Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Stjórn Leikfélags Reykjavíkur (LR)
hefur ákveðið að auglýsa eftir um-
sóknum um stöðu leikhússtjóra
Borgarleikhússins. Stefnt er að því
að viðkomandi hefji störf við undir-
búning leikársins 2021-2022 í árs-
byrjun 2021 en taki svo formlega við
stjórn leikhússins í júlí 2021. Kristín
Eysteinsdóttur, leikhússtjóri
Borgarleikhússins, telur það mikið
heillaskref að staðan sé auglýst með
svona góðum fyrirvara. Segir hún
það bera vott um faglega nálgun
stjórnar enda séu sambærilegar
stöður erlendis auglýstar að
minnsta kosti ári áður en nýr leik-
hússtjóri tekur við. „Með þessu móti
getur nýr leikhússtjóri frá fyrsta
degi sett skýran svip á starfsemi
leikhússins,“ segir Kristín, en
seinna ráðningartímabil hennar
rennur út í júlí 2021.
Eggert Benedikt Guðmundsson,
formaður stjórnar LR, bendir á að
aukinn fyrirvari á ráðningu leik-
hússtjóra auðveldi umsækjendum
sem þegar eru í verkefnum heima
eða erlendis að skipuleggja framtíð
sína. „Borgarleikhúsið er þekkt fyr-
ir að vera framsækið leikhús og hef-
ur gengið afar vel undanfarin ár
undir forystu Kristínar. Stjórnin tel-
ur mikilvægt að laða að hæfileika-
ríkt sviðslistafólk og fara ótroðnar
slóðir við ráðningu stjórnenda, ekki
síst í ljósi þess hve starfsumhverfi
þeirra hefur breyst að undanförnu
með fjölgun tækifæra á alþjóðavett-
vangi. Þannig telur stjórnin að
breytt tilhögun við ráðningu leik-
hússtjóra auki líkurnar á áhuga-
verðum umsóknum og tryggi að list-
rænn metnaður verði héðan í frá
sem hingað til í algjöru fyrirrúmi.“
Starf leikhússtjóra Borgarleikhúss-
ins verður auglýst til umsóknar í
dag, 16. janúar, og er umsóknar-
frestur til 30. janúar 2020.
„Fara ótroðnar
slóðir við ráðningu“
Borgarleikhúsið auglýsir eftir
umsóknum um stöðu leikhússtjóra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Listir Borgarleikhúsið við Lista-
braut fær nýjan leikhússtjóra 2021.
Mannfjöldi hverfur sporlaust um
stund er heiti innsetningarinnar á
sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur
myndlistarkonu sem verður opnuð í
D-sal Listasafns Reykjavíkur –
Hafnarhúss klukkan 20 í kvöld.
Heiti sýningarinnar er dregið af
einu þekktasta töfrabragði stjörnu-
töframannsins David Copperfield,
„Vanishing Crowd“. Þar lætur hann
hóp áhorfenda hverfa fyrir augum
annarra áhorfenda og birtast á ný á
öðrum stað. Í tilkynningu segir að
þótt Una Björg, sem lauk meistara-
námi í myndlist í Sviss árið 2018,
geri ekki tilraun til að láta áhorf-
endur hverfa í innsetningu sinni
varpi hún fram hugmyndum um
skynvillu og blekkingar. Verkið sé
aðlaðandi en fráhrindandi á sama
tíma. Listamaðurinn líkir eftir raun-
veruleikanum með augljósu gervi og
leitast við að rjúfa samfellda upp-
lifun sýningargesta með því að setja
fram kunnuglega hluti sem passa þó
ekki við reynsluheim okkar.
Þegar Una Björg er spurð að því
hvort þetta sé galdrasýning eða
myndlistarverk hlær hún en út-
skýrir að henni þyki töfrabrögð að-
laðandi. „En það getur verið sorg-
legt að komast að því hver galdurinn
er,“ segir hún. „Þótt við vitum
hvernig eitthvað svona virkar langar
okkur samt alltaf til að trúa. Einfalt
töfrabragð eins og að taka af sér
þumalinn er alltaf fallegt og okkur
finnst puttinn hverfa, þótt við vitum
betur,“ segir hún. „Maður er til í að
taka þátt í blekkingunni – þetta er
eins og trúin á jólasveininn.“
Þegar Una Björg er spurð að því
hvað hún geri í D-sal safnsins segir
hún vera kominn þar stóran skúlp-
túr, eins konar skenk sem sé klædd-
ur viði, sem er í raun bara prentuð
filma sem vísar í formica-klæðningu,
sem er orðin meira aðlaðandi en
raunverulegur viður. „Í skenknum
er sjónvarp sem lyftist upp, á skján-
um er gervireykur og eftir nokkrar
mínútur kemur hendi á skjáinn og
smellir fingrum – og sjónvarpið síg-
ur niður. Þetta eru einfaldar vísanir í
töfrabrögð,“ segir Una Björg – en
vitaskuld þarf fólk að mæta til að
upplifa galdurinn.
