Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
H
ússtjórnarskólinn í Reykjavík lifir
enn góðu lífi og gaman að sjá
hvernig þessi rótgróna mennta-
stofnun nær að halda í hefðirnar en
um leið aðlaga námið að síbreyti-
legu samfélagi. Eins og margir lesendur þekkja
nær saga Hússtjórnarskólans allt aftur til ársins
1942 og hét hann Húsmæðraskóli Reykjavíkur
allt fram til ársins 1975 þegar nafninu var breytt
í takt við nýja tíma. Námið spannaði áður tvö ár
en í dag aðeins eina önn og leggja nemendur
stund á fög tengd heimilshaldi, matreiðslu og
textílgreinum. Kennslan fylgir námskrá fram-
haldsskóla og er námið metið til eininga á fram-
haldsskólastigi. „Flestir nemendur eru þegar
búnir að ljúka stúdentsprófi, en þeir sem yngri
eru nota oft tækifærið og láta námið hér ganga upp í val-
greinakvótann,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, mat-
reiðslukennari hjá Hússtjórnarskólanum.
Heimavist og fullt fæði
Meðal námsgreina má nefna matreiðslu, næringar-
fræði, vörufræði, þvott og ræstingu að ónefndum textíl-
greinum eins og útsaumi, fatasaumi, prjóni, hekli og
vefnaði. „Nemendur læra heilmikið á önninni og öðlast
stórgóðan undirbúning fyrir lífið, skapa, bæta og fegra í
kringum sig,“ segir Guðrún og bendir á að vaxandi áhugi
á nýtni og endurvinnslu geri námið enn áhugaverðra í
augum unga fólksins.
Nemendahópurinn í hverjum árgangi er ekki stór, en
mjög vel um þá hugsað. Skóladagurinn er frá kl. 8 til 5 og
geta þeir sem þess óska búið á heimavist í skólabygging-
unni við Sólvallagötu. „Ég mæli eindregið með því að
fólk nýti sér heimavistina. Er mjög góður andi í húsinu
og myndast þar vináttubönd sem endast fólki ævina á
enda,“ segir Guðrún. Pláss er fyrir 24 nemendur á hverri
önn og 15 pláss á heimavistinni.
Borga þarf 430.000 kr fyrir námið og er heimavistar-
gjald 65.000 kr. fyrir önnina. Innifalið er fullt fæði alla
önnina, allt námsefni, og hráefni fyrir bæði hannyrða-
greinar og matreiðslugreinar. Nemendur fá því heil-
mikið fyrir peninginn.
Rammíslenskt og alþjóðlegt
Það er staðreynd að margt ungt fólk heldur
af stað út í lífið með litla þekkingu á flestu því
sem snertir daglegt heimilishald. Þau hafa ekki
fengið tækifæri til að læra að matbúa eða skipu-
leggja matarinnkaupin, og hvað þá heldur átt
þess kost að spreyta sig á gömlu matarhefð-
unum eins og að taka slátur, steikja kleinur og
laufabrauð. „Við gerum hefðbundinni íslenskri
matreiðslu skil og lögum kjötsúpu, steikjum
fisk í raspi, bökum hnallþórur og margt fleira.
Nemendur læra líka að elda í takt við tíðarand-
ann og spreyta sig t.d. á ítalskri eða austur-
lenskri matargerð, eða hverju því sem þau hafa
áhuga á.“
Guðrún segir það koma mörgum nemend-
anna skemmtilega óvart að uppgötva hvað þau
geta gert í eldhúsinu, með smá leiðsögn. „Það
er vitaskuld einstaklingsbundið hvað nemend-
urnir hafa góðan grunn þegar þau koma til okk-
ar, og reynum við að haga náminu þannig að all-
ir hafi gagn og gaman af og læri eitthvað nýtt.“
Það er heldur betur gott veganesti fyrir ungt
fólk sem er að byrja að standa á eigin fótum að
kunna að elda góðan mat og kaupa skynsam-
lega inn. Guðrún segir það aldeilis hjálpa til við
að halda reglu á útgjöldum heimilisins og stuðli vitaskuld
að heilsusamlegra mataræði. „Námið felur m.a. í sér að
nemendur læra að nýta afganga og nota það sem er til
hverju sinni, og aðlaga matseldina eins og þarf til að
fyrirbyggja matarsóun.“
Listrænar undirstöður
Textílnámið nýtist líka vel og fá stúlkurnar að spreyta
sig á að sauma á sig kjól á meðan piltarnir sauma sér
jakkaföt. Guðrún segir gagnlegt að kunna að prjóna og
sauma en textílnámið hafi líka leitt fólk út á nýjar brautir
og kveikt neista sem hafi orðið að stóru báli: „Ég veit
dæmi þess að nemendur frá okkur hafa fengið forgang
inn í frekara lista- og textílnám bæði hérlendis og er-
lendis eftir að hafa lært undirstöðurnar hér í Hússtjórn-
arskólanum.“
Í gegnum árin hefur aðsóknin í nám Hússtjórnarskól-
ans verið svo góð að ekki hefur verið þörf á að auglýsa
eftir nemendum, og eflaust hjálpar þar til hvað orðspor
skólans er gott og hve vel gamlir nemendur láta af dvöl-
inni þar. „Við höldum opið hús tvisvar á ári í lok annar í
desember og maí. Algengt er að útskriftarnemendur noti
tækifærið til að hittast þar og rifja upp gamla tíma. Er
það ekki skrítið enda margir sem hafa á orði að misserið
við Hússtjórnarskólann hafi verið einn besti tíminn í lífi
þeirra.“
Morgunblaðið/Kristinn
Stórgóður undirbúningur fyrir lífið
Guðrún Sigurgeirsdóttir segir
útskrifaða nemendur oft hafa á
orði að tíminn hjá Hússtjórnar-
skólanum í Reykjavík hafi verið
eitt besta tímabil lífs þeirra.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Guðrún Sigurgeirsdóttir mælir með að nemendur búi á heimavistinni. Þeir fá fullt fæði á með-
an á náminu stendur, góður andi skapast í húsinu og dýrmæt vinasambönd verða til.
Frá opnum degi hjá Hús-
stjórnarskólanum í
Reykjavík í desember
2013. Þar sýna nemendur
hvað þeir haf lært, hvort
heldur á sviði hannyrða
eða matseldar. Á mynd-
inni eru f.v.: Sigrid
Daregård, Jóhanna
Stefánsdóttir og Anna
Bergljót Böðvarsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert