Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 63

Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 63
Morgunblaðið/RAX vægt að fólki líði vel með eigin ákvarðanir. Þær systur halda úti vinsælli bloggsíðu sem kallast Veganistur. Þar er að finna mikinn fjölda vegan- uppskrifta og hefur bloggsíðan hjálp- að mörgum – þá ekki síst þeim sem eiga ættingja eða vini sem eru vegan og vilja elda fyrir þá. Ljóst er að veganismi er á hraðri uppleið og þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að tileinka sér þennan lífsstíl. Þær systur eru hið minnsta í farar- broddi og með þessari frábæru bók ætti hver sem er að vera í öruggum höndum er hann stígur sín fyrstu skref í átt að dýraafurðalausu lífi. Þær Helga María og Júlía Sif verða með útgáfuboð á Slippbarnum kl. 17.30 í dag og að sjálfsögðu verða vegan-veitingar í boði. Allir vel- komnir. Úr eldhúsinu okkar Bókin inni- heldur yfir hundr- að uppskriftir og er góður grunnur fyrir þá sem vilja borða meira af mat án dýra- afurða. heldur ekki dýraafurðir en hefur síð- an ólíkar birtingamyndir – ef svo má að orði komast. „Það er bæði hægt að borða hollan og óhollan veganmat sem er töluverð breyting frá því sem var. Það er líka hægt að fá dýran og ódýran mat. Þetta er allur skalinn,“ segja þær systur en spurðar hvað þær borði segja þær vikumatseðilinn sinn vera ósköp hefðbundinn. Fyrstu skrefin skrítnust Við erum svo vanaföst að tilhugs- unin um að breyta algjörlega um mataræði virðist mörgum óyfirstíg- anleg. Þær systur segja þó að það þurfi engar öfgar. Gott sé að próf sig áfram til að byrja með, jafnvel taka þetta í skrefum. Allt sé betra en ekk- ert frá sjónarhorni aktívismans. Þetta er ákvörðun sem tekin er með hjart- anu að mörgu leyti og því er mikil- Fyrstu árin eftir að við gerðumst vegan fór mikil orka í að sýna fólk- inu okkar að það vær ekkert mál að vera vegan. Það gerðum við með því að mæta með gómsæta vegan-rétti í matarboð og veislur og leyfa fjölskyldu og vinum að smakka. Oftar en ekki þótti fólki meira spenn- andi að sjá hvað við mættum með í matarboðið en maturinn sem bor- inn var á borð fyrir hina. Þetta þótti okkur gaman og þá aðallega að sjá hvernig svipurinn á fólki breyttist þegar það smakkaði matinn okkar og áttaði sig á því að vegan-matur er langt frá því að vera bragðlaus og óspennandi. Úr formála bókarinnar ÚTSALA 40% 40% AFSLÁTTUR IMAC KULDASKÓR 11.897KR. VERÐ ÁÐUR 16.995 Ljósmynd/Veganistur Vinsæl og veit af því Mexíkósúpur eru uppáhaldsmatur þjóðarinnar ef marka má lesendatölur matarvefsins. Fyrir fjóra 1 meðalstór sæt kartafla (má nota frosið sojakjöt í staðinn) 3 msk. kókosolía 3 hvítlauksgeirar 1 rautt chili (fjarlægið fræin fyrir mild- ari súpu) 1 msk. kummín 1 msk. paprikuduft 1 msk. óreganó ½ tsk. cayennepipar salt og pipar eftir smekk 1-1½ paprika (við notum gula, græna og rauða í bland) 10 cm af blaðlauk 2-3 gulrætur 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 krukka salsasósa (230 g) 2½ grænmetisteningur 1.600 ml vatn 1 dós svartar baunir 100-150 g maísbaunir 150 g hreinn vegan-rjómaostur Hitið olíuna í stórum potti. Setjið hvítlauk, lauk, chili og krydd út í og steikið í góða stund. Skerið allt grænmetið nema sætu kartöflurnar í litla bita og bætið út í. Steikið í góðan tíma upp úr kryddinu eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Setjið vatnið í pottinn og bætið sætum kartöflum, tómötum úr dós, salsasósu og grænmetiskrafti út í og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna við meðalhita í minnst 30 mínútur. Okkur finnst best að leyfa henni að malla í allavega klukkutíma við lágan hita. Smakkið til og bætið í kryddi eða krafti eftir smekk. Þegar súpan hefur fengið að sjóða vel, skolið þá baunirnar og bætið út í ásamt maís og rjómaosti. Hrærið rjómaostinn vel saman við svo hann bráðni alveg og leyfið suðunni að koma aftur upp. Gott er að bera súpuna fram með maísflögum, sýrðum vegan-rjóma, avokadói og góðu brauði. Okkur finnst einnig alveg nauðsynlegt að saxa smá ferskt kóríander og strá yfir. Mexíkósúpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.