Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
Drottning íslenskra eldfjalla Hrossin á Rangárvöllum voru forvitin um vegfaranda á Oddavegi og létu hann hafa fyrir því að komast leiðar sinnar. Ekki er amalegt útsýnið til Heklu.
Helgi Bjarnason
„Það er skyn-
samlegast að láta löt-
ustu mennina vinna
erfiðustu verkin,“
sagði afi við mig ein-
hverju sinni þegar við
vorum að keyra út
póstinn í sveitinni.
Þegar ég leitaði eftir
frekari skýringu á
þessu benti hann á að
þeir væru líklegastir
til að þróa einföldustu
leiðina til að létta sér lífið.
Getur verið að dugnaður og
áhersla á vinnusemi og afköst leiði
til þess að við komum ekki auga á
tækifæri til að þróa
hluti og betrumbæta?
Kann að vera að góð
staða standi í vegi
fyrir því að við verð-
um framúrskarandi,
af því að hlutirnir eru
nógu góðir eins og er?
Getur verið að óleyst
vandamál séu helsti
hvati sköpunar?
Skapandi hugsun
eða skapandi nálgun
er súrefni þróunar og
framfara. Við megum
ekki afgreiða sköpun
sem einkamál t.d. þróunardeilda í
fyrirtækjum og þeirra sem kenna
handverk og listir í skólum. Sköp-
un er undirstöðufærni til fram-
tíðar. Færni sem sker úr um
hvernig við tökumst á við stærstu
áskoranir og felst meðal annars í
tækniþróun og aukinni umhverf-
isvitund, sjálfbærni og ábyrgri af-
stöðu til auðlinda. Það góða er að
sköpun er færni en ekki með-
fæddur eiginleiki örfárra útvaldra.
Færni sem þarf að þjálfa og styðja
með öllum mögulegum ráðum bæði
í skólum og á vinnustöðum. Það er
ákvörðun að gera sköpun mark-
visst hærra undir höfði.
Sköpunin er ekki aðeins nauð-
synleg afurðanna vegna, enda
sjáum við ávinning hennar víða.
Afurðir sköpunar geta verið aðrar
en nýjar vörur, nýtt ljós, listaverk
eða umbúðir. Þær geta birst í nýj-
um starfsháttum og vinnuferli eða
algjörlega nýrri hugsun um
skólana okkar. Það er samfélaginu
nauðsynlegt að við tileinkum okk-
ur sköpun í daglegu lífi. Það er
gert til að samfélagið þróist fram
á við og jafnan sé leitað betri
lausna en þeirra sem fyrir eru.
Það er það sem þarf.
Á Menntadegi atvinnulífsins
sem verður haldinn í Hörpu mið-
vikudaginn 5. febrúar er áhersla
lögð á sköpun í íslensku samfélagi
með sérstaka áherslu á atvinnulíf
og menntakerfi. Almenn hvatning,
miðlun og upplýsing um mikilvægi
sköpunar, umhverfið sem hún
þrífst best í, leikreglur og viðhorf.
Eitthvað fyrir alla, enda þurfum
við öll á brýningu að halda þegar
þetta mikilvæga viðfangsefni er
annars vegar.
Sköpun er okkar verðmætasta
verkfæri til að mæta framtíðinni.
Hún er líka mikilvæg til að leysa
vandamál eða létta okkur lífið í
daglegum störfum. Ólíkt því sem
Mikki refur hélt fram í ævintýrinu
góða, þá er afi minn ekki ruglu-
dallur.
Eftir Ingibjörgu
Ösp Stefánsdóttur » Sköpun er okkar
verðmætasta verk-
færi til að mæta fram-
tíðinni.
Ingibjörg Ösp
Stefánsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri á
samkeppnishæfnisviði Samtaka
atvinnulífsins.
Lærum af letingjunum
Áhugi á fram-
sæknum lausnum í úr-
gangs- og umhverf-
ismálum fer stöðugt
vaxandi en er langt
frá því að vera nýr af
nálinni. Frá árinu
2006 hefur Sorpa bs.
byggðasamlag skoðað
lausnir varðandi sorp-
brennslu, gas- og jarð-
gerð í samstarfi við
sorpsamlög á suðvesturhorni lands-
ins. Á tímabili lágu þau áform niðri
af skiljanlegum ástæðum, en árið
2013 var málið aftur sett á dag-
skrá. Ákveðið var að taka upp
lausn að danskri fyrirmynd, svo-
kallaðri Aikenstöð, sem stjórn-
endur sorpsamlag-
anna höfðu kynnt sér
rækilega. Nokkrir
hnökrar voru á fram-
vindu málsins en 2017
þá fór verkefnið aftur
af stað á fulla ferð og
gas- og jarðgerðar-
stöð Sorpu boðin út.
Hafandi komið að
undirbúningi málsins
á fyrstu stigum þess,
var það mér ánægju-
efni.
Óhefðbundin framúrkeyrsla
Aiken lausnin var afmörkuð, vel
skilgreind og þrautreynd. Í mínum
huga tiltölulega einföld fram-
kvæmd. Fyrsta skóflustunga var
tekin í ágúst 2018 og kynnt að
kostnaður við bygginguna stöðv-
arinnar og tengdra verkefna væri
áætlaður 3,4 milljarðar króna. Það
olli hins vegar vonbrigðum þegar
tilkynnt var um það einu ári síðar,
að bæta þyrfti við 1.356 milljónum
króna vegna vanáætlunar. Frávik
upp á 40% er þó nokkuð mikið,
jafnvel í samanburði við hefð-
bundna framúrkeyrslu sem við í
borgarstjórn höfum fengið að
kynnast á síðustu árum og allir
þekkja.
Aiken-lausn á Álfsnesi
Hvernig gat það eiginlega gerst
að uppsetning á þekktri lausn í úr-
gangsmeðhöndlun frá Danmörku
gat farið svona illilega á hliðina í
Álfsnesi? Innri endurskoðanda
Reykjavíkurborgar var falið að
kanna málið og skilaði skýrslu fyrir
skömmu. Sú skýrsla verður tekin
til umfjöllunar á fundi borgar-
stjórnar í dag. Meginniðurstöður
hennar eru að eftirlit og ábyrgð
hafi brugðist. Að eftirliti stjórnar
hafi verið ábótavant og það sagt
skýrast að hluta til af „örum
stjórnarskiptum og skorti á leið-
sögn“. Hægt er að taka undir þær
skýringar. Ábyrgð og hlutverk eig-
endavettvangs, þ.e. þeirra sem fara
með eigendavald í Sorpu bs. er
hins vegar stærra og meira en þar
er ekki hægt að grípa til sömu
skýringa. Borgarstjóri, sem heldur
á 62% hlut í Sorpu bs. fær á fundi
borgarstjórnar í dag, tækifæri til
að útskýra sitt hlutverk og sína að-
komu að málinu.
Skýringar óskast
Ég vonast eftir málefnalegri um-
ræðu, að upplýsingar verði gefnar
og trúverðugar skýringar komi
fram. Þetta mál snýst ekki um póli-
tík eða stjórnmálaflokka, heldur
ábyrgð og eftirlit. Það þarf líka að
fylgjast með ruslinu og hvað verður
um það. Og bera ábyrgð á því.
Eftir Örn
Þórðarson »Hvernig gat það eig-
inlega gerst að upp-
setning á þekktri lausn í
úrgangsmeðhöndlun frá
Danmörku gat farið
svona illilega á hliðina í
Álfsnesi?
Örn Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi
og fyrrverandi stjórnarformaður
Sorpstöðvar Suðurlands bs.
Ábyrgð og eftirlit í rusli