Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Tannlækningar í Ungverjalandi
Sparaðu allt að 50-70%!
Fyrir
Eftir
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef
í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is.
Haltu þínu striki!
Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið
á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is
o r
Flóðbylgjur vegna snjóflóða norðan
Súgandafjarðar eru þekktar, eins og
kemur fram í Hættumati fyrir Suður-
eyri í Súgandafirði eftir Kristján
Ágústsson og Hörð Þór Sigurðsson
sem Veðurstofa Íslands gaf út 2004.
„Snjóflóð eru algeng úr norðurhlíð
fjarðarins og flóðbylgjur vegna snjó-
flóða við Norðureyri hafa nokkrum
sinnum valdið skaða á Suðureyri,“
segir í skýrslunni. Þar kemur og
fram að snjóflóð séu einnig algeng í
Botnsdal og víðar í firðinum.
Höfundar rekja heimildir um snjó-
flóð í Súgandafirði allt aftur til Jarða-
bókar Árna Magnússonar og Páls Ví-
dalín sem skrásett var 1710. Þar er
þess getið að snjóflóð séu tíð á
norðurströnd Súgandafjarðar. Oftar
en einu sinni í manna minnum höfðu
þau tekið bæina á Norðureyri og
Gilsbrekku.
Mjög stórt snjóflóð féll á Norður-
eyri árið 1836 og sagt að það hafi far-
ið yfir fjörðinn, en líklega var þar um
öldurót að ræða. Sex manns fórust á
Norðureyri og braut flóðið bæinn og
olli miklum skemmdum. Aftur féll
stórt snjóflóð á Norðureyri árið 1882
og olli skaða sunnan fjarðar. Sama er
að segja um stórt snjóflóð á Norður-
eyri sem féll árið 1909. Mikil snjó-
flóðahrina gekk yfir Vestfirði 1910
og féll snjóflóð við Gölt og að
minnsta kosti tvö á Norðureyri. Enn
féll snjóflóð á Norðureyri árið 1915
og olli miklum skaða. Eins féll þar
snjóflóð árið 1930. Snjóflóðakljúfur
hafði verið byggður á stafn hússins
fjallmegin og stóð það flóðið af sér en
fjárhús brotnuðu og fé drapst. Aftur
féll snjóflóð á Norðureyri ári seinna
og tók báta.
Í skýrslunni er vitnað í snjóflóða-
sögu Flateyrar og Önundarfjarðar
(Svanbjörg Helga Haraldsdóttir,
2002) þar sem Ólafía Jónsdóttir frá
Súgandafirði segir frá mikilli flóð-
bylgju á Suðureyri vegna snjóflóðs á
Norðureyri. Hún féll að húsinu sem
Ólafía átti heima í og fór vatn í kjall-
arann. Þetta gæti hafa átt við um
flóðið sem féll 1931.
Enn féll snjóflóð á Norðureyri
1939 og drap kindur og olli flóð-
bylgju á firðinum. Stórt snjóflóð féll
á Norðureyri 1946 og myndaði flóð-
bylgju sem braut bryggjur á Suður-
eyri og olli ýmsum skaða þar. Svip-
aður atburður varð 1951 en olli
minna tjóni. Enn féll snjóflóð á
Norðureyri 1992 og skemmdi flóð-
bylgja frá því hafnarmannvirki og
báta á Suðureyri.
Mjög stórt snjóflóð féll úr Norður-
eyrarhlíð 1995, sama dag og mann-
skætt flóð féll á Flateyri. Það skap-
aði flóðbylgju sem olli miklu tjóni
sunnan fjarðar. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Valur Valgeirsson
Suðureyri Ekki sást yfir fjörðinn í gær þegar myndin var tekin. Snjóflóðið féll norðan fjarðarins og olli flóðbylgju.
Snjóflóðin hafa oft
valdið flóðbylgjum
Mörg dæmi um að flóðbylgjur hafi valdið tjóni á Suðureyri
Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði
Heildarfjöldi flóða sem skráð eru á
Flateyri í snjóflóðagagnasafn
Veðurstofunnar er 272.
Stærstu flóðin hafa fallið úr
Skollahvilft og Innra-Bæjargili í
Eyrarfjalli ofan við byggðina eins og
flóðin sem féllu á þriðjudagskvöld.
