Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Kjartan Gestsson bókmenntafræð- ingur og synir þeirra eru Óttar Benedikt og Steinar Áki. Systkini Óttars eru: Sveinn Rún- ar Hauksson, f. 10.5. 1947, læknir, búsettur í Reykjavík; Sigríður Hauksdóttir, f. 1.11. 1951, kerfis- fræðingur í Reykjavík. Systkini Óttars Felix sammæðra eru: Sig- fús Guðfinnsson, f. 27.11. 1959, bakarameistari í Reykjavík; Guð- mundur Guðfinnsson, f. 16.1. 1959, bakari og framkvæmdastjóri í Reykjavík; María Þorgerður Guð- finnsdóttir, f. 17.5. 1960, kerf- isfræðingur og kennari í Reykja- vík. Foreldrar Sveins: Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 19.12. 1926, d. 30.9. 2006, húsfreyja og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Haukur Sveinsson, f. 13.10. 1923, 14.10. 2017, póstfulltrúi í Hafnar- firði. Þau skildu. Seinni kona Hauks var Hulda Guðjónsdóttir, f. 13.8. 1921, d. 14.3. 2010, banka- fulltrúi í Hafnarfirði. Seinni maður Ingibjargar og stjúpfaðir Sveins Rúnars var Guðfinnur Sigfússon, f. 14.4. 1918, d. 14.10. 1997, bakarameistari. Óttar Felix fagnar sjötugs- afmæli sínu í dag með fjölskyldu og vinum. Úr frændgarði Óttars Felix Haukssonar Óttar Felix Hauksson Jón Guðmundsson fl ugm., rafvirkjam. og framkvstj. í Rvík Hörður Felixson knatt - spyrnum. í Val Stefán Jónsson forstj. Vélsmiðju Hafnar fjarðar og forseti bæjar stjórnar Hafnarfjarðar Tryggvi Jónsson endurskoðandi Leifur Harðarson lands- liðsm. í blaki Kristín Friðbertsdóttir húsfr., frá Vatnadal Pálmi Bjarnason b. á Meiribakka í Skálavík Guðrún Pálmadóttir húsfr. í Bolungarvík og í Garði Þorvalda Hulda Sveinsdóttir húsfr. á Norðfi rði Baldur Guðmundsson trésmíðam. og sjóm. Gylfi Guðmundsson fv. skólastj. í Reykjanesbæ Helgi Guðmundsson fyrrv. bæjarfulltr. á Akureyri og síðasti ritstj. Þjóðviljans Eyjólfur Jóhannsson forstj. í Rvík Jóhann Eyjólfsson form. knattspyrnuf. Vals, Íslandsm. í golfi og þrisvar heims meistari öldunga í golfi Jón Stefánsson fyrrv. bæjarstj. í Grindavík Soffía Pétursdóttir húsfr. í Kalastaðakoti Jón Sigurðsson hreppstj. í Kalastaðakoti Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Jóhannsson kaupm. og bæjarfulltr. í Rvík Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfr. og framkvstj. í Rvík Ingibjörg Jóhanna Sigurðardóttir húsfr. í Sveinatungu Jóhann Eyjólfsson b. og alþm. í Sveinatungu í Hvítársíðu, af Háafellsætt Haukur Sveinsson póstfulltr. í Hafnarfi rði og skákmeistari Sveinn Halldórsson skólastj. í Bolungarvík og Garði Ingunn Árnadóttir húsfr. á Skeggjastöðum Halldór Halldórsson b. á Skeggjastöðum í Garði Bankastræti 6 | sími 551 8588 | gullbudin.isBankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Tissot, Raymond Weil, Certina, Michael Kors, Tommy Hilfiger, Casio o.f.l á völdum vörum 30-70% afsláttur ÚTSALA „FREKAR SLÖPP MÆTING. ÞÚ ÆTTIR KANNSKI AÐ HALDA ÞIG VIÐ VEIÐARNAR.” „ÉG ÆTLA AÐ FÁ KRÚTTÍ-BÚTTÍ- BJÚTÍBOLLURNAR OG HÚN ÆTLAR AÐ FÁ KAFFIBOLLA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú ert glampinn í augum hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FÓÐRAÐU MIG ÞETTA KOSTAR PENINGA! FÓÐRAÐU MIG ÞÁ SAGT ER AÐ INNST INNI SÉU DREKAR VÆNSTU GREY ! JÁ, EN HVER VILL VERA INNST INNI Í DREKA? Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Flytja manni ljúfust lög. Lög í vegg ég hugsa’ um. Sárum valda sviða mjög. Svo eru þeir á buxum. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Á hljóðfærum menn strengi strjúka. Strengi í vegghleðslum má sjá. Strengir vöðva meiða mjúka. Mittisstrengir buxum á. Eysteinn Pétursson segist fara að dæmi Helga R. Einarssonar og senda tvær vísur með lausn. Hér er önnur þeirra: Ómar ljúft frá stilltum streng. Strengur í vegg er flatur. Strengir koma strák í keng. Minn strengur buxna er latur. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Gítarstrengur gaf þeim tón þá gæðastreng í hleðslu stungu. Strengi í vöðva hrepptu hjón, hertu buxnastreng og sungu. Baldur Hafstað leysir gátuna þannig: Vísnagátan gleður sál – gott er að daginn lengir. Það er alveg augljóst mál að orðið það er „strengir“. Þá er það lausnin frá Helga R. Einarssyni: Í hljóðfærum og hleðslum er. Með harðsperrum þá fengir. Á buxunum um mitti mér. Mismunandi strengir. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hljóma lög frá hörpustrengjum. Í hlöðnum vegg ég strengi sá. Stirðleik valda strengir drengjum. Strenginn buxna herða má. Þá er limra: Strengina strauk oft lengi strákurinn Lars á Engi af dýslegum funa á dansleik í Hruna, og daginn eftir fékk strengi. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Vetrartíð þá gerist grimm, geisa hríðarélin dimm, gáta lýði getur kætt geðið víða hresst og bætt: Allvel nefið nærir sá. Nota undir klinkið má. Óþekkur skal á hann fá. Orðið stundum haft um krá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þrefaldur strengur slitnar trautt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.