Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
100% Merino ull
Flott og þægileg
ullarnærföt
við allar aðstæður
Frábært verð
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins
Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland,
Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns-
sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði
Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum
Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Run.is
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverð-
laun kvenna, voru afhent í 14. sinn
við hátíðlega athöfn í Höfða í gær.
Verðlaunin hlutu Svínshöfuð eftir
Bergþóru Snæbjörnsdóttur í flokki
fagurbókmennta; Kennarinn sem
hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævars-
dóttur í flokki barna- og unglinga-
bókmennta og Jakobína: Saga
skálds og konu eftir Sigríði Kristínu
Þorgrímsdóttur í flokki fræðibóka
og rita almenns eðlis.
Var lengi að safna kjarki
„Það er mér mikill heiður og
hvatning að fá þessi verðlaun,“
segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, en
auk Svínshöfuðs voru í flokki fagur-
bókmennta tilnefndar Okfruman
eftir Brynju Hjálmsdóttur og
Svanafólkið eftir Kristínu Ómars-
dóttur. Bergþóra var einnig tilnefnd
til Fjöruverðlaunanna í hittiðfyrra
fyrir ljóðabókina Flórída. „Það var
mjög mikil hvatning að fá tilnefn-
ingu, ekki síst þar sem um er að
ræða hvatning frá öðrum konum í
sama geira. Þarna eru sérfróðar
konur að tilnefna og verðlauna bæk-
ur. Það hefur ekki veitt af í gegnum
tíðina. Fjöruverðlaunin hafa gegnt
mikilvægu hlutverki í því að vekja
athygli á bókum kvenna og hversu
lítið væri horft til kvenna í tilnefn-
ingum og verðlaunum þegar kom að
Íslensku bókmenntaverðlaun-
unum,“ segir Bergþóra, en þess má
geta að Svínshöfuð er einnig til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna í ár sem afhent verða nú í
janúar.
Svínshöfuð er fjórða bók Berg-
þóru, en áður hafði hún sent frá sér
Daloon daga, Dagar undrabarnsins
eru á enda og Flórída. „Flórída var
fyrsta bókin sem ég fór með til út-
gefanda og fékk útgefna hjá Bene-
dikt. Ég var lengi að safna kjarki að
því. Handritið að Flórída var tilbúið
mörgum árum áður,“ rifjar Berg-
þóra upp og bætir við: „Kannski er
það svolítið dæmigert fyrir konur.“
Svínshöfuð er fyrsta skáldsaga
Bergþóru. „Ég var mjög hrædd við
að skila bókinni af mér, því mér
fannst ég vera búin að vinna svo
stutt í henni og er með svo mikla
fullkomnunaráráttu,“ segir Berg-
þóra og tekur fram að henni þyki
mjög vænt um hversu margir hafi
lesið bókina og hún hlotið góðar við-
tökur meðal lesenda.
Nýverið var upplýst hvaða lista-
menn hlytu listamannalaun árið
2020 og fær Bergþóra laun í sex
mánuði. Spurð hvort hún sé komin
áleiðis með næstu bók segir Berg-
þóra hana vera rétt rúmlega á hug-
myndastigi. „Svínshöfuð kláraðist
ekki fyrr en í haust og síðan eign-
aðist ég barn í október, þannig að
hef ekki skrifað mikið undanfarið.
Ferlið hjá mér byrjar alltaf á því að
dreyma dagdrauma áður en ég fer
að festa nokkuð niður á blað. Ég er
því að nota tímann til þess núna,“
segir Bergþóra og tekur fram að
hún reikni með að skrifa aðra skáld-
sögu.
