Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is, Margrét Hugrún Gústavs- dóttir margret.hugrun@gmail.com Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir, kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Dóra Dúna Þ að er á vitorði flestra að nám er góð og gild leið til þess að auka lífsgæði, víðsýni og fá hugsanlega betri vinnu. Það að fara í nám með vinnu getur verið heilmikið mál og krefst þess að fólk for- gangsraði hraustlega og taki til í eigin tilveru. En nám getur líka komið eins og himnasending inn í líf fólks ef það er á kross- götum. Benedikt Þór Sigurðsson segir frá því hér í blaðinu hvernig hann notaði nám til þess að komast í gegnum skilnað. Hann var 34 ára þegar hann hóf háskólanám og hefur síðan stundað nám með fullri vinnu. Hann segir að það að fara í nám hafi gjörbreytt lífi hans. Hann fékk til dæmis mun betri vinnu í kjölfarið sem eykur lífsgleði og lífsgæði. Núna stundar hann nám í verkefnastjórnun en segir að það komi alveg til greina að halda áfram eftir það og fara jafnvel í MBA-nám. „Þegar ég skildi við barnsmóður mína leitaði ég huggunar í náminu og sökkti mér enn meira í það. Ég myndi segja að námið hefði í raun komið mér í gegnum skilnaðinn,“ segir hann í viðtalinu. Hann bendir á að ef hann hefði ekki farið í nám hefði hann bara eytt tím- anum í rugl eins og að horfa á sjónvarpið eða eitthvað álíka gáfulegt. Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað tengja örugglega við þetta enda mögulega mun algengara að fólk fái unglingaveiki við skilnað fremur en að bæta við sig verkefnum. Nám gerir þó oft miklu meira fyrir fólk en það grunar því það að fá sýn inn í annan heim hristir oft upp í hlutunum. Fólk áttar sig kannski á því að það sé á einhverri vegferð sem það vill ekkert endilega vera á. Oft áttar fólk sig ekkert á því nema það lendi á krossgötum. Þótt nám með vinnu sé frábær hugmynd þá er hægt að auðga líf sitt að svo mörgu leyti með því að fara á styttri námskeið. Það að fara á hug- leiðslunámskeið getur til dæmis bjargað lífi fólks sem er á barmi kulnunar og jóganámskeið getur gert kraftaverk fyrir þá sem eru stirðir. Aðalmálið er að fylgja hjartanu og reyna að hafa gaman af því í leiðinni. Það tvennt getur seint klikkað! Nám getur læknað sár Marta María Jónasdóttir Fólk á kross- götum ætti að skoða það að bæta við sig þekkingu í stað þess að fá unglingaveiki. Hver uppáhaldsbókin þín? „Þær eru nú ansi margar en ef ég ætti að nefna þær sem koma upp í hugann núna þá eru tvær sem höfðu mikil áhrif á mig. Konan sem gekk á hurðir eftir Roddy Doyle er bók sem hafði það mikil áhrif á mig þegar ég las hana fyrir um 20 árum að ég fann líkamlega til. Eins las ég bókina Borgin bakvið orðin eftir manninn minn hann Bjarna M. Bjarnason fyrir nokkrum árum og óháð nán- um tengslum við höfundinn þá hafði lesturinn óútskýran- leg og ævintýraleg áhrif á mig svo óvenjuleg er sagan og skrifin falleg. Þegar ég segi þetta þá hefur Bjarni sjálfur svipuð áhrif mig.“ Áttu þér uppáhaldssjónvarpefni? „Ég er alæta á fréttaskýringar- þætti og heimildamyndir. Er núna að horfa mikið á 60 mín- útur þeirra Ástrala og Fifth Estate frá Kanada. Svo eru góðar kúreka- og spennu- myndir eitthvað sem ég leita aftur og aftur í. Fara þar fremst í flokki myndir þeirra félaga John Wayne og Clint Eastwood.“ Hvað gerir þú til að vera ekki goslaus? „Það fyllir alltaf á tankinn að knúsa börnin mín og þefa smá af koll- inum á þeim þó þeir séu orðnir 7, 19 og 20! Annars leita ég inn á við til að hlaða og horfi þá gjarnan á heimildaþætti og púsla stór púsluspil eða spila Yahtzee við spilafélaga um allan heim.“ Hvaða óþarfa keyptir þú síðast? „Er til eitthvað sem heitir óþarfi!? Annars á ég allt í einu heldur stórt safn af glærum glossum þannig að lík- lega eru einhverjir þeirra óþarfi.“ Uppáhaldssamfélagsmiðillinn? „Allir, hentu í mig samfélagsmiðli og ég mæti!“ Hvaða hlutur er ómissandi? „Háir hælar. Alltaf.“ Mest notaða snyrtivaran? „Augn- og andlitskremin eru mikið tekin og svo er maskarinn nauðsynlegur fyrir okkur ljóskurnar.“ Uppáhaldsborg og hvers vegna? „Þær eru svo margar og svo á ég svo margar eftir en New York er í miklu uppáhaldi enda fjölbreytt, iðandi af lífi og full af geggjuðum veitingastöðum. Svo verð ég að nefna Köln og Berlín. Elska Þýskaland, matinn og stemninguna, ekki síst fyrir jólin. Já og Ljubljana er alger perla.“ Borðar þú morgunmat? „Ofast ekki. Fæ matarlystina undir hádegi. En skelli þó oft í mig eplaediki til að ræsa kerfið.“ Hvernig verður 2020? „Ef lífið hefur kennt mér eitthvað þá er það að taka hverjum degi eins og hann kemur, leyfa lífinu að koma mér á óvart og njóta í botn. Ætla þó að reyna að ferðast meira á nýju ári með fjölskyldunni en síðustu ár og fara oftar úr náttbuxunum í frítímanum!“ Ætlar að fara oftar úr náttbuxunum Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, les mikið og er allt of mikið á náttbuxunum heima hjá sér í frítíma sínum. Árið 2020 ætlar hún að fara oftar úr þeim. Marta María | mm@mbl.is AFP Katrín Júlíusdóttir leggur sig fram um að njóta augnabliksins. Clint East- wood verð- ur oft fyrir valinu þeg- ar Katrín velur sér bíómynd til að horfa á. Katrín kann að meta alla samfélags- miðla. New York er í miklu uppáhaldi. Íslenska fyrir útlendinga - öll stig • Sérstakir málfræðiáfangar • Enska öll stig • Önnur tungumál eftir óskum nemenda • Hraðnámskeið - litlir hópar - einkakennsla • Kennum á Skype Saga Akademía - málaskóli er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Allir kennarar skólans eru réttindakennarar. Eingöngu kennt í fámennum hópum eða einkakennslu. Pólskumælandi kennarar kenna íslensku og ensku fyrir Pólverja. Saga Akademía-málaskóli er viðurkenndur fræðsluaðili af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. sagaakademia@sagaakademia.is • daria@sagaakademia.is www.sagaakademia.is • Sími 899 3961 / 771 5475 • facebook Saga Akademia ehf. Málaskóli • Language School small groups / intensivecourses / private lessons

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.