Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 68
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Grikkland
Bikarinn, 16-liða úrslit, seinni leikur:
PAOK – OFI Krít ..................................... 4:1
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK sem sigraði 7:1 samanlagt.
England
Bikarleikjum Manchester United – Wolves
og Carlisle – Cardiff var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski.
EM karla 2020
E-RIÐILL, Malmö:
Ísland – Ungverjaland ......................... 18:24
Rússland – Danmörk ........................... 28:31
Lokastaðan:
Ungverjaland 3 2 1 0 74:67 5
Ísland 3 2 0 1 83:77 4
Danmörk 3 1 1 1 85:83 3
Rússland 3 0 0 3 76:91 0
Ungverjaland og Ísland fara í milliriðil.
MILLIRIÐILL II, Malmö:
Staðan:
Noregur 1 1 0 0 34:28 2
Ungverjaland 1 1 0 0 24:18 2
Slóvenía 1 1 0 0 21:19 2
Svíþjóð 1 0 0 1 19:21 0
Portúgal 1 0 0 1 28:34 0
Ísland 1 0 0 1 18:24 0
Leikir á morgun:
Slóvenía – Ísland
Portúgal – Svíþjóð
Noregur – Ungverjaland
MILLIRIÐILL I, Vín:
Staðan:
Króatía 1 1 0 0 31:23 2
Spánn 1 1 0 0 33:26 2
Austurríki 1 1 0 0 32:29 2
Tékkland 1 0 0 1 29:32 0
Þýskaland 1 0 0 1 26:33 0
Hvíta-Rússland 1 0 0 1 23:31 0
Leikir í dag:
15.00 Spánn – Tékkland
17.15 Króatía – Austurríki
19.30 Hvíta-Rússland – Þýskaland
Dominos-deild kvenna
Skallagrímur – Grindavík.................... 58:55
Valur – Snæfell ..................................... 93:54
Breiðablik – KR.................................... 60:79
Haukar – Keflavík ................................ 80:73
Staðan:
Valur 16 14 2 1352:1056 28
KR 16 12 4 1229:1022 24
Keflavík 16 11 5 1181:1134 22
Skallagrímur 16 10 6 1089:1041 20
Haukar 16 10 6 1141:1118 20
Snæfell 16 4 12 1070:1264 8
Breiðablik 16 2 14 1017:1252 4
Grindavík 16 1 15 1033:1225 2
1. deild kvenna
ÍR – Grindavík b ................................... 81:56
Staðan:
Keflavík b 14 10 4 1058:984 20
Fjölnir 13 10 3 973:836 20
ÍR 15 9 6 969:864 18
Njarðvík 14 8 6 895:788 16
Tindastóll 14 8 6 942:941 16
Grindavík b 14 2 12 762:1023 4
Hamar 14 2 12 822:985 4
Meistaradeild Evrópu
Zaragoza – Neptunas Klaipeda......... 86:70
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig
fyrir Zaragoza og tók 8 fráköst en hann lék
í 14 mínútur.
NBA-deildin
Atlanta – Phoenix ............................. 123:110
Brooklyn – Utah ............................... 107:118
Milwaukee – New York.................... 128:102
Memphis – Houston ......................... 121:110
Golden State – Dallas......................... 97:124
LA Clippers – Cleveland ................. 128:103
Staðan í Austurdeild:
Milwaukee 36/6, Boston 27/11, Miami 27/12,
Toronto 25/14, Indiana 25/15, Philadelphia
25/16, Orlando 19/21, Brooklyn 18/21,
Charlotte 15/28, Chicago 14/27, Detroit 14/
27, Washington 13/26, Cleveland 12/29,
New York 11/30, Atlanta 9/32.
Staðan í Vesturdeild:
LA Lakers 33/7, Utah 28/12, Denver 27/12,
LA Clippers 28/13, Houston 26/13, Dallas
25/15, Oklahoma 23/17, Memphis 19/22,
San Antonio 17/21, Portland 17/24, Phoenix
16/24, Minnesota 15/24, Sacramento 15/25,
New Orleans 15/26, Golden State 9/33.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Fjölnir.................... 19.15
Origo-höllin: Valur – ÍR....................... 19.15
Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Keflavík 20.15
KNATTSPYRNA
Fótbolti.net-mót karla:
Kórinn: Stjarnan – Grótta ................... 20.10
Í KVÖLD!
vörður. Hann varði alls 16 skot og
þar af þrjú vítaköst. Það skipti engu
máli hvað þeir hétu sem reyndu sig
gegn honum í síðari hálfleik. Hann
varði megnið af því hvort sem það
var Aron, Alexander, Guðjón Valur
eða aðrir en Guðmundur prófaði
mjög marga leikmenn í sókninni í
síðari hálfleik í þeirri von að liðinu
tækist að stöðva blæðinguna.
