Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
✝ Jón Valur Jens-son fæddist 31.
ágúst 1949 í
Reykjavík. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 5.
janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Jens Hinriks-
son, vélstj. hjá
Tryggva Ófeigs-
syni og síðan lengst
sem vaktstjóri í
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi, f. 21. október 1922, d. 2.
ágúst 2004, og Kristín Jóna
Jónsdóttir, húsfr. og versl-
unarkona í Reykjavík, f. 30. sept-
ember 1924, d. 12. ágúst 2010.
Systur Jóns: 1) Karitas Jens-
dóttir bókasafnsfræðingur, f. 27.
apríl 1952, d. 16. september
2019. Synir hennar eru Axel Við-
ar og Pétur Már Egilssynir. 2)
Kolbrún Jensdóttir hjúkrunar-
fræðingur, f. 27. apríl 1952.
Jón varð stúdent frá MR 1971,
stundaði nám í sagnfræði, latínu
og grísku við HÍ og lauk kandí-
datsprófi í guðfræði frá HÍ 1979.
Hann stundaði svo framhalds-
nám í kristinni siðfræði, trúar-
heimspeki og fræðum Tómasar
frá Aquino við St. John’s Col-
lege, University of Cambridge í
Englandi á árunum 1979-1983.
Fyrri kona Jóns var Elínborg
Lárusdóttir, blindra- og félags-
ráðgjafi, f. 19. mars 1942. For-
eldrar hennar: Lárus Ingimars-
son, f. 28. júlí 1919, d. 22.
september 1985, og Ásdís V.
Kristjánsdóttir, f. 3. desember
1918, d. 28. ágúst 1992. Börn
Jóns og Elínborgar: 1) Katrín
María Elínborgardóttir, nemi og
kennari, f. 12. október 1976.
Börn Katrínar eru Chinyere
Elínborg Uzo, nemi, f. 2.
september 2001, og Elsa María
Bachadóttir, f. 3. maí 2017. 2)
Þorlákur Jónsson, sjóntækja-
fræðingur, f. 11. maí 1978,
kvæntur Lam Huyen. Sonur
Elínborgar og stjúpsonur Jóns:
Andri Krishna Menonsson, tann-
læknir í Noregi, f. 23. maí 1969, í
sambúð með Ritu Jørgensen.
Sambýliskona Jóns frá 1996-
2010 (giftust 2004) var Ólöf Þor-
varðsdóttir fiðluleikari, f. 9. maí
1964. Foreldrar hennar: Þor-
varður R. Jónsson, f. 12. júlí
1915, d. 18. janúar 1996, og Inga
S. Ingólfsdóttir, f. 24. október
1925, d. 15. ágúst 2005. Börn
Jóns og Ólafar: 1) Sólveig Jóns-
dóttir, f. 20. janúar 1998, d. 21.
janúar 1998. 2) Ísak Jónsson tón-
listarmaður, f. 15. september
1999. 3) Sóley Kristín Jóns-
dóttir, nemi, f. 30. júní 2001.
Útför Jóns fer fram frá Dóm-
kirkju Krists konungs í Landa-
koti í dag, 16. janúar 2020,
klukkan 15.
Jón var forstöðu-
maður Kvöldskólans
á Ísafirði 1983-1984.
Árið 1986 stofnaði
hann Ættfræðiþjón-
ustuna og sinnti fjöl-
breyttum verk-
efnum tengdum
ættfræði, s.s. rann-
sóknum og kennslu.
Þá starfaði hann í
nokkur ár við próf-
arkalestur á Morg-
unblaðinu og fyrir fleiri útgáfur.
Jón gaf út nokkrar ljóðabækur
og birti kveðskap í ýmsum blöð-
um og tímaritum. Hann skrifaði
líka greinar um trúarleg efni sem
birtust í dagblöðum og víðar. Jón
var frumkvöðull að stofnun Lífs-
vonar, samtaka til verndar
ófæddum börnum, árið 1985 og
sinnti þar stjórnarstörfum og rit-
stjórn. Einnig var hann í stjórn
Ættfræðifélagsins og formaður
þar um tíma. Jón lét til sín taka í
þjóðfélagsumræðunni og var
mikilvirkur bloggari og greina-
höfundur auk þess sem hann var
fastagestur í símatímum útvarps-
stöðva. Þráðurinn í málflutningi
hans var gjarnan kristin gildi og
þjóðhyggja, s.s. andstaða gegn
fóstureyðingum, Evrópusam-
bandinu og Icesave meðan bar-
áttan þar stóð sem hæst.
