Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 62

Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 62
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Þær systur fara þó að hlæja þegar orðið biblía ber á góma og eru sam- mála um það af sinni alþekktu hóg- værð að bókin sé hugsuð sem hálf- gerður leiðavísir að veganisma, með þeirra uppáhaldsuppskriftum í bland við vinsælustu uppskriftirnar þeirra. „Við reyndum að ná yfir sem flest þannig að þarna er bæði hversdags- matur og hátíðamatur í bland við bakstur og ráðleggingar,“ segja þær um bókin sem fengið hefur frábærar viðtökur sem segir bæði margt um bókina og þær vinsældir sem vegan- ismi nýtur hérlendis. Saga þeirra systra er um margt hefðbundin eða eiginlega bara frekar óspennandi segja þær. Helga María reið á vaðið árið 2011. „Það var í kjölfar heilsu- farsvandamála. Ég hafði fengið ein- kirningasótt þegar ég var enn í grunnskóla og ónæmiskerfið var í molum. Ég fór að lesa mér til um ónæmiskerfið og hvernig ég gæti styrkt það. Þá datt ég inn á við viðtal við stelpu sem hafði tekið heilsuna föstum tökum og hætt neyslu allra dýraafurða. Það reyndist henni vel og ég ákvað að prófa. Fyrst ætlaði ég bara að sleppa dýraafurðum á virk- um dögum en strax fyrstu helgina fann ég að ég hafði ekki þörf fyrir þær. Síðan þá hef ég verið vegan. Hjá mér kom siðferðis- og umhverfislega hliðin síðar.“ Ári síðar flutti Júlía Sif inn til syst- ur sinnar og ákvað að prófa. „Ég er mikil matarkona og ætlaði að verða kokkur. Einhvern veginn fékk Helga mig til að prófa og eftir það varð ekki aftur snúið. Það var engin sérstök ástæða fyrir því og ég tek undir með Helgu að siðferðis- og umhverfis rök- in hafi fylgt í kjölfarið.“ Á þessum tíma var fátt um fína vegandrætti í verslunum og veit- ingastöðum. „Vá, ég veit ekki hversu mörg vond salöt við höfum borðað á veitingastöðum eða hversu mikið af þurru byggi,“ segja þær hlæjandi. „Þetta var merkilega ómerkilegur matur þarna í upphafi. En þá varð maður að vera dáldið klókur og elda frá grunni. Þannig lærðum við alveg rosalega mikið og prufuðum okkar áfram sem hefur nýst okkur vel. Í dag er þetta allt öðruvísi og úrvalið sem er í boði allt annað. Bæði af til- búnum réttum og hráefnum. Veit- ingastaðir eru líka allflestir með veganrétti á matseðlinum. Þetta hef- ur breyst alveg svakalega mikið til hins betra en þegar við hugsum til baka þá var þetta hálfgerð píslar- ganga,“ segja þær hlæjandi. Margir halda að veganismi sé í raun ein tegund mataræðis sem allir eru á en því fer fjarri. Veganismi sem slíkur er einfaldlega lífsstíll sem inni- Ljúffengur leiðarvísir að veganisma Samrýndar systur Þær Helga María og Júlía Sif eru miklir meistarakokkar. Er flókið að vera vegan? er spurning sem þær systur Helga María og Júlía Sif eru spurðar reglu- lega enda vex það mörgum í augum að taka allar dýraafurðir út úr mataræðinu. En er það svo flókið í raun og veru? Þær systur segja svo ekki vera og á dögunum gáfu þær út fyrstu bók sína, Úr eldhúsinu okkar, sem inniheldur yfir hundrað uppskriftir sem margir vilja kalla biblíu veganistanna! www.danco.is Heildsöludreifing Fullt af nýjungum í grænmetis- og vegan vörulínunni okkar Kynntu þér málið hjá söludeild okkar Veisluþjónustur Skólar • Mötuneyti Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Það er ekkert mál að steikja vegan kleinur og þær smakk- ast nákvæmlega eins og þær hefðbundnu. Þær eru lang- bestar nýsteiktar og það er mjög gott að velta þeim upp úr flórsykri eða dýfa þeim í súkkulaði. 1 kg hveiti 350 g sykur 100 g smjörlíki 2 hörfræsegg 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 4 dl plöntumjólk 4 tsk. kardimommudropar 1 tsk. vanilludropar 2 msk. eplaedik  Blandið þurrefnunum sam- an í skál.  Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.  Blandið mjólk, hörfræs- eggjum, dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan út í hveitiblönduna.  Hellið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið örlítið.  Fletjið deigið út þar til það er u.þ.b. ½ cm á þykkt.  Skerið út tígla og skerið lít- ið gat í miðjuna og snúið í gegn.  Steikið kleinurnar í heitri plöntuolíu, u.þ.b. 1½ lítri af ol- íu ætti að nægja. Olían er orð- in mátulega heit þegar lítill af- skorningur af deigi er settur út í og hann verður gullin- brúnn á annarri hliðinni á nokkrum sekúndum. Það tekur um mínútu að steikja hverja kleinu í nægi- lega heitri olíu. Við steikjum yfirleitt um sex kleinur í einu. Hörfræsegg (1 stk.) 1 msk. möluð hörfræ 3 msk. vatn Kleinur Ljósmynd/Veganistur Enginn er verri þótt hann sé vegan Vegan kleinurnar þykja sérlega vel heppnaðar og mjög líkar fyrirmyndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.