Eitt skot varið í síðari hálfleik
Þótt Ungverjaland spili góða vörn
og Mikler sé í háum gæðaflokki
skýrir það ekki eitt og sér að Ísland
skori aðeins sex mörk í síðari hálf-
leik og tölurnar í síðari hluta leiksins
séu 6:15. Á lokakafla leiksins gátu ís-
lensku leikmennirnir varla komið
boltanum í netið. Þeir skoruðu eitt
mark á síðustu sextán mínútunum.
Er það skelfileg staðreynd og fyrir
vikið unnu Ungverjar sex marka sig-
ur þegar upp var staðið.
Fleiri slæmar tölur má sjá í leikn-
um, en Ísland var aðeins með eitt
skot varið í síðari hálfleik. Alls vörðu
íslensku markverðirnir tíu skot en
níu þeirra komu sem sagt í fyrri
hálfleik. Eins og áður segir benti fátt
til þess að leikur Íslands gæti hrunið
algerlega í síðari hálfleik en sú varð
engu að síður raunin enda hefur
fyrirsjáanleiki sjaldan fylgt íslenska
landsliðinu.
Vörnin var virkilega góð í fyrri
hálfleik. Þá heppnaðist oft að ganga
út á móti hávöxnum og sterkum leik-
mönnum Ungverja og drepa sóknar-
lotur þeirra í fæðingu. Fyrir vikið
náðu Ungverjar litlu flæði í sókn-
irnar hjá sér í fyrri hálfleik.
Þeir nýttu sér til hins ítrasta veik-
leika íslensku varnarinnar í síðari
hálfleik. Með framliggjandi vörn
skapast svæði fyrir línumanninn
Bence Bánhidi. Þegar hann náði að
taka sér stöðu gat nánast enginn í ís-
lenska hópnum haldið honum. Svo
má velta því fyrir sér hvort hægt
hefði verið að koma í veg fyrir allar
línusendingarnar sem hann fékk, en
Bánhidi skoraði 8 af 24 mörkum.
Liðið virðist brothætt
Eins og ítrekað hefur verið minnst
á er íslenska liðið í uppbyggingar-
ferli sem staðið hefur yfir í nokkur
ár. Guðmundur landsliðsþjálfari
sagði oft í aðdraganda mótsins að við
værum ekki eitt af bestu liðum
heims eins og sakir stæðu. Enda er
ekki nema eitt ár síðan Ísland tapaði
fyrir Brasilíu á HM.
Eftir frammistöðuna gegn Dönum
og Rússum kom frammistaðan í síð-
ari hálfleik í gær eins og skrattinn úr
sauðarleggnum. Hún bendir sterk-
lega til þess að íslenska liðið sé enn
brothætt. Sagan kennir okkur hins
vegar að Ísland hefur oft rifið sig
upp eftir tapleiki. Aldrei hefur það
farið í gegnum stórmót án bakslags.
Verðlaunaliðið í Peking 2008 tapaði
t.d. fyrir S-Kóreu og verðlaunaliðið á
EM 2010 gerði jafntefli gegn Serbíu
og Austurríki.
Eitt mark
síðasta
korterið
Eftir fínan fyrri hálfleik gegn
Ungverjalandi hrundi leikur Íslands
Mark Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt fjögurra
marka sinna gegn Ungverjum í gær. Þessi markahæsti
landsliðsmaður handboltasögunnar hefur þá gert 1.865
mörk í 360 landsleikjum fyrir Íslands hönd.
EM 2020
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir góða sigra í fyrstu tveimur
leikjunum á Evrópumótinu í hand-
knattleik kom bakslag gegn Ung-
verjum í síðasta leiknum í riðla-
keppninni í gær. Ungverjaland hafði
betur 24:18 þótt staðan hafi verið
jöfn 17:17 þegar þrettán mínútur
voru eftir af leiknum. Eftir ágætan
fyrri hálfleik skoraði Ísland aðeins
sex mörk í síðari hálfleik, sem er allt
of lítið til að vinna leik gegn góðum
andstæðingi á stórmóti. Fyrir vikið
fer Ísland án stiga í milliriðil.
