Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 69

Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 69
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Hversu dýrkeyptur verður þessi hörmulegi síðari hálfleikur hjá íslenska landsliðinu í hand- bolta í gær þegar það tapaði fyrir Ungverjum í Malmö? Einhverjir gleðjast sjálfsagt yfir því að Danir skuli vera úr leik á EM en það hefði svo sannarlega verið hagur íslenska liðsins að taka stigalausa Dani með sér í milliriðilinn. Losna þar með við Ungverjana út úr keppninni um ólympíu- sætið, auk þess sem Danir hefðu verið afar líklegir til að geta hjálp- að íslenska liðinu talsvert til að ná takmarki sínu með því að vinna helstu keppinauta þess í milliriðlinum. Nú verður leiðin til Tókýó mun erfiðari því Ísland fer inn í milli- riðilinn með tveimur stigum minna en Ungverjaland og Slóv- enía í okkar riðli og Austurríki í hinum riðlinum. Þessi þrjú lið hafa þegar náð forskoti á okkar menn. Auk þessara þjóða eru Hvíta- Rússland, Tékkland og Portúgal áfram með í baráttunni um tvö eða mögulega þrjú sæti í undan- keppni Ólympíuleikanna sem fer fram í aprílmánuði. Fyrsti leikur milliriðilsins er gegn Slóveníu á morgun og hann verður hreinlega að vinnast til að Ísland geti blandað sér í þessa keppni og haldið ólympíu- draumnum lifandi. Einhverjir voru farnir að láta sig dreyma um að komast alla leið í undanúrslit eftir sigrana flottu á Dönum og Rússum. Auðvitað er allt opið enn. Það þýðir ekkert að leggjast í eymd og volæði yfir einum tapleik. Það munu Guðmundur og lærisveinar hans örugglega ekki gera. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is EM 2020 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Menn eru svekktir. Það var mikið í húfi og við ætluðum okkur sigur í leiknum,“ sagði svekktur Guð- mundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, í sam- tali við Morgunblaðið eftir vont 18:24-tap fyrir Ungverjum í loka- leik Íslands í E-riðli á EM karla í Malmö í gær. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, fyrir utan að við vorum ekki nægilega fljótir í gang. Við unnum okkur mjög vel inn í leikinn og hefðum átt að vera fimm mörk- um yfir í hálfleik. Forystan var hins vegar bara þrjú mörk. Þetta byrjaði svo ágætlega í síð- ari hálfleik en við fórum að klúðra færum og gerðum þeim auðveldara fyrir. Við fórum svo að gefa eftir í vörninni og línumaðurinn þeirra fékk allt í einu úr of miklu að spila. Þeir voru eingöngu búnir að skora sjö mörk á fyrstu 29 mínútum leiks- ins. Þeir skoruðu svo tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleiknum og það var mjög slæmt,“ sagði Guð- mundur, sem er skiljanlega ósáttur við seinni hálfleikinn. Margir þættir fóru úrskeiðis „Það voru margir þættir í þessu. Markvarslan var engin í síðari hálf- leik, vörnin gaf eftir og við gerðum okkur seka um að slæman sóknar- leik. Markvörðurinn hjá þeim var með tíu bolta varða í seinni hálfleik og heilt yfir var þetta ekki gott. Það var mjög vont að tapa þessum leik með sex mörkum. Ég hefði vilj- að laga það, þar sem markatalan skiptir máli. Við tökum markatöl- una með okkur í milliriðil.“ Frábærir tvo og hálfan leik Þrátt fyrir tapið hafa fimm af sex hálfleikum verið vel spilaðir af hálfu íslenska liðsins á mótinu til þessa. Guðmundur er ánægður með að vera á leiðinni í milliriðla úr erf- iðum riðli. „Við verðum líka að líta á þetta mót í heild sinni. Ef Danir hefði unnið Ungverja værum við úti og ekki á leið í milliriðil, þrátt fyrir að við höfum unnið tvo fyrstu leikina. Fram til þessa höfum við spilað tvo og hálfan leik frábærlega, við átt- um bara slakar 30 mínútur í seinni hálfleik í dag.“ Tökum einn leik í einu Ísland mætir Slóveníu, Portúgal, Noregi og Svíþjóð í milliriðlinum frá föstudegi til miðvikudags. „Þetta eru allt góð lið í dag. Slóv- enar eru með frábært lið og unnu Svía á sínum heimavelli. Portúgal er búið að vera spútnikliðið og í stöðugri framför. Mér líst vel á þennan riðil samt sem áður. Við tökum einn leik í einu og næst er það Slóvenía. Við förum að safna liði núna og gera okkur klára fyrir föstudaginn,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, en fyrsti leikurinn, við Slóveníu, er í Malmö á morgun. Mjög vont að tapa þessum leik með sex mörkum Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson EM Guðmundur Þ. Guðmundsson býr liðið undir leik við Slóvena. Dagskrá karla- landsliðs Íslands í knattspyrnu í júnímánuði er komin á hreint, eins langt og það nær, því í gær til- kynnti KSÍ að samið hefði verið við Færeyinga um vináttulands- leik á Laugar- dalsvellinum 3. júní. Sex dögum síð- ar verður leikið við Pólverja í Poznan en ef Ísland tryggir sér sæti í lokakeppni EM verður fyrsti leikurinn þar gegn Portúgölum í Búdapest 16. júní. Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum og hefur Ísland unnið 23 af þeim en sjö ár eru liðin frá síðustu viðureign þjóðanna. Sumarið 2013 skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigur- mark Íslands á Laugardalsvell- inum, 1:0. Léku við Kanada í nótt Kolbeinn er einmitt einn af fáum fastamönnum landsliðsins sem eru með því í Kaliforníu þessa dagana. Ísland mætti þar Kanada í fyrsta vináttulandsleik ársins í nótt, en viðureign liðanna hófst á miðnætti í borginni Irving. Umfjöllun um leik- inn má sjá á mbl.is/sport. vs@mbl.is Mæta Fær- eyingum í Laugardal Kolbeinn Sigþórsson Fabinho og Joël Matip, leikmenn enska knattspyrnuliðs- ins Liverpool, eru mættir aftur til æfinga eftir meiðsli. Fabinho lék síðast gegn Napoli 27. nóvember en Matip hefur ekki spilað síðan 20. október. Fabinho hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla en Matip meiddist á hné. Þá er króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren nálægt því að vera klár í slaginn eftir meiðsli í læri. Endurkoma Fabinho kemur á kærkomnum tíma fyrir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, vegna meiðsla annarra leikmanna. James Milner og Naby Keita eru báðir að glíma við meiðsli og er óvíst hvort þeir verða klárir í slaginn er Liverpool fær erkifjendurna í Manchester United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.  Tottenham fékk liðsauka í gær þegar félagið fékk Gedson Fernandes, 21 árs gamlan miðjumann, lánaðan frá Benfica næstu 18 mánuðina. Hann hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Portúgal. Endurheimta sterka menn Fabinho María Finnbogadóttir, landsliðs- kona í alpagreinum, sigraði í gær á alþjóðlegu FIS-móti í svigi í Aust- urríki. Um var að ræða ungverska meistaramótið fyrir 16-20 ára en var þó haldið í St. Lambrecht í grannríkinu Austurríki. Er þetta fyrsti sigur Maríu á erlendri grundu en hún tók forystuna í fyrri ferðinni og var með næstbesta tím- ann í þeirri seinni. Á morgun fer fram ungverska meistaramótið í fullorðinsflokki og verður María þá aftur á meðal keppenda í svigi. María sigraði í Austurríki Ljósmynd/SKÍ Sigraði María Finnbogadóttir stóð sig vel í Austurríki. Þrefaldir meistarar Vals unnu afar sannfærandi 93:54-sigur á Snæfelli á heimavelli í 16. umferð Dominos- deild kvenna í körfubolta í gær- kvöld. Valskonur hafa verið að gefa eftir í síðustu umferðum en þær sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn. Helena Sverrisdóttir átti besta leik sinn í nokkurn tíma og er hún komin í gott stand eftir meiðsli. KR er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Val. KR-ingar unnu þægilegan 79:60-sigur á Breiða- bliki. Danielle Rodriguez átti einn sinn besta leik fyrir KR til þessa, en hún skoraði 31 stig. Rodriguez hef- ur verið einn besti leikmaður deild- arinnar síðustu ár en ekki náð sömu hæðum með KR og hún gerði með Stjörnunni. Haukar unnu Grindavík, 80:73, og hafa unnið sex af síðustu sjö og Skallagrímur vann nauman sigur á Grindavík, 58:55. Haukar og Skalla- grímur eru aðeins tveimur stigum frá Keflavík sem er í þriðja sæti. Morgunblaðið/Eggert Ólíkt Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í Keflavík tapaði í gærkvöld en Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 24 stig fyrir Val í stórsigri gegn Snæfelli. Þreföldu meistararnir sýndu klærnar Malmö Arena, EM karla, E-riðill, mið- vikudag 15. janúar 2020. Gangur leiksins: 0:3, 6:3, 8:5, 11:6, 12:7, 12:9, 14:11, 15:14, 17:16, 17:21, 18:21, 18:24. Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Alexand- er Petersson 3, Kári Kristján Krist- jánsson 2, Ólafur Guðmundsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Haukur Þrastarson 1, Janus Daði Smárason 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson ÍSLAND – UNGVERJALAND 18:24 6, Viktor Gísli Hallgrímsson 2/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Ungverjalands: Bence Bán- hidi 8, Zoltán Szita 5, Bendegúz Bóka 4, Mátyás Györi 3, Zsolt Ba- logh 2/1, Péter Hornyák 1, Patrik Li- getvári 1. Varin skot: Roland Mikler 16/3, Márton Székely 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Andreu Marín og Ignacio García, Spáni. Áhorfendur: 7.587.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.