Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Laufdalur 17, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Glæsilegt nýtt 3ja herbergja endaraðhús með bílskúr, ásamt einangruðum skúr á lóð. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð kr. 51.500.000.-Stærð 123,5 m2 Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is Árangur íslenskra listamanna á alþjóð- lega sviðinu er fyrir- ferðarmikill í frétt- um. Nærtækast er að nefna Hildi Guðna- dóttur tónskáld en margir aðrir eru kallaðir. Útnefningar og verðlaunaveit- ingar vekja jafnan athygli og almennt velgengni Íslendinga erlendis. Árlega, við úthlutun listamanna- launa, hefst þó hvimleiður barlóm- ur um spenaþamb listamanna og álögur á skattborgara. Sú umræða er á miklum villigötum enda eru skapandi greinar langtum meira verðmætaskapandi en margir átta sig á. Sá þekkingarskortur er þó skiljanlegur þegar haft er í huga að sjaldan hefur verið reynt að rann- saka og skoða sérstaklega hver verðmætaöflun skapandi greina er í samfélaginu. Þess vegna er kannski ekki skrýtið að fólk átti sig ekki á því að framlag ríkisins til skapandi greina hefur verið mjög sambærilegt framlagi ríkisins til annarra atvinnugreina. Eða að skapandi greinar hafa afleidd áhrif á aðra geira og gefa þeim inntak, eins og ferðaþjónustu og tækni- greinar. Skapandi greinar byggja grunn- starfsemi sína á skapandi hugsun og telja til hefðbundinna listgreina, minjaverndar, fjölmiðlunar, útgáfu, hönnunar og handverks, arkitekt- úrs og auglýsinga- og tölvuleikja- gerðar. Við höfum í fortíð gert um- fangsmikla skoðun á efnahagslegu umfangi skapandi greina. Helstu niðurstöður skýrslunnar Kortlagn- ing á hagrænum áhrifum skapandi greina árið 2011 voru að grein- arnar veltu 1.891 milljarði árið 2009, hlutur hins opinbera var um 12,5% af heildarveltunni það árið og útflutningstekjur voru um 24 milljarðar. Þar kemur fram að virð- iskeðja greinanna er flókin, þær tengjast mjög innbyrðis og auka virði hver annarrar. Síðan eru liðin mörg ár. Við vitum lítið um þess- ar stærðir á liðnum ár- um og höfum ekki hald- bærar staðreyndir um hvernig mál hafa þróast. Skapandi hugsun hvati breytinga Bretar hófu að greina og rannsaka áhrif skap- andi greina í lok níunda áratugarins í tilraun til að meta vægi mismunandi menn- ingarþátta í efnahagsþróun sam- félagsins. Þeim varð ljóst að þær greinar sem í kjarna sínum hafa einstaklingsbundna sköpun eiga vaxandi hlut í heildarefnahagnum. Þær keyra nýsköpun og breytingar innan annarra atvinnugeira og eru í reynd hvati þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í hagkerfinu. Samkvæmt greiningu Nesta árið 2018 í Bretlandi eru það skapandi greinar sem keyra hagvaxtarauk- ann og starfaaukning innan þeirra er að meðaltali 11%, eða tvisvar sinnum meiri en í öðrum greinum. Sambærilegar niðurstöður er að finna hjá Evrópusambandinu sem hefur á undangengnum árum lagt aukna rækt við skapandi greinar með víðtæku stuðningskerfi og töl- fræðilegum greiningum og rann- sóknum. Hagvöxtur skapandi greina er umfram meðaltal og er sú atvinnugrein sem byggist á mestri starfaaukningu síðastliðinn áratug. Á heimsvísu ber úttektum og rann- sóknum saman um mikilvægi skap- andi greina í heimsbúskapnum. Frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna berast þær fréttir að skapandi greinar eru ekki einungis mesti vaxtarbroddur efnahags- kerfis heimsins heldur hefur út- flutningsverðmæti greinanna auk- ist að jafnaði um 12% síðastliðin fimmtán ár. Þróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna leggur jafnframt áherslu á tækifærin sem felast í stefnumótun sem grundvallast á skapandi hagkerfinu og þýðingu þess fyrir samfélagslega velsæld hvað varðar tækni, menntun, vinnumarkaðinn, kynjajafnrétti, innflytjendur og almennar breyt- ingar á lifnaðarháttum í nútíma og framtíð. Hæstu framlög til menningar Hér er ekki ætlunin að láta eins og stuðningur við skapandi greinar á Íslandi sé lítill því framlag ís- lenska ríkisins til menningarmála er með hæsta lagi á heimsvísu. Á Íslandi hefur lengi verið hefð fyrir því að hlúa að og vernda íslenska menningu. Til menningar er oft vísað með hátíðlegum hætti sem grunnsins í sjálfsmynd þjóð- arinnar. Það kann að skýra tregð- una til að setja hana í samhengi við krónur og aura. Mögulega einnig vegna þess að virðiskeðja þeirra greina sem teljast innan menning- argeirans er flóknari og áhrif greinanna hverrar á aðra sem og aðrar atvinnugreinar eru einnig mikil. Það er þó ástæða til að ætla að vegna skorts á umræðu og hag- rænum mælingum sé ákvarð- anataka hins opinbera ekki endi- lega staðreyndadrifin og mögulega fremur byggð á tilfinningu eða órökstuddum ályktunum um það hvernig málum skuli best háttað. Upplýst umræða og ákvarðanataka Stjórnvöld hafa ekki verið að- gerðalaus. Menningarstefna var samþykkt á Alþingi árið 2013 þar sem fullyrt er að stjórnvöld álíti fjölbreytta menningarstarfsemi mikilvægan þátt í atvinnulífinu og enn mikilvægari í framtíð. Þar er kveðið á um að rannsóknir á mikil- vægi menningar fyrir atvinnulífið verði studdar sem og að komið verði á reglubundinni skráningu á þjóðhagslegu vægi lista og menn- ingar sem verði hluti af skráningu hagtalna. Aukna áherslu á eflingu skapandi greina er einnig að finna í ríkisstjórnarsáttmálanum þar sem segir að ráðist verði í gerð hagvísa fyrir menningu, listir og skapandi greinar. Á starfsáætlun Hagstof- unnar árið 2019 kemur fram að fyrirhugað sé að birta fyrstu hag- rænu mælikvarða menningar og lista og miðlunar með áherslu á gagnaskil til alþjóðastofnana og vegna fjölþjóðlegs samstarfs. Á vef hagstofunnar er nú að finna upp- lýsingar um þá sem starfa við menningu eða menningartengda starfsemi sem nemur 6,5% heild- arfjölda starfandi. Konur eru þar í meirihluta, flest störf eru unnin á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi við menningu hefur fjölg- að. Í fréttinni kemur einnig fram að unnið sé að því að auka framboð á hagtölum er varða menningu. Á sumarmánuðum skipaði mennta- og menningarmálaráðherra sér- legan ráðgjafa sem ætlað er að vinna þvert á ráðuneyti mennta- og menningarmála, atvinnumála og nýsköpunar og utanríkismála. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið og utanríkisráðuneytið hafa einnig gert með sér samstarfs- samning sem snýr einna helst að kynningarmiðstöðvum skapandi greina, Íslandsstofu og þeim út- flutningsverðmætum sem skapast af starfi skapandi greina. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé kom- ið. Kynslóðaskipti Hafa verður í huga að frá hruni hefur stjórnmálaástandið á Íslandi verið óstöðugt. Tíð stjórnarskipti og mannabreytingar í ráðuneytum hafa mögulega tafið fyrir heild- rænni stefnumótun, umbótum og langdrægum aðgerðaáætlunum eins og þær voru lagðar til í úttekt starfshóps skapandi greina árið 2012. Það er einnig mikilvægt fyrir þennan málaflokk að yngra fólk er að taka við stjórnartaumum víða í opinbera kerfinu. Fólk sem hefur alist upp við miklar samfélagslegar breytingar og hefur aukinn skiln- ing á nýsköpun og hröðum tækni- framförum. Að lýðræðisvæða upp- lýsingar, greiningar, tölfræði og rannsóknir er sérstaklega mikil- vægt fyrir skapandi greinar sem með margvíslegum hætti þróast af- ar ólíkt rótgrónum atvinnugrein- um. Yngri kynslóðir standa enn- fremur frammi fyrir stórtækum breytingum á hagkerfi heimsins til framtíðar og þurfa aukið aðgengi að kerfisbundinni gagnagreiningu til að móta framtíðarhagsmuni sína og þær breytingar sem þegar eru hafnar. Látum ekki gott kál úr ausunni ósopið Það verður ekki undirstrikað nægilega að þótt hér sé fjallað um hagræn áhrif skapandi greina hef- ur menningargeirinn mun meira gildi en efnislegt. Menningin er táknrænn, félagslegur og siðferði- legur völlur þar sem undirliggjandi gildi eru sýnd, skoruð á hólm, um- samin og kynnt. Menningin telst í margvíslegum skilningi til al- mannagæða og hún hefur fjölbreytt áhrif á einstaklinga og samfélag til velsældar og framgangs. Meðal þeirra áhrifa eru þau hagrænu og við höfum ekki efni á því lengur að vera feimin við að greina þau. Það er orðið afar brýnt að bæta að- gengi og umfjöllun um töl- fræðilegar upplýsingar og rann- sóknir á efnahagslegum áhrifum og þróun þessa vaxtarbrodds, menn- ingarinnar. Ekki síst fyrir opinbera stefnumótun en jafnframt til að auka tækifæri einstaklinga og fyr- irtækja og fjárfestingar í skapandi greinum. Hver er starfaaukningin, hagvöxturinn og útflutningstekj- urnar? Hvar liggja tækifærin í nú- tíð og framtíð? Við þurfum og eig- um að svara spurningunni: Hvernig getum við stutt betur við skapandi greinar svo þær megi styðja betur við okkur? Efnahagsleg áhrif sjálfs- myndarinnar – Hvað vitum við? Eftir Ernu Kaaber »Hagvöxtur skapandi greina er umfram meðaltal og er sú at- vinnugrein sem byggist á mestri starfaaukningu síðastliðinn áratug. Erna Kaaber Höfundur er meistaranemi í menningarstjórn við Bifröst. ernak19@bifrost.is Gjöfum jarðar er misskipt á milli manna og er það eigi að vilja gjöfuls veit- anda lífsins, heldur vegna mannvonsku, illsku og græðgi manna, sem lagt hafa eignarhald sitt á það, sem allir eiga, og sitja að því einir með kjafti og klóm. Mennirnir hafa búið við þetta fyrirkomulag græðgisvæðingar- innar í mannfélaginu í aldir og eng- in skyndileg breyting í sjónmáli. Viðskiptafræðin er í hávegum höfð og hún er ígildi æðri menntunnar í samfélagi kaupsýslumanna, þar sem auðvald hinna fáu útvöldu er eflt og fjöldinn undanskilinn að njóta. Aðrir leggja þó aðra heimssýn á vogarskálar tilverunnar. Þeir sjá uppsprettu æðri menntunar í hjört- um kærleiksríkra manna og kvenna, sem stunda lífsins skóla og virða þann sem veitir honum for- stöðu. Ekki er þar með sagt að pen- ingamennirnir séu til einskis nýtir samfélagi almúgans, því undirmáls- mennirnir gegna ekki síður mikilvægu hlut- verki í heimi hinna of- ríku. Fátæklingar, sjúklingar, eldri borg- arar og aumingjar eru ekki síður mikilvægir í veröldinni, því þeir gefa þeim, sem það vilja, tækifæri til að gera góðverk, elska og hugsa af kærleika um þá sem minna mega sín. Þannig er allt til fyrir alla og allt getur samverkað öllum til góðs, þótt allt sé annars eins og það er. „Guð er þess megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt, sem þér þarfnist, og hafið gnægð til sérhvers góðs verks.“ (2. Korintubréf 9:8) Þessi veraldarsýn er boðorð til betra lífs, öllum, alls staðar, æv- inlega. Samfélag mannanna Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Allt getur samverkað öllum til góðs. Höfundur er áhugamaður um kristni og samfélag. einar_ingvi@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.