Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Mathöll Til að halda sér gangandi er nauðsynlegt að næra sig og ekki er verra að hitta í leiðinni góða vini og eiga við þá gott spjall, eins og hér á Hlemmi Mathöll í vikunni.
Eggert
Sumarið 2018 fór
fjölskyldan í sumarfrí
til Englands. Á meðan
við dvöldum þar gekk
yfir mikil hitabylgja. Í
samtali við ungan
starfsmann í skemmti-
garði, sem spurði
hvaðan við værum,
göntuðumst við með
að við í Reykjavík
hefðum aldeilis fengið rigninguna
þeirra. Hann bað okkur vinsamleg-
ast um að skila henni. Og svo fliss-
uðum við yfir fáránleikanum.
En þetta var auðvitað ekki fárán-
legt. Þetta er blákaldur raunveru-
leikinn sem við stöndum frammi
fyrir: Loftslagsbreytingar af
mannavöldum.
Veðuröfgar og af-
leiðingar þeirra magn-
ast um allan heim.
Ástralía berst nú við
fordæmalausa skógar-
elda eftir að hafa þurft
að glíma við mesta
þurrkatímabil landsins
árið 2019. Milljarður
dýra hefur drepist.
Þúsundir hafa misst
heimili sín. Eldurinn
hefur eyðilagt svæði á
stærð við Ísland.
Ekkert verður aftur eins.
Það dylst engum sem vill vita,
hvað það er sem veldur þessum
veðuröfgum. Það er losun gróður-
húsalofttegunda: Kolabrennsla,
olíubrennsla og olíuframleiðsla,
stóriðja, iðnaðarlandbúnaður, flug-
og bílaumferð og bráðnandi sífreri
svo eitthvað sé nefnt. En þrátt fyrir
þær staðreyndir sem blasa við hafa
valdamenn um allan heim ákveðið
að loka augunum. Það á einnig við
um forsætisráðherra Ástralíu.
Hann sér enga beina tengingu milli
þess hörmungarástands sem nú rík-
ir og losunar gróðurhúsaloftteg-
unda. Þess má geta að Ástralía er
stærsti útflytjandi kola í heiminum
auk olíu og málma.
Og það er sama sagan alls staðar.
Peningaöflin keppast við að loka
augunum fyrir afleiðingum gjörða
sinna undir verndarvæng stefnu-
lausra og fáfróðra stjórnmála-
manna. Þeir vilja hvorki skilja né
sjá að stundargróðinn er dýru verði
keyptur. Ef áfram heldur sem horf-
ir verður ekkert eftir til að græða
á. Engin náttúra, engar auðlindir –
ekki neitt. Og við töpum öll.
Við erum svo vön því að hugsa
innan okkar eigin landamæra að
okkur hættir til að gleyma að við
búum öll á sama stað, jörðinni. Af-
leiðingar skógareldanna í Ástralíu
berast þannig til annarra landa.
Þegar Brasilía ryður regnskóga
Amazon skaddast „lungu heimsins“.
Bráðnandi jöklar á norðurslóðum
hækka yfirborð sjávar og stuðla að
því að lönd sökkvi í sæ. Ef við höld-
um svona áfram munum við horfa
upp á óafturkræfar hörmungar sem
komandi kynslóðir súpa seyðið af.
Þeim fer sem betur fer fækkandi
sem vilja loka eyrunum fyrir varn-
aðarorðum vísindamanna og það er
ekki síst ungu kynslóðinni að
þakka, sem hefur bent á að rústir
heimsins verða arfur þeirra ef ekk-
ert verður að gert. Á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna eru margar
þjóðir einhuga um að sporna við
þessari uggvænlegu þróun. Við á
Íslandi megum ekki sitja hjá í
þeirri baráttu. Við megum heldur
ekki glepjast af þeirri hugsanavillu
að við séum stikkfrí á eyjunni okkar
lengst norður í höfum – ef eitthvað
er ætti einmitt nándin við náttúr-
una og hvað hún minnir oft og
áþreifanlega á sig í daglegu lífi okk-
ar að hvetja okkur til dáða til að
gera betur. Og það skulum við
gera.
Eftir Líf
Magneudóttur »Ef við höldum svona
áfram munum við
horfa upp á óafturkræf-
ar hörmungar sem kom-
andi kynslóðir súpa
seyðið af.
Höfundur er oddviti Vinstri grænna í
Reykjavík.
Brennur allt?
Með skrifum þessum
vil ég ítreka fyrri
áskoranir mínar frá ár-
unum 2013 og 2016 til
kínverska sendiráðsins
um að hið niðurnídda
hús þeirra á Víðimel
29, sem staðið hefur
autt og ónotað síðan
2012 eða nú í átta ár,
verði selt, gefið eða
brotið niður og fjar-
lægt.
