Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Fyrri heimsstyrjöldin hefuraldrei verið sveipuð nein-um sérstökum dýrðar-ljóma og það eru fáar kvikmyndir sem gerðar hafa verið um hana eftir seinni heimsstyrjöld sem hafa náð að vekja mikla athygli nema ef ske kynni að vera hin stór- fenglega mynd Stanleys Kubrick frá 1957, Paths of Glory. Þá má einnig nefna bestu útgáfuna af Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, sem gerð var á millistríðsárunum. Báðar þær myndir eiga það sameiginlegt að draga enga dul á þann hrylling sem fólst í fyrri heimsstyrjöld með skot- grafahernaði og fórnum milljóna manna. Á sama tíma er vart hægt að hafa tölu á þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið um seinni heimsstyrjöld- ina. Oftar en ekki er hægt að lýsa þeim myndum þannig að góðu kall- arnir ná að lumbra á þeim vondu, en í seinni tíð hafa þónokkrar myndir, eins og Dunkirk eða Saving Private Ryan, reynt að sýna þá styrjöld í öllu raunverulegra ljósi. En enn má fyrri heimsstyrjöld sitja á hakanum þegar kemur að kvikmyndagerð. Leikstjóranum Sam Mendes (American Beauty, Skyfall) hefur greinilega þótt tíma- bært að breyta því. Hann tileinkar kvikmyndina 1917 afa sínum, með þökk fyrir allar sögurnar úr fyrri heimsstyrjöld og er víst að handrit hans og Krysty Wilson-Carr er að einhverju leyti byggt á þeim frá- sögnum. Undirforingjarnir Will Schofield (George Mackay) og Tom Blake (Dean-Charles Chapman) eru að njóta vorsólarinnar í Belgíu þegar yfirmaður þeirra kemur og vekur þá af værum draumi. Þeir fá skipanir frá hershöfðingjanum Erinmore (Colin Firth) um að þeir þurfi að fara í hættulega sendiför. Einn af ofurstum Erinmores hefur fallið í gildru Þjóðverja og allar símalínur á milli hafa verið slitnar. Blake og Schofield þurfa því að hætta sér út á einskismannslandið milli skotgraf- anna í þeirri von að þeir geti afstýrt því að 1.600 manns verði sendir út í opinn dauðann. Til að bæta gráu of- an á svart er eldri bróðir Blakes liðs- foringi í hersveitinni sem er í eldlín- unni. Ef einhverjir lesendur telja eftir þessa lýsingu að söguþráðurinn í 1917 sé í raun nokkurs konar Saving Private Ryan, bara í fyrri heims- styrjöldinni, þá er hægt að fyrirgefa það. Líkt og í Saving Private Ryan er engum tíma sóað áður en áhorf- andanum er dembt beint í skotgraf- irnar og beint í hrylling heimsstyrj- aldarinnar. Og Quelle horreur! Blake og Scho- field fara í gegnum eld og brenni- stein, lenda í gaddavír, rottum, ótelj- andi fjölda líka sem rotna út um allt, bæði manna og dýra, auk þess sem hættan af Þjóðverjum er alltum- lykjandi. Til að magna upp hættuna og láta áhorfandann tengjast þeim Blake og Schofield betur hafa Mendes og kvikmyndatökumaðurinn Roger Deakins (O, Brother Where Art Thou, Blade Runner 2049) farið þá leið að láta myndavélina elta þá Schofield og Blake án þess að klippt sé sýnilega á milli atriða, nema einu sinni um miðja mynd. Þessi einnar töku tækni, sem sást einna fyrst í Hitchcock-myndinni Rope, hefur bæði þau áhrif að mynd- in, sem hefði auðveldlega getað orðið að fremur dæmigerðri og óeftir- minnilegri stríðsmynd, verður mikl- um mun persónulegri. Áhorfandinn er ekki bara að horfa á þá félaga reyna að klára sendiför sína, hann er með þeim hvert skref leiðarinnar. Manni bregður nánast við hverja einustu byssukúlu sem þýtur, og