Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 4
Snjóflóðin á Flateyri
og í Súgandafirði
14. janúar
kl. 23.00
Stórt snjóflóð féll
ofan við Norðureyri
gegnt Suðureyri í
Súgandafirði.
kl. 23.03 og stuttu síðar
Stór snjóflóð féllu
með stuttu millibili úr
Skollahvilft og Innra-
Bæjargili við Flateyri.
kl. 23.07
Lögreglu tilkynnt um
snjóflóð á Flateyri og
skömmu síðar um
flóðið í Súgandafirði.
kl. 23.03
Flóðbylgja skall
á Suðureyri, fólk
yfirgaf hús næst
höfninni.
kl. 23.12
Vs. Þór tilkynnt að
hugsanlega hafi
fallið snjóflóð á
Flateyri.
kl. 23.38
Lögregla hafði samband
við skipherra vs. Þórs
sem gerði skipið klárt til
að fara til Flateyrar.
kl. 23.44
Aðgerðastjórn
á Ísafirði
virkjuð.
kl. 23.56
Samhæfingar-
stöðin í
Skógarhlíð
virkjuð.
15. janúar
kl. 00.00
Þyrluáhöfn LHG kölluð út
og sett í viðbragðsstöðu
ásamt tveimur sjúkra-
flutningamönnum.
kl. 00.03
Vs. Þór virkjaður
formlega vegna
snjóflóðs á
Flateyri.
kl. 00.10
Stúlku
bjargað úr
snjóflóðinu
á Flateyri.
kl. 00.40
Vs. Þór fór frá Ísafirði til
Flateyrar með 22 farþega,
lögreglu, lækni og björg-
unarsveitarmenn.
kl. 03.35
Stúlka sem bjargað
var úr snjóflóðinu
komin um borð í vs.
Þór ásamt fylgdarliði.
kl. 07.20
Vs. Þór kom-
inn aftur til
Ísafjarðar.
kl. 09.05
Vs. Þór fór aðra ferð
frá Ísafirði til Flateyrar
með áfallahjálpar-
teymi og matvörur.
kl. 12.00
Vs. Þór
kom til
Flateyrar.
kl. 02.00
Vs. Þór
kemur í
Önundar-
fjörð.
kl. 03.16
Allir farþegar
með vs. Þór
komnir í land
á Flateyri.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fallið höfðu 68 snjóflóð síðustu tíu daga, sam-
kvæmt snjóflóðatilkynningum sem Veðurstofu
Íslands höfðu borist í gær. Langflest flóðanna
höfðu fallið á Vestfjörðum. Þeirra á meðal voru
flóðin stóru á Flateyri og í Súgandafirði í fyrra-
kvöld. Þau þrjú voru af stærð 4, sem er það
mesta, samkvæmt töflunni.
Við Flateyri í Önundarfirði féll annað snjó-
flóðið úr Innra-Bæjargili og hitt úr Skolla-
hvilft. Flóðið úr Innra-Bæjargili fór yfir
varnargarð að hluta og á húsið að Ólafstúni 14.
Unglingsstúlka grófst í flóðinu en henni var
bjargað og var hún ekki talin alvarlega slösuð.
Snjóflóðið úr Skollahvilft féll meðfram varnar-
garði og út í smábátahöfnina. Það olli miklu
eignatjóni á bátum og hafnarmannvirkjum en
ekki á fólki. Snjóflóðið við Norðureyri í Súg-
andafirði gekk einnig fram í sjó. Það olli flóð-
bylgju og urðu skemmdir við ströndina innan
og utan við Suðureyrarhöfn. Enginn slasaðist.
Fram kom í tilkynningu Veðurstofunnar í
gær að enn væri talin hætta á að stór fleka-
hlaup gætu fallið í Önundarfirði og Súganda-
firði. Búist var við því að veður gengi niður í
gær og að það drægi úr snjóflóðahættu síðdeg-
is í gær eða í gærkvöld. Óvissustig vegna snjó-
flóðahættu var enn í gildi á norðanverðum
Vestfjörðum í gær. Það var sett á þann 12.
janúar. Spáð var norðaustan hríð þar til í dag.
Á Ísafirði var lýst yfir hættustigi vegna snjó-
flóða og var í gær ákveðið að rýma fjögur hús í
Seljalandshverfi. Húsin sem um ræðir eru und-
ir varnargarði á Seljalandsmúla og standa
næst garðinum. Hættumat gerir ráð fyrir því
að ef mjög stórt snjóflóð falli á garðinn geti
gefið yfir hann og það valdið tjóni. Fólk var
einnig beðið um að yfirgefa nokkur hús í dreif-
býli á norðanverðum Vestfjörðum.
Appelsínugul viðvörun gilti á Vestfjörðum
síðdegis í gær til kl. 19.00. Þá tók við gul við-
vörun til kl. 2.00 í nótt sem leið.
Snjófl óðin á Flateyri
Stór snjófl óð féllu úr
Skollahvilft og Innra-Bæjargili
kl. 23.03 sl. þriðjudag
Grunnskóli
Önundarfjarðar
■ 6 bátar
skemmdust
í höfninni
■ Olíutankur
fór í sjóinn
■ Varðskipið Þór
og björgunarsveitir
komu til aðstoðar
■ Fjöldahjálparstöð
opnuð í grunnskólanum
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Snjófl óðið sem féll
úr Skollahvilft
26. október 1995
Hús sem hafa ekki
verið endurbyggð
eftir snjófl óðið 1995
Snjófl óð úr
Innra-Bæjargili
14. jan kl. 23.03
Snjófl óðið
26. okt. 1995
Snjófl óð úr
Skollahvilft
14. jan kl. 23.03
Varnargarðar,
byggðir 1996-1998
Flateyri
Ólafstún 14
Snjóflóð og flóðbylgja í
Súgandafirði
n Flóðbylgjan
fór á eitt hús á
Suðureyri
n Fleiri snjóflóð féllu
í Súgandafirði um
miðjan dag í gær
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Snjóflóð féll úr
Norðureyrargili og yfir
utanverða Norðureyri
14. jan kl. 23.00
Flóðbylgja skall
á Suðureyri
kl. 23.03
Suðureyri
Norðureyri
Ekki manntjón en mikið eignatjón
Tilkynnt hefur verið um mörg snjóflóð undanfarið Langflest þeirra hafa fallið á Vestfjörðum
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði
10-60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN ER Í
FULLUMGANGI
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
FRÓÐLEG, HEILLANDI OG
SKEMMTILEG FERÐ
TIL SUÐUR-ÍTALÍU.
10. - 17. OKTÓBER
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
SUÐUR ÍTALÍA
NAPOLÍ – AMALFI – POMPEII –
MATERA – FLÓRENS Önfirðingafélagið í Reykjavík hef-ur boðað til samverustundar í
Lindakirkju í Kópavogi í dag vegna
snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og
í Súgandafirði.
„Í ljósi atburða síðastliðins sólar-
hrings heima á Flateyri ætlar Ön-
firðingafélagið að bjóða upp á
huggulega samverustund í safn-
aðarheimili Lindakirkju,“ segir
m.a. á Facebook-síðu félagsins, en
samverustundin hefst kl. 17 í dag.
Félagið hvetur Vestfirðinga og
aðra á höfuðborgarsvæðinu til að
mæta til að spjalla og sýna sam-
félaginu og hvert öðru stuðning.
Samverustund í
Lindakirkju í dag