Morgunblaðið - 08.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.2020, Qupperneq 1
BÍÓHÚSIN FINNA ALLTAFTAKTINNVINNA ENNMEIRI OLÍU r risaskjár frá Samsung fær hjartað til að slá talsvert örar. 4 Norðmenn hafa tekið í notkun nýja risaolíulind í Norðursjó en sitt sýnist hverjum um þau umsvif. 14 VIÐSKIPTA 4 Ný Streymisveiturnar munu ekki leggja bíóhúsin að velli frekar en VHS-spólurnar eða DVD-diskarnir gerðu á sínum tíma, segir Alfreð Ásberg. MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Fjármögnun hótelturns í vinnslu Atli Kristjánsson, framkvæmdastjóri félagsins S26 hótel, segir að með samþykkt deiliskipu- lags vegna uppbyggingar 17 hæða hótels á Skúlagötu 26 í Reykjavík sé hægt að ljúka ýmsum þáttum, svo sem aðalteikningum og fjármögnun verkefnisins. Framkvæmdum við fyrsta áfanga, eða kjallarann, miði vel. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er stefnt að opnun hótelsins á næsta ári. Það verður með 203 herbergjum og rekið undir merkjum Radisson RED-keðjunnar. Almennt er miðað við að hótelherbergi í miðborginni kosti 25-45 milljónir. Miðað við miðgildið kostar hótelið um 7 milljarða. Atli segir aðspurður þetta heppilegan tíma til að ráðast í slíkar framkvæmdir. Slaki sé á bygg- ingarmarkaði og útlit fyrir að fjöldi ferða- manna verði nokkuð stöðugur og þeir orðnir eitthvað fleiri þegar hótelið verður opnað síðla árs 2021. Horft sé til vaxtar hjá Icelandair m.v. fréttir þaðan og aukins framboðs á flugi til landsins. Radisson RED sé gríðarlega sterkt vörumerki og fleiri slík hótel verða opn- uð um allan heim sem komi til viðbótar þeim sem nú þegar séu opin og hafi gengið vel. Ef fram haldi sem horfir muni ferðamönnum frá Asíu fjölga hlutfallslega mest, einkum Kína. Breytt forgangsröðun á ferðalögum Atli segir breytta forgangsröðun fólks á ferðalögum ásamt nýjum kynslóðum eiga þátt í meiri fjölgun 3ja og 4ja stjörnu hótela en 5 stjörnu hótela undanfarin misseri. Þ.e.a.s. ef miðað sé við hefðbundna stjörnugjöf. Gæðin að baki stjörnugjöfinni geti enda verið mis- jöfn. „Ferðamenn eru farnir að horfa meira til vörumerkja og þess sem þau standa fyrir en hefðbundinnar stjörnugjafar. Teikn eru á lofti um að slík þróun muni halda áfram. Radisson RED-keðjan er einnig vel sótt af fólki í við- skipta- og atvinnulífinu sem ferðast mikið vegna starfsins og við sjáum mikil tækifæri í rekstri veitingastaðar og þakbars á hótelinu.“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miðað við meðalverð á nýju hótel- herbergi í miðborginni gæti hótel- turn Radisson RED á Skúlagötu kostað um sjö milljarða króna. Unnið er að fjármögnun hótelsins. Teikning/Kettle Collective Rautt vitaljós á Radisson Red-hótelinu mun vísa í vitann sem Vitastígur er kenndur við. Ókyrrð er kannski það orð sem kem- ur helst upp í hugann þegar litið er til ferðaþjónustunnar og hafa áskor- anir Heimnsferða verið talsverðar undanfarin misseri. Meðal annars olli fall Primera Air haustið 2018 talsverðu fjárhagslegu tapi fyrir ferðaskrifstofuna eða um 770 milljónum króna. Um sumarið bað flugfélagið ferðaskrifstofur um að greiða flug fyrirfram í meira mæli en venjan er, en þá var félagið að glíma við erfiða fjárhagsstöðu. Tómas J. Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, segir starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafa unnið þrek- virki þegar aðstæður kölluðu á hröð viðbrögð. Þá hafi tekist að leysa úr flestum vandamálum sem hafa skot- ið upp kolli að undanförnu. Fjárfest í hugbúnaði Framkvæmdastjórinn lítur fram- tíð ferðaskrifstofunnar björtum aug- um og telur hið mikla úrval sem fylgir bókunarsíðum á netinu ekki endilega veita neytendum aðgang að hagstæðasta verðinu. Þá sé gífurleg samkeppni á mark- aði og stefnt að því að félagið dragi aðeins úr leigufluginu og að rekst- urinn verði nútímavæddur, að sögn Tómasar. „Við erum búin að eyða töluverð- um fjárhæðum í hönnun á öflugu bókunarkerfi og við erum að fara að tengjast flugfélögum til þess að hægt verði að bóka pakka, flug og gistingu. […] Markmiðið er að auka okkar þátt með áætlunarfluginu til þess að geta boðið meiri tíðni og fleiri áfangastaði.“ Heimsferðir sækja fram á markaðnum Morgunblaðið/Eggert Tómas J. Gestsson segir álagningu í ferðaiðnaðinum mjög lága. Framkvæmdastjóri Heims- ferða segir aðhaldssaman rekstur forsendu þess að geta boðið lágt verð. 8 Starfsfólk EY óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári ey.isEndurskoðun | Skattar | Ráðgjöf Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. EUR/ISK 8.7.‘19 7.1.‘20 145 140 135 130 125 141,8 137,2 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 8.7.‘19 7.1.‘20 2.042,74 2.131,33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.