Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Hér lét hann byggja,
Íslands fyrsti faðir,
á frjálsri tíð með
heimild eigin valds.
Mér hlotnaðist sá
heiður að flytja setn-
ingarræðu á fullveld-
isdaginn í Valhöll. Efni
fundarins var að stofn-
setja félag sjálfstæð-
ismanna um fullveld-
ismál en stofnun slíks félags á sér
heimild í skipulagsreglum flokksins
og hefur verið rædd lengi innan
flokksins.
Fundurinn var einstaklega vel
heppnaður og hátt í hundrað flokks-
menn sátu fundinn og komu að hon-
um með einum eða öðrum hætti.
Öllum þeim má færa sérstakar
þakkir.
Á fundinum töluðu tveir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ás-
mundur Friðriksson og Jón Gunn-
arsson, ritari Sjálfstæðisflokksins,
Jónas Elíasson háskólaprófessor,
Erlendur Borgþórsson, formaður
okkar sjálfstæðismanna hér í Smá-
íbúðahverfinu, og Styrmir Gunn-
arsson, fyrrverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins, sem á fundinum var
kjörinn formaður hins nýstofnaða
félags. Í kjölfar fundar var svo hald-
in aðventuhátíð og séra Kristinn
Ágúst Friðfinnsson flutti fallega
jólahugvekju.
Fyrir fundinn birtist auglýsing
um stofnfundinn eins og hefðir gera
ráð fyrir. Auglýsingin var unnin úr
kosningaefni Sjálfstæðisflokksins
frá gullöld flokksins; þegar flokk-
urinn var með hreinan meirihluta í
borginni og afgerandi forystu á
landsvísu.
Þar stóð teiknaður nútímamaður,
sjálfstæðismaðurinn, í Almannagjá
á hörðu bergi sem á voru meitluð
einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins
um frjálsa þjóð í frjálsu landi, en
sagt er að þegar eitthvað er meitlað
í stein sé það eilíft. Almannagjá er
tákn þeirrar frelsisástar sem þjóðin
fékk í vöggugjöf. Á þjóðveldisöld
hittust landsmenn við þennan stað,
á þessu elsta og merkasta þingi ver-
aldar, settu lög og
kváðu upp dóma.
Þingvellir eru nefni-
lega meira en ferða-
mannastaður í huga
okkar sjálfstæð-
ismanna. Lands-
fundur Sjálfstæð-
isflokksins var
haldinn þar hinn 17.
júní 1943 og flutti
Bjarni Benediktsson
þar mjög merkilega
ræðu sem allir ættu
að kynna sér. Fyrir
aftan nútímamanninn var víkingur,
mikill að vexti, sem táknar bar-
áttugleði þjóðar sem hefur þrátt
fyrir smæð sína aldrei látið mótlæti
stöðva sig. Fyrir aftan víkinginn
stóð biskupinn sem er tilvísun til ís-
lensku þjóðkirkjunnar sem hefur
verið sameiningartákn okkar lands-
manna og staðið vörð um tengsl
okkar við Guð, þótt að markvisst sé
búið að brjóta niður þá varðstöðu í
síðari tíð. Í allri umræðunni um
okkar stjórnarskrárvörðu þjóð-
kirkju hefur því miður aldrei farið
fram sú umræða um hvað gerist
þegar menn rjúfa tengslin við Guð.
Margt bendir til þess að þegar
klippt er á þau tengsl gerist menn
sínir eigin guðir og sé þar í sjálfs-
valdi sett að ákveða hvað sé rétt og
hvað sér rangt, kasti fyrirgefning-
unni fyrir róða og grundvöllur
skapist fyrir samfélagi dómhörku
og fordóma þar sem fátt gleymist
og óljósar línur kveði á um hvað sé
rétt og hvað sé rangt, hvað megi
segja og hvað megi ekki segja. Að
því sögðu má segja að sú umræða,
þeir fordómar og sú dómharka sem
skapaðist um þessa einstaklega fal-
legu auglýsingu bendi til þess að
slíkt ástand sé farið að gera vart við
sig.
Í stað þess að taka auglýsingunni
með jákvæðu hugarfari um frelsi
manna – enda er fyrrnefnd teikning
eins og áður segir mjög fallegt lista-
verk með sjaldséðri dýpt fyrir kosn-
ingaefni – fóru sumir að væna fé-
lagsskapinn um eitthvað sem ekki
stóðst og ekki stenst. Einn þeirra,
þekktur fjölmiðlamaður hjá Ríkis-
útvarpinu, bendlaði auglýsinguna
við feðraveldið, hvað sem það á nú
að þýða en það orð hefur oft verið
notað til að níða karlmenn og tala
niður til þeirra. Annar fjölmiðla-
maður gerði sig þó sekan um verri
fordóma og bendlaði félagið við
fjöldamorðingja nasista. Það að
hlutgera og líkja pólitískum and-
stæðingum við fjöldamorðingja og
kúgara er fyrir það fyrsta hættuleg
aðferðafræði sem getur endað illa.
Ofan á það hefði viðkomandi fjöl-
miðlamaður, sem augljóslega hefur
ekki vott af sómakennd, verið örlítið
víðsýnni hefði hann líklega áttað sig
á því að Ísland var hersetin þjóð
þegar auglýsing birtist fyrst. Hefði
auglýsingin þ.a.l. borið einhvern
vott af nasisma eða stuðningi við
hina viðurstyggilegu stefnu mönd-
ulveldanna þá hefði mjög líklega öll
ritstjórn blaðsins ásamt forystu
Sjálfstæðisflokksins verið hneppt í
varðhald allt til stríðsloka. Slíkt
gerðist auðvitað ekki enda var
teikningin ekkert annað en fallegt
kosningaefni sem náði að sameina
sögu, hug og hjörtu landsmanna
með listrænum hætti; ekki síður en
hið fagra ljóð Einars Benedikts-
sonar um Ingólfsbæ.