„Sjáið, þarna er tröll.“ Pabbi
átti það til að segja eitthvað á
þessa leið þegar ég var krakki og
við fjölskyldan vorum á hringferð
um Ísland. Við stoppuðum á góð-
um stað, fengum okkur nesti og
ímynduðum okkur að hraun og
klettar væru tröll og furðuverur
og sáum meira að segja myndir í
skýjunum. Pabbi hafði ríkt ímynd-
unarafl sem hann nýtti til að yrkja
og búa til leiki fyrir börn. Hann
kenndi mér að yrkja. Þegar ég var
átta ára ortum við saman gaman-
vísur og hlógum að þeim. Pabbi
kenndi mér líka margar aðferðir í
ljóðagerð og gaf mér viturlegar
ábendingar um mín eigin ljóð.
Þegar við vorum krakkar fór hann
stundum með okkur Þorlák á skíði
í Bláfjöllum og mér fannst styrkur
að honum.
Pabbi var sú manngerð sem
vandaði sig við það sem hann
fékkst við. Hann bauð okkur börn-
unum og barnabörnunum reglu-
lega í mat og eldaði góðan mat og
ævinlega var góður eftirréttur og
gotterí. Þá var rætt um ýmis mál-
efni og um fjölskylduna. Allir
hjálpuðust að við eldamennsku og
fleira. Hann var mjög stoltur af
öllum niðjum sínum (börnum og
barnabörnum), eins og hann orð-
aði það sjálfur. Hann var mikill afi
í sér og ljómaði með barnabörnin í
kringum sig. Jón afi las gjarnan
fyrir Elsu litlu og hún var upp-
numin af lestri hans. Sagan lifnaði
við í flutningi hans. Hann keypti
bækur fyrir hana og valdi alveg
rosalega vel allar gjafir handa
okkur öllum. Við hittumst öll fyrir
jól til að hafa litlu jól heima hjá
honum, því við fjölskyldan vorum í
Noregi um jólin. Mikið er ég
þakklát fyrir þessi litlu jól. Hann
hélt lengi á Elsu Maríu og gaf
henni að drekka og borða af ein-
stakri natni og hún undi sér vel.
Þetta voru síðustu jólin okkar öll
saman og ég mun aldrei gleyma
þeim. Við Ísak, Sóley, Elínborg,
Þorlákur, Lam, ég og Elsa vorum
öll þarna og eiga Þorlákur og
pabbi þakkir skilið fyrir að skipu-
leggja gott kvöld.
Pabbi var gæddur afburðagáf-
um og hæfileikum í ritstörfum.
Hann lagði líka stund á þau á
hverjum einasta degi, enda var
hann góður penni. Hann skrifaði
um ýmis málefni á einstaklega fal-
legu og vönduðu máli, færði alltaf
rök fyrir máli sínu og vísaði í
heimildir. Það var alltaf hægt að
læra af honum um samfélagið og
ýmis heilræði. Hann hafði að auki
einstaka hæfileika í að tileinka sér
ný tungumál. Til vitnis um það eru
ljóð hans á ensku og frönsku og
ljóðaþýðingar hans. Takk fyrir
allt, pabbi minn, að ala mig upp og
vera mér góður. Það er stórt gat í
lífi og hjarta okkar stelpnanna,
mínu, Elínborgar og Elsu.
Sólveig systir mín fær nú að
hafa þig hjá sér og þú ert með for-
eldrum þínum og systur, Karitas.
Mikið hljóta skýin að vera falleg
þarna uppi á himnum þar sem þú
ert. Ég er viss um að núna ert þú
að sýna Sólveigu ýmsar myndir í
þeim.
Pabbi, þú hélst alltaf fast í
trúna og lagðir traust þitt á Guð
og Jesú. Ég kveð þig með orðum
úr Biblíunni því að Biblían var
þinn skjöldur og Guð var þinn ráð-
gjafi.
Jesús sagði: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið, enginn
kemst til föðurins nema fyrir
mig.“
Þín elskandi dóttir og barna-
börn,
Katrín, Elínborg og Elsa.
