Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hörð andstaða fólks í uppsveitum
Árnessýslu við stofnun hálendis-
þjóðgarðs kom fram á opnum fundi
Guðmundar Inga Guðbrandssonar
umhverfisráðherra sem haldinn var í
félagsheimilinu Aratungu í Biskups-
tungum í fyrrakvöld. Ráðherrann
hefur kynnt drög að frumvarpi um
þjóðgarðinn, sem ná mun yfir nærri
þriðjung landsins og nánast öll
svæði ofan við hálendisbrúnina sem
teljast þjóðlendur.
Aðlaðandi hugmynd
en vanreifuð
Andstaða fólks á Suðurlandi við
áform þessi felst meðal annars í því
viðhorfi að þjóðgarður skerði veru-
lega skipulagsvald og forræði sveit-
arfélaga innan landamæra sinna.
Svæðisráð sem meðal annars vinnur
stjórnunar- og verndaráætlun fyrir
þjóðgarðinn verði æðra sett sveit-
arstjórnum og skerði völd þeirra í
mikilvægum málum.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi,
segir margt í hugmyndum um há-
lendisþjóðgarð vera vanreifað. Til-
tekur í því efni forræði skipulags-
mála og að stopp verði sett á
orkunýtingu og virkjanir innan þjóð-
garðsmarka. Um síðarnefnda atriðið
sé raunar skýr pólitískur ágrein-
ingur. Sem sakir standa sé málið því
í hnút.
„Ég þekki enga sem bera meiri
umhyggju fyrir hálendinu, eða þykir
vænna um óbyggðirnar, en það fólk
sem býr næst þeim og hefur kannski
gert í margar kynslóðir,“ segir Páll.
„Að mínu viti er algjörlega óhugs-
andi að ríkið ráðskist með þessi mál í
fullkominni andstöðu við þetta fólk –
og ég mun aldrei styðja slíka máls-
meðferð. Á hinn bóginn er það út af
fyrir sig aðlaðandi grunnhugmynd
að ósnortin víðerni Íslands verði
stærsti þjóðgarður í Evrópu. Nú
reynir á hvort hægt verður að búa til
víðtæka sátt um útfærslu þeirrar
hugmyndar – ekki síst við heima-
menn. Ef það tekst ekki er hug-
myndin andvana fædd. “
Þrengt að yfirráðarétti
„Ég lít svo á að verið sé að
þrengja yfirráðarétt sveitarfélaga
og íbúa þeirra yfir afréttarlöndum
sínum í mjög veigamiklum atriðum,“
segir Ólafur Björnsson frá Úthlíð í
Biskupstungum, lögmaður á Sel-
fossi. Hann tók til máls á Aratungu-
fundinum og kveðst undrast þá veg-
ferð sem umhverfisráðherra sé nú í.
„Okkur er sagt að stofnun þjóð-
garðs fylgi sáralitlar breytingar og í
því ljósi er eðlilegt að spyrja hvers
vegna þurfi að gera breytingar. Ég
tel að með þjóðlendulögunum sem
sett voru fyrir um tuttugu árum hafi
náðst ágæt sátt um yfirráð og nýt-
ingu hálendisins. Hér í Biskups-
tungum hefur fólk sterkar taugar til
afréttarins og þar höfum við lagt
fram mikla vinnu, meðal annars við
landgræðslu. Allar nytjar á svæðinu,
svo sem ferðaþjónusta og sauðfjár-
beit, er algjörlega sjálfbær. Því er
óeðlilegt og rangt að taka yfirráða-
rétt á svæðinu af okkur og færa til
miðlægrar ríkisstofnunar.“
Í grein nú í vikunni í blaðinu Dag-
skránni á Selfossi ritaði Helgi Kjart-
ansson, oddviti Bláskógabyggðar,
sem spannar meðal annars yfir Bisk-
upstungur, að
fyrirhugaður
miðhálendis-
þjóðgarður færi í
umhverfismat áð-
ur en ákvörðun
um stofnun hans
yrði tekin. Þar
yrði farið yfir
hugsanleg áhrif á
samfélög, sam-
göngur, álag á
náttúruna og menningarminjar auk
fjölmargra fleira þátta.
Eignarhald í óvissu
Helgi segir að allir þeir sem vilji
að framkvæmdir, stórar sem smáar,
séu metnar með þessum hætti hljóti
að vera sjálfum sér samkvæmir og
styðja þessa tillögu.
Hann vekur jafnfram athygli á því
að á hálendinu sé rekin margvísleg
þjónusta sem byggð hafi verið upp
eftir stefnumörkun viðkomandi
sveitarfélags. Þessar eignir séu ým-
ist í eigu almennings, fyrirtækja eða
sveitarfélaga. Alger óvissa sé og
verði með rekstur og eignarhald
fasteigna sem þessari starfsemi til-
heyri verði þjóðgarður stofnaður. Þá
sé nú verið að vinna lagafrumvarp
um Þjóðgarðastofnun og í drögum
að því séu ýmsar heimildir um
eignarnám sem ráðherra geti beitt.
Hálendið sé og hafi verið í umsjón
heimamanna á hverjum stað um
ómunatíð og best sé að svo verði
áfram.
Ríkið ráðskast í full-
kominni andstöðu
Á móti hálendisþjóðgarði Oddviti vill umhverfismat
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Öræfi Hálendið stendur nærri hjarta Biskupstungnamanna. Horft af Hauka-
dalsheiði að Jarlhettum, sem setja sterkan svip á landið og sjást víða frá.
Páll
Magnússon
Helgi
Kjartansson
Ólafur
Björnsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsfólki Landgræðslunnar í
Gunnarsholti er boðið að taka af-
ganga af hádegismatnum á föstu-
dögum með sér heim. Er þetta liður
í átaki starfsfólks mötuneytisins til
að draga úr matarsóun.
Therese Sundberg yfirmatráður
segir að yfirmenn og starfsfólk hafi
tekið þessari viðleitni vel. Aðeins
hefur þó reynt á þetta einu sinni, á
föstudaginn fyrir viku, og þá tók
starfsfólk í mötuneytinu og einn
annar starfsmaður stofnunarinnar
samtals um eitt kíló af plokkfiski
með sér heim og þurftu matráðarnir
að henda öðru eins. „Þetta var
fyrsta skiptið og ég á von á að meira
verði tekið þegar fólk áttar sig betur
á þessu,“ segir Therese.
Afgangar á föstudögum
Hún segir að ekki sé miklum mat-
arafgöngum fargað úr mötuneytinu.
„Við nýtum allt hráefni eins vel og
við getum. Eldum fjórum sinnum í
viku og á föstudögum eru hitaðir
upp afgangar. Þannig hefur þetta
verið það eina og hálfa ár sem ég hef
verið hér og lengur.
Við vildum minnka matarsóun
enn meira og bjóðum því upp á
þennan valkost. Við tökum frá það
sem við getum nýtt áfram en af-
gangurinn fer í ísskáp sem fólk hef-
ur aðgang að og við látum vita hvað
er í boði,“ segir Therese og bendir á
að afgangarnir sem starfsfólkið
megi taki séu því í raun afgangar af
afgöngum.
Starfsfólk sem vill taka með sér
mat eftir hádegismatinn á föstudög-
um fær notuð ísbox undir matinn.
Boxin eru einnig notuð undir nesti
fyrir starfsmenn sem eru að vinna
úti á mörkinni á sumrin. En þeir fá
ströng fyrirmæli um að skila ísbox-
unum aftur því Therese segir gott
að nýta ísboxin áfram.
Therese er fædd og alin upp í Sví-
þjóð en hefur búið á Íslandi flest
fullorðinsárin. Hún segir að í 500
manna mötuneyti sem hún vann í úti
hafi yfirmenn heimilað að starfsfólk
tæki með sér heim afganga sem ekki
nýttust í mötuneytinu. „Ég er alin
upp við að nýta allt sem hægt er,
helst að henda engu. Við reynum að
gera það hér heima líka.“
Therese og samstarfskona henn-
ar, Hubertine Kamphuis, fóru á fyr-
irlestra um matarsóun og fengu
margar góðar hugmyndir þar. Hún
segir að þær setji afgangana í
moltugerð og vigti sérstaklega áður
lífrænan úrgang og mat sem er sóað.
Í mötuneytum getur verið erfitt
að hitta á rétta matarskammtinn,
ekki sé eldað of mikið en heldur ekki
of lítið þannig að allir fái sitt. The-
rese segir að þetta sé í nokkuð góðu
lagi hjá Landgræðslunni. Yfirleitt
borði um 30 manns í starfsstöðinni í
Gunnarsholti. Allir þurfi að skrá sig
í mat en stundum gleymi starfsfólk
að afskrá sig ef það þurfi að rjúka á
fund í Reykjavík og eins bætist
stundum við iðnaðarmenn sem ekki
hafi verið skráðir.
Morgunblaðið/Eggert
Dregið úr matarsóun Plokkfiskur og rúgbrauð er stundum á föstudögum í
mötuneyti Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Engu á að henda.
Mega taka afganga
af afgöngum
Therese
Sundberg
Hubertine
Kamphuis
Dregið úr matarsóun í Gunnarsholti
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í gær að ráðast í endur-
skoðun á lögum um ráðherra-
ábyrgð annars vegar og lögum um
Landsdóm hins vegar. Tillagan var
lögð fram af Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra og Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð-
herra.
Fram kemur í tilkynningu frá
forsætisráðuneytinu að á undan-
förnum áratugum hafa lög um ráð-
herraábyrgð og Landsdóm sætt
gagnrýni hér á landi í ljósi réttar-
þróunar í sakamálaréttarfari.
Endurskoðun laganna mun með-
al annars snúast um skýrleika
refsiákvæða um embættisbrot, að-
draganda ákæru, svo sem frum-
kvæði að rannsókn á embættis-
færslum, umgjörð máls og hlutverk
þingnefnda í því sambandi, og skip-
an Landsdóms. Forsætisráðherra
mun í samráði við dómsmálaráð-
herra fela sérfræðingi að leiða
vinnuna og standa vonir til þess að
henni verði lokið á haustmánuðum.
Lög um ráðherra-
ábyrgð endurskoðuð