Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 6

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 6
Þ au eru nátengd. Þetta hefur verið upp úr miðbiki tíunda áratugar síðustu aldar. Þorri Hringsson kenndi bæði námskeiðin. Fyrst var það slides- myndafyrirlestur sem náði yfir nokkur kvöld á Kjarvalsstöðum. Námskeiðið var um sögu og eðli myndasagna. Það leiddi til þess að síðar meir fór ég á verklegt myndasögunámskeið í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Þorri kenndi okkur allar mikilvægustu klisjurnar og hvernig ætti að sveigja þær og brjóta. Leiðbein- ingar hans í frásagnartækni berg- mála enn í hausnum á mér. Hjá honum lærði ég að það er ekki hvað þú segir, heldur hvernig.“ „Ekki hvað þú segir heldur hvernig“ Hugleikur Dagsson listamaður segir að námskeiðin sem breyttu lífi hans séu tvö. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Dóra Dúna Listamaðurinn Hugleikur Dagsson segir að Þorri Hringsson hafi kennt sér að það er ekki hvað þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það. 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Í rauninni eru það lítil atvik og lítil augnablik á hinum ýmsu námskeiðum og í verkefnum sem ég hef tekið þátt í sem hafa breytt lífi mínu hvað mest. Þegar Hlín Helga Pálsdóttir, barnaskóla- kennari minn, hrósaði mér fyrir dönskustíl sem ég skilaði til hennar, sem gerði mig afskaplega stoltan og gaf mér mjög óvænt sjálfstraust og trú á að ég gæti verið góður í dönsku. Þegar ég lærði, stuttu eftir útskrift úr Leik- listarskólanum, á spunanámskeiði hjá sænskum kennara, Martin Gejer, leyndardóma spunans. Að hræðast ekki að fara alveg óundirbúinn inn í spunann og sjá hvað gerist og umfram allt að hræðast ekki mistökin, því þau eru gjafir. Það verður fyrst gaman þegar einhver gerir mistök! Gríðarlega mikilvægt í starfi leikarans, að verða óhræddur við mistökin og reyndar nýtist það mér í flestum störfum sem ég hef tekið mér fyr- ir hendur. Þegar ég lærði trúðstækni í Leiklistarskól- anum, fyrst hjá Kára Halldóri Þórssyni og svo hjá Mario Gonzales, kennara frá Gvatemala. Tækni trúðsins er í mínum huga grunntækni leikarans. Hún kennir manni að einfalda hlut- ina, hreinleika, að einbeita sér að einu í einu. Og aftur að hræðast ekki mistökin. Þetta eru nokkur atriði sem koma strax upp í hugann, en það eru mun fleiri augnablik þar sem hefur kviknað á peru í höfðinu á mér og ég hef lært hluti sem fylgja mér í mörgu sem ég geri enn í dag. Ég hef verið það heppinn að kynnast frábærum kennurum, leikstjórum og samstarfsfólki sem hafa kennt mér allt sem ég kann og ég ætla að halda áfram að læra af fólk- inu í kringum mig. Lífið er námskeið.“ „Lífið er námskeið“ Gunnar Hansson leikari segir margt koma upp í hugann þegar nefna eigi nám eða námskeið sem breytti lífi hans. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Gunnar Hansson leikari er á því að lífið sé námskeið og að hægt sé að læra eitthvað af öllum. storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is • Prjón • • Hekl • • Útsaumur • Fyrir byrjendur, vana og þaulvana NÁMSKEIÐ STORKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.