Pabbi var alltaf mikil barna-
gæla, ég man eftir hvað hann var
duglegur að segja okkur sögur
fyrir svefninn. Hann var mikið
fyrir að segja sögur um mýs, og
var það orðinn vani hjá okkur að
hlusta á hann segja nýja músa-
sögu á hverju kvöldi. Músasög-
urnar hans voru alltaf jafn falleg-
ar og skemmtilegar. Þetta er
minning sem ég mun aldrei
gleyma. Við fjölskyldan komum
með hugmynd að hann myndi gefa
út barnabók með fullt af litlum
skemmtilegum músasögum þar
sem hann var mikið í því að skrifa,
en því miður varð ekkert úr því.
Þegar ég var lítil vafði mamma
handklæði utan um mig eftir
sturtu og bjó til einskonar pakka.
Hún hélt á mér til pabba og kallaði
„það er pakki til þín!“. Pabbi opn-
aði pakkann með miklum spenn-
ingi. Þetta fannst okkur mjög
skemmtilegt og gaman að eiga
svona minningar.
Pabbi var alltaf til staðar fyrir
mig. Hann aðstoðaði mig við
margt í skólanum og kenndi mér
að ég get allt ef ég trúi á sjálfa
mig.
Pabbi var mjög stoltur af fjöl-
skyldunni sinni og sýndi hvað
hann var hreykinn af börnum sín-
um og barnabörnunum tveimur.
Hann hikaði ekki við að hrósa mér
þegar honum fannst ég hafa af-
rekað eitthvað. Hann var mjög
hreykinn af mér þegar ég spilaði á
saxófón, þegar ég hætti að æfa tal-
aði hann oft um það að ég ætti að
byrja að æfa aftur vegna þess að
hann trúði því að ég myndi geta
orðið mjög góður saxófónleikari.
Hann mætti á alla tónleika sem ég
spilaði á og var alltaf jafn stoltur
og sýndi það.
Hann sýndi litlum börnum
mikla ást og lifnaði við þegar hann
var nálægt þeim. Yngsta barna-
barn hans, Elsa María, var í miklu
uppáhaldi hjá honum. Hann var
svo stoltur af litlu stelpunni sinni.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á bakstri og eldamennsku. Þegar
ég var yngri fór ég með smakk af
bakkelsi til pabba í hvert skipti
sem ég bakaði og sendi honum
myndir af þeim. Hann var svo
þakklátur fyrir allt bakkelsið sem
hann fékk og var mjög hreykinn
af mér.
Pabbi átti fjögur börn, tvö
barnabörn og einn stjúpson. Hann
var mikið að rugla nöfnum okkar
saman, hann t.d. kallaði mig oft
þremur nöfnum áður en hann náði
því rétta, við hlógum að þessu og
hann gerði einnig grín að sjálfum
sér.
Pabbi var mjög trúaður maður
og var fastagestur í kaþólsku
kirkjunni. Hann var með Guð í
hjarta sínu hvert sem hann fór.
Trúin kom mikið fram í viðhorfum
hans til lífsins og hann tjáði sjálf-
an sig í gegnum trúna. Þegar ég
hugsa um pabba finn ég fyrir
miklu þakklæti og ást, en það var
ekki allt fullkomið þar sem hann
var einum of einbeittur „að berj-
ast fyrir land sitt“ (eins og hann
sagði) á blogginu sínu á seinni
árum. Hann hafði minni tíma fyrir
fjölskylduna en reyndi sitt besta
til að vera í góðu sambandi og
sýna umhyggju.
Elsku pabbi minn lést allt of
ungur, en það er mér mikil hugg-
un að hann hafi farið á friðsælan
hátt. Ég vona að honum líði vel hjá
Guði. Ég er viss um að Jens afi,
amma Stína, Karítas frænka og
Sólveig systir mín taki öll vel á
móti honum. Í dag fylgjum við
pabba til grafar og kveðjum í
hinsta sinn. Ég kveð þig með
söknuði.
Hvíl í friði, elsku pabbi, þín
dóttir
Sóley.
Jón frændi, þú fórst frá okkur
allt of fljótt en ég veit að þú ert nú
hjá Guði á himnum og með okkur í
anda.
Þakka þér fyrir að hafa tekið
mér opnum örmum þegar ég kom
inn í fjölskylduna. Þú varst svo
gáfaður og góður maður. Ég ber
virðingu fyrir siðferðiskennd
þinni og lífsreglum. Þú varst dáð-
ur af mörgum og þeir sem þekktu
þig persónulega vissu að þú værir
góður maður sem meinti vel þótt
ekki væru allir alltaf sammála þér.
Þú varst aðgerðasinni af Guðs náð
og þar komust fáir með tærnar
þar sem þú hafðir hælana. Ég dáð-
ist að því og það veitir mér inn-
blástur.
