Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Náttúru-öflingerðu
óþyrmilega vart
við sig þegar
snjóflóð féllu á Flateyri og í
Súgandafirði í fyrrakvöld.
Til allrar hamingju urðu
ekki slys á fólki að þessu
sinni. Snjóflóðin minntu á
hamfarirnar fyrir 25 árum
þegar 34 menn létu lífið.
Tvö flóð féllu á Flateyri,
úr Skollahvilft og Innra-
Bæjargili, og stöðvuðu
varnargarðarnir sem reistir
voru eftir flóðin 1995 þau að
mestu. Þessi flóð voru mjög
mikil. Flóðið úr Skollahvilft
sást á ratsjá Veðurstofunnar
og mældist á 150 til 200 km
hraða á klukkustund.
Flóðið úr Innra-Bæjargili
fór að hluta yfir varnargarð-
inn og hafnaði á húsi. Þar
var 14 ára unglingsstúlka
hætt komin. Hún lá föst und-
ir snjófarginu í 40 mínútur.
Björgunarmenn sýndu þar
mikið snarræði og tókst að
ná henni á undraskömmum
tíma.
Ívar Kristjánsson björg-
unarsveitarmaður, sem tók
þátt í að bjarga stúlkunni,
sagði í viðtali við mbl.is að
aðstæður hefðu verið hræði-
legar og mikill léttir þegar
náðist að bjarga henni. Sem
betur fer hlaut hún ekki
mikla áverka.
Snjóflóðið úr Skollahvilft
beindist í höfnina á Flateyri
og eyðilögðust sex bátar af
sjö sem þar voru.
Engin slys urðu á fólki á
Suðureyri við Súgandafjörð
en nokkurt tjón varð í flóð-
bylgju sem myndaðist þegar
snjóflóðið féll í sjóinn gegnt
bænum.
Óblítt veður undanfarið og
mikill snjóþungi hefur haft
sitt að segja víða um land. Á
Vestfjörðum hafa sam-
göngur verið mjög þungar
og erfitt með aðföng. Sigla
þurfti til Flateyrar eftir
snjóflóðin í fyrrakvöld vegna
þess að ekki var hægt að
komast þangað akandi.
Vitað var að hætta væri á
snjóflóðum. Sú hætta er ekki
liðin hjá og mun ekki gera
það á næstunni ef lítil eða
engin breyting verður á
veðri. Snjóflóðahættan er
heldur ekki eingöngu bundin
við Vestfirðina.
Viðbrögð vegna flóðanna
voru snör og ákveðin. Lýst
var yfir neyðarstigi al-
mannavarna vegna þeirra.
Það var lán að
varðskipið Þór
var statt á Ísa-
firði og gat komið
björgunar-
sveitarmönnum til Flateyrar
í skyndi.
Einnig er til fyrirmyndar
að áhersla er lögð á að veita
áfallahjálp vegna flóðanna.
Álagið er ekki lítið þegar
hamfarir ríða yfir, ekki síst
fyrir þá sem urðu vitni að og
áttu um sárt að binda eftir
snjóflóðin 1995.
Ráðist var í róttækar að-
gerðir fyrir 25 árum til þess
að verja byggðir sem gætu
verið í hættu vegna snjó-
flóða. Eins og fram kemur í
fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu í dag hefur til þessa
verið gripið til aðgerða á 15
þéttbýlisstöðum og hefur 21
milljarði króna verið varið í
varnarvirki vegna snjóflóða.
Hafa ýmist verið reistar
varnir eða eignir keyptar
upp. Ólokið er gerð varna
fyrir íbúðarbyggð á átta
stöðum og er gert ráð fyrir
að þær muni kosta annað
eins. Ýmist hefur verið ráð-
ist í að reisa þær eða það
verður gert á næstu miss-
erum og árum.
Gerbreyting varð í þessum
málum eftir snjóflóðin í
Súðavík og á Flateyri 1995. Í
fréttaskýringunni um snjó-
flóðavarnirnar er vitnað í
grein Hafsteins Pálssonar,
verkfræðings í umhverfis-
og auðlindaráðuneytinu, og
Tómasar Jóhannessonar,
sérfræðings á Veðurstof-
unni, sem birtist í Morgun-
blaðinu í apríl í fyrra. „Þess-
ir atburðir gjörbreyttu
viðhorfi landsmanna til ör-
yggis vegna ofanflóðahættu
enda ljóst að ekki yrði unað
við að slík hætta væri fyrir
hendi,“ skrifuðu þeir. „Í
kjölfarið var því gripið til
róttækra aðgerða til að
tryggja öryggi íbúa á svæð-
um þar sem hætta er á ofan-
flóðum.“
Meðal þessara aðgerða
var að stofna Ofanflóðasjóð,
sem gegnt hefur mikilvægu
hlutverki í að efla varnirnar.
