Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 31
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 31
Skráning er hafin
schballett.is • 861 4120Skipholt • Kópavogur • Grafarvogur
Ballett frá 2ja ára
Jazzballett
Ballett-fitness
Silfursvanir 65 ára+
Mat-pílates
og 20-30 ára advanced
Þ
að er ekki bara mannfólkið sem þarf að fara í skóla
heldur ferfætlingarnir líka. Að vísu snýst námið í
Hundaskólanum ekki hvað síst um að kenna eigend-
unum réttu handtökin við að þjálfa hundana sína, en
hundarnir læra líka heilmikið.
Valgerður Júlíusdóttir er hundaþjálfari og aðstoðarskóla-
stjóri í grunnskóla. Hún starfrækir eigin hundaskóla
(www.hundaskolinn.is) og hefur að auki um árabil kennt hjá
Hundaskóla HRFÍ. Hún segir bæði hunda og eigendur græða á
náminu sjálfu en að auki veita flest sveitarfélög hundaeig-
endum sérstakan hvata til að fara í Hundaskólann með því að
veita afslátt af hundaleyfisgjöldum gegn framvísun útskrift-
arskírteinis.
Ná árangri hratt
Er vissara að draga það ekki að fara með nýja heimilishund-
inn í Hundaskólann og segir Valgerður að hvolpar megi koma
eftir að hafa fengið fyrstu tvær bólusetningarsprauturnar. „Á
hvolpa- og grunnámskeiðinu eru hundarnir yfirleitt á aldurs-
bilinu þriggja mánaða til rúmlega eins árs og er kennt tvisvar í
viku í níu skipti samtals,“ útskýrir hún og bætir við að árang-
urinn komi mjög fljótt í ljós. „Að náminu loknu fá nemendur
viðurkenningarskírteini sem veitir afslátt af hundaleyf-
isgjöldum, en þeir sem vilja geta í kjölfarið sótt framhalds-
námskeið sem er meira krefjandi fyrir bæði hund og eiganda.“
Hjá Hundaskólanum læra eigendurnir einfaldar og skilvirk-
ar þjálfunaraðferðir og fá leiðsögn um allt sem við kemur
hundahaldi. „Margir eru í þeim sporum að vera óöruggir þegar
kemur t.d. að því að setja hundinum skýr mörk og slysast til að
gera alls kyns mistök í uppeldinu. Eftir grunnnámskeiðið er
þetta fólk miklu hæfara til að hugsa um hundinn og búið að fá
svör við öllum spurningum sem brenna á þeim.“
Hundurinn fær líka tækifæri til að venjast því að vera innan
um aðra hunda, og þroska hjá sér félagslegu hliðina. „Oft eru
ungir hundar mjög einangraðir með eigendum sínum og eiga
þess sjaldan kost að blanda geði við aðra hunda. Á námskeiðinu
er líka meira áreiti í umhverfinu en inni á stofugólfinu heima og
hundarnir læra því að hlýða við meira krefjandi aðstæður.“
Missi ekki af merkjunum
Valgerður leggur ríka áherslu á að nemendur átti sig á
hvernig hundurinn hugsar og tjáir sig, bæði til að auðvelda
þjálfunina en líka til að fyrirbyggja óhöppin. „Hundar tjá sig
með öðrum hætti en við og fólk þarf að þekkja einkennin ef t.d.
hundur sýnir ótta- eða reiðimerki sem geta farið fram hjá þeim
sem þekkja ekki vel til hunda. Við getum líka nýtt okkur eðli og
hvatir hundsins til að ná hraðar árangri við þjálfunina og bæta
samvistir hunds og manns.“
Að sögn Valgerðar geta allir hundar lært og gildir einu hvaða
tegund er um að ræða eða hve gamall hundurinn er. „Eitt sinn
fékk ég t.d. til mín gamlan sveitahund sem hafði aldrei svo mik-
ið sem gengið í taumi og hann var alveg æðislegur nemandi.“
Hún segir líka alla hunda hafa gott af vandaðri þjálfun og
hvort sem um sé að ræða lítil kríli eða stóra og sterka hunda þá
geti hundur sem ekki hefur fengið neina leiðsögn og ekki verið
sett nein mörk fljótlega valdið eiganda sínum alls kyns vand-
ræðum. Hún segir það hreinlega vera spurningu um að axla
ábyrgð sem hundaeigandi að sinna þjálfuninni mjög vel þegar
um stórar tegundir sé að ræða og hafa góða stjórn á hundinum
við allar kringumstæður.
Æft við réttar aðstæður
Aðspurð hvort að dugi ekki að fylgja einfaldlega kennslu-
myndböndum á netinu segir Valgerður að það sé af hinu góða
að fólk lesi sér til um hundaþjálfun og geri æfingar heima, og
raunar er það mikilvægur hluti af náminu við Hundaskólann
að fólk og hundar sinni heimavinnunni samviskusamlega.
„En það er ekki hægt að gera allt heima í stofu og brýnt að
venja hundinn við að hlýða í alls konar umhverfi, og ekki síð-
ur að kunna að bregðast rétt við með hundinum við alls kyns
aðstæður.“
Partur af náminu við Hundaskólann er síðan að eigendur
læri hvernig má halda þjálfuninni áfram út allt æviskeið hunds-
ins. Valgerður segir hunda hafa gaman af að hlýða og vinna fyr-
ir eiganda sinn og hægt að þjálfa þá við ýmis tækifæri. „Það er
t.d. upplagt að nýta hvern göngutúr til að láta hundinn leysa
verkefni á leiðinni. Bæði finnst hundinum það ánægjulegt en
svo þreytist hann líka við æfingarnar og verður rólegri þegar
heim er komið.“
Hvar eiga mörkin að liggja?
Valgerður segir áríðandi að fólk kunni að setja hundunum
sínum skýr mörk, en það sé svo undir hverjum og einum
komið hvar línan eigi að liggja. Þannig er það ekki endilega
til marks um slæmt hundauppeldi að voffi fái að sofa uppi í
hjá eiganda sínum eða stíga fæti inn í eldhúsið. „Fólk
ákveður sjálft hvaða reglur það vill setja en það er hundurinn
sem á að laga sig að eigandanum ferkar en öfugt. Ef t.d. eig-
andinn kærir sig ekki um að hafa hundinn uppi í rúmi á nótt-
unni, og er jafnvel að missa svefn af þeim sökum þá gengur
það ekki og þarf fólk þá að kunna hvernig best er að setja
hundinum skýrar línur.“
Eigendur læra að skilja hundinn
sinn betur í Hundaskólanum. Brýnt
er að sinna heimavinnunni vel.
Leitun er að sætari nem-
endum en þeim sem
koma í Hundaskólann.
Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir er forvitin í eðli
sínu og sækir námskeið
reglulega.