Guð blessi þig. Með kærleiks-
kveðju,
Katherine Anne Brenner.
Einungis þremur og hálfum
mánuði eftir að móðir mín kvaddi
þetta líf hefur Guð kallað bróður
hennar, Jón Val, skyndilega aftur
til sín. Það er skammt stórra
högga á milli.
Við Jón Valur urðum ekki sér-
lega nánir fyrr en ég flutti heim úr
námi rétt fyrir þrítugt. Síðan þá
hefur verið töluverður samgangur
á milli okkar og gott hefur verið að
leita til hans. Frændi var þekktur
út á við fyrir umdeildar skoðanir
sínar, sem stuðuðu margan mann-
inn, en hann, eins og allt fólk, var
að sjálfsögðu margbrotinn og
minnist ég hans sem hlýs og góð-
hjartaðs manns, sem þótti afar
vænt um fjölskyldu sína og vini.
Jón Valur lét til sín taka í þjóð-
málaumræðunni og náði málflutn-
ingur hans eyrum margra en þó
sérstaklega eftir að alnetið kom til
sögunnar. Lét hann þá gamminn
geisa á hinum fjölmörgu bloggsíð-
um sínum, hver með sitt þema, og
á samfélagsmiðlum. Jón Valur var
einn gáfaðasti, víðlesnasti og rök-
fastasti maður sem ég hef kynnst.
Hann hafði þar að auki gríðarlega
sterkt vald á tungumálinu og fáir
stóðust honum snúning á ritvell-
inum. Hann naut virðingar
margra fyrir mikið hugrekki til að
tjá skoðanir sínar, og þær varði
hann af rökfestu, en galt stundum
fyrir með skítkasti og jafnvel
málshöfðun.
Jón Valur, eða Valur eins og
hans nánustu kölluðu hann, sner-
ist til kaþólskrar trúar þegar hann
var við doktorsnám í guðfræði við
Cambridge-háskóla í Englandi
fyrir fjórum áratugum. Innan fjöl-
skyldunnar þótti sú ákvörðun sér-
kennileg en hann taldi hana vera
rétt skref því að í hans huga voru
kennisetningar kaþólskunnar nær
hinum guðlega sannleika en lút-
erskunnar. Þegar Jóhannes Páll
páfi II. kom í opinbera heimsókn
til Íslands árið 1989 varð Jón þess
heiðurs aðnjótandi að vera skip-
aður siðameistari. Nú um jólin
spurði ég hann einmitt út í þetta
hlutverk og tjáði hann mér með
stolti að áður en páfi kom hefði
hann ritað honum á latínu og
spurt hvort hann væri tilbúinn að
lesa smákafla á íslensku við mess-
una miklu sem haldin yrði á
Landakotstúni. Páfi varð við bón-
inni.
Það kann að koma mörgum á
óvart að fáir Íslendingar áttu jafn-
fjölmenningarlega fjölskyldu og
Jón Valur. Stjúpsonur hans er
hálfindverskur, afastelpurnar hans
eru hálfnígerískar og hálfeþíópísk-
ar og tengdadóttir hans er frá Víet-
nam. Hann tikkaði reyndar alveg
óvart í mörg box pólitískra and-
stæðinga sinna en hann fór allra
sinna ferða á hjóli eða í strætó, bjó í
Vesturbænum eins og hver önnur
lattélepjandi miðbæjarrotta og þar
sem hann hafði ekki farið til út-
landa í 12 ár þjáðist hann ekki af
flugviskubiti og kolefnisfótspor
hans var agnarsmátt.
Það er hryggilegt að Jón Valur
skuli hafa horfið af sjónarsviðinu á
meðan hann var enn í fullu and-
legu fjöri. Ég hafði hlakkað til
áframhaldandi samvista við hann
en við Kathy erum þakklát fyrir
minnisstæðar samverustundir
með honum um jólin og stuðning
hans í veikindum móður minnar
og við fráfall hennar á nýliðnu ári.
Megi góður Guð blessa Jón
frænda og taka vel á móti honum í
Sumarlandinu.
Axel Viðar Egilsson.
Mig langar að minnast vinar
míns Jóns Vals Jenssonar sem
lést 5. janúar á 71. aldursári.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
rúmum 30 árum í starfi kirkjunn-
ar, við páfakomuna og í ritnefnd
kirkjublaðsins. Við héldum vin-
skap okkar áfram á blogginu á
kirkju.net og blog.is og síðar í
málefnastarfi Kristilegra stjórn-
málasamtaka sem hann stofnaði.
