Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Til að skilja framtíðina þarf
fyrst að skilja fortíðina. Fyrir
svarið við spurningunni hvort
það sé maður eða náttúra sem
sé að valda loftslagsbreyting-
unum, skipta ein tímamót í for-
tíðinni öllu máli. CO2-útblástur
manna fór ekki að vaxa hratt
fyrr en upp úr miðri síðustu
öld. Til marks um mikilvægi
þessa tímabils er CO2 í dag
miðdepill allra aðgerða stjórn-
málamanna, allra skatta og
allra styrkja, auk þess sem öll loftslagslíkön
IPCC gefa sér að CO2 sé aðaldrifkraftur
allra breytinga. Samanburður á tímabili fyr-
ir útblástur manna og eftir er því lykillinn
að því að finna svar við stærstu spurningu
okkar tíma. (Mynd 1)
Veðurmælingarnar
Íslenskar veðurmælingar virðast senda
nokkuð misvísandi skilaboð. Þegar CO2-
útblásturinn jókst lækkaði hitinn á Íslandi
fyrst og hækkaði ekki aftur fyrr en 40 árum
síðar. Þó að þetta sé þvert á CO2-kenning-
arnar er mögulega skýringin sú að sjáv-
arstraumasveiflur vegi meira hér á landi en
áhrif CO2. Síðan áratugahitasveifla Norður-
Atlantshafsins komst aftur í hámark hita-
sveiflunnar hefur hitinn mælst ívið hærri en
síðast þegar 70 ára sveiflan var í hámarki.
Ákveðinnar vægrar hlýnunar gæti því gætt
hér á landi vegna CO2. (Mynd 5 – svartur
ferill.)
Gömul mæligögn eru samt vandmeðfarin.
Mælitæknin, mælitíðnin, staðsetning mæla
og umhverfi hafa breyst sem býr til mæli-
skekkjur sem þarf að leiðrétta. Tvær
skekkjur hafa aldrei verið leiðréttar: Máln-
ing hitamæla er í dag með meiri geisla-
gleypni en málningin sem var notuð áður
fyrr og hitar því meira og þétting byggðar
hefur valdið því að umhverfi hitamælanna
hlýnar sífellt. Snjósöfnun og
raki minnkar, skjól eykst og
geislahitun mannvirkja eykst.
Báðar skekkjurnar hækka síð-
ustu hitamælingar og ofmeta
því hlýnunina.
Loftslagssaga jöklanna
Veðurmælar eru ekki einir
um að segja veðurfarssögu.
Jöklar segja líka sögu. Kost-
urinn við þá er að hitamæliað-
ferðin með ís breytist aldrei og
jöklarnir eru allir staðsettir ut-
an byggða, lausir við þéttbýlisáhrif.
Fyrsta áhugaverða jöklasagan gerist á
Vestfjörðum (Mynd 2). Um miðja 19. öld
voru jöklar þar í hámarki og á kortum er
Gláma kölluð Glámujökull og Drangajökull
nær að Steingrímsfjarðarheiði. Á korti frá
1934 er Glámujökull horfinn og Drangajök-
ull nánast í núverandi stærð. Þó að þessir
jöklar hafi ekki uppfyllt nútímaskilgrein-
ingu jökla, segir kortasagan frá gríðarlegri
hlýnun sem átti sér stað á svæðinu. Öll var
hlýnunin náttúruleg því hún varð áður en
útblástur manna rauk upp.
Aðra merkilega jöklasögu er að finna í
sporðamælingum (Mynd 3). Frá 1930 hafa
Íslendingar haldið góða tölfræði utan um
hop eða framskrið skriðjökla. 1930-1960
voru flestir jöklar að hopa, þeir gengu aftur
fram á kuldaskeiði 1965-1995 en hopuðu svo
aftur eftir það.
Áhugavert er að bera saman hitamæling-
ar á þessum tveimur jökulhopstímabilum.
1931-1945 og 2001-2015 mældist nákvæm-
lega sama hlutfall jökla vera að hopa. Hit-
inn ætti því að vera sá sami. En þegar hita-
mælingar tímabilanna eru bornar saman
sést að meðalhiti seinna tímabilsins er um
heilum 0,36°C hærri. Hvernig getur staðið á
því? Ekki hefur bræðslumark íss hækkað.