Þessum markvissu að-
gerðum má þakka að ekki
fór verr. Hugur landsmanna
er nú hjá Vestfirðingum.
Enn er ekki víst hvað tjónið
vegna snjóflóðanna er mikið
en eins og einn viðmælandi
mbl.is sagði í gær má alltaf
bæta báta og dauða hluti.
Fyrir öllu er að enginn fórst.
Varnargarðarnir
sönnuðu gildi sitt}Mildi að vel fór
A
lvarlegir atburðir á Vestfjörðum
vekja erfiðar minningar. Snjó-
flóð skjóta okkur skelk í bringu.
En við látum ekki hugfallast.
Þegar eitthvert okkar lendir í
erfiðleikum stöndum við saman öll sem eitt.
Ég hugsa um landið okkar og náttúruöflin.
Þjóðina sem býr í þessu landi sem er svo auð-
ugt, með náttúru sem getur verið svo mis-
kunnarlaus. Hamfarir af hennar völdum geta
skollið á með litlum eða engum fyrirvara.
Ég þakka Guði fyrir að ekki urðu slys á
fólki og sendi ungu stúlkunni sem bjargaðist,
fjölskyldu hennar og öðrum ættingjum og
vinum hugheilar kærleikskveðjur. Sorgin er
ólýsanleg þegar maður verður fyrir því áfalli
að missa ástvini í heilgreipar náttúrunnar. Það fékk ég að
reyna fyrir réttum 30 árum í ofsaveðri og ólgusjó þegar
hafið hrifsaði til sín elskulegan bróður minn.
Ég man þá eilífu vá sem vofði yfir okkur Ólafsfirðingum
þegar við þurftum að ferðast um Múlaveginn gamla. Snjó-
flóð á veturna og skriðuföll í vatnsveðrum á sumrin. Í dag
erum við laus við þá leið, þökk sé bættum samgöngum.
Við lærðum af snjóflóðunum hræðilegu sem urðu fyrir
um 25 árum. Í kjölfar þeirra var farið í að efla snjóflóða-
varnir. Án garðanna fyrir ofan Flateyri má leiða að því lík-
ur að afleiðingar flóðanna nú hefðu orðið mun skelfilegri.
Augljóst er að við verðum að halda áfram að bæta for-
varnir okkar gegn snjóflóðum um allt land. Við megum
aldrei verða værukær og sofna á verðinum. Við skulum
vera þakklát sérfræðingum okkar í ofanflóðavörnum,
þakklát hetjunum okkar í björgunarsveit-
unum. Þakklát fyrir Landhelgisgæsluna, varð-
skipin okkar og þyrlurnar. Allt hefur þetta
sannað mikilvægi sitt.
Reynsla okkar það sem af er þessum vetri
sýnir að við verðum að halda vöku okkar gegn
náttúruvá. Það þarf að styrkja innviði. Bæta
raforkudreifingu, hafa rafstöðvar til reiðu ef
rafmagn fer af, ekki síst fyrir heilbrigðisstofn-
anir og atvinnulífið. Laga samgöngur og fjar-
skiptakerfi. Þegar nær fjórðungur er liðinn af
21. öldinni er ólíðandi að rafmagn fari af
stórum svæðum, símakerfi verði óvirk, vegir
ófærir dögum saman eins og nú á Vestfjörðum.
Komum vegakerfi á sunnanverðum kjálkanum
í lag.
Hugum að stofnbrautum í stærra samhengi. Víða eru
helstu vegir landsins einfaldlega stórhættulegir í óveðr-
um. Hér má nefna Vesturlandsveg og Reykjanesbraut.
Hvers vegna í ósköpunum er ekki farið í lagningu Sunda-
brautar? Hvað ef þarf að rýma höfuðborgarsvæðið vegna
eldgosa? Flugvellir úti á landi verða að vera í lagi.
Reykjavíkurflugvöllur er ómetanlegur sem öryggis-
mannvirki.
Við viljum vitanlega búa við öryggi í okkar fallega
landi. Við eigum að byggja landið og skila því og öllu sam-
félaginu til afkomenda okkar í betra ástandi en þegar við
tókum við því. Höldum áfram að draga lærdóm af reynsl-
unni.
Inga Sæland
Pistill
Við erum ein stór fjölskylda
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Leggja á aukna áherslu áiðn-, list- og verknám áhöfuðborgarsvæðinu tilársins 2024, þannig að
hlutfall nema sem velja annað en
bóknám eftir grunnskóla verði 20%.
Árið 2024 verði einnig fyrstu tvær
Borgarlínuleiðir farnar að þjónusta
íbúa höfuðborgarsvæðisins, urðun
sorps hafi þá minnkað um 25% og
farþegum almenningssamgangna
fjölgað um 30%. Enn fremur skal að
því stefnt að hamingja íbúa höfuð-
borgarsvæðisins aukist þannig að
árið 2024 upplifi 65% íbúanna sig
hamingjusöm.
