Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 23
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 23
S njólaug Lúðvíksdóttir, uppi-standari og handritshöf-undur, var prakkari sem
fékk góðar einkunnir. Hún til-
heyrði hópnum sem braust í sund-
laugina eftir lokun og hékk í
sjoppunni en var feimin að tala við
stráka. Starði bara niður á Buff-
alo-skóna sína og lét lítið fyrir sér
fara að eigin sögn. Hún var best í
tungumálum og íslensku, sæmileg
í raungreinum og skelfileg í leik-
fimi. Í Víðistaðaskóla og Versló
eignaðist hún stóran vinkvennahóp
og í þeim síðarnefnda tók hún út
hið svokallaða skinkutímabil sem
vinkonurnar nota enn gegn henni.
„Þær geta mútað fyrir lífstíð
með skinkumyndum af mér,“ segir
hún kímin.
Í uppistandi sínu vílar Snjólaug
ekki fyrir sér að fjalla um kynlíf
og kynferðismál með hressandi
hætti en það getur hún þó ekki
þakkað kynfræðslunni sem hún
fékk á skólaárunum.
„Stelpur lærðu um blæðingar og
strákar um blauta drauma og þar
með voru kynferðismálin af dag-
skrá. Ég veit meira að segja um
nokkra karlmenn sem héldu langt
inn í fullorðinsár sín að þvagrás
kvenna væri í leggöngum! Von-
andi er Sigga Dögg kynfræðingur
að hrista eitthvað upp í þessu
námsefni. Ekki veitir af,“ segir
hún.
Af öllum þeim kennurum sem
komu og fóru segir Snjólaug að
Árni Hermannsson, latínu- og
sögukennari í Versló, hafi slegið
metið í skemmtilegheitum.
„Hann gekk um með prik sem
hann notaði í tímum eins og
hljómsveitarstjóri. Var eldklár og
fyndinn og náði að halda athygli
fýldra unglinganna á meistara-
legan hátt. Húmor skiptir miklu
máli og að tala við nemendur eins
og jafningja en halda samt í ag-
ann. Árni gerði hvort tveggja.
Hins vegar fóru kennararnir sem
reyndu að passa inn í unglinga-
hópinn með því að vera hipp og
kúl voðalega í taugarnar á mér.
Þetta er fín lína.“
Stelpur lærðu
um blæðingar
og strákar um
blauta drauma
„Ég veit meira
að segja um
nokkra karl-
menn sem
héldu langt
inn í fullorð-
insár sín að
þvagrás
kvenna væri í
leggöngum!“
Snjólaug
Lúðvíksdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa
og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Ætlar þú
að vera með?
Vetrarkortið komið í sölu.
Innritun á öll janúar
námskeið stendur yfir!
TT aðhaldsnámskeið
Krefjandi og skemmtileg leið til að lagfæra
mataræðið og koma sér í form.
Fitform (60+ og 70+)
Sérvalin og fjölbreytileg þjálfun sem tekur
eðlilegt mið af þörfum hvors aldurshóps
fyrir sig.
Mótun BM
Kerfisbundnar styrktar- og liðleikaæfingar
í litlum sal.
Æfingakerfið 1-2-3 – opnir tímar
Snilldarlausn fyrir þær sem þurfa að nýta
tímann sinn vel!
Sjá nánar á jsb.is
Innritun í síma 5813730