Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Holland
B-deild:
Excelsior – Telstar .................................. 3:3
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
fyrir Excelsior og skoraði tvö mörk.
Belgía
B-deild:
Lommel – Lokeren .................................. 1:0
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði
Lommel.
England
B-deild:
Fulham – Middlesbrough ........................ 1:0
Þýskaland
Schalke – Mönchengladbach................... 2:0
EM karla 2020
MILLIRIÐILL II, Malmö:
Slóvenía – Ísland .................................. 30:27
Noregur – Ungverjaland ..................... 36:29
Portúgal – Svíþjóð............................... 35:25
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Staðan:
Noregur 2 2 0 0 70:57 4
Slóvenía 2 2 0 0 51:46 4
Portúgal 2 1 0 1 63:59 2
Ungverjaland 2 1 0 1 53:54 2
Ísland 2 0 0 2 45:54 0
Svíþjóð 2 0 0 2 44:56 0
Svíþjóð
B-deild:
Kristianstad – Drott............................ 37:18
Andrea Jacobsen skoraði sjö mörk fyrir
Kristianstad.
Grill 66 deild kvenna
Grótta – Fram U................................... 23:31
Fjölnir – ÍR ........................................... 23:23
Staðan:
Fram U 13 13 0 0 434:301 26
FH 12 9 1 2 335:266 19
Selfoss 12 8 2 2 280:258 18
Grótta 13 8 1 4 321:306 17
ÍR 13 7 1 5 337:320 15
Valur U 12 6 1 5 323:304 13
ÍBV U 12 5 1 6 306:304 11
Fjölnir 13 4 1 8 310:348 9
Stjarnan U 12 3 1 8 287:331 7
HK U 12 3 1 8 296:349 7
Fylkir 12 3 0 9 236:269 6
Víkingur 12 0 0 12 270:379 0
Dominos-deild karla
Þór Ak. – Þór Þ..................................... 83:76
Grindavík – Haukar ............................. 73:88
Stjarnan – Tindastóll ........................... 73:66
Staðan:
Stjarnan 14 12 2 1288:1141 24
Keflavík 14 11 3 1252:1142 22
Tindastóll 14 9 5 1218:1159 18
Njarðvík 14 8 6 1179:1075 16
KR 13 8 5 1091:1073 16
Haukar 14 8 6 1244:1197 16
ÍR 14 7 7 1139:1203 14
Þór Þ. 14 6 8 1120:1146 12
Grindavík 14 5 9 1180:1239 10
Þór Ak. 13 4 9 1070:1207 8
Valur 14 4 10 1119:1204 8
Fjölnir 14 1 13 1196:1310 2
1. deild karla
Höttur – Selfoss.................................... 85:64
Álftanes – Snæfell ............................ 127:110
Hamar – Skallagrímur....................... 110:78
Sindri – Vestri..................................... 75:101
Staðan:
Höttur 14 13 1 1218:1060 26
Hamar 14 12 2 1397:1237 24
Breiðablik 13 11 2 1314:1086 22
Vestri 12 7 5 1058:956 14
Álftanes 14 6 8 1205:1241 12
Selfoss 12 4 8 909:964 8
Snæfell 14 2 12 1127:1370 4
Skallagrímur 12 2 10 999:1176 4
Sindri 11 1 10 883:1020 2
Evrópudeildin
Rauða stjarnan – Alba Berlín ... (frl.) 85:94
Martin Hermannsson skoraði 13 stig og
gaf tvær stoðsendingar fyrir Alba Berlín.
Rússland
Zielona Gora – UNICS Kazan.......... 89:100
Haukur Helgi Pálsson skoraði 13 stig,
tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsend-
ingar fyrir UNICS Kazan.
Svíþjóð
Jämtland – Borås............................... 75:103
Elvar Már Friðriksson skoraði 18 stig,
tók fjögur fráköst og gaf ellefu stoðsend-
ingar fyrir Borås.
NBA-deildin
New York – Phoenix .......................... 98:121
Milwaukee – Boston ......................... 128:123
New Orleans – Utah ................ (frl.) 138:132
Golden State – Denver ............ (frl.) 131:134
LA Clippers – Orlando....................... 122:95
Í GARÐABÆ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ekkert fær Stjörnuna stöðvað í
Dominos-deild karla í körfubolta.
Liðið vann sanngjarnan 73:66-sigur
á Tindastóli á heimavelli í 14. um-
ferðinni í gær. Sigurinn var sá tí-
undi í röð hjá meistaraefnunum. Allt
annað en Íslandsmeistaratitill yrði
vonbrigði í Garðabænum. Liðið var
efst um áramótin, en þrátt fyrir það
náði félagið bæði í Gunnar Ólafsson
og Urald King, til að gera gott lið
enn betra. Það er öllu tjaldað til og
það er að skila sér.