Að loknum fyrri hálfleik var Ís-
land yfir 12:9 og virtust Íslendingar
vera með ágæt tök á leiknum. Ekki
hafði allt gengið upp í sókninni en
ekkert virtist benda til þess að liðið
myndi fá skell eins og raunin varð.
Ísland skoraði sex mörk í röð eftir að
Ungverjar skoruðu þrjú fyrstu mörk
leiksins. Ísland var yfir 12:7 en Ung-
verjar skoruðu síðustu tvö mörk
fyrri hálfleiks og löguðu stöðuna.
Þessar tölur sýna hversu öflug vörn
íslenska liðsins var í fyrri hálfleik og
markvarslan var um 40%.
Sóknarleikur liðsins í síðari hálf-
leik er áhyggjuefni. Hann var að
mínu mati virkilega góður í nánast
60 mínútur gegn bæði Dönum og
Rússum. Ungverjar eru mjög sterk-
ir í vörninni eins og sást gegn Dön-
um og Roland Mikler er snjall mark-
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Keppni í milliriðli Íslands hefst í
Malmö á morgun en hinn riðillinn
fer af stað í Vínarborg í dag. Nú eru
í húfi tvö sæti í undanúrslitum fyrir
tvö efstu liðin úr hvorum riðli, auk
þess sem mörg liðanna eru í baráttu
um að komast í undankeppni Ól-
ympíuleikanna.
Íslenska liðið mætir Slóvenum,
undir stjórn hins sænska Ljubomirs
Vranjes, í fyrsta leik sínum á
morgun. Slóvenar hafa unnið alla
þrjá leiki sína á EM; þeir lögðu Svía,
Svisslendinga og Pólverja að velli í
F-riðlinum í Gautaborg og taka með
sér tvö stig eftir frækinn sigur á Sví-
um, 21:19.
Á sunnudaginn leikur Ísland síðan
við lið Portúgals, sem kom gríðar-
lega á óvart með því að sigra Frakk-
land, 28:25, í fyrstu umferð D-
riðilsins í Þrándheimi og það varð til
þess að Frakkar þurftu að halda
heimleiðis eftir riðlakeppnina.
Portúgal vann líka Bosníu en tapaði
fyrir Norðmönnum í Þrándheimi,
28:34, og er því án stiga í byrjun.
Norðmenn eru hins vegar með
þau tvö stig með sér úr Portúgals-
leiknum og þeir eru næstsíðustu
mótherjar Íslendinga á þriðju-
daginn. Norðmenn sigruðu auk þess
bæði Frakka og Bosníumenn og eru
af mörgum taldir sigurstranglegir í
þessum milliriðli.
Í lokaumferðinni á miðvikudaginn
leikur íslenska liðið síðan við heima-
menn, Svía, og endar því á tveimur
Norðurlandaþjóðum. Þetta verður í
fyrsta sinn sem Ísland mætir þrem-
ur af grannþjóðum sínum á stórmóti
karla í handbolta.
Sigursælir Slóvenar
bíða í fyrsta leiknum
AFP
Svíi Ljubomir Vranjes stýrir Slóv-
enum og er mótherji á morgun.
Þegar Íslendingar höfðu beðið
lægri hlut fyrir Ungverjum í Malmö
í gær voru örlög Dana ráðin. Þeir
voru þar með úr leik á EM karla í
handknattleik áður en leikur þeirra
við Rússa hófst og árangur þeirra í
keppninni er þar með sá slakasti
frá árinu 1998 þegar þeir komust
ekki í lokakeppnina sem þá fór
fram á Ítalíu.
Danmörk og Ísland hafa bæði
verið með á öllum Evrópumótunum
frá árinu 2000 og nú gerist það í að-
eins annað skipti í ellefu lokamót-
um að Ísland endar fyrir ofan Dan-
mörku. Áður gerðist það árið 2010,
í Austurríki, þegar Ísland fékk
bronsverðlaunin en Danir höfnuðu í
fimmta sæti.
Sjá mátti vonbrigðasvipinn á
leikmönnum Dana þar sem þeir
fylgdust með Ungverjum sigla heim
sigrinum á Íslandi. Það skilaði sér
inn í leikinn gegn Rússum, sem
voru yfir í hálfleik, 15:12, í leik sem
skipti engu máli. Danir náðu að
knýja fram sigur í lokin, 31:28, og
náðu því einum sigri. vs@mbl.is
AFP
Farnir heim Niklas Landin og félagar í danska landsliðinu sitja eftir með
sárt ennið og verða ekki meðal þeirra tólf liða sem fara í milliriðlana.
Ísland ofar en Dan-
mörk í annað sinn