Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miklar breytingar á fiskveiðistjórn- un í Rússlandi og kvótakerfi hafa ýtt breytingum af stað. Annað framfaraskref tengist nýrri löggjöf sem felur meðal annars í sér hvatn- ingu til fjárfestinga. Í kjölfarið verða skip og fiskiðjuver öfl- ugri og hag- kvæmari. Þróun- in hefur verið hröð og á ýmsum stöðum koma Ís- lendingar við sögu. „Rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð“, var heiti á erindi Kristjáns Hjaltasonar á markaðsdegi Iceland Seafood í gær. Þar fjallaði hann m.a. um þessa þróun, en Kristján er sölu- stjóri rússneska fyrirtækisins Norebo á meginlandi Evrópu. Hann heyrir undir Evrópudeild fyrirtækisins, sem stjórnað er frá Englandi. Þar er Skagamaðurinn Sturlaugur Haraldsson í forsvari og er Bandaríkjamarkaður einnig á hans könnu. Þriðji Íslendingurinn hjá sölufyrirtæki Norebo í Evrópu er Andri Geir Alexandersson. Íslenski skólinn Kristján og Sturlaugur réðust til Norebo fyrir um áratug, en fyrir- tækið hét þá Ocean Trawlers og var stofnað 1997, en nafni þess var breytt fyrir þremur árum. Hjá fyrirtækinu var þá Magnús Gúst- afsson, sem leiddi markaðsstarf fyrirtækisins í Bandaríkjunum, en hafði m.a. áður stýrt Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Kristján starfaði m.a. áður sem sjálfstæður ráðgjafi og sem sjávarútvegs- sérfræðingur hjá Glitni og í 20 ár hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (Icelandic Group) í Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi. Kristján hefur aðsetur í Berlín, en fer reglu- lega til Bretlands og á verksviði hans er sala á frystum flökum á meginlandi Evrópu og í fyrra bætt- ist rækja við. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að árangur Íslendinga í veiðum, vinnslu, tækni og markaðs- málum sé þekktur víða um heim. Meðal annars sé horft til íslenska skólans við þróun sjávarútvegs í Rússlandi. Gæði og áreiðanleiki „Við vorum ráðnir til fyrirtækis- ins til að þróa flakamarkaðinn í Evrópu og Norður-Ameríku. Það er alveg klárt að með því að ráða Íslendinga í flakasölu byggirðu á áratugareynslu og góðri vinnu ís- lenskra fyrirtækja,“ segir Kristján. „Íslendingar njóta viðurkenningar á mörkuðum og því eðlilegt að leit- að sé til okkar. Rússar hafa leitað til íslenskra fyrirtækja við byggingu á verk- smiðjum austast í landinu; Íslend- ingar unnu að því að innrétta verk- smiðju Norebo í Murmansk og víðar, íslensk fyrirtæki hafa fram- leitt tæki í bæði skip og fisk- vinnslur og hafa verið að hanna skip svo dæmi séu nefnd. Rússar vilja framleiða góða vöru og eru tæknilega sinnaðir. Ef við tölum sérstaklega um þorsk og ýsu þá framleiðir fyrir- tækið gæðavöru hvort sem þú vilt þorskhnakka, flakaskammta eða heil flök frá frystiskipunum eða hefðbundinn, lausfrystan þorsk og ýsubita úr frystihúsi Norebo skammt frá Murmansk. Við förum eins langt og hægt er til að svara óskum viðskiptavina og varan okk- ar og þjónusta hefur gott orðspor fyrir gæði og áreiðanleika.“ Á vegum sölufyrirtækisins Nore- bo Evrópu starfa um 25 manns og eru starfsmenn af ýmsum þjóð- ernum auk Rússa. Kristján segir að Norebo hafi valið að eiga sölufyrir- tækin, en sum önnur rússnesk fyrirtæki hafi kosið að vinna með stórum innflytjendum í Evrópu. Sjófrysting í forgrunni Kristján segir að Norebo sé stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Rússlandi. Á hverjum degi séu 40 frystiskip fyrirtækisins við veiðar í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi. Aflinn í Atlantshafi sé þorskur, ýsa, grálúða og karfi, auk veiða á upp- sjávartegundum eins og kolmunna, síld og makríl. Í Kyrrahafinu eru stundaðar veiðar á tegundum eins og Alaskaufsa, þorski, Kyrrahafs- síld, grálúðu og fleiri tegundum. Sjófrysting hefur lengi verið í for- grunni í rússneskum sjávarútvegi með líklega yfir 90% af þeim 4,5 milljónum tonna sem Rússar veiða á hverju ári. Heildarafli Norebo er rúm 500 þúsund tonn á ári. Þar af eru um 90 þúsund tonn af Atlantshafs- þorski og 19.000 tonn af ýsu. Mikil- vægasti markaðurinn fyrir þessar tegundir er í Bretlandi, en Banda- ríkin og markaðir á meginlandi Evrópu skipta miklu máli. Ríkið hefur ekki sett kvaðir á sjávar- útveginn til að selja meira innan- lands, en þau selja meira innan- lands ef verð eru samkeppnisfær. Fiskneysla hefur aukist í Rússlandi á síðustu áratugum. Spurður hvað einkum hafi gert það að verkum að Rússar séu á „fljúgandi ferð“ í sjávarútvegi