Nikolas Tomsick, sem spilaði vel
með Þór Þorlákshöfn á síðustu leik-
tíð, og Ægir Þór Steinarsson ná ein-
staklega vel saman. Þeir bjuggu til
ófá færi hvor fyrir annan. Bolta-
hreyfing Stjörnunnar var til algjörr-
ar fyrirmyndar og var alltaf beðið
eftir besta færinu í sókninni.
Hinum megin verjast Stjörnu-
menn betur en flest önnur lið á
landinu og það er eflaust mjög
þreytandi að spila á móti liðinu.
Ægir Þór Steinarsson og Gunnar
Ólafsson eru eins og býflugur sem
líma sig á sóknarmenn andstæðing-
anna og hægja á þeim og pirra.
Hlynur Bæringsson og Urald King
eru svo eins og kóngar í ríki sínu að
berjast um fráköstin. Það er fáa
veikleika að finna hjá Stjörnuliðinu,
enda hefur Stjarnan ekki tapað síð-
an 25. október gegn Keflavík. Þá lék
Hlynur Bæringsson ekki með liðinu
og Urald King og Gunnar Ólafsson
voru ekki komnir í félagið.
Þeir verða væntanlega með þegar
Stjarnan heimsækir Keflavík í
næstu umferð í einvígi toppliðanna.
Það verður fróðlegt að sjá hvort
Keflavík geti töfrað fram einhverja
lausn gegn Stjörnunni, en aðeins tvö
stig skilja liðin að á toppnum.
Eftir góðan kafla fyrir áramót
hefur Tindastóll nú tapað þremur af
síðustu fimm og virðist skrefi fyrir
neðan bestu lið deildarinnar. Tinda-
stólsmenn spiluðu ágætlega í gær,
en mættu einfaldlega betra liði. Það
þarf ekki að skammast sín fyrir að
tapa á móti Stjörnunni á útivelli.
Haukar náðu að binda saman
tvo sigra í röð þegar liðið heimsótti
Grindavík í Mustad-höllina í Grinda-
vík í gær en leikum lauk með 88:73-
sigri Hauka. Grindvíkingar byrjuðu
leikinn illa og Haukar leiddu með
ellefu stigum í hálfleik, 46:35. Grind-
víkingum tókst að minnka forskot
Hauka í þrjú stig fyrir fjórða leik-
hluta en Hafnfirðingar voru mun
sterkari í fjórða leikhluta. Flenard
Whitfield var stigahæstur í liði
Hauka með 20 stig og tólf fráköst en
Hafnfirðingar eru í sjötta sæti
deildarinnar með 16 stig. Grindavík
er áfram í níunda sætinu með 10
stig.
Þór Akureyri er komið úr fall-
sæti eftir sjö stiga sigur gegn Þór
frá Þorlákshöfn í Höllinni á Ak-
ureyri í gær. Leiknum lauk með
83:76-sigri Þórsara en staðan í hálf-
leik var 49:40, Akureyringum í vil.
Terrence Motley var sem fyrr at-
kvæðamestur í Akureyrarliðinu með
20 stig og átta fráköst. Þetta var
þriðji sigur Akureyringa í röð en
þeir fara með sigrinum upp í tíunda
sæti deildarinnar í 8 stig og upp fyr-
ir Valsmenn sem eru komnir í fall-
sæti. Þá eiga Akureyringar leik til
góða á liðin fyrir neðan sig, Val og
Fjölni. Þór Þorlákshöfn er í áttunda
sætinu með 12 stig.
Meistaraefnin
í Stjörnunni
óstöðvandi
Þriðji sigur Akureyringa í röð sendi
Val í fallsæti Haukar unnu Grindavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þristar Ægir Þór Steinarsson nýtti öll fimm þriggja stiga skotin sín.
Liverpool og Manchester United mætast í stórleik
helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síð-
degis á morgun, á Anfield. United er eina liðið sem
hefur tekið stig af Liverpool í vetur en liðin skildu
jöfn á Old Trafford í fyrri umferðinni. Litlar líkur
eru á Marcus Rashford verði með United vegna
meiðsla en hann hefur skorað 14 mörk í deildinni í
vetur. Hjá Liverpool eru Joel Matip og Fabinho báðir
orðnir leikfærir eftir langa fjarveru en James Milner,
Naby Keita og Dejan Lovren eru allir meiddir. Liver-
pool er með fjórtán stiga forskot á Manchester City á
toppi deildarinnar en United er í fimmta sæti, 27
stigum á eftir Liverpool.
Enginn Íslendingur tekur þátt í 23. umferðinni um helgina því
bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson missa af
leikjum sinna liða. Gylfi glímir við minniháttar nárameiðsli og verður
ekki með gegn West Ham í London í dag og Jóhann er ekki orðinn
leikfær eftir að hafa tognað aftan í læri 5. janúar en er byrjaður að
æfa á ný. Hann nær þó ekki að spila gegn Leicester á morgun.
vs@mbl.is
Erkifjendur mætast á morgun
Marcus
Rashford
Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi heldur áfram að gera
það gott í skíðabrekkunum. Í gær vann hann til silf-
urverðlauna í svigi á alþjóðlegu heimsbikarmóti fatlaðra
í Prato Nevoso á Ítalíu.
Finninn Santeri Kilveri sigraði og var um þremur sek-
úndum á undan Hilmari. Hilmar keppti á tveimur öðrum
mótum á Ítalíu en féll í fyrstu tveimur.
Hilmar Snær byrjar nýja árið á svipuðum nótum og
hann lauk því fyrra en rétt fyrir jól fékk hann silfur í
svigi í Sviss á Evrópumótaröð IPC en nú var um heims-
bikarmótaröð IPC að ræða.
Hilmar er væntanlegur aftur til Íslands í dag en í lok
janúarmánaðar heldur hann til Jansa í Slóvakíu til að taka þátt í móti innan
Evrópumótaraðarinnar. kris@mbl.is
Hilmar fékk silfur á Ítalíu
Hilmar Snær
Örvarsson
Þýska knattspyrnufélagið Paderborn hefur gengið frá
kaupum á landsliðsmanninum Samúel Kára Friðjónssyni
frá norska félaginu Vålerenga og hann hefur skrifað
undir samning til sumarsins 2022. Samúel er 23 ára Kefl-
víkingur og leikur sem miðjumaður. Hann fór 17 ára frá
Keflavík til Reading á Englandi en þaðan til Vålerenga
2016. Á síðasta tímabili var hann lánaður til Viking Stav-
anger og lék 28 af 30 leikjum liðsins í norsku úrvals-
deildinni og skoraði 3 mörk. Samúel hefur leikið 8 A-
landsleiki fyrir og var í landsliðshópnum sem var á HM í
Rússlandi sumarið 2018. Hann lék 43 leiki fyrir yngri
landsliðin og var í landsliðshópnum sem var valinn fyrir
Kaliforníuferðina sem nú stendur yfir en þurfti að draga sig út úr honum.
Paderborn er nýliði í þýsku 1. deildinni, efstu deildinni þar í landi, og lék
í 3. deild fyrir tveimur árum. Það situr á botninum en náði góðum úrslitum
í síðustu leikjum fyrir jól og styrkti stöðu sína talsvert. Liðið á heimaleik
gegn Leverkusen á morgun. vs@mbl.is
Samúel Kári til Þýskalands
Samúel Kári
Friðjónsson
Emil Ásmundsson og Finnur Tómas
Pálmason, leikmenn Íslandsmeist-
ara KR í knattspyrnu, eru báðir
meiddir þessa stundina en þetta
staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálf-
ari KR, í samtali við 433.is í gær.
Emil er með slitið krossband og
leikur ekkert með liðinu næsta
sumar en hann kom til félagsins frá
Fylki í október á síðasta ári. Þá er
Finnur Tómas ristarbrotinn og á
leið í aðgerð. Það er því líklegt að
efnilegasti leikmaður úrvalsdeild-
arinnar á síðustu leiktíð missi af
byrjun tímabilsins í sumar.
Meiðsli herja
ámeistarana
Ljósmynd/@KRreykjavik
Meiddur Emil Ásmundsson missir af
tímabilinu með KR vegna meiðsla.
Elvar Már Friðriksson heldur
áfram að gera það gott fyrir topplið
Borås í efstu deild Svíþjóðar í
körfuknattleik en Íslendingurinn
skilaði tvöfaldri tvennu í 28 stiga
sigri gegn Jamtland á útivelli í gær.
Leiknum lauk með 103:75-sigri
Borås en Elvar skoraði 18 stig og
gaf ellefu stoðsendingar. Elvar var
næststigahæstur í liði Borås sem er
nú með 40 stig á toppi deildarinnar.
Koping Stars kemur þar á eftir með
36 stig en Koping Stars á leik til
góða á Borås. Luleå er í þriðja sæt-
inu með 36 stig.
Tvöföld tvenna í
stórsigri á útivelli
Ljósmynd/Borås
Tvenna Elvar Már Friðriksson hef-
ur farið á kostum á tímabilinu.