„Ég hélt alltaf að ég gæti ekki
skrifað skáldsögu. Mér fannst þetta
svo stórt og mikið af orðum, en svo
einhvern veginn fannst mér það
mjög krefjandi á góðan hátt og fann
mig. Þannig að næsta bók verður
líka skáldsaga,“ segir Bergþóra og
vill lítið segja um innihaldið. „Mér
finnst líklegt að sögusviðið verði í
nútímanum, en svo getur það auð-
vitað breyst. Svínshöfuð átti alls
ekki að gerast í tveimur heimsálfum
og á ólíkum tímum, en söguefnið
leiddi mig bara þangað. Sögur eru
svo lífrænar að þegar maður byrjar
að spinna þá öðlast sagan eigið líf og
maður verður bara þjónn sög-
unnar.“
Ég er að rifna úr stolti
„Ég er eiginlega hálforðlaus yfir
þessari viðurkenningu, enda er
þetta gríðarlegur heiður. Ekki síst
af því að í sama flokki voru til-
nefndir tveir frábærir höfundar
sem skrifað hafa meistaraverk sem
ég hvet alla til að lesa,“ segir Berg-
rún Íris Sævarsdóttir. Auk Kenn-
arans sem hvarf voru tilnefndar
Kjarval: Málarinn sem fór sínar eig-
in leiðir eftir Margréti Tryggva-
dóttur og Villueyjar eftir Ragnhildi
Hólmgeirsdóttur. „Þetta er svo flott
verðlaun og alltaf ánægjulegt
hversu mikla vinnu dómnefndirnar
leggja í að veita ítarlega og faglega
umsögn um allar tilnefndu bæk-
urnar, sem er ótrúlega dýrmætt að
lesa.“
Bergrún hefur verið tilnefnd til
Fjöruverðlauna fyrir bækur sínar
síðustu þrjú árin. Fyrst var hún til-
nefnd fyrir Lang-elstur í bekknum
árið 2017, svo fyrir Lang-elstur í
leynifélaginu 2018 og loks fyrir
Kennarann sem hvarf 2019. „Það er
stundum sagt að allt sé þegar
þrennt er, en ég bjóst samt ekki við
þessu miðað við keppinautana,“
segir Bergrún sem fyrr á árinu
hlaut fyrir Kennarann sem hvarf
barnabókaverðlaun Guðrúnar
Helgadóttur þegar þau voru veitt í
fyrsta sinn. Hún er tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir bókina Lang-elstur að eilífu.
„Ég er því að rifna úr stolti.“
Spurð hvort Kennarinn sem
hvarf sé besta bók hennar til þessa
svarar Bergrún því játandi. „Ég er
mjög stolt af þessari bók, sem mér
finnst mjög vel heppnuð. Ég vona
samt að ég eigi enn eftir að skrifa
mínar bestu bækur,“ segir Bergrún
og rifjar upp að hún hafi farið með
handritið að Kennaranum sem
hvarf sem leyndarmál áður en hún
sendi það í keppnina og leyft fáum
að lesa yfir hjá sér. „Mér fannst
bókin nánast skrifuð í gegnum mig,
sem er mjög sérstök tilfinning,“
segir Bergrún sem er þakklát fyrir
hversu vel bókinni hafi verið tekið
af lesendum. „Hún virðist höfða til
miklu breiðara aldursbils en ég
hafði séð fyrir mér.“
Líkt og Bergþóra hlýtur Bergrún
listamannalaun í sex mánuði í ár og
því liggur beint við að spyrja hvað
hún ætli að skrifa næst. „Til að
hljóta listamannalaun þarf maður
að skila inn ítarlegri umsókn. Vegna
fjölda áskorana ætla ég að skrifa
framhaldsbókina Kennarinn sem
hvarf – aftur og vona að hún verði
jafngóð og fyrri bókin. Ég skelli
mér vestur til Ísafjarðar í vinnubúð-
ir núna í febrúar til að einbeita mér
að skrifunum,“ segir Bergrún sem
harmar það hversu fáir barnabóka-
höfundar hlutu listamannalaun í ár.
„Við hefðum viljað sjá miklu fleiri
barnabókahöfunda á þessum lista í
ár. Barnabækur eru svo mikilvægar
bækur og eiga ekki að vera skrif-
aðar í sjálfboðaliðastarfi um kvöld
og helgar. Það á að gefa barnabóka-
höfundum miklu meiri stuðning til
að þeir hafi svigrúm til að sinna
þessu af alúð og skila góðum bók-
menntum til krakkanna. Í allri um-
ræðu um læsi sjáum við það hvað
skiptir ótrúlega miklu máli að skrif-
aðar séu og gefnar út góðar barna-
bækur. Þær eru klárlega sterkasta
vopnið okkar í þeim slag, því barn
sem ekki les þegar það er 10 ára
mun ekki lesa þegar það verður 40
ára. Ef við hugum ekki að grunn-
inum getum við bara gleymt því að
gefa út bækur í framtíðinni,“ segir
Bergrún og skorar á alla þá höf-
unda sem hlutu listamannalaun til
12 mánaða að skrifa barnabækur í
ár. „Það væri ágætis ádeila á það
hversu fáar barnabækur munu ann-
ars koma út á næsta ári.“
Hef mikla þörf fyrir að skrifa
„Ég er auðvitað mjög glöð yfir því
að hljóta þennan gæðastimpil sem
felst í þessum verðlaunum,“ segir
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir.
