Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 ✝ Knútur Bjarna-son fæddist á Grenivík 9. mars 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. janúar 2020. Foreldrar hans voru Bjarni Áskels- son, fæddur 30. jan- úar 1900, d. 25. jan- úar 1965 og Jakob- ína Sigrún Vil- hjálmsdóttir, fædd 24. júlí 1904, d. 7. nóvember 1975. Bræður Knúts voru 1) Áskell Vilhjálmur, f. 17. desember 1932, d. 21. mars 2011. 2) Grímur , f. 4. desember 1936. Eiginkona Knúts Bjarnasonar er Bryndís Stefánsdóttir f. 15. október 1934. Börn þeirra eru; 1) Stefanía dómritari, f. 1959. Eiginmaður Ólafur Helgi Árna- son vélstjóri, f. 1958. Börn þeirra eru Brynjar, f. 1982, Ingibjörg, f. á ýmsum skipum á síldveiðum og vertíðum til 1957. Eignaðist þá 8 tonna bát með öðrum og gerði hann út frá Grenivík til 1959. Fór síðan sem stýrimaður á Oddgeir ÞH 222 hjá útgerðarfélaginu Gjögri og var síðan skipstjóri þar frá 1967 til ársloka 1974. Skip- stjóri á Verði ÞH 4 frá áramótum 1975 til maíloka það ár. Hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn 1975 og var þar til sjötugs. Fyrstu árin var hann á dráttarbátnum Magna og í framhaldi við hafnarvörslu. Samhliða því gerði hann út trillu, Brand RE 99, og stundaði grá- sleppuveiðar öll vor og einnig var róið með línu á haustin. Hann hætti útgerð á 73. ári og seldi bát og búnað. Á sama tíma eignuðust þau hjónin landskika fyrir austan fjall og var það hugðarefnið síð- ustu ár á meðan heilsa leyfði. Síð- asta hálfa árið bjó Knútur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför Knúts fer fram í Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 16. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 1989, maki Ólafur Böðvar Ágústsson, f. 1984, og eiga þau Daníel Myrkva og Matthías Werner. Jón Bjarni, f. 1995, unnusta Jóhanna Vigdís Pétursdóttir, f. 1996. 2) Knútur verktaki, f. 1961, kvæntist Sigríði Marteinsdóttur f. 1957, sonur Sindri Fannar. Þau skildu; í sambúð með Elenu Orlovu, f. 1964, og hennar sonur Georg Orlov, f. 2001. 3) Bjarni, f. 1977, maki Pál- mey Magnúsdóttir, f. 1981, og þeirra synir eru Bergur Fáfnir og Nökkvi Fenrir. Knútur ólst upp á Grenivík og fór síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk fiskimanna- prófi 1953. Var fyrst á smábátum frá Grenivík 1943-1945 og síðan Kæri afi minn, þá er komið að kveðjustund. Þegar ég hugsa um þær minningar sem við höfum átt saman standa hæst ferðirnar á trillunni og í verbúðinni. Við fór- um iðulega niður á bryggju þegar ég var í heimsókn þar sem ég fékk að skoða heiminn frá nýju og spennandi sjónarhorni. Ég veit ekki hvort amma og mamma vissu það en það var ekki nóg með að ég fékk að vera með á trillunni, held- ur fékk ég jafnvel að stýra henni og sitja ofan á stýrishúsinu á með- an þú sást um vélina. Svo kíktum við í verbúðina þar sem ég fékk að leika mér að hrognunum, kreista þau á milli fingranna og skoða hin ýmsu furðuverur sem komu í net- ið. Við áttum líka margar stundir í sumarbústaðnum þar sem ég fékk að smíða, mála og hjálpa til að vild – svo lengi sem ég passaði mig á sýkjunum. Svo gæddum við okkur á afabrauði úr boxinu, samloku úr hvítu brauði og rúgbrauði smurðu með smjöri og osti. Enn í dag þekki ég engan annan sem leggur sér slíkt til munns! Heima var alltaf rólegt, ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig hækka róminn við nokkurn mann og ég held að það sé eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér í eigin uppeldi og fjölskyldulífi. Hjá ykkur ömmu fékk ég grásleppu, grjónagraut og heimaþurrkaðan harðfisk og við eyddum tímanum niðri í bíl- skúr við öngla og net eða börðum