Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
✝ SvanhildurErla Jóhannes-
dóttir Levy, fyrr-
verandi kaupmað-
ur og húsmóðir í
Reykjavík, fæddist
á Vatnsnesi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu
4. september 1937.
Hún lést 31. desem-
ber 2019 á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund. Erla
ólst upp í Hrísakoti á Vatnsnesi
í Vestur-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hennar voru Jóhannes
Helgi Eggertsson Levy, bóndi í
Hrísakoti og oddviti, f. 29. maí
1910, d. 26. maí 1981, og Marsi-
bil Sigurrós Jenný Jóhannes-
dóttir Levy, bóndi í Hrísakoti og
húsmóðir, f. 9. ágúst 1910, d. 26.
ágúst 1996. Bræður Erlu eru
Agnar Rafn Jóhannesson Levy,
f. 30. janúar 1940, og Eggert
Ósmann Jóhannesson Levy, f.
26. apríl 1947.
Eftirlifandi eiginmaður Erlu
er Gunnlaugur Guðmundsson,
fyrrverandi kaupmaður í
Reykjavík, f. 8. febrúar 1931 í
Vesturhópshólum í Vesturhópi í
Vestur-Húnavatnssýslu. Börn
þeirra eru:
1) Garðar, f. 11. desember
1956. Börn hans og Helgu Leifs-
dóttur, f. 7. júlí 1957 fyrrver-
andi sambýliskonu hans eru
Gunnlaugur, f. 14. apríl 1984, í
sambúð með Hjördísi Gullu
Gylfadóttur, f. 2. desember
1982. Synir þeirra eru Garðar
Freyr, f. 21. ágúst 2014, og Sig-
sambúð með Guðbjörgu Páls-
dóttur, f. 10. febrúar 1993; Arn-
ar Þór, f. 13. október 1997; Hild-
ur Katrín, f. 19. desember 2000.
5) Áslaug, f. 23. október 1973,
gift Ágústi Sæmundssyni, f. 31.
desember 1970. Börn þeirra eru
Auður, f. 27. apríl 2001; Erla, f.
4. september 2004; Sæmundur,
f. 7. apríl 2010.
Erla flutti til Reykjavíkur
1954 og var í vist hjá fjölskyldu
Birgis Kjaran á Ásvallagötu 4 í
Reykjavík. Þá starfaði hún um
skeið við fiskvinnslu hjá Bæj-
arútgerð Reykjavíkur og safn-
aði fyrir skólavist í Húsmæðra-
skólanum í Reykjavík. Erla
stundaði nám við skólann 1955-
1956.
Erla og Gunnlaugur ráku um
áratugaskeið mat- og nýlendu-
vöruverslunina Gunnlaugsbúð,
sem lengst af starfaði á Freyju-
götu 15 á horni Baldursgötu en
síðar í verslunarmiðstöðinni við
Hverafold 1 til 5 í Grafarvogi,
en þau reistu það hús og áttu að
stærstum hluta um árabil. Þá
ráku þau söluturninn Foldaskál-
ann í Hverafold og Sportbúð
Grafarvogs.
Erla var virk í starfi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík og
sat um árabil í stjórn Sjálf-
stæðisfélagsins í Smáíbúða- og
Fossvogshverfi. Þá tók hún
virkan þátt í starfi Kvenfélags
Bústaðasóknar og sat í stjórn
þess um árabil.
Útför Erlu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 16. janúar
2020, og hefst athöfnin kl. 15.
urður Darri, f. 17.
desember 2016;
Anna, f. 24. maí
1988.
2) Drengur, f. 29.
desember 1957, dá-
inn 31. desember
1957.
3) Gunnlaugur
Sævar, f. 29.
desember 1958,
kvæntur Önnu
Júlíusdóttur, f. 12.
mars 1960. Börn þeirra eru Þór-
unn, f. 18. september 1981, gift
Friðbirni Orra Ketilssyni, f. 13.
október 1983. Börn þeirra eru
Friðbjörn Orri, f. 16. september
2009, Anna Margrét, f. 10. apríl
2011 og Þórey, f. 2. júní 2016;
Erla, f. 5. mars 1984, gift Loga
Hrafni Kristjánssyni, f. 5. júní
1982. Börn þeirra eru Snorri, f.
30. janúar 2005, Anna, f. 25.
