Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 U pphafið á ævintýri Jakobs Jónssonar minnir á byrjunina á góðri kvikmynd: Ungur Íslend- ingur, nýfluttur til stórborgarinnar London, arkar þar um göturnar í atvinnuleit og upp- götvar fyrir algjöra tilviljun merkilega viskí- búð steinsnar frá British Museum. Hillur af öndvegis viskíflöskum þekja alla veggi frá lofti niður í gólf, og ungi maðurinn aldeilis lukkulegur enda byrjaður að þróa með sér áhuga á þessum eðla drykk. Og viti menn: í búðinni finnur hann auglýsingu; starfsmaður óskast. Hann seilist ofan í jakkavasann sinn og dregur fram starfsferilskrána sem hann hafði nýlokið við að útbúa fyrir næsta atvinnu- viðtal. Þetta var árið 2008 og er Jakob Jónsson í dag orðinn verslunarstjóri Royal Mile Whiskies í London auk þess að hann heldur úti viskívefritinu Viskíhornið (www.viskihor- nid.com). Þó að hann hafi fengið að lifa og hrærast í viskí- heiminum í rúman áratug segir hann að því fari fjarri að hann sé farinn að þreytast á þessum mergjaða drykk og alltaf sé hægt að uppgötva eitthvað nýtt hafi menn brenn- andi áhuga á viskíi. „Það er líka svo mikil gróska í grein- inni og bara á allrasíðustu árum voru opnaðar í kringum 30 nýjar viskíverksmiðjur á Bretlandseyjum. Viskí er á mikilli siglingu um allan heim og er þetta menning sem teygir sig allt frá hefðbundnum viskígerðarhéruðum Skot- lands til Japans og jafnvel Indlands, að ógleymdu Íslandi.“ Að upplifa í góðra vina hópi Jakob kennir viskínámskeið hjá Endurmenntun HÍ á vorönn og er þetta í þriðja skiptið sem blásið er til nám- skeiðs af þessu tagi hjá EHÍ. Námskeiðið heitir „Viskí – lífsins vatn“ og fer fram mánudagskvöldið 27. janúar. Lögð er áhersla á að hafa kennsluna aðgengilega en þess jafnframt gætt að bæði byrjendur og lengra komnir hafi gaman af. „Þetta er ágætis inngangsnámskeið fyrir viskíáhugafólk – Viskí 101 – og byrjum við á að fara yfir grunnatriði viskísögunnar og viskígerðar. Nemendur læra um hin ýmsu skref framleiðsluferlisins, og hvernig hráefni, tunn- ur og aðferðir hafa áhrif á drykkinn,“ útskýrir Jakob og bætir við að þátttakendur séu hvattir til að spyrja spurn- inga og helst grípa fram í fyrir kennaranum ef eitthvað brennur á þeim. „Við leggjum ekki síst áherslu á að viskí á helst að drekka í góðra vina hópi þar sem fólk gefur sér tíma til að njóta drykkjarins, ræða málin og njóta sam- vistarinnar.“ Að fyrirlestri loknum tekur við sjálf viskísmökkunin og leiðir Jakob nemendur í gegnum nokkrar ólíkar tegundir viskís; eina tegund frá hverju viskíhéraði Skotlands. Mikil breidd er í viskíinu sem hann hefur valið af kostgæfni; allt frá léttu og ungu viskíi yfir í kröftugri gerðir með reykmiklu bragði. Jakob upplýsir að viskísmökkun sé um margt frá- brugðin annarri vínsmökkun og þannig er það mikilvægur hluti af upplifuninni að kyngja drykknum frekar en að skyrpa í fötu, og finna hvernig viskíið fyllir öll skynfæri. „Það þýðir líka að ágætt er að fólk klári ekki endilega úr glasinu enda þarf að skammta vel í glösin svo að viskíið fái að njóta sín, en að klára úr fjórum eða fimm viskíglösum á einu kvöldi er eitthvað sem ég mæli ekki endilega með,“ segir Jakob glettinn og brýnir fyrir áhugasömum að þeir taki strætó til og frá námskeiðinu eða láti einhvern sækja sig. Viskísmökkun er þó svipuð annarri vínsmökkun að því leyti að ef fólk er með athyglina við drykkinn uppgötvar það alls kyns blæbrigði og keim. „Við smökkum virkilega vand- að viskí, sem er töluvert ólíkt þessum mest seldu gerðum sem fólk skammtar sér í skotglös og klárar í einum rykk eða blandar út í kók. Nemendur fá að kynnast því hvað viskí getur verið margslunginn drykkur og við ræðum um hvaða Námsefni sem auðvelt er að kyngja Jakob Jónsson viskísérfræðingur með meiru leiðir nemendur inn í undraheim viskísins hjá EHÍ. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Jakob Jónsson í búðinni góðu rétt hjá British Museum. Hann segir að það þurfi ekki að vera dýrt áhugamál að hafa gaman af því að drekka vandað viskí endrum og sinnum. Andrúmsloftið inni á skrifstofunni eða heima þar sem lært er skiptir miklu máli. Það má fá alls konar tré og blóm í dag sem bæta súrefnið. Allt er vænt sem vel er grænt Friðarlilja er dásam- legt blóm inn á skrif- stofuna. Fæst í Blómavali. Falleg skrif- stofuhúsgögn frá Pennanum. Nánari upplýsingar má finna á: www.erasmusplus.is og www.nordplusonline.org Umsóknarfrestir 2020 Í menntahluta Erasmus+: Nám og þjálfun 5. febrúar og samstarfsverkefni 24. mars, í æskulýðshluta Erasmus+: 5. febrúar, 30. apríl og 1. október og í Nordplus: 3. febrúar. Rannís auglýsir umsóknarfresti fyrir Erasmus+ og Nordplus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.