Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 41
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Athafnamaður Ketill Ketilsson átti veg og vanda að því að Hvals- neskirkja var reist. Hún var vígð 1887 og er kirkja Sandgerðinga. verið útrýmt í Eldey á áratugunum áður en síðustu fuglarnir hafi verið drepnir og má ráða að safnarar hafi þar ekki átt lítinn hlut að máli því flestir uppstoppaðir geirfuglar á söfn- um á þessum tíma, svo og geirfugls- egg, eigi uppruna sinn í Eldey. Hitt sé þó ljóst að aldrei hafi verið mikið um geirfugl við Íslands- strendur miðað við ýmis önnur svæði. Geirfuglinn hafi verið útbreiddast- ur á Nýfundnalandi en þó orðið út- dauður þar um aldamótin 1800. Sjó- menn höfðu nýtt hann óspart til matar og til beitu og gekk mjög ört á stofninn af þeim sökum. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður síðari tíma vísindamanna. Þannig segir í grein eftir Ævar Petersen fuglafræð- ing sem ber heitið Brot úr sögu geir- fuglsins (Náttúrufræðingurinn, 65. árgangur 1995, bl. 53-66): „Þótt Ís- lendingar hafi orðið svo ólánsamir að drepa síðustu tvo geirfuglana er á engan hátt hægt að kenna þeim ein- um um að hafa útrýmt tegundinni. Örlög hennar voru að mestu ráðin annars staðar því aðeins smábrot af heildarstofninum var hér við land. Hins vegar er sjálfsagt að draga lær- dóm af þessum atburði og vera hans ávallt minnug í umgengni okkar við náttúruna.“ Hvað er þá rétt? Upp úr stendur þá þetta: Geirfugl- inn var kominn í bráða útrýmingar- hættu þegar Ketill Ketilsson er barn og unglingur. Menn höfðu nýtt sér fuglinn til manneldis og síðan varð hann eftirsóttur söfnurum sem áður segir. Sjómenn á þessum tíma nýttu sér þetta og flýtti það enn fyrir út- rýmingunni. Árið 1844 voru aðeins tveir fuglar eftir, að því er best er vit- að, þegar send var sveit manna út í Eldey. Þrír menn fóru upp í eyna, einn af þeim var Ketill Ketilsson sem þá var kornungur maður, tvítugur að aldri, og á þeim tíma ekki sá for- göngumaður sem hann síðar varð, hvað þá gerandi í geirfuglaútgerðinni sem var að líða undir lok þegar hann var á barnsaldri! En upp í eyna fór hann, félagar hans drepa þá tvo fugla sem þeir sjá, hann tekur upp egg, sér það er brotið og leggur það frá sér. En hér byrjar svo síðari tíma spun- inn, „ ætla má að eggið hafi verið gráungað“ og það því „einmitt verið Ketill, sem drap síðasta geirfuglinn!“ Undir venjulegum kring- umstæðum hefðu menn leitt þetta tal hjá sér svo út í hött sem það var. En það hefur aldeilis ekki verið gert. Ekki kann ég skýringu á því hvers vegna aðförin að mannorði Ketils Ketilssonar varð eins lífseig og raun ber vitni. Ég get mér þess til að vegna þess hve hann átti eftir að verða stöndugur maður þá hafi menn hneigst til að eigna honum allar gjörðir, góðar og illar, slíkur gerandi varð hann þegar á ævina leið. Kannski fáum við síðbúnar útskýringar ritstjóra Alþýðublaðsins Hvað skýrir hins vegar rætnina sem fram kemur í skrifum um hann og afkomendur hans veit ég ekki. Á meðal afkomenda hans voru vissu- lega kröftugir og málsmetandi ein- staklingar. Nefni ég þar Odd Ólafs- son, lækni á Reykjalundi og alþingis- mann, Ásbjörn Ólafsson heildsala, Sigurð Ólafsson, bóksala, Gunnar Ólafsson bifreiðastjóra, Unni Ólafs- dóttur listakonu og marga fleiri sem Alþýðublaðið telur alla skilmerkilega upp í grein um þessa vafasömu ætt í ítarlegri umfjöllun árið 1971. Í til- vísun til móður minnar, Margrétar Helgu Vilhjálmsdóttur, sem einnig er talin þarna upp, segir hvaða manni hún er gift og er það eflaust dæmi- gert fyrir tíðarandann! Ekki veit ég til þess að Alþýðublaðið hafi átti ein- hverjar óuppgerðar sakir við foreldra mína og almennt voru þau hlynnt því að vernda náttúru Íslands! Fróðlegt væri, sögunnar vegna, að heyra hvernig ritstjóri blaðsins á þess- um tíma, Sighvatur Björgvinsson, skýrir þessi skrif blaðsins jafn ótrúleg og þau voru, að ógleymdri mynd- skreytingunni: „Okkur tókst að verða okkur úti um mynd af manninum sem drap síðasta geirfuglinn hér við land árið 1844 eða fyrir réttum 127 árum síðan. Maður þessi var Ketill Ketils- son, bóndi í Kotvogi í Höfnum.