Vort fjallaland, í heiðum himintjöldum,
rís hátt og frjálst, svo langt sem
strönd þín nær.
Vort ættarland vér með þér – með þér
höldum
á meðan nokkurt íslenskt hjarta slær.
Og aldrei skaltu selt við veg og
völdum,
svo víst sem heill og sæmd þín er oss
kær.
Þar stendur fólkið fast sem bjarg í
öldum
og fremsta vörðinn heldur Ingólfs bær.
Eftir Viðar
Guðjohnsen » Í allri umræðunni
um okkar stjórn-
arskrárvörðu þjóð-
kirkju hefur því miður
aldrei farið fram sú
umræða um hvað ger-
ist þegar menn rjúfa
tengslin við Guð.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður.
Frjáls þjóð í frjálsu landi
Veisla Gæsirnar við Reykjavíkurtjörn hópuðust að fuglavini sem kom færandi hendi með brauð í poka en fuglafræðingar hvetja fólk til að gefa fuglunum þar yfir vetrartímann.
Ómar Óskarsson
Um þessar mundir er
VR að vinna könnun með-
al félagsmanna sinna um
hvar sé best að vinna.
Könnunin hefur verið
gerð í rúmlega 20 ár og
hafa hundruð fyrirtækja
á íslenskum vinnumark-
aði tekið þátt með alla
sína starfsmenn enda
mikilvægt að allir hjá
fyrirtækinu fái tækifæri
til að taka þátt en þannig fæst nið-
urstaða sem fyrirtækin geta nýtt til
umbóta ef þörf krefur eða viðhalda
góðum árangri.
Hugmyndafræðin
að baki Fyrirtæki ársins
Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er
viðhorf starfsmanna til lykilþátta í
starfsumhverfi vinnustaðarins metið.
Könnunin er vettvangur fyrir fé-
lagsmenn til að koma skoðunum sínum
á framfæri og láta stjórnendur vita af
því sem vel er gert og hvað betur má
gera. Niðurstöðurnar eru stjórnendum
hafsjór upplýsinga og hagnýtur leið-
arvísir um hvort úrbóta sé þörf og
hvar. Þær sýna ekki einungis hver
staða fyrirtækisins er í augum starfs-
manna heldur einnig hver staða þess
er í samanburði við önnur fyrirtæki á
vinnumarkaði.
Virkjum mannauðinn
Hugmyndafræðin sem býr að baki
Fyrirtæki ársins er sú að innra starfs-
umhverfi fyrirtækja hafi mikil áhrif á
afkomu þeirra ekki síður en ytri
rekstrarskilyrði. Þau fyrirtæki sem
virkja mannauð sinn illa eða alls ekki
geti hvorki fært sér hagstæð ytri skil-
yrði í nyt né brugðist við neikvæðum
rekstrarskilyrðum eða utanaðkomandi
áföllum.
Þetta má mæla á marga vegu. Í
könnun VR byggjast niðurstöðurnar á
viðhorfi til níu lykilþátta: stjórnunar,
starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða,
sveigjanleika vinnu, sjálfstæðis í starfi,
ímyndar fyrirtækis, jafnréttis, ánægju
og stolts. Þessir þættir endurspegla
það traust sem ríkir í samskiptum inn-
an fyrirtækisins, hversu stolt eða
hreykið starfsfólkið almennt er af
starfi sínu og fyrirtækinu
sem það starfar hjá, þá
virðingu sem yfirmenn
bera fyrir starfsfólki sínu
og það andrúmsloft sem
ríkir á vinnustaðnum.
Neytendavakning
Það má einnig færa fyrir
því sterk rök að hin mikla
neytendavakning sem átt
hefur sér stað undanfarin
ár sé til marks um enn
meira mikilvægi þess að
fyrirtæki láti sig gott starfsumhverfi
og orðspor varða. Aðrir þættir eins og
mikil starfsmannavelta og brottfall af
vinnumarkaði vegna álagstengdra
kvilla hafa verið gríðarlega kostn-
aðarsamir fyrir fyrirtækin og sam-
félagið allt.
Könnunin segir hvað
þarf að gera betur
Fyrirtæki ársins gerir stjórnendum
kleift að nálgast innra starfsumhverfi
sitt með markvissum og árangurs-
ríkum hætti. Í fyrsta lagi eru nið-
urstöðurnar áreiðanlegt mælitæki á
frammistöðu fyrirtækisins sem vinnu-
staðar. Þær segja til um hvort og þá
hvaða vanda er við að etja og um leið
hvaða sóknarfæri það á. Í öðru lagi
veitir Fyrirtæki ársins mikilvægan
samanburð á milli ára. Í þriðja lagi fela
skilgreiningar Fyrirtækis ársins í sér
öflug verkfæri sem stjórnendur geta
beitt í samvinnu við starfsfólk til að
gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan.
Niðurstöður könnunarinnar gefa VR
skýra og viðamikla mynd af viðhorfum
félagsmanna til vinnustaða sinna og
ætti því að vera eftirsóknarvert fyrir
öll fyrirtæki að vera fyrirmyndar
vinnustaður. Tala nú ekki um sá besti.
Besti vinnustaðurinn
Eftir Ragnar Þór
Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
»Hugmyndafræðin sem
býr að baki Fyrirtæki
ársins er sú að innra
starfsumhverfi fyrirtækja
hafi mikil áhrif á afkomu
þeirra ekki síður en ytri
rekstrarskilyrði.
Höfundur er formaður VR.