Jón var léttur í lund, það var
stutt í brosið og spaugið. Hann var
vel lesinn, fróður og hafði gott
minni og frásagnargáfu. Það var
því tilhlökkunarefni að hitta hann.
Hann var fljótur að koma auga á
röksemdir og sjónarhorn og hafði
afar gott vald á rituðu máli. Texta-
rýni hans var einstök.
Jón hafði mikinn áhuga á mál-
efnum samfélags og kirkju. Hann
var lífsverndarsinni og starfaði
ötullega að þeim málum. Í þjóð-
félagsumræðu liðinna ára sem
einkenndist af örri þróun, var
gjarnan gengið á hólm við ýmis
ríkjandi viðhorf. Hann tók þeim
áskorunum og tókst gjarnan á við
sjónarmið sem gengu gegn hefð-
bundnum gildum. Á þessu sviði
var hann mikilvirkur og kom víða
við. Í skrifum hans endurspeglað-
ist mikill sannfæring á þeim mál-
stað sem hann varði, sannfæring
sem getur aðeins hafa sprottið af
því að hann hafði helgað lífið bar-
áttumálum sínum.
Hann lýsti sjálfum sér sem að-
gerða- og umbótasinna og nýtti
óspart bæði blogg og innhring-
iþætti til að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Sum þeirra
mála sem hann tjáði sig um voru
eða eru hita- og átakamál. Það
eru ekki allir tilbúnir að opinbera
afstöðu í slíkum málum, hvað þá
ganga fram fyrir skjöldu á opin-
berum vettvangi og einkum og
sér í lagi ekki ef sú frammistaða
brýtur á meginstraumi. En við
þetta var hann bæði duglegur og
djarfur og hlaut fyrir bæði lof og
last. Hann barðist samt málefna-
lega og drengilega og uppskar
virðingu margra andstæðinga.
Hann fékkst við ljóðagerð og
gaf út bækurnar Sumarljóð 1991,
Hjartablóð 1995 og Melancholic
Joy 2011. Ljóð og skrif á erlend-
um málum er einnig að finna á
bloggsíðunni jonvalurjensson.li-
vejournal.com.
Ég var svo lánsamur að vera í
vinahópi Jóns og ég veit að ég á
eftir að sakna hans. Reykjavíkur-
ferðirnar verða ekki hinar sömu
þegar hann er horfinn af sviðinu
með glaðvært bros sitt, hlýlegt fas
og fróðleik. Nú er langri vöku lok-
ið. Mér er efst í hug þakklæti fyrir
afar ánægjuleg kynni. Hvíl í friði,
vinur og ármaður Íslands. Megi
ljósið eilífa lýsa þér. Aðstandend-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnar Geir Brynjólfsson.
Mig langar að minnast vinar
míns Jóns Vals Jenssonar. Jón
var náinn okkur heima og við hitt-
umst oft og hringdumst á. Það
brást varla síðustu árin að hann
kastaði fram vísu í samtali okkar,
oft gamansamri úr daglegu lífi, úr
baráttunni á netinu eða vegna
ýmissa mála sem efst voru á
baugi.
Drengurinn minn Davíð Kirill
þekkti hann líka og kom oft heim
til hans á Framnesveginn. Okkur
fannst gaman að hitta Jón og
koma til hans í bækurnar. Davíð
hafi aldrei séð svona mikið af bók-
um á ævinni og þær lágu þvers og
kruss og út um allt og auk þess gat
drengurinn raðað í sig af öllum
sortum og ráðið sér töluvert. Það
var ávallt gleðileg og létt stemn-
ing í kringum Jón og hann hafði
tengslamenn úr öllum áttum, sér-
staklega hjá kristnum mönnum
sem hann leitaði ráða hjá og
hlýddi á, sama úr hvaða söfnuðum
þeir voru, allir fengu atkvæði í
huga Jóns.
Hann var sérlega Biblíufróður
og trúarlega séð voru fáir sem
voru eins vel að sér í ritningunni.