hin- ar fáu stundir sem gefast milli stríða gera mann engan veginn reiðubúinn til þess að takast á við næstu skref í hinni ómögulegu sendiför. Það kæmi allavega verulega á óvart ef 1917, sem þegar hefur unnið til Golden Globe-verðlaunanna, næði ekki að hreppa nokkur Óskarsverðlaun, þá ekki síst fyrir kvikmyndatökuna. Vert er að hrósa þeim George Mackay og Dean-Charles Chapman sérstaklega fyrir leik sinn í aðal- hlutverkum myndarinnar, sem hinir dæmigerðu Bretar sem vita vart hvers vegna þeir eru komnir í þessa stöðu að vera að berjast í landi sem þeir hafa aldrei komið til áður, kvíð- andi öllum heimsóknum sínum aftur heim með þá vitneskju að bráðum þurfi þeir að snúa aftur í hinn ómanneskjulega hrylling. Þegar öllu var lokið sat ég eftir skelkaður og hrærður, nánast í losti eftir að hafa horft á þessa mynd. Það eina sem ég get sagt 1917 til hnjóðs er að á stundum skortir á tilfinninga- dýpt myndarinnar. Aðrir karakterar myndarinnar koma fyrir í stuttum senum og það má velta fyrir sér hvort rétt hafi verið af Mendes að setja þekkta leikara í sum hlutverkin þar sem athygli áhorfandans getur þá frekar beinst að því að þarna sé Colin Firth, eða Richard Madden (Game of Thrones, Bodyguard), eða Benedict Cumberbatch á ferð, held- ur en myndinni. Sú staðreynd dregur þó ekki úr því að hér er á ferðinni einstakt meistaraverk úr smiðju Sam Mend- es, mynd sem hreinlega kallar á að farið sé á hana í bíó. Á sama tíma er 1917 þörf og tímabær viðvörun um hörmungar styrjalda. Dembt beint í skotgrafirnar Í skotgröfunum Myndin færir hrylling fyrri heimsstyrjaldar á hvíta tjaldið með mögnuðum hætti. Sambíóin 1917 bbbbm Leikstjóri: Sam Mendes. Handrit: Sam Mendes og Krysty Wilson-Cairns. Aðal- hlutverk: George MacKay, Dean-Charles Chapman, Mark Strong, Andrew Scott, Richard Madden, Claire Duburcq, Colin Firth og Benedict Cumberbatch. Banda- ríkin og Bretland, 2019. 119 mín. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Barbara Broccoli segir njósnarann James Bond verða framvegis, líkt og hingað til, karlkyns. Því er ljóst að annar karl mun taka við kyndl- inum af Daniel Craig sem leikið hefur Bond í fimm kvikmyndum en sú fimmta og síðasta, No Time To Die, verður frumsýnd í apríl. Broccoli og hálfbróðir hennar, Michael G. Wilson, hafa yfirumsjón með framleiðslu Bond-myndanna. „Hvort sem fólki líkar betur eða verr erum við forræðismenn þess- arar persónu. Við tökum þá ábyrgð alvarlega,“ segir Broccoli í viðtali í kvikmyndatímaritinu Variety og að Bond megi vera af hvaða kynþætti sem er en þó alltaf karl. „Að mínu mati ættum við að búa til nýjar per- sónur fyrir konur, sterkar kvenper- sónur. Ég hef heldur lítinn áhuga á því að láta konu leika karlkyns per- sónu. Ég tel konur mun áhugaverð- ari en svo,“ segir Broccoli. Í væntanlegri Bond-mynd mun leikkonan Lashana Lynch taka að sér starf njósnara eftir að Bond læt- ur af störfum. Bond mun þó fljót- lega snúa aftur, ef marka má fyrri myndir um hann. Lynch kom fyrst fyrir sjónir Bond-unnenda í stiklu fyrir myndina og komst þá sá orð- rómur á kreik að kona myndi taka við sem 007. Bond-konur Leikkonan Lashana Lynch með framleiðandanum Barböru Broccoli. Bond verður alltaf karl, segir Broccoli AFP ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L dfgsdfg SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.