Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 4
Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar kl. 23.00 Stórt snjóflóð féll ofan við Norðureyri gegnt Suðureyri í Súgandafirði. kl. 23.03 og stuttu síðar Stór snjóflóð féllu með stuttu millibili úr Skollahvilft og Innra- Bæjargili við Flateyri. kl. 23.07 Lögreglu tilkynnt um snjóflóð á Flateyri og skömmu síðar um flóðið í Súgandafirði. kl. 23.03 Flóðbylgja skall á Suðureyri, fólk yfirgaf hús næst höfninni. kl. 23.12 Vs. Þór tilkynnt að hugsanlega hafi fallið snjóflóð á Flateyri. kl. 23.38 Lögregla hafði samband við skipherra vs. Þórs sem gerði skipið klárt til að fara til Flateyrar. kl. 23.44 Aðgerðastjórn á Ísafirði virkjuð. kl. 23.56 Samhæfingar- stöðin í Skógarhlíð virkjuð. 15. janúar kl. 00.00 Þyrluáhöfn LHG kölluð út og sett í viðbragðsstöðu ásamt tveimur sjúkra- flutningamönnum. kl. 00.03 Vs. Þór virkjaður formlega vegna snjóflóðs á Flateyri. kl. 00.10 Stúlku bjargað úr snjóflóðinu á Flateyri. kl. 00.40 Vs. Þór fór frá Ísafirði til Flateyrar með 22 farþega, lögreglu, lækni og björg- unarsveitarmenn. kl. 03.35 Stúlka sem bjargað var úr snjóflóðinu komin um borð í vs. Þór ásamt fylgdarliði. kl. 07.20 Vs. Þór kom- inn aftur til Ísafjarðar. kl. 09.05 Vs. Þór fór aðra ferð frá Ísafirði til Flateyrar með áfallahjálpar- teymi og matvörur. kl. 12.00 Vs. Þór kom til Flateyrar. kl. 02.00 Vs. Þór kemur í Önundar- fjörð. kl. 03.16 Allir farþegar með vs. Þór komnir í land á Flateyri. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fallið höfðu 68 snjóflóð síðustu tíu daga, sam- kvæmt snjóflóðatilkynningum sem Veðurstofu Íslands höfðu borist í gær. Langflest flóðanna höfðu fallið á Vestfjörðum. Þeirra á meðal voru flóðin stóru á Flateyri og í Súgandafirði í fyrra- kvöld. Þau þrjú voru af stærð 4, sem er það mesta, samkvæmt töflunni. Við Flateyri í Önundarfirði féll annað snjó- flóðið úr Innra-Bæjargili og hitt úr Skolla- hvilft. Flóðið úr Innra-Bæjargili fór yfir varnargarð að hluta og á húsið að Ólafstúni 14. Unglingsstúlka grófst í flóðinu en henni var bjargað og var hún ekki talin alvarlega slösuð. Snjóflóðið úr Skollahvilft féll meðfram varnar- garði og út í smábátahöfnina. Það olli miklu eignatjóni á bátum og hafnarmannvirkjum en ekki á fólki. Snjóflóðið við Norðureyri í Súg- andafirði gekk einnig fram í sjó. Það olli flóð- bylgju og urðu skemmdir við ströndina innan og utan við Suðureyrarhöfn. Enginn slasaðist. Fram kom í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að enn væri talin hætta á að stór fleka- hlaup gætu fallið í Önundarfirði og Súganda- firði. Búist var við því að veður gengi niður í gær og að það drægi úr snjóflóðahættu síðdeg- is í gær eða í gærkvöld. Óvissustig vegna snjó- flóðahættu var enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum í gær. Það var sett á þann 12. janúar. Spáð var norðaustan hríð þar til í dag. Á Ísafirði var lýst yfir hættustigi vegna snjó- flóða og var í gær ákveðið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi. Húsin sem um ræðir eru und- ir varnargarði á Seljalandsmúla og standa næst garðinum. Hættumat gerir ráð fyrir því að ef mjög stórt snjóflóð falli á garðinn geti gefið yfir hann og það valdið tjóni. Fólk var einnig beðið um að yfirgefa nokkur hús í dreif- býli á norðanverðum Vestfjörðum. Appelsínugul viðvörun gilti á Vestfjörðum síðdegis í gær til kl. 19.00. Þá tók við gul við- vörun til kl. 2.00 í nótt sem leið. Snjófl óðin á Flateyri Stór snjófl óð féllu úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili kl. 23.03 sl. þriðjudag Grunnskóli Önundarfjarðar ■ 6 bátar skemmdust í höfninni ■ Olíutankur fór í sjóinn ■ Varðskipið Þór og björgunarsveitir komu til aðstoðar ■ Fjöldahjálparstöð opnuð í grunnskólanum Grunnkort/Loftmyndir ehf. Snjófl óðið sem féll úr Skollahvilft 26. október 1995 Hús sem hafa ekki verið endurbyggð eftir snjófl óðið 1995 Snjófl óð úr Innra-Bæjargili 14. jan kl. 23.03 Snjófl óðið 26. okt. 1995 Snjófl óð úr Skollahvilft 14. jan kl. 23.03 Varnargarðar, byggðir 1996-1998 Flateyri Ólafstún 14 Snjóflóð og flóðbylgja í Súgandafirði n Flóðbylgjan fór á eitt hús á Suðureyri n Fleiri snjóflóð féllu í Súgandafirði um miðjan dag í gær Grunnkort/Loftmyndir ehf. Snjóflóð féll úr Norðureyrargili og yfir utanverða Norðureyri 14. jan kl. 23.00 Flóðbylgja skall á Suðureyri kl. 23.03 Suðureyri Norðureyri Ekki manntjón en mikið eignatjón  Tilkynnt hefur verið um mörg snjóflóð undanfarið  Langflest þeirra hafa fallið á Vestfjörðum 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUMGANGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS FRÓÐLEG, HEILLANDI OG SKEMMTILEG FERÐ TIL SUÐUR-ÍTALÍU. 10. - 17. OKTÓBER NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS SUÐUR ÍTALÍA NAPOLÍ – AMALFI – POMPEII – MATERA – FLÓRENS Önfirðingafélagið í Reykjavík hef-ur boðað til samverustundar í Lindakirkju í Kópavogi í dag vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði. „Í ljósi atburða síðastliðins sólar- hrings heima á Flateyri ætlar Ön- firðingafélagið að bjóða upp á huggulega samverustund í safn- aðarheimili Lindakirkju,“ segir m.a. á Facebook-síðu félagsins, en samverustundin hefst kl. 17 í dag. Félagið hvetur Vestfirðinga og aðra á höfuðborgarsvæðinu til að mæta til að spjalla og sýna sam- félaginu og hvert öðru stuðning. Samverustund í Lindakirkju í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.