Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls voru 1.592 fiskiskip skráð í ís- lenska flotann um síðustu áramót, samkvæmt því sem kemur fram á vef Hagstofunnar. Hafði skipunum fjölgað um sjö frá árinu á undan, en þá voru þau 1.582. Togurum fjölgað um tvo á síðasta ári og voru 45 í árslok, en sjö ísfisktogarar voru smíðaðir hjá norska fyrirtækinu Vard og komu allir til landsins á árinu. Meðalaldur togaranna lækkaði úr 24 árum í 21 ár í fyrra, en í heildina var meðalaldur fiskiskipa í flotanum óbreyttur eða 31 ár. Vélskip voru í fyrra skráð 715, en voru 722 árið á undan og er meðalaldur þeirra nú 27 ár. Sex togarar voru skráð 40 ára og eldri og 110 vélskip. Opnir bátar voru skráðir 821 um síðustu áramót og var meðalaldur þeirra 37 ár. Flest fiskiskip voru í fyrra skráð á Vestfjörðum eða 387, þau voru 278 á Vesturlandi og 235 á Austurlandi. 113 skip með farþegaleyfi Í Skipaskrá og sjómannaalm- anaki fyrir þetta ár er að finna upp- lýsingar og myndir af 1.280 sjóför- um og í textaskrá er að finna 994 önnur sjóför. Sérstaklega er í for- mála Sjómannalmanaksins vikið að farþegaskipum og segir þar að sá útvegur að sigla með ferðamenn í skoðunarferðir hafi marga og góða atvinnuskapandi kosti. Alls voru í fyrra 113 skip og bátar með leyfi til siglinga með farþega, en 2018 voru 118 skip og bátar með farþegaleyfi. Flest tonn á Spáni, en flest skip í Grikklandi Eurostat, Hagstofa Evrópusam- bandsins, birti í síðustu viku yfirlit yfir flota ríkja innan sambandsins. Þar kemur fram að flotinn minnkaði 2018 eins og hann hefur gert und- anfarin ár. Alls voru skráð 81.860 fiskiskip innan ESB og miðað við árið 2008 hafði þeim fækkað um 4%, en brúttótonnum fækkað um 17% og vélarafl hafði minnkað um 10%. Floti þjóðanna er mjög breyti- legur og stærsti hluti skipanna er innan við 10 metrar að lengd og lítill hluti yfir 40 metrar. Meðalbáturinn er 19 brúttótonn. Miðað við þann mælikvarða er spænski flotinn stærstur, alls 332 þúsund tonn eða 21% af heildinni, en Bretar (191 þúsund tonn) og Frakkar (177 þús- und tonn) koma í næstu sætum með rúmlega helming af brúttótonnum spænska flotans. Samkvæmt sömu gögnum er norski fiskveiðiflotinn stærri en sá spænski eða tæplega 394 þúsund brúttótonn og sá íslenski aðeins minni en sá franski með 154 þúsund tonn. Þegar litið er til vélarafls fiski- skipa innan Evrópusambandsins fara Frakkar í efsta sætið með 16% af heildinni, en Ítalir og Spánverjar koma skammt á eftir. Fjöldi skipa er hins vegar mestur í Grikklandi, en þar er mikill fjöldi báta gerður út og meðalbáturinn aðeins fimm brúttótonn. Heildarafli ESB-landa 2018 var um 5,3 milljónir tonna og veiddu skip frá Spáni, Danmörku, Bret- landi, Frakklandi og Hollandi um 2/3 aflans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þrjú ný skip Bárður, Vörður og Áskell við bryggju í Hafnarfirði. Tæplega 1.600 fiski- skip eru í flotanum  Meðalaldurinn 31 ár  Flest á Vestfjörðum  Floti fiski- skipa innan Evrópusambandsins heldur áfram að minnka MYND/ÓSKAR PÉTUR Fjöldi fi skiskipa eftir landshlutum 2019 Heimild: Hagstofa Íslands '03 '07 '11 '15 '19 106 278 387 128 208 235 80 159 Höfuð- borgarsv. Vesturland Vestfi rðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Suðurnes 1.582 fi skiskip voru alls skráð á landinu í árslok 2019 Fjöldi skipa 2003-2019 1.872 1.582 1.529 Áform eru um að hefja bruggun á bjór og pitsugerð í nýju húsnæði á Bakkafirði. Verkefnið hlaut nýverið 1.570 þúsund krónur í styrk frá Byggðastofnun og var eitt sex sam- félagseflandi verkefna vegna ársins 2019 sem fengu styrki. Styrkirnir eru hluti af verkefninu Betri Bakkafjörð- ur og er markmiðið að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu. Rúmlega 80 íbúar eru skráðir með lögheimili á Bakkafirði, en færri dvelja þar yfir veturinn. Í umsögn um bjórframleiðsluna kemur fram að markmiðið sé að byggja upp starfsemi sem geti skap- að störf fyrir umsækjanda og fjöl- skyldu hans auk þess að geta boðið upp á veitingar á staðnum fyrir heimafólk og ferðamenn. Í nýju iðn- aðarhúsi verði aðstaða til að brugga bjór og selja hann af krana, ásamt því að dreifa til veitingahúsa á Norður- og Austurlandi. Styrkurinn sem nú var veittur miðast við gerð við- skiptaáætlunar og vöruþróunar. Endurbyggja Halldórshús Tvær milljónir voru veittar í styrk vegna endurbyggingar á Halldórs- húsi, Gamla kaupfélaginu, sem byggt var 1906. Húsið er á áberandi stað í þorpinu og endurbygging þess mun hafa jákvæð áhrif á ásýnd svæðisins, segir í umsögn. Stefnt er að því að í húsnæðinu verði veitingasala, ásamt menningarstarfsemi sem dragi til sín fólk af svæðinu og ferðamenn. Fyrirtækið Útvör ehf. fékk 1,8 milljónir vegna hvala- og fuglaskoð- unar frá Bakkafirði Fyrirtækið hyggst nota bátinn Nýja-Víking GK-70 í hvalaskoðun og hefur leyfi fyrir 18 farþegum. Einnig voru veittir styrkir vegna gerðar tveggja göngu- leiða, harðfiskverkunar og fjar- vinnslustarfa. aij@mbl.is Á Bakkafirði Ólafur Áki Ragnarsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Jón Mar- inósson og Kristján Þ. Halldórsson framan við Halldórshús. Hyggjast brugga bjór á Bakkafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.