Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 14
Stutt og hnitmiðuð kynning
Það er allt í lagi að segja aðeins frá
bakgrunni sínum í upphafi, sérstaklega
reynslu og menntun í því sem fjallað er
um. Lykilatriði er þó að hafa þá umfjöllun
eins stutta og hægt er því flestir nem-
endur vilja frekar fá að heyra einhver
trix sem þeir geta nýtt sér strax heldur en
að heyra ævisögu kennarans. Ef aðstæður
bjóða upp á er gott að láta nemendur líka
kynna sjálfa sig og sinn bakgrunn. Það
þjappar hópnum saman og hjálpar þér
sem kennara að meta hlustendahópinn
betur.
Náðu augnsambandi
Horfðu yfir salinn, eru ekki örugg-
lega allir að fylgjast með því sem þú ert
að segja? Reyndu reglulega að ná sam-
bandi við áheyrendur með því að líta út í
sal.
Leiktu með röddina og líkamann
Ekkert er verra en eintóna ræður. Ef
það eru engar sveiflur eða tilfinningar í
röddinni þá muntu líklega svæfa áheyr-
endur. Eins er gott að vera hreyfanleg/
ur. Færðu þig úr stað og notaðu handa-
hreyfingar.
Mundu eftir gleðinni
Sýndu gleði og ánægju með látbragði
þínu. Vertu viss um að áheyrendur skynji
að þú vilt vera á staðnum og miðla boð-
skapnum til þeirra. Þá er mun líklegra að
fólk taki við honum.
Notaðu leikmuni
Það er tilvalið að draga fram ein-
hverja leikmuni sem tengjast því sem
verið er að tala um og fanga þannig at-
hygli nemenda aftur. Sjálf tek ég oft
töfrasprota með þegar ég er að tala um
vandamál barna, enda myndu margir
foreldrar og umönnunaraðilar (þar á
meðal ég) vilja eiga töfrasprota sem
getur lagað allan vanda með einni
sveiflu, sem er því miður ekki alveg svo
einfalt!
Spurningar, virkni og
fjölbreytileiki
Spurningar vekja forvitni og fólk
hlustar til þess að fá svar við forvitni-
legum spurningum. Það er því gott að
velta upp áhugaverðum spurningum í
upphafi til þess að kveikja áhuga nem-
enda á efninu. Virkni heldur líka at-
hyglinni. Láttu nemendur rétta upp
hönd ef þeir kannast við eitthvað sem
verið er að tala um, láttu þá taka þátt í
umræðum eða kallaðu fram virkni á
annan hátt. Brjóttu kennsluna upp með
því að sýna myndbönd, láttu nemendur
taka þátt í verkefnum eða fara í hlut-
verkaleiki.
Notaðu myndlíkingar og
segðu sögur
Það er oft gott að koma boðskap á
framfæri með dæmisögum eða mynd-
líkingum. Til dæmis ef verið er að tala
um þunglyndi þá má líkja því við svartan
hund sem eltir þig út um allt og leggst of-
an á þig þegar þú ætlar fram úr á morgn-
ana eða út úr húsi. Myndir og sögur sitja
oft betur í minni fólks.
Settu dagskrá
Á lengri námskeiðum er nauðsynlegt
að hafa dagskrá og virða tímamörk.
Fólk vill fyrirsjáanleika og tímasetning-
ar skapa ró, úthald og einbeitingu. Ef
nemendur vita að það er kaffipása eftir
kortér er líklegra að nemendur einbeiti
sér fram að kaffihléi í stað þess að vera
sífellt að velta fyrir sér hvenær tíminn sé
eiginlega búinn. Stutt hlé ætti að vera á
40 mínútna fresti því það er mjög erfitt
að halda athygli fólks lengur en 40 mín-
útur í senn.
Talaðu á mannamáli
Settu þig í spor nemenda og komdu
námsefninu frá þér á mannamáli þannig
að allir þátttakendur skilji það sem verið
er að segja. Þegar verið er að tala um töl-
ur er gott að setja þær í samhengi við
eitthvað sem fólk skilur.
Vertu þú sjálfur
Sérfræðingar eru líka mannlegir, vita
ekki alltaf allt og fylgja ekki alltaf öllu
100% sem þeir vita að virkar best og
kenna öðrum. Ekki þykjast betri en nem-
endur þínir, enginn er 100% alltaf. Auk
þess hafa allir eitthvað að gefa. Fáðu
umræður og hugmyndir frá nemendum.
Vertu þú sjálfur, ekki taka þig of hátíð-
lega og gerðu grín að þér þegar það á
við.
Morgunblaðið/Eggert
Unsplash
Unsplash
Elísa segir að fólk
þurfi að muna eftir
gleðinni.
Elísa notar oft leikmuni þegar hún er að
kenna til að fanga athygli nemenda. Vog-
in hentar til dæmis vel þegar verið er að
ræða um jákvæðar eða neikvæðar hugs-
anir og mikilvægi þess að vera í jafnvægi.
Myndlíkingar og sögur
virka alltaf vel.
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is