Fram kemur í snjóflóðasögu Flat-
eyrar og Önundarfjarðar, sem Svan-
björg Helga Haraldsdóttir tók sam-
an fyrir Veðurstofu Íslands árið
2002, að fjöllin ofan við norðan-
verðan Önundarfjörð séu fremur
flöt, eins og algengt sé með fjöll á
norðanverðum Vestfjörðum. Fjalls-
brúnin er í um 660 metra hæð yfir
sjó ofan við Flateyri.
Mesta hættan í aftakaveðrum
af norðri
Mesta snjóflóðahætta á Vest-
fjörðum tengist aftakaveðrum af
norðri þegar lægðir ganga norður
fyrir land úr suðri eða austri.
Lægðir þessar beina tiltölulega
hlýju lofti að sunnan með mikilli úr-
komu norður fyrir landið og valda
mikilli snjósöfnun á upptakasvæðum
margra snjóflóðafarvega á Vest-
fjörðum. Mikil snjósöfnun getur
einnig átt sér stað í sömu farvegum í
langvarandi norðaustanátt með mik-
illi ofankomu. Áköf úrkoma í suð-
austanátt getur einnig valdið snjó-
flóðahættu í ákveðnum hlíðum sem
vita mót norðri, segir í snjóflóða-
sögu Veðurstofunnar.
Þar segir einnig að snjóflóðagarð-
arnir sem reistir voru eftir að snjó-
flóðið féll 1995 myndi fleyg eða „A“
ofan við byggðina. Tveir leiðigarðar
séu tengdir saman efst og beini þeir
snjóflóðum frá byggðinni, inn eftir
neðan við Skollahvilft, og út eftir
neðan við Innra-Bæjargil. Þver-
garðinum á milli þeirra sé ætlað að
stöðva flóðsnjó sem kunni að slæð-
ast yfir leiðigarðana. „Þó garðarnir
séu bestu snjóflóðavarnir sem sér-
fræðingar töldu völ á er aldrei hægt
að vera alveg öruggur ef snjóflóð
falla við allra verstu aðstæður,“
segir þar
Snjóflóðið sem féll á Flateyri í
október 1995 kom úr Skollahvilft og
er lengsta skráða flóðið. Þá létu 20
manns lífið. Ekki er þekkt að orðið
hafi manntjón í öðru flóði úr Skolla-
hvilft að því er kemur fram í snjó-
flóðasögunni. Þar segir að tveir
menn hafi lent í flóði þar 1917-1919
en báðir sluppu ómeiddir. Í Jarða-
bók Árna Magnússonar og Páls Ví-
dalíns er sagt að snjóflóð hafi oft
tekið fé og menn út í sjó.
Mannskaði hefur ekki orðið svo
þekkt sé í flóðum úr Innra-Bæjar-
gili. Þó er sagt í Jarðabókinni um
bæinn „Eyre“ að flóð hafi oft tekið
menn og fé á haf út.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Snjóflóð Snjóflóð féll úr Skollahvilft í mars 2013. Á myndinni sést flóðið,
Innra-Bæjargil vinstra megin og Skollahvilft hægra megin í fjallinu.
Fjöldi skráðra snjó-
flóða við Flateyri
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, sendu í gær kveðjur til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði þá skýrt Guðna frá stöðu mála.
„Ég sendi hlýjar kveðjur vestur á firði og einlægar þakkir til allra sem
brugðust við og sinntu nauðsynlegum störfum eftir snjóflóðin á Flateyri og
í Súgandafirði. Blessunarlega varð ekki mannskaði, annað tjón er unnt að
bæta,“ skrifaði Guðni. „Bænir mínar, hugur og hjarta eru hjá Flateyr-
ingum, Súgfirðingum og öðrum Vestfirðingum. Það er Guðsblessun að
eiga jafn öflugar björgunarsveitir og aðra vaska viðbragsaðila sem raun
ber vitni við jafn krefjandi aðstæður. Það lýsti upp annars dimman janúar-
mánuð að engin hafi farist í þessum hamförum,“ sagði Agnes m.a.
Forsetinn og biskupinn sendu kveðjur