“ Daginn eftir andmælti dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, þess- um furðulega málflutningi og rang- færslum Alþýðublaðsins en enga af- sökunarbeiðni hef ég séð af hálfu blaðsins og var þó áhugi mikill á mál- inu því á þessum tíma fór fram pen- ingasöfnun til að kaupa til landsins uppstoppaðan Eldeyjargeirfugl. En hver var Ketill? Ketill Ketilsson var fæddur á Sval- barði á Álftanesi árið 1823. Barn- ungur missti hann móður sína og flutti hann með föður sínum sjö ára gamall að Kirkjuvogi í Höfnum. Síðar flutti hann að Kotvogi og bjó þar með konu sinni, Vigdísi Eiríksdóttur frá Litla-Landi I Ölfusi, til æviloka árið 1902. Sem fulltíða maður gerðist Ketill umsvifamikill útgerðarmaður með meiru og fór af honum einkar gott orð. Tekið var til þess hve hjálp- samur hann var öllum þeim sem stóðu höllum fæti og þurftu að- stoðar við í lífinu. Haft er eftir Finni Jónssyni, fræðimanni á Kjörseyri að Ketill Ketilsson stórbóndi, „for- maður, sjósóknari og dannebrogs- maður“ hafi verið „tilkomumesti maður“, sem hann hafi séð og kynnst á ævinni. (Jón Thorarensen, Litla Skinnið bls. 27-42). Hjálpsamur og listfengur og öllum hjálparhella Sem dæmi um frumkvæði hans og dugnað má vísa til ýmissa mannvirkja og er þar þekktust Hvalsneskirkja sem hann reisti á eigin kostnað, fyrst timburkirkju og síðan steinkirkju, sem enn stendur. Í sinni kunnu og merku bók, Ís- lenskum þjóðlögum, tekur Bjarni Þorsteinsson sérstaklega til þess hve ríkri tónlistargáfu Ketill hafi búið yfir og miðlað henni vel. Sjálfur hafi hann sungið betur en flestir menn. Frá því er skemmst að segja að þar sem Ketill fór blómstraði byggð því athafna- og menningarlíf naut óspart góðs af framlagi hans. Um þetta ber samtímamönnum Ketils Ketilssonar almennt saman um. Og þá spyr ég: Hver vill ekki vera slíkur maður? Svari hver fyrir sig. Við Andri Snær ættum að skilja hvor annan Andri Snær Magnason skrifar þannig ekki í neinu tómarúmi þegar hann fjallar um illvirkjann sem út- rýmdi geirfuglinum og hans afkom- endum. Væri fróðlegt að fá það fram hvort hann er reiðubúinn að endurmeta skrif sín í ljósi þess sem hér hefur verið bent á. Bók hans er samfelldur óður til forfeðra hans, foreldra, afa og amma, og frændgarðsins alls og sjálf- ur segist hann tileinka skrif sín börn- um sínum og barnabörnum. Ég kann að meta þessa ræktarsemi. Fyrir vik- ið mætti ætla að sá sem þannig hugs- ar geti skilið að aðrir kunni að bera svipaðar tilfinningar í garð þeirra sem að þeim standa og að ef orðstír þeirra er meiddur að ósekju þá kalli það á viðbrögð og leiðréttingu. Spyr sá sem fær þennan dóm: „Þegar amma og afi fæddust var fólk á lífi sem var uppi á tímum geir- fuglanna. Þá hvíldi skömm yfir af- komendum Ketils og félaga hans sem drápu síðustu dýrin Ef við skoðum spár vísindamanna og gerum ekkert róttækt núna verður dómur sögunnar um sjöttu útrýminguna á svipaða leið. Tilvist okkar verður sveipuð skömm. Kannski verður öll saga okkar hlaðin aukamerkingu um afleiðingarnar: Við vissum hvað var að gerast. Við vorum öll Ketill.“ Eitt er víst að Andri Snær Magna- son telur sig ekki hafa verið Ketil Ketilsson í sínum gjörðum og vill forða öðrum frá slíkum örlögum. Ég er hins vegar fullkomlega sátt- ur við minninguna um langafa minn. Og höfundi Tímans og vatnsins og hverjum þeim sem heyra vill, vil ég trúa fyrir því að ég vil gjarnan vera Ketill. Höfundur er afkomandi Ketils Ketilssonar. UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.