Á sama tíma verður opnuð í A-sal
Hafnarhússins sýningin Röð og
regla: Skissa að íslenskri samtíma-
listasögu [IV]. Sýningin er fjórða
„skissan“ sem byggist á verkum úr
safneigninni sem sett eru í þemat-
ískt samhengi í tilraun til að endur-
spegla listasögu samtímans.
efi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Töfrabrögð Una Björg Magnúsdóttir við uppsetningu sýningarinnar.
„Til í að taka þátt
í blekkingunni“
Una Björg Magnúsdóttir í D-sal
Fjórir sigurvegarar úr keppninni
Ungir einleikarar, samstarfsverk-
efni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Listaháskólans sem fram fór í
Kaldalóni í Hörpu í október síðast-
liðnum, koma fram í einleiksverkum
með hljómsveitinni í Eldborgar-
salnum í kvöld. Sólveig Vaka Ey-
þórsdóttir flytur fiðlukonsert nr. 1
eftir Max Bruch, Kristín Ýr Jóns-
dóttir flytur flautukonsert Jacques
Ibert, Flemming Viðar Valmunds-
son spilar harmóníkukonsertinn
Spur eftir Arne Nordheim og að lok-
um leikur Gunnar Kristinn Óskars-
son trompetkonsert í As-dúr eftir
Alexander Arutiunian.
Stjórnandi tónleikanna er hin
finnska Anna-Maria Helsing, sem
hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit
Íslands margsinnis áður við góðar
undirtektir. Hún var aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu ár-
in 2010-13 og varð þar með fyrsta
konan til að gegna slíku starfi í Finn-
landi.
Þegar rætt er við Sólveigu Vöku
sem fulltrúa einleikaranna ungu seg-
ir hún það hafa verið góða tilfinn-
ingu að æfa með Sinfóníuhljómsveit-
inni síðustu daga fyrir tónleikana.
„Tilfinningin hefur í raun verið betri
en ég hafði þorað að vona. Ímynd-
unaraflið getur aukið stressið og
fært manni neikvæðar hugsanir en
þegar kom að því að byrja að æfa
með hljómsveitinni var upplifunin
mjög góð og þetta hefur verið mjög
ánægjulegt,“ segir hún og bætir við
að það hafi verið gaman að vera allt í
einu komin á svið með þessari fjöl-
mennu hljómsveit og byrja að spila.
„Það hefur bara rúllað áfram!“
Sólveig Vaka hefur æft konsert
Bruch síðasta árið en æfði hann
reyndar fyrst upp fyrr í námi sínu.
„Þetta er oft fyrsti stóri rómantíski
konsertinn sem fiðlunemendur læra,
mörgum finnst þeir oft hafa heyrt
hann í nemendabúningi en ég hef
lengi elskað stykkið. Svo heyrði ég
konsertinn með Gewandhaus-
hljómsveitinni í flutningi Nikolaj
Znaider og áttaði mig þá vel á því
hvað þetta væri geggjað stykki – þá
ákvað ég að læra hann aftur.“
Þegar spurt er hvort konsertinn
sé nú kominn alveg inn í merg segist
Sólveig vona að svo sé. „Líkaminn
tekur að vissu leyti yfir þegar ég
spila hann núna svo ég held að hann
sé kominn djúpt inn í mig. Sé orðinn
hluti af erfðaefninu.“ efi@mbl.is
Konsertinn orðinn
hluti af erfðaefninu
Fjórir ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveitinni
Ljósmynd/Hari
Einleikarar Gunnar Kristinn Óskarsson trompetleikari, Kristín Ýr Jónsdóttir þverflautuleikari, Flemming Viðar
Valmundsson harmóníkuleikari og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðluleikari koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni.