Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16 afsláttur af völdum vörum. Allt að 70% TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Raftónlistarútgáfa hérlendisvar með heilbrigðasta mótiá síðasta ári. Hérlendis er næstum rangnefni reyndar, því að margir af okkar helstu listamönn- um gera að langmestu leyti út á er- lendan markað. Agzilla gaf t.d. út á Metalheadz, Bjarki gaf út á !K7 Re- cords (Berlín) og Exos gaf út á Fig- ure (Berlín). Hér heima voru Móat- ún, Möller Records, Lagaffe Tales og FALK iðin við kolann að vanda og slatti af plötum komu út á þeirra vegum. Plássið hér gefur mér ekki færi á frekari upp- talningu. FALK gaf t.d. út þessa ljómandi fínu plötu Milenu Glowacka, Radiance, og allt á hreinu, bæði tónlistarlega og umslagslega. Fullorðins. Plöt- unni er hægt að streyma en einnig kom út snælda í takmörkuðu upp- lagi. Milena Glowacka fluttist hing- að til lands fyrir tveimur árum. Hún er teknólistamaður í grunninn, lögin eru naumhyggjuleg og nokk köld, grúva vel en eru um leið með nægilega mikið af „skrýtnum“ hlut- um í gangi ef svo mætti segja. Mi- lena fluttist frá Varsjá til Reykja- víkur með það að markmiði að komast í minna stressandi umhverfi en hún hefur gefið út hjá merkjum eins og Semantica, Delirio og Van- ity Pill. Hún varð snemma tónlistar- áhugamaður og hlustaði á uppá- haldstónlistina sína, vopnuð Ljómandi gott Walkman-segulbandstækinu góða. Einhverju sinni stillti hún fyrir til- viljun inn á útvarpsstöð sem var að senda út teknótónlist. Hrifin seild- ist hún eftir kassettu og tók allt saman upp. Enginn í nærumhverf- inu gat upplýst hana um hvað þetta væri nákvæmlega en hún hélt áfram að hlusta, í hverri viku. Þrettán ára fékk hún svo sína fyrstu tölvu og hóf að semja tónlist inn á hana. Í viðtali við teknóritið Monu- ment lýsir hún því hvernig hún valdi Ísland sem stað fyrir nokkurs konar endurræsingu. Í sama viðtali viðurkennir hún að hún sé ekki endilega í miklu sambandi við hér- lenda teknólistamenn þó að það sé allt að koma. Eins og segir, það mætast nokkrir straumar í tónlist Milenu, a.m.k. á Radiance. Lögin eru takt- viss en um leið dálítið drungaleg, nánast lágstemmd og minni úr „ambient“-tónlist og tilrauna- mennsku gera vart við sig. Eitt lag- ið er t.a.m. fremur hægt, grjóthart og gæti verið úr einhverri hryll- ingsmyndinni (kvikmyndatónlist er eitthvað sem Milena gæti hugsað sér að sinna í framtíðinni). Lagið kallast þá hinu snilldarlega nafni „You are such a Dissapointment“. Milena staðfestir þessi hughrif pistilritara í áðurnefndu viðtali, hún leitist við að hafa lögin tilfinn- ingaþrungin, sýruskotin og drunu- miðuð jafnvel („drone“). Hún hefur þá einnig gefið út „ambient“-tónlist sem Plus Size, þar sem óhljóðalist og vettvangsupptökur mynda m.a. hljóðmyndina. Það verkefni sé hins vegar á ís eins og er. Nú sé Milena Glowacka, listamaðurinn, í for- grunni og hún sé þá hætt að troða upp sem plötusnúður, nú komi hún eingöngu fram með eigin tónlist. Þar finni hún sig algerlega, það sé afar gefandi að leika eigin smíðar fyrir fólkið. Eins og áður segir, Radiance var með skemmtilegri út- gáfum á síðasta ári, hressandi bú- bót því að fyrir það fyrsta eru kon- ur ekki fjölmennar í raf/danstónlistarsenunni, hvað þá að fólk af erlendu bergi brotið, bú- sett hér, sé virkt í tónlistarsenu landsins. Er þetta því vel. Lifi fjöl- breytnin. » Lögin eru naum-hyggjuleg og nokk köld, grúva vel en eru um leið með nægilega mikið af „skrýtnum“ hlutum í gangi. Ein besta útgáfan á síð- asta ári úr heimi dans- og raftónlistar var plat- an Radiance. Höfundur er Milena Glowacka, Pólverji sem búsettur er hér á landi. Teknó Milena Glowacka er í senn takföst og