Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Geirmundur Val-
týsson ökklabrotnaði um helgina og
hefur því þurft að aflýsa skemmt-
unum í kvöld og á laugardagskvöld
auk þess sem óvíst er með fyrirhug-
aða viðburði það sem eftir lifir mán-
aðar og í næsta mánuði.
„Ég er svo truflaður að ég ligg á
sjúkrahúsinu norður á Akureyri,“
sagði Geirmundur, þegar slegið var á
þráðinn til hans í gær.
Óðveðrið að undanförnu hefur tek-
ið sinn toll. Um helgina var svo komið
að sex strengja hestagirðing á Geir-
mundarstöðum í Sæmundarhlíð í
Skagafirði var nánast á kafi í snjó og
því ætlaði Geirmundur að bæta við
tveimur gaddavírsstrengjum, svo
hestarnir kæmust ekki út.
Stund gafst á milli stríða í hádeginu
á sunnudaginn til þess að laga girð-
inguna og Geirmundur nýtti sér
„svikalognið“. „Veðrið var fínt og sem
ég ætlaði að ná í gaddavírshönk til
þess að reyna að setja fyrir hrossin
mín missti ég fótanna á leiðinni inn í
braggann og skall á hnakkann. Ég
hefði ekki orðið hissa ef ég hefði höf-
uðkúpubrotnað en skil ekki hvernig
ég gat ökklabrotnað. Ég gekk með
broddstaf í hægðum mínum, vissi vel
af hálkunni, því hún er alls staðar, en
sennilega hefur lítil snjóföl yfir ísnum
villt mér sýn.“
„Ógeðslega heppinn“
Í fyrstu vildi Geirmundur ekkert
gera í þessu, en svo fór að hann fór á
sjúkrahúsið á Sauðárkróki um kvöld-
ið og var svo fluttur til Akureyrar
morguninn eftir. „Fóturinn á mér
skekktist og það skil ég ekki heldur,“
heldur tónlistarmaðurinn áfram.
Vegna þessa fór hann í aðgerð til þess
að rétta fótinn, en ráðgert er að skera
hann upp vegna brotsins í næstu viku.
Geirmundur átti að spila í Húna-
veri í kvöld og á þorrablóti í Miðgarði
á laugardag. „Ég get augljóslega ekki
mætt, hef slegið þetta af, og óvíst er
með ball á Kringlukránni 1. febrúar.
Vonandi kemst ég í brúðkaup í
Reykjavík um miðjan næsta mánuð.
En það kemur í ljós. Ég kann ekki á
svona, hef aldrei slasast á þennan
hátt.“
Geirmundur hefur sungið og spilað
fyrir landann í yfir 60 ár og alltaf ver-
ið tilbúinn í slaginn, þar til hann
missti aðeins úr í haust vegna veik-
inda. „Þá fékk ég einhverja sýkingu
og var frá í fyrsta skipti, gat ekki
skemmt um Laufskálaréttarhelgina.
Ég hef verið „ógeðslega heppinn“,
eins og krakkarnir segja, en svo ger-
ist þetta allt í einu.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson leikur við hvern sinn fingur og er þekktur fyrir að koma fólki í stuð.
Engin gigg hjá Geir-
mundi á næstunni
Skagfirski tónlistarmaðurinn datt í hálku og ökklabrotnaði
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
St. Pétursborg,
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
„Við teljum að það sé hægt að spara
með öðrum hætti en að minnka þjón-
ustuna við barnafólk,“ segir Eyþór
Laxdal Arnalds,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins, um
ákvörðun skóla-
og frístundaráðs
um að stytta opn-
unartíma leik-
skóla borgarinn-
ar um hálftíma á
dag.
Borgarfulltrúi
Samfylkingarinn-
ar sagði í samtali við mbl.is í gær að
með þessu væri ætlunin að minnka
álag á starfsfólk og börn.
Eyþór segir að ýmsar leiðir séu
færar í þá áttina en styttur opnunar-
tími sé ekki rétta leiðin enda opn-
unartími ekki það sama og viðveru-
tími.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa mótmælt ákvörðun sem á að
taka gildi 1. apríl næstkomandi.
„Við leggjumst gegn þessari
breytingu. Síðasta úrræðið á að vera
að úthýsa börnunum.“
Eyþór segir að ákvörðunin komi á
óvart vegna þess að hún sé andstæð
kosningaloforðum meirihlutans.
„Þetta kemur mörgum á óvart vegna
þess að þetta var ekki eitt af því sem
var á dagskrá fyrir kosningar. Þá
voru flokkarnir sem eru í meirihluta
að tala um að auka þjónustuna við
barnafjölskyldur. Þetta bitnar helst
á barnafjölskyldum, vinnandi fólki
og jafnvel frekar á konum en körl-
um.“
Kjósa áfram gegn styttingu
Eyþór segir ýmsar leiðir vænlegri
til sparnaðar.
„Það er svolítið skrýtið í nútíman-
um að fara þessa leið á meðan við er-
um með stjórnkerfi sem kostar
marga milljarða á ári og notast enn
við pappír frekar en rafræna þjón-
ustu. Það væri hægt að spara þar
frekar en með því að stytta opnunar-
tíma leikskólanna.“
Eyþór segir að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins muni halda
áfram að berjast gegn þessari breyt-
ingu.
„Við greiddum atkvæði gegn
þessu í skólaráði og munum greiða
atkvæði gegn þessu í borgarráði og
borgarstjórn. Vonandi verður þetta
dregið til baka. Það er stutt í að þetta
taki gildi svo þetta er ansi bratt.“
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson
borgarstjóra. ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikskólar Breyta á starfstímum leikskóla Reykjavíkurborgar þannig að
þeir verði opnir frá 7.30 til 16.30. Áður voru þeir opnir til klukkan 17.00.
Síðasta úrræðið að
úthýsa börnum
Stytting í mótsögn við kosningaloforð
Eyþór Laxdal
Arnalds