nefn- ir hann í fyrsta lagi fiskveiðistjórn og kvótakerfi. „Árið 2008 var ákveðið að setja á kvótakerfi til tíu ára þar sem fyrirtæki fengu hlut- deild í heildaraflamarki og með því byrjaði hagræðing, samþjöppun, og endurnýjun. Fyrirtækjum hefur fækkað og þau sem eftir eru hafa orðið stærri, einkum þau sem veiða í Atlantshafinu en Kyrrahafið fylgir á eftir,“ segir Kristján. „Markmiðið var að auka virðis- aukann úti á sjó þannig að menn framleiddu meira af flökum úr afl- anum og frystu, en landfrysting hefur verið lítil. Síðan kom stóra stökkið núna í byrjun ársins og mun flýta þróuninni. Í nýrri fisk- veiðilöggjöf sem tók gildi um ára- mótin var kvótinn í fyrsta lagi bundinn til 15 ára og í öðru lagi tóku gildi reglur til að styrkja inn- lendan iðnað. Stjórnvöld geta tekið 20% af heildarkvótanum og endurúthlutað til þeirra sem byggja skip eða verksmiðjur í Rússlandi. Síðustu misseri hafa fyrirtæki verið á fullu að setja fram áætlanir um að byggja skip og verksmiðjur og ná hlut af kökunni.“ 43 ný skip og 10 verksmiðjur Kristján segir að hluti flotans hafi þarfnast endurnýjunar og þá einkum verksmiðjuskip í Kyrrahaf- inu. Nú sé byrjað eða sé á döfinni að smíða 43 skip í Rússlandi og 23 verksmiðjur í landi. Stærstu skipin séu 105 metrar á lengd og eru þau mikið notuð í Kyrrahafinu. Tölu- vert sé af 80 metra skipum og er Norebo með tíu slík skip í smíðum. Svo koma 55 metra skip, m.a. til línuveiða, og minnstu skipin eru 30 metrar. Skipin verður að smíða hjá rúss- neskum skipasmíðastöðvum, en þekking og búnaður geta komið frá öðrum löndum. Á síðustu árum hafa fyrirtæki eins og Skaginn3X, Marel, Valka og fleiri haslað sér völl í verksmiðjum og skipum í Rússlandi og fimm íslensk fyrir- tæki hafa starfað undir heiti mark- aðsfyrirtækisins Knarr. Aukin hagkvæmni Kristján nefnir einnig að talsverð breyting hafi orðið með því að sam- eina úthafskvóta og strandkvóta í einn. Áður hafi áhersla verið lögð á að frysta aflann úti á sjó, en nú hafi sú breyting orðið á að þeir sem landa ferskum fiski og tilkynna það fá aukakvóta. Með þessu sé verið að styrkja fiskvinnslu í landi. „Þessar breytingar hafa stórt stökk í för með sér,“ segir Kristján. „Flotinn verður endurnýj- aður, en það er fjárfesting sem þýðir aukna hagkvæmni og um- hverfisvænni skip sem og vinnslu úr öllum afla. Í landi verður meiri fullvinnsla.“ Rússar á fleygiferð í sjávarútvegi  Breytingar í fiskveiðistjórn og hvati til fjárfestinga  Íslendingar áberandi í sölustarfi Norebo í Evrópu  Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Rússlandi  Á hverjum degi eru 40 frystiskip á sjó  Tíu ný frystiskip Rússnesk útgerð og framleiðandi. Yfi r 40 skip á sjó og rúm 500.000 tonn veidd árlega. Starfsemi í Atlantshafi og Kyrrahafi . Stærstur hluti sjófrystur auk landvinnslu. Allt selt undir eigin vörumerkjum Norebo Group Útgerð og framleiðsla á sjó Útgerð Þjónusta í landi Sölu- og markaðsmál ■ Atlantshaf • Veiðar, framleiðsla og sjófrysting. • Botnfi skar, uppsjáv- arfi skar og aðrar tegundir. ■ Kyrrahaf • Veiðar, vinnsla og sjófrysting. • Botnfi skar, uppsjáv- arfi skar og aðrar tegundir. ■ Polar Sea+ • Verksmiðja í Minkino við Múrmansk. • Ferskt hráefni frá eigin togurum. ■ Klin • Pökkunarstöð hjá Moskvu. Endurpökkun fyrir smásölu. ■ Seraglaska • Gámaþjónusta og frystigeymsla. • Í Petropavlovsk Kamtsjatka. ■ Norebo Rússland ■ Norebo Evrópa ■ Norebo Hong Kong ■ Norebo Afríka Kristján Hjaltason Vladimir Sokolov Norebo er að láta smíða tíu frystiskip og er það fjárfesting upp á um 85 milljarða króna. Fyrsta skipið verður Vladimir Sokolov, sem verður tilbúið í árslok. Skipin eru tæplega 82 metrar á lengd og 16 metra breið. Frystigeta er 60 tonn á dag og pláss fyrir þúsund tonn af afurðum. Frá sumrinu 2015 hefur verið í gildi bann á útflutningi sjávar- fangs frá Íslandi og löndum Evr- ópusambandsins til Rússlands. Spurður hvort það eigi þátt í hraðri þróun veiða og vinnslu í Rússlandi segist Kristján efast um að bein tengsl séu þarna á milli, það sé stefna stjórnvalda í Rússlandi að þjóðin verði sjálfri sér nóg á flestum sviðum. Ekki sé þó fráleitt að ætla að þessi staða hafi átt einhvern þátt. Þannig geti t.d. skortur á síld úr Norður-Atlantshafi opn- að augu manna fyrir mögu- leikum á að nota síld úr Kyrra- hafinu svo dæmi sé tekið. Ekki bein tengsl INNFLUTNINGSBANN ÚTSALA afsláttur af völdum ljósum. Allt að 70%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.