Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Ljósmyndahátíð Íslands 2020 Í ljósmálinu er heiti sýningar með verkum ljósmyndarans Gunnars Péturssonar (1928-2012) sem verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafns- ins í dag, laugardag, klukkan 14. Gunnar var ástríðufullur áhuga- ljósmyndari sem átti langan og ein- stakan feril á því sviði. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn á umhverf- ið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyf- ingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmynd- ara eftirstríðs- áranna þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og list- ræn ljósmyndun komst á dagskrá. Gunnar var náttúruunnandi sem gekk snemma í Ferðafélag Ís- lands og ferðaðist með myndavélina um hálendið og tók mikið af athygl- isverðum myndum á ferðunum. Gunnar gerði þó lítið af því að flíka myndum sínum, sýndi nokkrar árið 1955 og svo aftur einu sinni í samsýningu gamalla félaga um aldamótin, og er því hálfgerður huldumaður í íslenskri ljós- myndasögu. Hann myndaði fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en sló þó í engu af kröfum til verka sinna. Filmur og myndir Gunnars bár- ust Þjóðminjasafninu nokkru eftir lát Gunnars. Ívar Brynjólfsson, ljós- myndari safnsins, er sýningarstjóri og hefur valið fjölbreytileg verk eft- ir Gunnar að sýna, þar á meðal fjöl- margar áður ósýndar frumkópíur. Sýningin byggist jafnframt á rann- sókn Steinars Arnar Erlusonar sem gegndi rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn árið 2018-2019. Eftir um mánuð kemur út bók um Gunnar og verk hans. Ívar segir að abstraktmyndir Gunnars hafi fyrst fangað sig og sér þykir þær hvað forvitnilegastar í þessu merka safni. „Það er merki- legt að sjá hvernig þær tengjast ab- strakt-myndlistini á þessum tíma og jafnvel op-listinni,“ segir Ívar og bætir við að Gunnar hafi áratugum saman verið áskrifandi að hinu framsækna ljósmyndatímariti Aperture og því verið vel með á nótunum hvað helstu strauma varð- aði. Ívar kynntist Gunnari lítillega undir lok ævi hans og sá hvernig hann gekk frá og rammaði inn sínar eftirlætis myndir. Á sýningunni eru bæði myndir eins og Gunnar gekk frá þeim sjálfur og eintök af öðrum nýskönnuðum myndum Ívars , í lit og svarthvítum. Hann bætir við að athyglisvert sé að sjá hvernig ferða- myndir Gunnars byggist á sömu sterku formtilfinningu og önnur verk hans, en fram yfir 1970 hafi Gunnar lagt mikið upp úr abstrakt og formrænum þáttum verkanna. „Þetta er allt mjög vel gert,“ segir Ívar um verk Gunnars. efi@mbl.is Myndheimur huldumanns  Myndir Gunn- ars Péturssonar í Þjóðminjasafni Abstrakt Ljósmynd eftir Gunnar Pétursson á sýningunni, tekin árið 1967. Sýning Daniels Reuter, Vessel, verður opnuð í Harbinger Project Space að Freyjugötu 1 kl. 18 í dag. Sýningin er sý fyrsta af þremur í verkefninu „Latent Shadow“, röð sýninga í Harbinger undir stjórn Claudiu Hausfeld og Daríu Sól And- rews. Í ljósmyndunum á sýningunni Vessel kannar Daniel innri rými gagnavera; virknin er ekki augljós og birtist sem ljós sem varpast á yf- irborð silfraðra hluta sem teknir eru úr samhengi. Í tilkynningu um sýninguna segir jafnframt að verkin, sem eru sett upp með svokölluðum „dibond“- frágangi, sýni ópersónuleg og jafn- framt hversdagsleg rými í vöru- húsum; áhorfandinn þarf í raun að geta sér til um hvað fari þar fram. Daniel Reuter fæddist í Þýska- landi og er búsettur bæði í Lúx- emborg og Reykjavík. Verk hans eru sögð einkennast af abstrakt nálgun og afbyggingu og af eins konar jafnvægisgangi milli raun- verulegra upplifana og skáld- skapar. Fyrsta bók Daniels, History of the Visit (2013) var gefin út af Peperoni Books í Berlín og komst á stuttlista Paris Photo–Aperture Foundation First Photobook of the Year-verðlaunanna og Þýsku ljós- myndabókarverðlaunanna 2015. Vessel Daniels Reuter í Harbinger Gagnaver Eitt ljósmyndaverka Daniels Reuter á sýningunni í Harbinger. FALL and FIRE er heiti sýningar með verkum franska ljósmynd- arans Nicolas Giraud sem verður opnuð í sýningarsalnum RAMs- kram á Njálsgötu 49 kl. 17 í dag. Giraud er myndlistarmaður og ljósmyndari sem býr bæði og starf- ar í París og Arles, þar sem hann er prófessor við Ecole Nationale Su- périeure de la Photographie. Verk hans fjalla mikið um byggingu og dreifingu mynda en verkin sem hann sýnir nú voru tekin undir yfir- varpi dæmigerðrar ljósmynda- ferðar milli austur- og vestur- strandar Bandaríkjanna, og eru jafnframt marglaga ljósmyndaleg tilgáta og konseptlistaverk. Bandaríkjaferð Eitt af ljósmyndaverkunum sem Giraud tók í ferðinni og sýnir. Verk úr ferð prófessors milli stranda Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg kl. 15 í dag. Í aðal- salnum er sýningin Þögult vor, með verkum eftir þær Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur, í sýningarstjórn Dar- íu Sólar Andrews. Á sýningunni kalla listakonurnar, samkvæmt til- kynningu, „fram ljúfar og hlýjar til- finningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar, illa vanræktu og á barmi glötunar. Í von um að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir við- kvæmu ástandi hins hrörnandi heims einbeita þær sér að fegurð- inni í því fundna, sem fær þannig að ganga í endurnýjun lífdaga. And- spænis hnattrænni hlýnun beita þessir þrír listamenn bæði ljós- myndamiðlinum og næmri, efn- islegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar“. Í Sverrissal verður opnuð sýn- ingin Far, þar sem sýnd verða verk Þórdísar Jóhannesdóttur í samtali við verk Ralphs Hannam (1915- 2011). Þórdís og Ralph Hannam koma að ljósmyndun um óhefð- bundnar leiðir. Þórdís er mynd- listarmaður sem notar ljósmyndina sem sinn miðil, án þess að leggja áherslu á tæknina. Ralph var áhugaljósmyndari og af þeim verk- um sem varðveitt eru eftir hann má sjá að hann nálgast ljósmyndun sem leið til listrænnar sköpunar. Sam- spil verka þeirra er sannfærandi og óþvingað en formið er viðfangsefni þeirra beggja. Það sjónræna samtal sem fer fram á sýningunni minnir okkur á að fegurðin getur búið víða. Hrörnandi heimur Verk eftir Katrínu Elvarsdóttur á sýningunni Þögult vor. Vanrækt umhverfi og hversdagsfegurð Sýning kanadíska ljósmyndarans Jessicu Auer, Horft til norðurs, verður opnuð á Veggnum í Þjóð- minjasafninu kl. 14. Jessica kennir ljósmyndun við háskóla í Montréal en býr hálft árið á Seyðisfirði og rekur þar stúdíóið Strönd. Mynd- irnar eru úr langtímaverkefni þar sem hún skrásetur á stóra filmu ferðamannastaði á Íslandi. Námaskarð Eitt verka Jessicu Auer. Íslenskir ferða- mannastaðir Gunnar Pétursson LC02 hægindastóll Leður Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.