desember 2012 og Auður, f. 25.
júlí 2017; Anna Lára, f. 16.
desember 1985, gift Arnóri
Ingimar Þorsteinssyni, f. 16.
júní 1986. Börn þeirra eru
Sævar Ingi, f. 16. apríl 2011 og
Lára, f. 8. september 2014;
Edda, f. 15. janúar 1991, gift
Jóni Hauki Jónssyni, f. 6.
desember 1989. Sonur þeirra er
Jón Þór, f. 4. maí 2015; Pétur
Emil Júlíus, f. 8. júlí 1993, í sam-
búð með Andreu Björk Elmars-
dóttur, f. 27. maí 1994; Gunn-
laugur Sævar, f. 25. júní 2002.
4) Hildur, f. 25. júní 1965, gift
Arnari Sölvasyni, f. 18. mars
1966. Börn þeirra eru Gunn-
laugur Freyr, f. 6. júní 1992, í
Blíð, kjarkmikil og staðföst at-
hafnakona kemur helst upp í hug-
ann þegar ég minnist móður
minnar Svanhildar Erlu Jó-
hannesdóttur Levy sem jarðsett
er í dag. Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Grund hinn 31. desem-
ber 82 ára að aldri.
Hún ólst upp í Hrísakoti á
Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Til þess að gera litlu koti en
grasgefnu og með nokkrum veiði-
hlunnindum. Foreldrar hennar
Jóhannes Helgi Eggertsson Levy
og móðir Marsibil Sigurrós Jó-
hannesdóttir Levy ólust upp á
næsta bæ hvort við annað. Hann
að Ósum hún í Hrísakoti.
Við bræður nutum þess alla
okkar æsku að vera sendir í sveit
til afa og ömmu og dvöldum þar
frá því skóla lauk og þar til hann
hófst aftur að hausti. Við nutum
hverrar stundar við störf og leik.
Við fengum því örlitla nasasjón af
því lífi sem foreldrar okkar ólust
upp við þó að nokkrar framfarir
hafi orðið frá þeirra æsku. Við
fengum þó að kynnast lífi án raf-
magns og almennum sveita-
störfum.
Móðir mín fékk það sama upp-
eldi og önnur börn á þessum tíma.
Það var vinna og aftur vinna.
Skipti þá engu hvort um karl eða
konu væri að ræða, strák eða
stelpu þó vitaskuld gengi hver til
þeirra verka sem hann hafði burði
til. Lífsbaráttan var hörð við
Húnaflóann vestanverðan og
gustaði um. Er ekki að efa að
skapferli fólks af þessum slóðum
hafi mótast af veðráttunni og lífs-
baráttunni.
Faðir okkar Gunnlaugur Guð-
mundsson kaupmaður er úr sömu
sveit og hlaut svipað veganesti og
sömu viðhorf til lífsins og vinn-
unnar. Þau voru samhent hjón,
staðráðin í að standa sig í stykk-
inu. Þau höfðu bæði staðfasta trú
á frelsi til athafna og að í því væri
fólgin vonin um bætt kjör og
betra líf. Þau töldu brýnt að ungt
fólk menntaði sig en hvorugu
þeirra stóð það til boða.
Þau ráku nýlenduvöruversl-
unina Gunnlaugsbúð við Freyju-
götu og síðar við Hverafold í ára-
tugi, en faðir minn hafði tekið við
þeirri verslun af föðurbróður
sínum og nafna okkar Gunnlaugi
Jónssyni við andlát hans árið
1958.
Við bjuggum á efstu hæð í lítilli
íbúð og verslunin var á jarðhæð-
inni. Við höfðum því foreldra okk-
ar báða innan seilingar fyrstu
rúmu 10 árin en þá fluttum við í
Fossvoginn. Þau voru samhent í
öllu sem þau tóku sér fyrir hend-
ur. Þjónustulundin og lipurðin
voru þeirra aðalsmerki. Orðið við-
skiptavinur átti vel við um sam-
band þeirra við þá sem við þau
versluðu. Þegar þau höfðu reist
mikið verslunarhús við Hverafold
í Reykjavík jukust mjög umsvif
þeirra. Þau leigðu hluta hússins
út, ráku um tíma þar Gunnlaugs-
búð, söluturninn Foldaskálann og
Sportbúð Grafarvogs sem var
sérstakt dálæti móður minnar og
hún rak um árabil.
