur
út eftir fráfallið
Vill engin málaferli eftir andlátið
Í upptakti að há-
tíðinni Vetrarsól
á Ströndum, sem
verður haldin á
Hólmavík frá
föstudegi til
sunnudags, býð-
ur söngvaskáldið
Svavar Knútur
upp á ukulele-
námskeið fyrir
börn og fullorðna í dag og fram á
föstudag. Á námskeiðinu, sem hald-
ið er í gömlu flugstöðinni á Hólma-
vík, verður farið yfir grundvall-
aratriði ukulele-leiks og kennd
grunngrip og spilatækni. Enn-
fremur læra nemendur nokkur lög
til að flytja fyrir vini og vanda-
menn á lokatónleikum sem fara
fram í Hólmavíkurkirkju á laugar-
daginn kemur. Dagskrá hátíðar-
innar hefst annars á föstudags-
kvöldið með pöbbarölti og við-
burðum sem litið verður inn á, en
það er meðal annars opnun sýn-
ingar í Rannsóknasetri HÍ – Þjóð-
fræðistofu.
Á laugardag heldur Jóhanna Ósk
Valsdóttir söngkona námskeið um
morguninn í söng fyrir styttra og
lengra komna. Kl. 12 verða sólar-
hyllingar og kl. 14 hefst dagskráin
„Bábiljur og bögur í baðstofunni“ í
Sævangi. Þar verður meðal annars
kveðið og sungið saman.
Um kvöldið heldur Svavar Knút-
ur tónleika ásamt strengjatríói.
Á sunnudagsmorgni verður
söguganga en í henni mun Jón
Jónsson þjóðfræðingur segja frá
ýmsu fróðlegu. Á eftir verður boð-
ið upp á súpu. Dagskrá hátíðar-
innar endar með því að forfeðr-
anna verður minnst með stuttri
athöfn í kirkjugarðinum.
Svavar Knútur hefur Vetrarsól
Svavar Knútur
Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, báð-
ar starfandi forverðir við Þjóðminjasafn Íslands, flytja í
dag, þriðjudag, kl. 12 erindi í fyrirlestrarsal safnsins og
tengist það sérfræðiþekkingu þeirra.
Á mörgum heimilum leynast gamlir dýrgripir og rétt
meðferð er mikilvæg svo hægt sé að tryggja varðveislu
þeirra, segir í tilkynningu. Í erindinu munu Sandra Sif
og Sigríður fjalla um hvernig best sé hlúð að gripum
heima fyrir og einnig svara spurningum gesta og gefa
góð ráð. Fjallað verður meðal annars um varðveislu silf-
urmuna og pökkun á skírnar- og brúðarkjólum, sem og
þjóðbúningum. Einnig verður fjallað um þrif á gömlum húsgögnum og
áhrif sólarljóss og raka á gripi, ásamt ýmsu fleiru.
Aðgöngumiði í safnið gildir fyrir þá sem hafa áhuga á að hlýða á erindið.
Árskort kostar 2.000 kr. og gildir það á allar sýningar og viðburði á Þjóð-
minjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Forverðir Þjóðminjasafnsins gefa góð ráð
Í Þjóðminjasafninu.
Rithöfundurinn John le Carré hlýtur í ár verðlaun sem
kennd eru við Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra
Svíþjóðar. Þessu greinir Sænska ríkisútvarpið frá á vef
sínum, en verðlaunin verða formlega afhent í Stokk-
hólmi 30. janúar. Minningarsjóður um Olof Palme stend-
ur að verðlaununum, sem veitt eru einstaklingi sem unn-
ið hefur að friði og mannréttindum. Verðlaunaféð
nemur 100.000 bandaríkjadölum eða ríflega 12 millj-
ónum ísl. kr.
John le Carré heitir réttu nafni David Cornwell og
starfaði sem njósnari fyrir Breta í kalda stríðinu. Eftir
fall Berlínarmúrsins gerðist hann rithöfundur og hefur í bókum sínum
fjallað um dulinn heim leyniþjónustunnar. Í umsögn dómnefndar segir að
John le Carré hafi í bókum sínum skrifað um frelsi einstaklingsins og
spurningar sem snúa að mannréttindum. Með bókum sínum veki hann les-
endur til umhugsunar um heimsmyndina og hvetji til gagnrýninnar hugs-
unar um kaldrifjað valdabrölt stórveldanna, uppgang fasisma í hinum vest-
ræna heimi, spillt stjórnmálafólk og velferð almennings.
Hlýtur verðlaun Olof Palme árið 2019
John le Carré