Skýringar hans aldrei innantóm
fræðimennska heldur komu þær
frá hjarta hins trúandi manns og
stíllinn þótti mér stundum minna
á postulann Pál. Hann yfirgaf rót-
tæk vinstri stjórnmál, var orðinn
miðju konservatífur með aldrin-
um og hélt fram viðhorfum gegn
niðurrífandi guðleysisöflum við
öll tækifæri. Það var hetjuleg bar-
átta og við sem kristnir erum trú-
um því að sá sem gerir það á
skikkanlegan hátt, fái Guð laun
fyrir, því það er ekki sama hvern-
ig allt fer og maðurinn getur verið
verkfæri Guðs ef hann vandar sig
og biður um leiðsögn. Hann var
einn þessara manna í hersveit
Guðs með góðan vilja. Þannig var
það í mínum huga að minnsta
kosti. Sakir gáfna sinna hélt hann
þannig á penna að hann lagði and-
stæðinga sína í rökræðum án þess
þó að særa þá að ráði og var það
einstakt. Mótstöðumenn hans
stóðu fljótt upp og urðu vinir eða
kankvísir andstæðingar, allt eftir
atvikum. Rökvísi og gamansemi
af sérstakri tegund átti vel við
hann og sumir lásu eiginlega allt
sem hann skrifaði því skrifin
höfðu skemmtigildi langt umfram
venjulegt þras. Hann varð þjóð-
þekktur fyrir þetta og háði bar-
áttu á mörgum vígstöðvum; gegn
Icesave og fyrir sjálfstæði þjóð-
arinnar gegn ESB, gegn rétt-
hugsun og hvers kyns merking-
arleysu. Við vorum saman
nokkrir í Kristnum stjórnmála-
samtökum og hittumst til að
spjalla um mál sem voru ofarlega
á baugi, sérstaklega fóstureyð-
ingar. Ég veit ekki um neinn
mann hérlendis sem barðist eins
ötullega gegn fóstureyðingum um
margra árataga skeið. Jón Valur
var kaþólskur og kirkjurækinn og
margir hans traustustu banda-
manna voru innan kirkjunnar,
mestmegnis hámenntaðir menn
og konur. Þetta var yndislegt
samfélag, hófsamt, einlægt og
farsælt í alla staði. Guð gefi hinum
burtsofnaða þjóni sínum, sálu
hans, að hvíla á stað ljóssins, í
sælunnar bústað og heimkynnum
friðar Guðs þar sem öll þjáning,
sorg og mæða er á braut. Guð fyr-
irgefi honum allar syndir hans,
sakir fyrirbæna heilagrar Guðs
móður og bæna allra heilaga. Guð
blessi þig og varðveiti vinur minn
um alla eilífð. Guð blessi og varð-
veiti syrgjandi börnin þín.
Guðmundur Pálsson.
Jón Valur var eftirminnilegur
maður og setti sterkan svip á
samtíma sinn. Ég man fyrst eftir
Jóni Val úr sundlaugunum fyrir
meira en tuttugu árum að ræða
stjórnmál bæði innlend og erlend.
Ekki voru allir sammála Jóni en
menn hlustuðu samt margir því
ekki fór fram hjá nokkrum manni
að þarna talaði skarpgreindur
maður með rökum og með mikla
þekkingu á málefnunum. Jón tal-
aði fyrir íhaldssömum gildum,
hafði sterka þjóðerniskennd,
studdi kristin gildi og þjóðleg
hægri viðhorf.
Hann fór oft á móti straumnum
og fékk því marga róttæka vinstri
menn upp á móti sér, en hann tal-
aði ekki bara við þá sem voru sam-
mála honum, hann lagði sig sér-
staklega fram um að rökræða við
þá sem voru ósammála honum og
hlusta á þeirra sjónarmið. En Jón
gerði samt ætíð miklar kröfur um
að menn kæmu með rök og gætu
getið heimilda, alveg eins og hann
gerði ætíð til sjálfs sín. Oft mátti
Jón þola aðkast og að farið var
gegn honum með gífuryrðum og
ofstæki og honum gerðar upp
vondar skoðanir, þetta var gert
bæði opinberlega fyrir framan
hann eða að honum fjarstöddum í
ræðu og riti. Jón lét sér fátt um
finnast og fannst lítið til manna
koma sem fóru fram með slíkum
rakalausum dólgshætti. Sjálfur
var hann harður í horn að taka en
ávallt kurteis og vandur að öllum
sínum málatilbúnaði. Annálaður
íslenskumaður og gríðarlega
vandaður og afkastamikill í
skrifum.
Eftir Jón liggja þúsundir
blogggreina, auk tuga ef ekki
hundraða blaðagreina. Hann hélt
úti af miklum eljuskap a.m.k.
fimm bloggsíðum hjá Morgun-
Jón Valur Jensson