harðfisk. Þegar ég fór svo að full- orðnast og það fór að draga úr þér kynntist ég þér á nýjan hátt. Þá tók ég meira eftir sérviskunni og sveitamanninum sem þú hefur alltaf verið. Ég fór að vinna við að sinna eldra fólki sem mér fannst gaman og gefandi. En þegar þú, minn eigin afi, varst orðinn eins og þeir sem ég hafði sinnt í vinnunni vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera. Í vinnunni var allt öðruvísi að sinna því fólki sem var farið að gleyma sjálfu sér og öðrum, ég gat alltaf spjallað við það og átt með því notalegar stundir. En það var einhver feimni gagnvart því þegar það snéri að þér. Þegar þú hættir að geta talað um daginn og veginn dró ég mig til hlés, en þú mundir eftir skipunum. Þegar ég hafði ekkert að segja tók Ólafur eigin- maður minn við og þið rædduð um skipin og skoðuðuð umferðina og mér leið eins og hann væri fram- lenging af mér. Þið náðuð þið saman með öðrum hætti og mér leið vel við það. Í lokin var það léttir að þú skyldir fá að fara því af tvennu illu er hvíldin betri en að vita ekki af sjálfum sér. Ég er ekki sorgmædd nú þegar við kveðjumst í hinsta sinn, heldur glöð í hjarta með fullt af minn- ingum. Ég hefði ekki getað hugs- að mér betri afa. Ingibjörg Ólafsdóttir. Í dag er til moldar borinn góður vinur minn, Knútur Bjarnason skipstjóri, fæddur og uppalinn á Grenivík í Höfðahverfi. Þrátt fyrir að við Knútur værum fæddir og aldir upp í sama sveitarfélaginu vissum við lítið hvor af öðrum fyrr en leiðir okkar lágu saman um borð í Oddgeiri ÞH-220 haustið 1963 þar sem hann gegndi starfi stýrimanns en ég vélstjóra. Af sjálfu leiðir að störf okkar lágu saman á margan hátt m.a. þegar kom að vélrænum veiðibúnaði skipsins. Oddgeir var einn hinna svoköll- uðu vertíðarbáta sem stunduðu nótaveiði yfir sumarið og fram undir jól og síðan netaveiði frá áramótum og fram í maí. Um miðjan sjöunda áratuginn var mikil síldveiði á svæði um 40- 80 sjómílur austur af landinu sem var nefnt Rauðatorgið vegna þess að þarna var að veiðum mikill fjöldi rússneskra reknetaveiði- skipa. Þrátt fyrir að síldveiði í nót og reknet fari illa saman stunduðu íslensku skipin nótaveiði á sama svæði og þau rússnesku sem leiddi oft til vandræða þegar búið var að kasta og skipið rak með nótina út á bólin sem halda rek- netunum uppi. Ef það gerðist var næsta víst að nótin rifnaði. Allt kapp var því lagt á að sökkva ból- unum, sem var gert með því að skjóta á flotið í þeim bæði með riffli og haglabyssu en oftar en ekki nægði það ekki, þá datt Knúti í hug það snjallræði að festa beittan hníf á langa bambusstöng og skera með honum göt á bólin. Þennan búnað kölluðum við at- geir. Það verður að segjast eins og er að Knútur gat verið býsna svipfastur þegar atgeirnum var brugðið og hafði þá allt yfirbragð þeirra fornkappa sem beittu vopninu til forna en með honum bjargaðist margt kastið. Á fiskveiðum getur margt gengið á , stroffur og tóg af hinum ýmsu stærðum og gerðum hrökkva í sundur og til þess að sem minnst röskun verði á veið- unum þarf að hafa hraðar hendur við að lagfæra það sem úr lagi fer hverju sinni. Á meðan við Knútur vorum saman til sjós man ég ekki til þess að hann ætti ekki á lager þau sérgerðu tóg og stroffur sem aflaga fóru í það og það sinnið og því einfalt að skipta um án þess að dýrmætur veiðitími tapaðist. Þrátt fyrir að Knútur væri alvörugefinn í fasi og trúlega ekki allra eins og sagt er var hann einstaklega þægi- legur í allri umgengni og hafði það sem kallað er góða nærveru. Hann var góður félagi umtalsgóður og lagði ekki öðrum illt til. Mér finnst ég geta lýst honum sem gegnheil- um manni