Þrátt fyrir mikla vinnu og lang-
an vinnudag þá gaf móðir mín sér
tíma til að sinna áhugamálum sín-
um. Þannig var hún virk í starfi
kvenfélags Bústaðakirkju um
árabil og var það starf og tengslin
við kirkjuna henni mikils virði.
Hún var mikill baráttujaxl og
trúði á frelsið. Hún trúði á frelsi
til athafna og var í nöp við óþarfa
afskipti ríkisins. Hún fylgdi Sjálf-
stæðisflokknum að málum alla tíð
og fékk þær skoðanir og þau við-
horf til lífsins í veganesti af Vatns-
nesinu í ríkum mæli.
Hún sinnti flokksstarfinu af
áhuga og kappi. Hún starfaði í
kosningum í þágu Sjálfstæðis-
flokksins og þau voru ófá próf-
kjörin þar sem hún lagði sig alla
fram í stuðningi við frambjóðend-
ur sem hún taldi töggur í og veðj-
andi á. Í því sem öðru var hún
hamhleypa til vinnu.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég móður mína. Ég stend í
ævarandi þakkarskuld við hana
eftir 61 árs samfylgd. Hún var
okkur öllum traustur bakhjarl,
yndislegur uppalandi og hvata-
maður. Viðkvæðið var oftar en
ekki „Það þýðir ekki að gefast upp
á þurru landi“ og það verður hver
„að koma til dyranna eins og hann
er klæddur“. Hafðu þökk fyrir
allt.
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson.
Það var feimin unglingsstúlka
sem fór að venja komur sínar á
heimili Erlu til að heimsækja son
hennar Sævar. En feimnin rann
fljótlega af stúlkunni er hún fór að
kynnast henni sem síðar varð
tengdamóðir hennar.
Mér var strax vel tekið, mér
fannst ég vera velkomin og fljót-
lega var ég búin að gera mig
heimakomna. Það var sérstaklega
gaman að koma í eldhúsið þar
sem mikið var til af öllu og aldrei
fór nokkur maður svangur þaðan.
Erla var afskaplega dugleg
kona, hörð af sér og sérstaklega
ósérhlífin. Hún átti til að taka að
sér of mikið en alltaf leysti hún
verkefnin bæði fljótt og vel. Hún
var oft mjög upptekin því auk
þess að sinna stóru heimili vann
hún við rekstur Gunnlaugsbúðar
með miklum myndarbrag.
Erla var létt í lund og það var
alltaf þægilegt andrúmsloft þar
sem hún var. Hún hafði sterkar
skoðanir á stjórnmálum og gaf
ekkert eftir þegar pólitíkin var
rædd.
Hún hefur skilað þessum dugn-
aði til afkomenda sinna, barna og
barnabarna sem eru orðin ærið
mörg og fer sem betur fer fjölg-
andi.
Ég kveð þessa dugnaðarkonu
og minnist hennar með mikilli
hlýju.
Anna Júlíusdóttir.
Amma mín Erla á skilið falleg-
ustu minningargrein sem skrifuð
hefur verið og ég vildi að ég gæti
skrifað hana. Hún kenndi mér og
öllum í kringum sig alltaf að gera
eins vel og maður gæti eða annars
sleppa því. Hún fór út á náttkjóln-
um og hjálpaði til við að skafa af
bílnum ef einhverjum datt í hug
að skafa bara rétt af framrúðunni
áður en þeir lögðu af stað enda
hafði hún ekki þolinmæði fyrir
meðalmennsku. Þannig hreif hún
fólk með sér á hærra plan og
minnti fólk á að gera hlutina al-
mennilega. Amma mín var afreks-
kona og ég leit upp til hennar.
Hún var líka yndislega hlý og góð
og ég elskaði hana. Þótt hvatn-
ingarorðin og innblásturinn sem
hún veitti fylgi manni og veiti
styrk alla ævi er það fallega bros-
ið hennar og hlýja faðmlagið sem
er efst í huga mér núna.
Anna Garðars.
Elsku einstaka amma Erla.
Þvílík gæfa að hafa átt þig að.
Hlýja þín og kærleikur í okkar
garð var takmarkalaus.