Hér skal rifjað upp, að þetta hús
þótti með betri húsum bæjarins og
oft nefnt kanslarahöllin. Húsið var
eitt örfárra húsa sem steinuð voru
að utan með hrafntinnu og silfur-
bergi og með koparþaki. Nokkru
eftir að kínverska alþýðulýðveldið
keypti húsið árið 1973 undir sendi-
ráð var málningu sullað á allt húsið
að utan og einnig á koparþakið, eins
og um járnþak væri að
ræða. Árið 1995 tókst
sem betur fer að koma í
veg fyrir að veitt yrði
leyfi fyrir því að garð-
urinn yrði lagður undir
bílskýli úr timbri.
Hefði leyfi fengist má
rétt ímynda sér hvern-
ig ástandið á þeim væri
í dag miðað við um-
gengnina hjá sendi-
ráðsmönnum í gegnum
tíðina. Þá hefur hirðan
á garðinum alla tíð ver-
ið þeim til vansæmdar
og hefur t.d. garðaúrgangi verið
safnað í einn haug síðustu árin, svo
dæmi sé nefnt um vanhirðuna þar.
Ástand hússins sjálfs er fyrir
löngu orðið stórfellt lýti á nánasta
umhverfi hér í Vesturbænum, eins
og allir geta séð. Húsið er eins og
draugabæli í skammdeginu. Vetur-
inn 2018 kom upp mikill vatnsleki á
2. hæð hússins og stóðu sendiráðs-
menn, loks er þeir komu, við að ausa
m.a. með matardiskum og skvettu
vatninu út um glugga! Vatns-
skemmdirnar urðu slíkar að parket-
ið glæsilega gengur nú í bylgjum
þegar gengið er á því segja þeir sem
skoðað hafa húsið. Bættist þá enn
frekar við mygluna í húsinu. Í óveðr-
inu, sem gekk nýlega yfir landið,
brotnaði á bak aftur annar fjar-
skiptaskermurinn á þakinu og dett-
ur væntanlega fyrr en síðar niður í
garðinn. Þriðja hvern dag hafa
undanfarið komið tveir starfsmenn
sendiráðsins og lýst með vasaljósi á
nýja smekklásinn, sem settur var á
garðskálahurðina, og einnig upp í
glugga hússins.
Fyrir stuttu var brotist inn í húsið
og farið inn um opinn glugga í kjall-
aranum, sem lengi hafði staðið
opinn. Sjá mátti utan frá á tveimur
stöðum að veggjakrotarar höfðu ver-
ið á ferli inn í húsinu og teiknað á
veggi og krotað. Frekar en það hefði
maður nú haldið að einhverjir hefðu
tekið sig til og skrifað á útveggi
hússins einhver kunnugleg nöfn úr
afrekaskrá kínverska kommúnista-
flokksins varðandi mannréttinda-
brot og kúgunartilburði, t.d. Tian-
anmentorg, Úígúrar, Tíbet, Falun
Gong eða Hong Kong. Að minnsta
kosti hefðu veggjakrotararnir þá
ekki angað á eftir af myglulykt inn-
an úr húsinu og almenningur jafn-
framt getað virt fyrir sér afurðina.
Takist ekki að selja húsið, sem að
mínu mati væri hægt sem ígildi fok-
helds húss og verðlagt sem slíkt, ef
þá einhver treystir sér til að endur-
byggja það frá grunni með tilheyr-
andi kostnaði, þá liggur ekkert ann-
að fyrir en að brjóta verði húsið
niður og fjarlægja og því verði fylgt
fast eftir. Að gjörónýtt húsið verði
áfram látið grotna niður næstu árin
eða áratugina verður ekki liðið
lengur. Menn eru fyrir löngu orðnir
fullsaddir á þessu óþolandi ástandi
og þeirri lítilsvirðingu sem okkur
næstu nágrönnum hefur verið sýnd í
gegnum árin. Fullyrði ég að ekkert
sendiráð annarra ríkja hefði nokk-
urn tímann sýnt slíka framkomu og
tillitsleysi gagnvart nágrönnum sín-
um eða öðrum. Aðalatriðið fyrir okk-
ur mörg hér í Vesturbænum er að
kínverska sendiráðið ráðstafi Víði-
mel 29 með einhverjum framan-
greindum hætti og þeir hverfi af
svæðinu og þótt löngu fyrr hefði
verið. Ekki munum við næstu ná-
grannar harma brottför þeirra.
Eftir Jónas
Haraldsson » Fullyrði ég að ekkert
sendiráð annarra
ríkja hefði nokkurn tím-
ann sýnt slíka fram-
komu og tillitsleysi
gagnvart nágrönnum
sínum eða öðrum.
Jónas
Haraldsson
Höfundur er lögfræðingur.
Kínverska sendiráðið enn og aftur