Auk Jakobínu: Sögu skálds og konu
voru tilnefndar Listin að vefa eftir
Ragnheiði Björk Þórsdóttur og
Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Ís-
landi eftir Unni Birnu Karlsdóttur.
Í bókinni segir Sigríður frá lífi og
starfi móður sinnar, Jakobínu Sig-
urðardóttur rithöfundar. „Ég var að
skrifa þessa bók ekki bara fyrir mig
sjálfa heldur líka til þess að hefja
mömmu og hennar verk til vegs og
virðingar auk þess sem ég hugsaði
bókina kvennasögulega. Í mínum
augum eru verðlaunin ekki bara
fyrir mig heldur líka viðurkenning
til handa mömmu og þeim öðrum
sterkum konum sem ég er að skrifa
um í bókinni,“ segir Sigríður og tek-
ur fram að hún sé þakklát fyrir þær
góðu viðtökur sem bókin hefur hlot-
ið, en bókin er jafnframt tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna í
ár.
„Ég varð mjög undrandi þegar
hringt var í mig og mér tilkynnt um
tilnefningu. Ég er sagnfræðingur að
mennt og vann bókina samkvæmt
þeim aðferðum sem mér voru
kenndar. En af því að bókin er mjög
persónuleg og ég leyfi mér ýmislegt
í nálgun minni og úrvinnslu, þá var
ég ekkert viss um að þessi bók
myndi flokkast sem fræðibók. Ég er
aldrei að skrifa mig inn í einhverjar
kategóríur heldur skrifa bara eins
og mig langar að skrifa,“ segir Sig-
ríður, sem fór að leggja drög að
bókinni árið 2015.
„Mamma hefði orðið 100 ára 2018
og mig langaði að gera eitthvað af
því tilefni. Snemma árs 2015 fór ég
að fara í gegnum sendibréfin henn-
ar mömmu sem spanna tímann frá
1949 til 1970 og mynda uppistöðuna
í bókinni. Mér er sagt að það þýði
ekkert lengur að gefa út bréfasafn
þar sem enginn lesi þau. Mér finnst
hins vegar rosalega gaman að skoða
ævi fólks út frá sendibréfum. Þegar
ég las bréf mömmu fannst mér
þetta eins og að lesa skáldsögu.“
Spurð hvort hún sé farin að
leggja drög að næstu bók segir Sig-
ríður alltaf vera skrifandi. „Ég er í
fullu starfi sem sérfræðingur á
Byggðastofnun, en hef sinnt skrif-
um í hjáverkum. Ég hef mikla þörf
fyrir að skrifa og því með eilífar
hugmyndir að fræðiritum og skáld-
sögum. Það bíður mín ýmislegt í
tölvunni,“ segir Sigríður og bendir á
að hún hafi ætlað að fara í skriftar-
bann eftir útgáfu seinustu bókar
hennar sökum þess hversu tímafrek
skrifin eru. „Þegar maður er í fullu
starfi fylgir því mikið álag að sinna
skrifum í hjáverkum og því hef ég
þurft að taka mér frí frá vinnu til að
klára handrit. En þegar ég er ekki
að skrifa þá finn ég fyrir ákveðnu
tómarúmi, þannig að ég verð að
halda áfram að skrifa.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaun F.v. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Efri röð:
Brynhildur Heiðu- og Ómarsdóttir, formaður Félags um Fjöruverðlaun, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
„Mikill heiður og hvatning“
Svínshöfuð, Kennarinn sem hvarf og Jakobína: Saga skálds og konu hlutu Fjöruverðlaunin í ár
Bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent í fjórtánda sinn við hátíðlega athöfn í Höfða í gær