Við minnumst margra ánægju-
legra stunda með þér og afa
Gunnlaugi í Haðalandinu. Þú
dróst fram dótakassana og bauðst
okkur upp á alls konar góðgæti
sem nóg var til af. Á þínu heimili
áttu allir að vera saddir og sælir.
Gestagangurinn í Haðalandinu
var mikill. Vini og frændfólk bar
að garði og allir voru velkomnir.
Þú og afi voruð samhent hjón sem
báruð hag fjölskyldu ykkar sér-
staklega fyrir brjósti. Við vitum
að til margra ára stóðuð þið vakt-
ina saman í Gunnlaugsbúð og vor-
uð þess fyrir utan nánast öllum
stundum saman.
Þú sagðir okkur oft sögur frá
uppvaxtarárum þínum í Hrísakoti
á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns-
sýslu þar sem þú ólst upp ásamt
yngri bræðrum þínum hjá yndis-
legum foreldrum sem þú talaðir
oft um. Þú sagðir okkur líka stolt
frá því þegar þú eltir drauma þína
og ákvaðst ung að flytja suður til
Reykjavíkur. Þú vannst fyrir þér
með því að starfa í fiskvinnslu og
safnaðir þannig fyrir skólavist í
Húsmæðraskólanum í Reykjavík.
Þú nefndir oft að þú hefðir gjarn-
an viljað mennta þig meira hefðir
þú haft tækifæri til þess. Af þeirri
ástæðu lagðir þú ríka áherslu á
það við okkur að við værum dug-
leg í skólanum því í menntun fæl-
ist máttur.
Það sem einkenndi þig elsku
amma var góðmennskan, hjálp-
semin og dugnaðurinn. Þú varst
alltaf boðin og búin að veita fólki
aðstoð þína. Jafnvel eftir að heilsu
þinni hafði hrakað mikið talaðir
þú um að koma einhverju í verk
eða bauðst fram aðstoð þína til
góðra verka. Þú varst dugnaðar-
forkur og drifkraftur þinn var
engu líkur. Þú hvattir okkur
áfram og minntir okkur á að gef-
ast aldrei upp, gjarnan með orð-
unum „það er bannað að gefast
upp á þurru landi“. Við munum
minnast þessara orða þinna og
þau munu áfram verða okkur og
öðrum afkomendum þínum
hvatning í lífinu.
Við þökkum þér af öllu hjarta
alla þá ást, umhyggju og hvatn-
ingu sem þú veittir okkur. Við er-
um lánsöm að eiga góðar minn-
ingar um þig sem munu lifa með
okkur. Takk fyrir allt elsku besta
amma Erla.
Þín barnabörn,
Auður, Erla og Sæmundur.
Elsku amma.
Við kveðjum þig með söknuði
og full þakklætis.
Þú varst einstaklega dugleg
kona og hafðir ávallt velferð ann-
arra í fyrirrúmi. Okkur leið vel í
návist þinni og vorum svo heppin
að fá oft að gista hjá ykkur afa
þegar við systkinin vorum lítil.
Við munum sérstaklega vel eftir
góðu lyktinni af nýþvegnu rúm-
fötunum sem þú viðraðir á snúru í
garðinum. Mest spennandi þótti
okkur að fá að fara með ykkur afa
annaðhvort að opna eða loka
Foldaskálanum og fá að velja okk-
ur morgunmat eða nammi til að
taka með heim. Ef við sváfum
lengur en þú og misstum af þér
gátum við verið viss um að þú
kæmir með góðgæti fyrir okkur
þegar þú komst til baka.
Þú naust þín vel í garðinum
þínum í Haðalandinu og hugaðir
vel að öllu því sem þar óx, þá sér-
staklega bóndarósunum sem þú
lagðir mikla natni við að rækta.
Við fengum oft að hjálpa til við
garðvinnuna, sem var afar
skemmtilegt verkefni á sólríkum
dögum í Fossvoginum.
Við eldri systurnar vorum svo
lánsamar að fá að vinna hjá þér
bæði í Foldaskálanum og í Sport-
búð Grafarvogs. Þú kenndir
okkur margt tengt afgreiðslu-
störfum og var viðhorf þitt að við-
skiptavinur ætti alltaf að ganga
glaður úr versluninni. Þú kenndir
okkur einnig snemma þá megin-
reglu í viðskiptum að viðskipta-
vinurinn hefði alltaf rétt fyrir sér.
Við eigum líka margar góðar
minningar með ykkur afa á Gelti,
fallegu jörðinni sem þér leið svo
vel á. Við fengum að leika frjáls í
sveitinni og gátum svo treyst á að
fá nýbakaðar pönnukökur eða
annað bakkelsi þegar hungrið
sagði til sín.
Í seinni tíð þegar við komum í
heimsókn í Haðalandið fengu
börnin okkar að kynnast lang-
ömmu sinni. Þú dróst fram heilu
leikfangakassana inn í stofu og
leyfðir börnunum að leika með
dótið um allt hús, kvartaðir hvorki
yfir látunum í þeim né draslinu
sem þeim fylgdi.
Það var erfitt að fylgjast með
þér smám saman verða veikari og
veikari því sterkari og duglegri
kona er vandfundin. Aldrei mátti
heyra þig kvarta yfir einu né
neinu. Æskuminningarnar frá
Vatnsnesinu hurfu ekki úr huga
þér og áttir þú allmargar sögur
sem við þreyttumst ekki á að
heyra. Sögurnar endaðirðu oftar
en ekki á orðunum „enginn verð-
ur óbarinn biskup“.
Elsku amma – við þökkum fyr-
ir allar yndislegu stundirnar sem
við áttum saman og minningarnar
munu lifa með okkur um ókomna
tíð.
Þórunn, Erla, Anna Lára,
Edda, Pétur Emil Júlíus
og Gunnlaugur Sævar.
Aðfaranótt gamlársdags
dreymdi mig að ég væri staddur
hér sunnan við blómagarðinn og
horfði að húsum. Sé ég þá að hvít-
ur blettur kemur á hillu sem þar
var kominn og finnst mér að sé
rjúpa. Hann stækkar svo og verð-
ur stór sem svanur, án þess að ég
sæi hausinn sem lá niðri. Hrekk
þá upp rétt um kl. 5 og veit um
leið að Erla systir er dáin.
Segja má að ég hafi haft hug-
ann við það þar sem hún lá við
dauðans dyr, en það skrýtna var
þetta með svaninn. Ekki hafði ég
haft hann í huga eða áður, en tók
sem tákn.
En Erla var skírð að fyrsta
nafni Svanhildur, eftir dóttur Þor-
steins Erlingssonar, en hitt eftir
Erlu úr kvæði Stefáns frá Hvíta-
dal, en þeir voru í miklu uppáhaldi
hjá föður okkar.
Svanhildarnafnið var aldrei
notað, fyrr en síðustu árin sem
hún var á elliheimilinu Grund, þar
þekktist hún ekki undir öðru
nafni.
Erla fæddist á Ægissíðu, en á
fyrstu búskaparárum foreldranna
voru þau á hrakhólum með jarð-
næði uns þau fluttust að Hrísakoti
1941.
Þar sem Erla var eldri var hún
í því að passa mig og veitti ekki af,
því að ég var uppátækjasamur og
sótti í að leika mér í bæjarlæknum
og hún bjargaði mér oft þaðan og
átti ég henni þar vafalaust lífið að
launa.
Leikir okkar í æsku voru fjöl-
breyttir og margir í boði þar sem
og inni. Við höfðum bú í Háa-
barðinu og sem búsmala leggi og
skeljar og riðum út á kústsköft-
um. Þar voru bakaðar í sólskininu
blómskreyttar drullukökur sem
hún var afar flink við og þá séð
hvert stefndi með húsmóðurstörf.
Sem og kom í ljós eftir Hús-
mæðraskólanám og hún fór að
búa í Reykjavík ásamt Gunnlaugi
eiginmanni sínum. Var heimili
þeirra frábært að myndarskap og
öllum búnaði.
Þau eignuðust 5 börn, eitt dó
nýfætt og einmitt þennan sama
dag og hún. Afkomendur í dag eru
fjölmargir, allt einstakt fyrir-
myndarfólk. Á vetrum var mikið
spilað og um 20 tegundir í boði,
líka var teflt og mamma lét okkur
skanderast. Oftast vorum við
svæfð á kvöldin við margar og
langar þulur sem pabbi kunni.
Eftir að Eggert bróðir fæddist
var það hlutverk okkar að svæfa
hann með því að raula allar vísur
sem við kunnum. Allt slíkt er
löngu hætt hjá fólki, nú sitja
börnin bara sem dáleidd yfir
snjallsíma sínum.
Eftir að ég fór suður að vinna
og stunda íþróttir var ég í hús-
næði og fæði hjá þeim Erlu og
Gunnlaugi við einstaklega gott
atlæti. Er það öruggt að ég hefði
aldrei getað náð þeim árangri
sem ég náði án þess.
Nú við fráfall Erlu rifjast þetta
allt og ótal annað upp og við fyll-
umst djúpum söknuði en jafn-
framt innilegri þökk fyrir allt.
Sendum Gunnlaugi, börnum,
tengdabörnum og öllum afkom-
endum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Kalt er haustið: hússins sólarljómi
horfinn er að Alvaldsdómi,
litum bregður loft og jörð og sær.
Móðir, systir, kona, kvennasómi!
Kalt er lífið, horfinn allur blómi,
drúpir sveit, en hnípir höfðingsbær.
Hjartans pakkir, hjartans vinan kæra!
hjartað ríka, stóra, hvílstu nú.
Glóðheit tár þér grátnir vinir færa:
Guð þér launi dyggð og trú!
(M. Joch.)
Hlíf og Agnar.
Árið endaði miður vel í þetta
sinn. Elskuleg frænka mín lét
mig vita að móðir hennar hefði
látist aðfaranótt lokadags ársins.
Erla frænka mín var mér ákaf-
lega kær alla tíð. Mæður okkar
voru systur og mér fannst hún
alltaf vera hálfgerð stóra systir
mín sem ég eignaðist aldri.
Sumar eftir sumar var ég í
sveitinni hjá móðursystur minni.
Átti hún þrjú börn og var Erla
þeirra elst. Eldri bróðir hennar
var jafngamall mér, vorum þrem-
ur árum yngri en hún og alveg
einstakt hvað hún þoldi okkur og
var okkur góð, þótt við hljótum að
hafa verið erfið á stundum.
Skólaganga var ekki löng, en
það kom ekki að sök, hún var
bráðvel gefin og alveg sama hvað
hún tók sér fyrir hendur; allt jafn
hnitmiðað og vel gert. Hún var
hamhleypa til verka hvort sem
það var innan dyra eða í heyskap.
Ung að árum fór hún að renna
hýru auga til sveitunga síns, ungs
rauðhærðs pilts sem bauð af sér
góðan þokka. Flutti hann fljótt
suður í höfuðstaðinn og hún fór í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur og
kláraði námið með bravör. Nú
varð ekki aftur snúið, hún giftist
sínum draumaprinsi og þau fóru
að fjölga sér. Afraksturinn varð
fimm yndisleg börn og var fjöl-
skyldan afar samhent. Eitt
skyggði þó á því þau misstu eitt af
sínum börnum rétt eftir fæðingu,
en hver kemst í gegnum lífið án
áfalla?
Með dugnaði og elju eignuðust
þau „herragarð“ í Grímsnesinu,
þar undu þau hag sínum vel enda
ekki hægt annað.
Með aldrinum fór minnið að
gefa sig, dvínaði það smátt og
smátt. Þegar við sátum tvær ein-
ar á Elliheimilinu Grund, en
þangað var hún komin, urðum við
aftur tvær litlar telpur. Samræð-
urnar snerust um búið hennar/
okkar uppi í Barði, þar sem við
gátum dundað okkur tímunum
saman.
Þessa frænku mína kveð ég nú
eftir sjötíu og fimm ára samveru
sem aldrei hefur skugga á borið.
Sendum við Sigurgeir fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur.
Jóhanna G. Halldórsdóttir..
Ég kynntist Erlu er við hjónin
fluttum til Reykjavíkur á vor-
mánuðum árið 1972. Eiginmaður
minn heitinn, Eggert Hjartarson,
og Erla voru systkinabörn, á
svipuðum aldri og þekktust frá
barnæsku. Hún ólst upp í Hrísa-
koti á Vatnsnesi en Eggert, sem
átti heima á Hvammstanga, var
mikið í sveit á næsta bæ, Ósum,
þar sem afi og amma hans og
Erlu bjuggu. Erla og Gunn-
Svanhildur Erla
Jóhannesdóttir Levy