af gamla skólanum sem aldrei mátti vamm sitt vita í smáu sem stóru. Hann var orðheldinn, munnlegt samkomulag af hans vörum var ekki síðra en fest á blað. Með Knúti er genginn drengur góður sem sinnti starfi sínu hvert sem það var af dugnaði, trú- mennsku og jákvæðni, hafði bæt- andi áhrif hvar sem hann kom. Kæri félagi, bestu þakkir fyrir samstarið og góða ferð og farsæla landtöku í sumarlandinu eilífa. Eftirlifandi eiginkonu og öðr- um nákomnum vottum við hjónin samúð okkar. Guðrún og Helgi Laxdal. Knútur Bjarnason ✝ Lilja Sigurðar-dóttir fæddist á Akureyri 27. apr- íl 1947. Hún lést 7. janúar 2020. Lilja var sjöunda í röðinni af níu systkinum. Hún ólst upp á Jökli í Eyjafjarðarsveit. Foreldrar hennar voru Unnur Pálma- dóttir, f. 26.8. 1912, d. 19.10. 1975 og Sig- urður Sigurðsson bóndi, f. 12.11. 1910, d. 22.4. 1976. Systkini Lilju í aldursröð: 1) Baldur Ingimar, f. 21. febrúar 1932, d. 9.4. 2019. 2) Jónína, f. 27. febrúar 1934. 3) Sigrún, f. 28. janúar 1936, d. 9. október 2018. 4) Fjóla Kristín, f. 11. ágúst 1939, d. 12. desember 2004. 5) Halla Valgerður, f. 14. október 1944. 6) Pálmi, f. 24. Corrine Einarsson og börnum. Barnsfaðir Lilju er Kristján Þorberg Jónsson, f. 29. maí 1948. Barn þeirra er Birgir Ægir, f. 14. febrúar 1968. Maki hans er Hlín Albertsdóttir, f. 27. janúar 1972. Börn þeirra Birgitta Bjarnadóttir, f. 21. maí 1994 og Oddný Lilja, f. 28. jan- úar 2003. Maki (óg.) Lilju er Trausti Brekkan Hjaltason, f. 20. september 1947. Börn Lilju og Trausta eru: 1) Hermann Páll, f. 30. júlí 1975. Börn Hermanns eru: a) Karin Eva, f. 25. júlí 1995, b) Stella Líf, f. 5. nóvember 2009, c) Skarphéðinn Freyr, f. 12. september 2012 og d) Sigurdís Freyja, f. 4. febrúar 2015. 2) Sigurður Trausti, f. 14. september 1982. Maki Kolbrún Ýr Einarsdóttir, f. 18. ágúst 1983. Börn þeirra eru: a) Rökkvi Þór Brekkan, f. 4. júlí 2015, d. 24. ágúst 2015 og b) Urður Ýr Brekkan, f. 5. októ- ber 2017. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 16. jan- úar 2020, klukkan 13. september 1945. 8) Kristinn Gunnar, f. 22. september 1948. 9) Valgeir Guðmundur, f. 25. janúar 1952. Lilja fluttist til Reykjavíkur í kringum 1965 og starfaði á Hvíta- bandinu. Lengst af bjó hún í Mosfells- bæ og starfaði meðal annars í Kaupfélaginu og við umönnunarstörf. Einnig tók hún þátt í kvenfélagsstörfum í Mosfellsbæ og söng um tíma með kórnum við Lágafells- kirkju. Stærsti hluti ævi Lilju fór í að ala upp syni sína . Einnig tóku þau Trausti að sér fóstur- son sem heitir Tómas Pétur Einarsson, hann er nú búsettur í Kanada ásamt konu sinni Elsku Lilja, tengdamóðir mín, er nú farin frá okkur. Síðustu ár- in voru erfið Lilju en hún tókst á við erfiðleikana með stolti og skemmtilegri þrjósku eins og henni einni var lagið. Alzheimer er ljótur sjúkdómur sem hefur áhrif á alla fjölskylduna en með samheldni gekk þetta upp. Þakkir fyrir það. Ég minnist Lilju með hlýju, húmor og þakklæti. Fyrir allt það sem hún var og gerði fyrir mig, Sigga og börnin okkar. Ég kynntist Lilju í lok sumars 2006, nánar tiltekið á menning- arnótt þegar yngsti sonurinn hafði fangað hjartað mitt og boð- ið mér heim. Ekki fór betur en svo að hann var lyklalaus og skildi mig eftir við útidyrnar á meðan hann hljóp eftir aukalykl- unum. Á meðan ég beið þarna í kuldanum um miðja nótt opnaði Lilja dyrnar og spurði hvert er- indi mitt væri. Ég sagðist vera í fylgd Sigga svo hún spurði þá hvort ég vildi ekki koma inn og fá kaffi og kleinu. „Nei takk, ég bíð bara eftir honum,“ svaraði ég ósköp skömmustuleg og hélt að hún færi. En nei, hún stóð sem fastast. Þarna stóðum við saman í