tindilfætt. Curver Thoroddsen opnar sýningu í dag í Midpunkt í Hamraborg í Kópa- vogi. Curver hefur komið víða við í listinni, unnið sem myndlistamaður, kennari og tónlistarmaður, og kanna verk hans, oft á tíðum, bæði manns- líkamann og tæknina með góðlátleg- um húmor fyrir listamanninum sjálf- um og næmu auga. Á sýningunni sem Curver opnar í dag, Kynslóðabil, mætast faðir og sonur á stórum velli og taka hvor annan upp, eins og því er lýst í til- kynningu. Sonurinn, ungur drengur, mætir vopnaður með flygildi sem flýgur um með háupplausnarupp- tökuvél og faðirinn beitir 8 mm myndavél. Á sýningunni mætast því ólíkar kynslóðir og ólík tækni og er þessu líkt við boltakast feðga eða átök kynslóða. Curver er þekktur fyrir það sem hann sjálfur nefnir raunveruleika- gjörninga. Þar setur hann daglegt líf og gjörðir í listrænt samhengi, færir eigið einkalíf inn á vettvang liststofn- ana eða beinir kastljósi myndlistar að sjálfum sér í amstri hversdagsins. Hefur hann tekið íbúðina sína í gegn, haldið upp á jólin í beinni á netinu, farið í megrun og borðað fjölda ham- borgara í nafni myndlistar, svo dæmi séu tekin. Verk hans vekja upp spurningar um hlutverk listamanna í samfélaginu og eðli listsköpunar og -upplifunar en þau endurspegla jafn- framt málefni líðandi stundar, dæg- urmenningu og tíðaranda, segir í til- kynningu. Curver stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, útskrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 2000 og hlaut MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Hann starfar einnig sem tónlistarmaður í ýmsum verkefnum og þá m.a. sem hluti af hljómsveitinni Ghostigital. Feðgar mæt- ast í Midpunkt Feðgafjör Curver og sonur hans, Hrafnkell Tími Thoroddsen, árið 2009. Hrafnkell er orðinn 11 ára. Páll Palomares fiðluleikari, Ólöf Sig- ursveinsdóttir sellóleikari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja tónlist úr austurvegi á fyrstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á nýju ári sem haldnir verða í Norð- urljósum Hörpu á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Fyrra verk tónleikanna er Dúó fyrir fiðlu og selló op. 7 eftir ungverska tónskáldið, heimspeking- inn og málvísindamanninn Zoltán Kodály. Hið seinna er Trio élég- iaque nr. 2 í d-moll op. 9 eftir rúss- neska píanóleikarann og tónskáldið Sergei Rakhmanínov. Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu. „Meginframlag Zoltáns Kodálys til evrópskrar menningar var þjóð- lagasöfnunin sem hann stundaði um árabil af mikilli elju ásamt vininum og kolleganum Béla Bartók. Með dugnað, ósérhlífni og afar frum- stæðan upptökubúnað að vopni tókst þeim félögum að safna þús- undum þjóðlaga frá austanverðri Evrópu í upphafi síðustu aldar. Hefði ekki verið fyrir framsýni Kodálys og Bartóks hefði þessi merkilega tónlist glatast. Auk þess að skrá og rita lögin niður birtast þau í fjölda tónverka þeirra. Meðal annars notaði Kodály ungversk þjóðlög í Dúóið op. 7 fyrir fiðlu og selló frá árínu 1914. Verkið er gott dæmi um hvernig nota má þjóðleg stef og ryþma í hefðbundinni vest- rænni tónlist. Sergei Rakhmanínov samdi tvö píanótríó, sem bæði nefnast Trio élégiaque. Hið seinna var samið árið 1893, er Rakhmanínov var tvítugur. Líkt og í fyrra tríóinu er skuggi Tsjajkovskíjs hér alls staðar og allt um kring, enda er verkið samið í minningu hins síðarnefnda. Er eins konar sorgaróður um hið látna þjóð- artónskáld Rússa, sem Rakhman- ínov dáði mjög,“ segir í tilkynningu. Hæfileikafólk Páll Palomares, Bjarni Frímann Bjarnason og Ólöf Sigursveinsdóttir á æfingu. Tónlist úr austurvegi í Norðurljósum Hörpu  Fyrstu tónleikar ársins hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.