Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 55
Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita.
Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd sveitarfélaganna á svæðinu.
Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir
séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um
menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla
skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
SKIPULAGSFULLTRÚI
Starfssvið
• Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum
• Útgáfa framkvæmdaleyfa
• Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um
skipulagsmál
• Undirbúningur funda skipulagsnefndar,
lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
Menntun og hæfniskröfur
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist
í starfi
• Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og
hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga
nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar
nr. 90/2013
• Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum
er skilyrði
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
• Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í ræðu og riti
• Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur til og með 30. janúar nk.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveitanna
(UTU) er skrifstofa skipulags- og
byggingarfulltrúa fimm hreppa
í uppsveitum Árnessýslu og Ásahrepps
í Rangárvallasýslu. Um nokkurra ára
bil var tæknisvið hjá stofnuninni en
nú er starfsemin eingöngu bundin
við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Hjá embættinu starfa tíu manns og
fer starfsemin að mestu leyti fram á
Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á
svæðinu og einkennir það starfsemi
UTU umfram önnur skipulags-
og byggingarembætti á landinu.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
UTU býður starfsmönnum:
• Fjölbreytt starf
• Náttúrufegurð allt í kringum
skrifstofuna
• Tækifæri til að sækja námskeið
Nánari upplýsingar:
Ari Eyberg (ari@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Umsókn óskast fyllt út á www.live.is
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur, sem hluthafi í félögum sem hann á eignarhlut í, rétt á að styðja
einstaklinga til stjórnarsetu. LV leggur áherslu á að stjórnir þeirra félaga sem sjóðurinn fjárfestir í séu sem
best skipaðar til að stuðla að góðum rekstri til lengri tíma litið eins og nánar er vikið að í hluthafastefnu
sjóðsins.
Lífeyrissjóðurinn hefur þjónað sjóðfélögum
sínum frá 1956. Starfsmenn vinna í þágu
sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda
og ávöxtun eigna.
Eignasafn nemur yfir 800 milljörðum.
Nánari upplýsingar um Lífeyrissjóðinn má
finna á: www.live.is Þau sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til setu í stjórnum félaga, sem LV á eignarhlut í, geta tilkynnt um
það með umsókn á vef sjóðsins, www.live.is (live.is/sjodurinn/fjarfestingar/hluthafastefna/stjornarseta).
Einkum er litið til setu í stjórnum skráðra félaga.
Umsókn telst vera tímabundin og gildir í 18 mánuði frá innsendingu. Umsækjandi getur endurnýjað
umsókn sína að þeim tíma liðnum.
Nánari upplýsingar er að finna í skýringartexta við umsóknarformið á vef sjóðsins. Fyrirspurnir um meðferð
umsóknarinnar skal senda á netfangið lv@intellecta.is.
Upplýsingar og fyrirspurnir
Stjórnarseta í félögum
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391