Ef eitthvað er, hefði þurft meiri hita áður
fyrr til að stöðva framrás jöklanna þegar
jökulfargið var meira og tilhneiging til að
ganga fram því einnig meiri. Getur verið að
kerfisbundnu mælivillur veðurmælanna séu
svo stórar?
Loftslagssaga sumra og vetra
Svarið við þessu sést þegar veðurbreyt-
ingarnar eru skoðaðar yfir árið (Mynd 4).
Bráðnun jökla ræðst ekki af árshita heldur
af sumarhita (maí-sept.). Þegar sumarhiti
tímabilanna er borinn saman hverfur hita-
munurinn. Tveir vetrarmánuðir skera sig þó
úr í samanburðinum, því meðalhitinn í jan-
úar og febrúar hefur hækkað um heila 1,5°C
á milli tímabilanna. Þessi breyting er svo
stór að hún er mun meiri en nokkur mæli-
óvissa veðurmæla gæti skýrt.
Sumarmælingarnar (Mynd 5 – rauður fer-
ill) sýna að sumur á Íslandi hafa ekki hlýn-
að í 90 ár. Hraði undanfarinnar hlýnunar er
heldur ekkert merkilegur því síðast þegar
hlýnaði þá hlýnaði 2,5 sinnum hraðar en nú.
Sú hlýnun var náttúruleg því hún gerðist
áður en CO2-útblástur manna rauk upp.
Vetrarveðrið er mun sveiflukenndara
(Mynd 5 – blár ferill). Vetrarhlýnunin hófst
strax á 19. öld en þegar útblástur CO2 rauk
upp á miðri 20. öld minnkaði hlýnunarhrað-
inn. Mesta vetrarhlýnunin varð á Norður-
landi og virðist sem norðanáttin hafi hlýnað.
Þetta fer saman með því að aprílútbreiðsla
hafíss við austurströnd Grænlands hefur
minnkað um þriðjung frá því á 19. öld
(Vinje-tala). Náttúruleg skýring er því á
hlýnuninni sem hefur ekkert með CO2 að
gera.
Stærsta framlag Íslands
Þó að Ísland sé landfræðilegt eyland eru
íslenskar veðurmælingar það ekki. Hitinn á
Íslandi kemur ekki frá Íslandi heldur frá
Golfstraumnum. Hafsvæðið sem hefur áhrif
á íslensku hitamælingar er gríðarstórt og
mun stærra en Bandaríkin og Evrópa sam-
anlagt og er mikilvægi íslensku mælinganna
því seint oftalið. Ef engin merki eru um
manngerða hlýnun í íslenskum veðurgögn-
um hefur það mikla þýðingu fyrir alla lofts-
lagsumræðuna. Íslendingar gera engum
greiða með því að afneita fortíðinni.
Eftir Jóhannes Loftsson
» Veðurmælingar sýna að
sumur á Íslandi hafa ekki
hlýnað í 90 ár og hlýnun vetra
hófst löngu áður en útblástur
manna rauk upp.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er verkfræðingur.
jloftsson@gmail.com
Mynd 4 Sami sumarhiti var á hoptímabilunum en vetrarhiti hefur hækkað mikið.
(Heimild: 14 veðurstöðvar; Stórh., Rvk, Sth, Bvk, Hlh, Ak, Grmey, Grmst, Rfh, Dhst, Sfj,Teygh,Faghm og Hæll.)
Mynd 2 Vestfjarðarjöklarnir bráðnuðu áður en útblástur manna rauk upp.
(Heimild: Kort Björns Gunnlaugssonar 1844 og síðari kort fengin af vef LMÍ.)
Mynd 3 Tvö tímabil þar sem tíðni hops jökla er sambærilegt. (Heimild: spordakost.jorfi.is)
Mynd 5. Sumur hafa ekki hlýnað á Íslandi í 90
ár. Hlýnun vetra hófst á 19. öld og hægt hefur
á hlýnuninni eftir að CO2 útblástur jókst.
(Heimild: 223 veðurmælingar frá Veðurstofu Íslands.)
Mynd 1. Aukning CO2 fór ekki af stað fyrir alvöru fyrr en eftir 1950. Allar veðurfarsbreytingar
á Íslandi urðu hins vegar fyrir þann tíma.
Náttúrulegar veðurbreytingar Íslands