Morgunblaðið - 04.02.2020, Page 12

Morgunblaðið - 04.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 4. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.07 123.65 123.36 Sterlingspund 161.34 162.12 161.73 Kanadadalur 92.89 93.43 93.16 Dönsk króna 18.159 18.265 18.212 Norsk króna 13.327 13.405 13.366 Sænsk króna 12.724 12.798 12.761 Svissn. franki 126.97 127.67 127.32 Japanskt jen 1.1294 1.136 1.1327 SDR 169.47 170.47 169.97 Evra 135.72 136.48 136.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.9425 Hrávöruverð Gull 1580.85 ($/únsa) Ál 1709.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.3 ($/fatið) Brent ● Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands (OMXI10) lækkaði um 2,5% í fyrsta mánuði ársins. Heildarviðskipti með hlutabréf námu í mán- uðinum 71,3 millj- örðum króna eða 3.240 milljónum á dag. Jafngildir það 29% hækkun frá desembermánuði. Hækkunin miðað við janúarmánuð 2019 nemur hins vegar 71,5%. Þá voru heildarviðskiptin 1.889 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Mar- els eða 12,5 milljarðar króna. Næst- mest voru viðskiptin með bréf Arion banka og námu þau 8,3 milljörðum. Fast á hæla bankans komu bréf Festar með 7,8 milljarða veltu og VÍS með 7,1 milljarð. Heildarviðskipti með skulda- bréf námu 135,8 milljörðum í janúar og jafngildir það 6,2 milljarða veltu á dag. Það er 8,4% lækkun miðað við desembermánuð en 10,3% hækkun miðað við janúarmánuð í fyrra. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 90,1 milljarði króna og viðskipti með bankabréf voru 28,7 milljarðar. Mest voru viðskipti með RIKB 25 0612 upp á 18,1 milljarð og RIKB 22 1026 fyrir 15,9 milljarða. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,5% í janúar STUTT í Finnlandi. Það hafi kostað jafnvirði rúmra 20 milljarða íslenskra króna. „Ef við hefðum byggt hefði sam- keppnin meðal annars verið við svona stór og vönduð gagnaver á Norðurlöndum. Við sáum fyrir að við yrðum að setja upp að lágmarki 10MW gagnaver og það hefði þýtt að við hefðum þurft að eyða mikilli vinnu í að selja erlendum aðilum að- gang að húsinu. Það er einfaldlega ekki eitt af okkar kjarnasviðum að afla erlendra viðskiptavina í gagna- ver.“ Spurður að því hvort Síminn þurfi þá að byrja aftur á byrjunarreit, komi til þess að hann vilji byggja gagnaver á komandi árum, segist Gunnar gera ráð fyrir því. „Við sjáum ekki endilega fyrir okkur að þurfa að byggja gagnaver næstu árin. Þannig að við teljum það allt í lagi að vera í þeirri stöðu, að byrja á byrjunarreit með gagna- versuppbyggingu frá A til Ö ef til þess kæmi.“ Hörð samkeppni Gunnar segir að hörð samkeppni ríki í gagnaversrekstri á heimsvísu. „Ísland býður upp á ýmsa kosti fyr- ir rekstur gagnavera, svo sem nátt- úrulega kælingu og endurnýjanlega orku. En því fylgja líka áskoranir að vera á eldfjallaeyju lengst norð- ur í höfum“ Spurður um hve stóru hlutfalli af hugsanlegu gagnaveri hefði þurft að selja aðgang að, segir Gunnar að Síminn og þeir innlendu aðilar sem hafi verið með í verkefninu hafi kannski notað 300 KW til 500 KW af 10 MW. „Þannig að þú þarft að fá verulega marga erlenda aðila til að fylla upp í 10 MW.