þögninni, ég eldrauð í framan og það mátti sjá hláturinn glitra í augum Lilju. Eftir þessi fyrstu kynni varð mér ljóst að þarna var kona með mikinn húmor, síðar kynntist ég því að hún tengdamamma mín var einnig hörkutól og já kannski svolítið þrjósk! Enda eiginleikar sem gott er að hafa þegar maður elur upp strákaher. En jafnframt var hún hjartahlý og skildi flækjustig ástarinnar. Það sýndi sig einna best í litlum atvikum eins og í eitt skiptið sem við keyrðum Sigga upp á flugvöll þar sem hann átti flug til Kaup- mannahafnar, en á þeim tima vorum við í fjarsambandi. Þegar við kvöddum Sigga á flugvellinum sneri Lilja sér að mér, tók lófa minn og fyllti hann af volgum hundraðköllum sem hún hafði geymt í hendi sér alla Reykjanesbrautina. „Taktu þinn tíma vina mín“ sagði hún og blikkaði mig. Hún vissi að ég var ástfangin og átti erfitt með að kveðja strákinn sem ég var svo skotin í. Elsku Lilja. Ég læt þessi minningabrot duga í bili. Þakka þér fyrir að taka á móti mér í fjöl- skylduna með hlýju og húmor. Takk fyrir kaffið og kleinurnar. Horfin ertu héðan vina kæra hnigin ertu nú í svefninn væra. Sofðu vært uns sólin fagra skín á sælulandi gleðin aldrei dvín. (Lilja Guðmundsdóttir) Elsku Trausti, Siggi minn, Hemmi, Biggi, Tommi, Hlín, Corrine og börn, hlýjar kveðjur til ykkar. Þín tengdadóttir, Kolbrún Ýr. Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Í dag kveð ég hana Lilju vin- konu mína með miklum trega og söknuði. Hún kom inn í líf mitt og fjölskyldu minnar fyrir rúmum 20 árum. Hún kom til að hugsa um móður mína þegar hún var orðin öldruð, blind og þurfti umönnun á meðan ég var í vinnu. Lilja mín, þú varst ávallt svo hress og góð við gömlu konuna. Þið urðuð mjög góðar vinkonur og spjölluðuð mikið saman, mun hún nú örugglega taka vel á móti þér. Síðustu ár hafa verið þér og fjölskyldu þinni erfið, mín kæra vinkona. Það hefur tekið mikið á að horfa á þig smám saman hverfa frá veruleikanum, þú sem alltaf varst svo lifandi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Lilja mín, þú varst svo listhneigð og flink í höndunum, það sýndi sig þegar við fórum saman á málara- námskeið hvað þú varst flink með pensilinn. Þú sást líka alls staðar eitthvað sem hægt var að nota og varst fljót að fylla vasana af stein- um, litlum trjágreinum og öðru góssi sem þú notaðir í kort og önnur listaverk. Það sem við átt- um góðar stundir saman við þessa iðju. Já mín kæra, nú eru allar þessar góðu stundir okkar orðnar að ljúfri minningu sem ég geymi hjá mér. Mikið þótti mér vænt um hvað þú þekktir mig þegar ég kom til þín fyrir jólin þrátt fyrir að þú værir orðin svo mikið veik. Elsku Lilja mín, að leiðarlok- um þakka ég þér alla þína miklu umhyggju við mig og mína og bið fyrir því að þú fáir góða heim- komu í sumarlandið, mín kæra vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Elsku Trausti og fjölskylda, þið eigið alla mína samúð og megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Elín Magnúsdóttir (Ella). Lilja Sigurðardóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.isSálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær bróðir minn og vinur, MAGNÚS ÓSKARSSON, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, Bræðratungu 15, Kópavogi, lést 28. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13. Guðmundur Óskarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELISABETH RICHTER, Hömrum, lést þriðjudaginn 14. janúar á hjúkrunar- heimilinu Hömrum. Útför verður auglýst síðar. Svend Richter Björg Yrsa Bjarnadóttir Anna Gerður Richter Örn Ármann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.