Þessi markmið má finna meðal
fjölmargra markmiða og áherslna
sem sett eru fram í Sóknaráætlun
höfuðborgarsvæðisins 2020-2024,
sem birt hefur verið á Samráðsgátt
stjórnvalda. Um er að ræða stefnu-
skjal sem unnið hefur verið m.a. í
samráði kjörinna fulltrúa og við hag-
aðila innan höfuðborgarsvæðisins,
eins og það er orðað, á undanförnum
mánuðum. Felur það í sér stöðumat
höfuðborgarsvæðisins, framtíðarsýn
og markmið í tilgreindum mála-
flokkum ásamt skilgreindum leiðum
að markmiðunum.
Fjölmörg metnaðarfull markmið
eru sett fram í sóknaráætluninni,
sum hver með mælikvörðum, sem ná
á fram til ársins 2024. Bæta á að-
gengi að grænum svæðum í íbúa-
kjörnum til að stuðla að aukinni
hreyfingu og auka þátttöku barna
frá efnaminni og fjölskyldum af er-
lendum uppruna í íþrótta- og tóm-
stundastarfi. Endurnýtingarhlutfall
úrgangs frá heimilum verði 95% og
hlutfall íbúðarbyggðar á miðkjarna
og samgöngumiðuð þjónustusvæði
vaxi úr 32% í 40%, svo dæmi sé tek-
in. Enn fremur er að því stefnt að
50% vagna Strætó verði knúin með
öðru en jarðefnaeldsneyti eftir fimm
ár.
Í kafla um velferð og samfélag
segir m.a. að stefna sé sett á það
markmið að menntun og tómstundir
barna verði efldar og sett eru mark-
mið um að hlutfall 13 til 15 ára ung-
menna sem meta andlega heilsu sína
góða eða mjög góða verði komið í
83% árið 2024 en skv. könnunum
Lýðheilsuvísa var hlutfallið 69% árið
2018. Jafnframt verði hlutfall 13-15
ára ungmenna sem meta líkamlega
heilsu sína góða komið í 83% árið
2024, en 78% ólögráða ungmenna
mátu heilsu sína góða eða mjög góða
árið 2018.
Í kafla um samgöngur kemur
fram að vilji sé til að stuðla að góðu
úrvali rafmagnshlaupahjóla, deilibíla
o.s.frv. á endastöð Borgarlínu, kom-
ið verði á appi fyrir deilihagkerfi fyr-
ir samgöngur (bíla, hjól o.s.frv.) og
hleðslustöðvum verði fjölgað.
Dregið úr fasteignasköttum
Í sérstökum kafla um vilja hag-
hafa á höfuðborgarsvæðinu segir
m.a. að gera eigi meira af því að örva
nýsköpun og bæta samgöngur við
nærsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Draga eigi úr fasteignasköttum á
fyrirtæki, dregið verði úr bílferðum
til vinnu og úr þörf fólks til að nota
einkabílinn. Byrjað verði á að ræða
sameiningu sveitarfélaga og nýsköp-
un í menntamálum verði aukin. Er
enn fremur lagt til að byrjað verði á
áætlun um uppbyggingu hjólastíga
og unnið að sameiginlegri rafvæð-
ingu í samgöngumálum. Lýst er vilja
til að dregið verði úr urðun sorps og
akstri strætisvagna sem ekki eru
umhverfisvænir verði hætt á þessu
tímabili. Hætt verði ,,að taka á móti
mengandi skemmtiferðaskipum“ og
hætt verði að brenna svartolíu í
höfnum. Tryggja á ungum for-
eldrum góð úrræði í dagvistun fyrir
börn.
65% íbúa upplifi sig
hamingjusöm 2024
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markmið til 2024 Efla á almenningssamgöngur, fjölga göngu- og hjólreiða-
ferðum um 30% og fjölga farþegum almenningssamgangna um 30%.
Með framtíðarsýninni í Sóknar-
áætlun höfuðborgarsvæðisins er
dregin upp mynd af eftirsóknar-
verðri stöðu sem ætlunin er að
ná á næstu árum. Í upptalningu á
vilja svonefndra „haghafa“ á
höfuðborgarsvæðinu segir m.a.
að styðja þurfi betur við börn frá
efnaminni heimilum og að
íþrótta- og tómstundaiðkun
barna geti farið fram í göngufæri
og hjólafæri. Byrjað verði á
Sundabraut, hætt verði að skipu-
leggja allt úr frá einkabílnum,
hætt að dæla seyru út í Faxaflóa
og draga þurfi úr ,,sálarlausri
steypu og andlausum svæðum“.
Styðja betur
við börn
SÓKNARÁÆTLUN TIL 2024
Morgunblaðið/Eggert
Skólabörn Tómstundariðkun geti
farið fram í göngu- og hjólafæri.