“ Síminn gefur frá sér gagna- verslóðir á Hólmsheiði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tækni Síminn ákvað frekar að nota gagnaver Verne á Ásbrú á Reykjanesi en að byggja sitt eigið gagnaver. Gögn » Síminn hugðist byggja allt að tíu þúsund fermetra gagna- ver á Hólmsheiði. » Ekki talið hagkvæmt að byggja minna en 10 MW gagna- ver. » Á Íslandi eru rekin gagnaver undir merkjum Verne Global, Borealis Data Centers, Advania Data Centers og Reykjavík DC og Opinna kerfa.  Ekki í gagnaversbransann á næstu árum  Í lagi að byrja á byrjunarreit BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjarskiptafélagið Síminn hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum áætlunum um byggingu gagnavers á nýju athafnasvæði á Hólmsheiði, en upphaflega var samþykkt í borgar- ráði hinn 30. mars 2017 að veita Símanum vilyrði fyrir tíu þúsund fermetra gagnaveri á lóð- inni. Gunnar Fjalar Helgason, stjórn- arformaður Sensa, dóttur- félags Símans, og yfirmaður stefnu- mótunar hjá Símanum, segir í sam- tali við Morgunblaðið að ákvörðunin um að reisa ekki eigið gagnaver, sé ekki ný af nálinni. Hinsvegar hafi menn beðið eins lengi og hægt var með að láta frá sér lóðirnar. „Við veltum því fyrir okkur í mörg ár hvort við ættum að byggja okkar eigin gagnaver eða ekki, og kostn- aðarmátum verkið ítarlega með ýmsum sérfræðingum. Niðurstaðan varð sú að semja frekar við gagna- ver Verne Global á Ásbrú, sem þá hafði verið í rekstri í nokkur ár og átti hagkvæman aðgang að rafmagni og vannýtta afkastagetu. Við flutt- um þangað fyrir um tveimur árum,“ segir Gunnar. 20 milljarða kostnaður Gunnar segir að við skoðun verk- efnisins hafi m.a. verið horft til gagnavera á Norðurlöndum, eins og þess sem Telia setti á stofn árið 2018 Gunnar Fjalar Helgason Fjárfestar sem tóku skortstöðu gegn rafbílaframleiðandanum Tesla töp- uðu 5,8 milljörðum dollara, jafnvirði 720 milljarða króna, á veðmáli sínu nú í janúar. Financial Times greinir frá. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur lengi átt í höggi við fjárfesta sem tek- ið hafa stöðu gegn félaginu og búist við að það myndi missa þann mikla meðbyr sem það hefur notið á mörk- uðum hin síðustu ár. Skakkaföll fjár- festanna má rekja til þess að hluta- bréfaverð Tesla hækkaði um 55% í nýliðnum mánuði. Þar réð mestu að félagið gaf út undir lok mánaðarins að síðasti fjórðungur ársins 2019 hefði reynst félaginu mjög hagfelld- ur og hagnaður numið 105 milljónum dollara, jafnvirði 13 milljarða króna. Verðmætara en GM og Ford Tesla er nú verðmætasti bílafram- leiðandi heims og markaðsvirði fyrir- tækisins náði nýjum hæðum í gær í kjölfar tæplega 8% hækkunar innan dags. Er félagið nú metið á tæpa 128 milljarða dollara, jafnvirði tæplega 16 þúsund milljarða króna. Tesla er verðmætara en gamalgrónu fram- leiðendurnir General Motors (GM) og Ford til samans. Frá því að fyrir- tækið efndi til almenns hlutafjárút- boðs árið 2010 hafa bréf þess hækkað um ríflega 2.600%. Í dag er Tesla verðmætasta bandaríska fyrirtækið sem ekki tilehyrir S&P 500-vísitöl- unni. Ástæða þess að fyrirtækið hef- ur ekki komist inn á þann lista er sú staðreynd að því hefur ekki tekist að skila hagnaði fjóra ársfjórðunga í röð. Takist fyrirtækinu að skila hagnaði á fyrri hluta þessa árs kemst það nær því að komast inn í vísitöl- una. Litríkur Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur lengi átt í stríði við skortsala. Skortsalar tapa miklu á Tesla  Hlutabréf fram- leiðandans hækkuðu um 55% í janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.