Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Þ
að er að koma æ betur í ljós hvað tilfinn-
ingagreind og góð færni í mannlegum sam-
skiptum skiptir miklu máli fyrir framgang
fólks í atvinnulífinu. „Við sjáum þessa þró-
un ekki hvað síst í atvinnuauglýsingunum
þar sem áður var oft efst á lista að umsækjendur
hefðu meistarapróf, en núna er iðulega efst á blaði að
umsækjendur hafi framúrskarandi samskiptahæfi-
leika,“ segir Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi
(www.gudrunsnorra.com).
Guðrún heldur tvö námskeið á vorönn hjá Opna
háskólanum við Háskólann í Reykjavík: Hagnýting
jákvæðrar sálfræði, sem hefst 31. janúar; og Tilfinn-
inagreind til framtíðar sem hefst 24. mars.
Jákvæð sálfræði og tilfinningagreind eru nátengd
fræði innan sviðs sem kalla mætti manneflandi vís-
indi. „Hvort tveggja á upptök sín í mannúðarsálfræð-
inni sem þrátt fyrir nafnið er þó ekki undirgrein al-
mennrar sálfræði, en byggist á vísindalegum
rannsóknum sem skoða hvernig styrkja má jákvæða
eiginleika eins og þrautseigju og tilfinningagreind,“
útskýrir Guðrún.
Bæði námskeiðin eru þannig skipulögð að Guðrún
byrjar á að fara yfir kenningarlegan bakgrunn sem
svo er byggt ofan á með dýpri fróðleik, æfingum og
mælingum á nemendunum sjálfum. Með þekkinguna
af námskeiðunum í farteskinu ættu þátttakendur að
vera í stakk búnir að efla sjálfa sig og aðra, jafnt í
einkalífi og á vinnustað, og vaxa sem manneskjur og
fagfólk. Guðrún bendir á að meðal þess sem jákvæð
sálfræði hafi leitt í ljós sé að styrkleikar og veikleikar
hvers og eins eru ekki meitlaðir í stein. „Bæði heim-
speki og uppeldisfræði hafa glímt við þessa alda-
gömlu spurningu um að hve miklu leyti mannkostir
okkar ráðast af uppeldi og erfðum, en taugavísindin
sýna okkur að það sem við leggjum áherslu á mun
vaxa, og talað um að „leggja nýja víra“ í heilanum til
að tileinka okkur mannkosti á borð við þrautseigju.“
Guðrún bendir á að námskeiðin séu ekki í anda
hvatningarfyrirlestra heldur er um fræðilega yfirferð
að ræða. „Það sem við byggjum á eru vísindi og
rannsóknir, og sannreyndar kenningar og aðferðir
sem t.d. stjórnendur geta notað til að virkja jákvæða
eiginleika starfsfólks síns.“
Betri skilningur og samvinna
Aldrei hefur verið mikilvægara fyrir fólk á vinnu-
markaði að búa yfir þekkingu af þessum toga enda
t.d. að koma nokkuð glögglega í ljós að mikill munur
er á milli kynslóða svo að á hverjum vinnustað þarf
að beita lagni til að skapa samstilltan hóp og hvetja
fólk til dáða. „Yngsta starfsfólkið, sem við köllum
aldamótakynslóðina, hefur allt aðrar áherslur en eldri
kynslóðir, og vill jafnvel öðruvísi samskiptamáta og
annars konar endurgjöf, auk þess að þau leggja mikið
upp úr því að finna sem mestan tilgang í störfum sín-
um. Þetta er kynslóð sem hefur það fram yfir eldri
kynslóðir að geta iðulega talað opinskátt um tilfinn-
ingar sínar og líðan, sem er jákvætt, en einnig eru
vísbendingar um að starfsfólk á þessum aldri skorti
ákveðna hæfileika eins og þrautseigju,“ útskýrir Guð-
rún til að gefa hugmynd um hve flókinn vef þarf að
flétta þegar fjölbreytt teymi fólks vinnur saman.
Hvort sem um stjórnanda eða almennan starfs-
mann er að ræða segir Guðrún að þekking á jákvæðri
sálfræði og tilfinningagreind komi sér vel, þó ekki
væri nema með því að minnka fordóma gagnvart
veikleikum og styrkleikum annarra sem hjálpa engu
að síður til að styrkja teymið. „Eflaust þekkja margir
það hjá sjálfum sér að láta t.d. fara í taugarnar á sér
ef einhver í hópnum er mjög varkár (e. prudent).
Þetta er fólkið sem stígur á bremsuna og vill ekki
fara sér að neinu óðslega, hefur efasemdir um að
áætlanir gangi upp eða að peningar séu til fyrir
hlutnum. Svona gagnrýni og jarðtenging getur stund-
um stuðað fólk sem liggur á að gera sem mest og
gera allt sem hraðast, en með aukinni þekkingu og
skilningi áttar þetta sama fólk sig á hve mikið sterk-
ari hver starsfhópur, deild eða heilt fyrirtæki verður
með því að hafa svona raddir innanborðs í bland við
allar hinar.“
Ná tökum á tilfinningunum
Með góðan skilning á tilfinningagreind getur fólk
síðan leyst mikla krafta úr læðingi. Guðrún segir
menntun á sviði tilfinningagreindar m.a. felast í því
að skilja þá líffræðilegu ferla sem eiga sér stað á bak
við þær tilfinningar sem við finnum í dagsins amstri,
en með því að skilja hvað er að gerast þegar við
gleðjumst, hryggjumst, reiðumst eða skelfumst má
byrja að stýra tilfinningunum betur og beisla þær
frekar en að láta stjórnast af þeim. „Það á t.d. við um
þjálfun í þrautseigju að þar skiptir máli að átta sig
betur á hvernig hugurinn virkar og hvernig við get-
um verið virkir þátttakendur í eigin lífi í stað þes að
stjórnast af ótta við ókunnuga framtíð. Bara sú vitn-
eskja breytir sjónarhorni fólks svo það á auðveldara
með að láta ekki átök og óvissu lama sig eða hræða.“
AFP
Styrkleikar okkar eru
ekki meitlaðir í stein
Með tilfinningagreind og jákvæða sálfræði í farteskinu opnast fólki
alls konar möguleikar í leik og starfi. Guðrún Snorradóttir fer í
saumana á þessum fræðum á námskeiðum hjá Opna háskólanum.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Guðrún segir til-
finningagreind
m.a. snúast um þá
líffræðilegu ferla
sem búa að baki
tilfinningum okkar.
Vegfarendur í Hong Kong bíða eftir grænu ljósi. Mann-
kostir fólks eru ekki fastmótaðir og öll getum við eflt
okkur á flestum sviðum, óháð aldri og bakgrunni.
Landsmennt
Styrkur þinn
til náms
Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins
og verkafólks á landsbyggðinni.
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is