Morgunblaðið - 04.02.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.02.2020, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 ✝ Kolbrún Jóns-dóttir fæddist 26. desember 1956 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 22. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Jón Þór- isson, kennari og bóndi í Reykholti í Borgarfirði, f. 22. september 1920, d. 5. desember 2001 og Hall- dóra Jóhanna Þorvaldsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, f. 15. júlí 1921, d. 9. nóvember 2012. Bræður Kolbrúnar eru Þórir, f. 1946, giftur Huldu Ol- geirsdóttur, Þorvaldur, f. 1949, giftur Ólöfu Guðmunds- dóttur og Eiríkur, f. 1951, giftur Björgu Guðrúnu Bjarna- dóttur. Kolbrún giftist 14. júní 1997 Haraldi Gunnarssyni, jarð- fræðingi og framhaldsskóla- kennara, f. 10. mars 1964. Foreldrar hans voru Gunnar H. Hermannsson, f. 2. desem- ber 1922, d. 8. júní 1977 og Kristín Önundardóttir, f. 27. apríl 1925, d. 27. júní 2019. Uppeldi Kolbrúnar einkenndist af virkni og þátt- töku foreldranna í margskon- ar ungmenna- og fé- lagsstörfum, m.a. hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Kolbrún lét snemma til sín taka í íþrótta- og félagslífi og skipaði körfubolti þar stóran sess. Hún vann ýmis störf inn- an körfu- knattleikshreyfingarinnar 1978-1998. Kolbrún varð tvisv- ar Íslandsmeistari í körfubolta með ÍS, 1978 og 1984, og fjór- um sinnum bikarmeistari, 1978, 1980, 1981 og 1985. Ásamt því að hún þjálfaði lið Hauka sem varð bikarmeistari 1984. Hún var fyrsti kvenþjálf- ari meistaraflokks á Íslandi. Hún þjálfaði kvennalandslið Íslands 1986. Hún var í stjórn körfuknattleikssambandsins ásamt því að vera fram- kvæmdastjóri þess um tíma. Einnig sinnti Kolbrún far- arstjórn á mót á vegum KKÍ og var lengi í landsliðsnefnd kvenna. Hún var sæmd gull- merki körfuknattleiks- sambandsins 1996. Einnig var hún sæmd silfurmerki Íþrótta- sambands Íslands sama ár. Útför Kolbrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 4. febrúar 2020, klukkan 13. Kolbrún eignaðist eina dóttur, Stein- þóru Jónsdóttur f. 10. október 1986 og gekk Haraldur henni í föðurstað. Steinþóra er gift Valgeiri Ein- arssyni Mäntylä. Þau eiga tvö börn, Vigdísi og Kolbein. Kolbrún ólst upp í Reykholti í Borgarfirði og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti. Hún vann við almenn sveita- störf sem barn og unglingur og greip í að leysa af á síman- um hjá móður sinni. Hún var í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð í tvö ár og út- skrifaðist sem leikskólakenn- ari frá Fósturskóla Íslands 1977. Kolbrún starfaði sem leikskólakennari hjá Reykja- víkurborg 1977- 1983. Hún var framkvæmdastjóri Körfuknatt- leikssambands Íslands 1983- 1985. Eftir það starfaði hún á lögmannsstofum, lengst af hjá Ásgeiri Björnssyni lögmanni frá árinu 1989 og þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Það er ólýsanlega erfitt og sárt, ástin mín, að þurfa að sitja hér og skrifa niður á blað minningarorð til þín og Mánatúnið er ekki leng- ur það sem það var. Þrátt fyrir að við höfum bæði um nokkurn tíma vitað í hvað stefndi er þessi stund ekki eitthvað sem er hægt að búa sig undir og sorgin sem ég upplifi er sárasta tilfinning sem ég hef á ævinni fundið og sé ekki í fljótu bragði hvernig hún á að geta orðið einhvern veginn viðráðanlegri. Þú varst mér allt, þar sem þú varst með mér leið mér vel, þú varst í raun heimili mitt og ég gat verið hvar sem er í veröldinni með þér mér við hlið, þú varst kletturinn minn og kjölfesta í lífinu. Nú er það heimili horfið mér og mér líð- ur eins og ég muni aldrei finna frið aftur. Eina huggunin sem ég á núna er litla fjölskyldan okkar, Steinþóra okkar, Valli og ömmu- og afabörnin okkar þau Vigdís og Kolbeinn. Þau veita mér þá hug- arró sem í boði er. Í veikindum þínum sýndir þú hvaða manneskju þú hafðir að geyma. Annað eins æðruleysi hef ég ekki nokkurn tímann séð eða heyrt um og hver sá sem hefur ekki nema brot af því sem þú hafðir er vel settur þegar gefur á bátinn. En þú hafði margt annað að geyma en æðruleysi, þú varst alltaf glöð og kát sama hvað yfir þig dundi og ef þú varst spurð að því hvernig þú hefðir það var svarið alltaf „ég hef það nú bara gott“ eða „ég þarf nú ekki að kvarta“, hversu veik sem þú varst eða illa þér leið. Aldrei var gefist upp fyrir sjúkdómnum og honum aldrei leyft að ráða för. Ég veit ekki almennilega hvernig það er hægt en í gegnum þetta allt varð ást mín til þín bara meiri og meiri og var hún þó mikil fyrir. Um- hyggja fyrir velferð okkar sem voru þér náin var mikil og ég veit þú hafðir áhyggjur af því hvernig ég myndi komast af eftir að þín nyti ekki lengur við, en við þig vil ég segja að það verður í lagi með okkur sem eftir lifa. Það verður erfitt því lífið verður aldrei samt aftur en í allri þessari sorg er gott að rifja upp að þessi mikla sorg hlýtur að vera tilkomin vegna mikillar ástar og gleði sem þú veittir okkur en hefur nú verið tekin frá okkur. Samband okkar var kærleiksríkt og við höfðum bæði kærleikann að leiðarljósi í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Í gegnum tíðina brölluðum við margt saman og bjuggum til minningar sem vonandi eiga eftir að ylja mér þegar frá líður. Við tókum strax þá ákvörðun að lifa lífinu og njóta þess sem það hafði upp á að bjóða, ekki að bíða þar til starfsævinni væri lokið. Það var kannski eins og þú vissir að okkur væri skammtaður mjög takmark- aður tími saman. Elsku hjartað mitt, ég mun reyna eins og ég get að lifa sam- kvæmt þeim gildum í lífinu sem þú stóðst fyrir og reyna að inn- ræta í börnin okkar þau sömu gildi og þannig mun arfleifð þín og minning lifa áfram í okkur sem eftir stöndum. Ég mun reyna að yfirvinna þessa miklu sorg sem ég upplifi, með því að hugsa um hvernig þú hefðir tekist á við hana í mínum sporum og þá veit ég að á endanum mun ég finna frið. Ég mun elska þig svo lengi sem ég lifi, ástin mín. Þinn að eilífu, Haraldur. Elsku mamma. Engin orð geta lýst því hversu stór hluti af lífi mínu þú hefur ver- ið, allt mitt líf, hvað þú hefur kennt mér og hversu þakklát ég er fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Frá byrjun hefur allt í lífi mínu verið á einn eða annan hátt tengt þér, gegnum ómetanlegan stuðn- ing, hvatningu, þín góðu ráð eða einfaldlega þinn skemmtilega fé- lagsskap. Tengingin sem við höfð- um var einstök og það að geta ekki leitað til þín mun verða mér ótrúlega erfitt. Það er einfaldlega ólýsanlegt hvernig það er að missa þá manneskju sem hefur allt mitt líf verið sú sem ég leita til, með allt. Það að alast upp með þér voru forréttindi. Þú gerðir alltaf svo miklu meira en þú þurftir og veitt- ir mér alla tíð allan þann stuðning og hlýju sem ég þurfti og svo miklu meira. Það er þér að þakka að ég er sú manneskja sem ég er í dag. Börnin mín eru svo heppin að hafa átt þig að, á sama tíma tekur mig svo sárt að þau fái ekki að eiga þig sem ömmu áfram. Ekki bara svo þú gætir kennt þeim öll þín góðu gildi, hvernig á að vera skilningsríkur, góður og sann- gjarn, hvernig á að lifa lífinu, njóta og hafa gaman. Heldur til að upplifa alla þína hlýju áfram. Hugrekki þitt, æðruleysi og góðmennska munu fylgja okkur alla tíð. Þú ert og verður hetja lífs míns. Þín Steinþóra. Elsku kæra tengdamóðir og vinur. Nú er komið að hvíld hjá þér. Þú sem aldrei leyfðir þér hvíld fyrr en þú varst viss um að hagur og þægindi okkar og ann- arra væri tryggður fyrst. Þú færð nú úrvalsstað til hvílu, umkringd verðskuldaðri ró, djúpt í hjörtum okkar og minningum. Það er í minningum mínum um þig sem ég fæ að endurgjalda þann kærleik og þá umhyggju sem þú ávallt sýndir mér frá því ég hitti þig fyrst. Þú samþykktir mig sem förunaut dóttur þinnar og sem tengdason þinn. Ég finn í mér heiður að hafa fengið að ala upp barnabörn þín, slíkt var verðmæti þitt sem amma. Það mun verða okkar verkefni til framtíðar að halda í þau gildi og gæði sem þú barst í okkur og upphefja þau í lífi og uppeldi Vigdísar og Kolbeins. Þannig munum við varpa arfleifð þinni fram um ókomna framtíð í gegnum ný líf barnanna okkar og í okkur öllum, afkomendafjöl- skyldu þinni. Mér finnst augljóst að þó að tími þinn meðal okkar hefði átt að vara lengur náðir þú á þinni ævi að snerta svo marga með góð- mennsku þinni að það tæki okkur hin margar ævilengdir að ná að dreifa sama boðskap umhyggju til jafn margra í kringum okkur. Í þeim efnum náðir þú margfaldri mannsævi. Sanngirnin og réttmætið hefur hins vegar verið fjarri síðustu vik- ur, í raun ár. Veikindi sem spyrja ekki um gæði eða virði manneskju hafa herjað og fengið sínu fram. Með sorg innra með mér mun ég syrgja en á sama tíma virkja þá orku sem hlaust af kærleik þínum og breiða henni yfir mig og mína. Takk fyrir allt, Kolbrún. Valgeir Einarsson Mäntylä (Valli). Elsku systir. Leiðir hafa skilið og eftir stöndum við með margar spurningar í huga. Minningarnar leita á hugann þessa dagana. Í desemberbyrjun 1956 sagðist mamma ætla til Reykjavíkur og vera þar um tíma og ég ætti að fara með en bræður mínir, Dúdi 10 ára og Rúkki fimm ára, yrðu heima. Um tilefni ferðarinnar hafði ég ekki hugmynd en fannst þetta mikið tilhlökkunarefni og nú ætti að fara í dótabúðir. Þetta reyndust tálvonir og eftir viku var sjö ára snáði búinn að fá nóg af Reykjavík þar sem ekkert skemmtilegt mátti gera. Jólin komu, sem voru sérstök af því ég var ekki heima heldur í Reykja- vík. Á annan dag jóla vakna ég upp við að Haddi er í símanum að spyrja einhvern hvort hægt sé að fá sængurkonu flutta á fæðingar- deild. Innan stundar komu tveir menn með körfu sem mamma var lögð í og fóru með hana. Er mamma veik? spurði ég. Nei, hún er að fara að eiga lítið barn. Síðar um daginn fékk ég að vita að ég hefði eignast litla systur. Þetta var stórkostlegt, að við bræðurnir ættum nú litla systur. Á gamlárs- dag sá ég þig fyrst. Mikið óskap- lega varstu falleg. Þú óxt hins veg- ar úr grasi eins og vonir stóðu til og okkur bræðrum var stundum falið það hlutverk að keyra þig í barnavagni. Ökulagið hjá okkur var stundum með frjálslegra móti svo staðarbúar báðu Guð að hjálpa sér. Veru þinni í barnavagni lauk, þú stóðst í fæturna og hafðir fljótt munninn fyrir neðan nefið, hafðir ákveðnar skoðanir og varst ekki að lúra á þeim. Þú varst ekki stór þegar þú sagðir við skólafélaga okkar: „Þessi húfa gæti sko fjúkt ef þú hjólar í mikilli hvesstu.“ Þér leist ekki of vel á húfuna hans. Þakkar þú ekki fyrir þig? „Ég étti ekki neitt!“ Minningar frá upp- vaxtarárunum eru svo margar og þær geymi ég. Þú varst virk í hverju sem þú komst að. Þegar Lóa fór að vinna á símstöðinni hjá mömmu urðuð þið miklar vinkon- ur og hélst sú vinátta alla tíð. Að lokinni skólagöngu í Reykholts- skóla fórst þú svo til Reykjavíkur að leita þér meiri menntunar og atvinnu. Þar varstu að sjálfsögðu vel virk, hvort heldur var í dag- legum störfum eða fyrir KKÍ. Þetta þekkja vinir þínir Þá kom sólargeislinn Steinþóra dóttir þín inn í líf þitt, yndisleg stúlka. Síðar leiddi forsjónin ykk- ur Harald saman, þennan öðling- smann. Ykkar samband einkennd- ist af ótakmarkaðri samheldni, ást og virðingu. Þau Steinþóra og Valli gáfu þér síðan litlu gimstein- ana þína Vigdísi og Kolbein og þú orðin stolt amma. Þá dró ský fyrir sólu. Þú greindist með krabbamein. Þú tókst á við það eins og annað sem á móti blés, með æðruleysi, bjart- sýni og þrautseigju að leiðarljósi til síðustu stundar. Þá stóð Har- aldur sem klettur við þína hlið eins og alltaf. Steinþóra og Valli sömu- leiðis. Mér er efst í huga þakklæti til þín, elsku systir, fyrir þann tíma sem við fengum að vera saman hér á jörðinni. Mér finnst tíminn of stuttur en hér ræður annar. Elsku Haraldur, Steinþóra, Valli, Vigdís og Kolbeinn. Megi æðri máttur sefa ykkar sorgir. Minningin um hana Dollu lifir. Hlýjar kveðjur frá okkur Lóu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Þinn bróðir, Þorvaldur (Valdi). Elsku Dolla systir, þá er lokið rúmlega sextíu og þriggja ára samferð okkar. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og minnast þín, þú varst svo yndisleg systir og stórkostleg persóna. Jólin 1956 voru óvenjuleg hjá okkur fjölskyldunni, um mánaða- mótin nóvember desember var ég kallaður út úr kennslustund, úti voru foreldrar mínir og Valdi bróðir á leið til Reykjavíkur en mamma átti von á sér um jólaleyt- ið og ráðlagt að vera nærri spítala þegar nýr einstaklingur kæmi í heiminn, en við Eiríkur bróðir vor- um eftir heima hjá pabba þessi jól. Það var svo á annan dag jóla að við fengum þær fréttir að við hefð- um eignast systur og fögnuðurinn að sjálfsögðu mikill, og ekki var fögnuðurinn minni þegar mamma og litla systir komu heim og fá að sjá þetta fallega barn sem hún kom með heim. Við systkinin nutum þeirrar gæfu að vera alin upp af okkar ást- ríku og yndislegu foreldrum Dóru og Nonna. Það voru forréttindi að alast upp í Reykholti á þessum ár- um. Við bjuggum inni í skólahús- inu og þar var ávallt mannmargt, um 90 nemendur að vetri, og einn- ig fjölmennt að sumri. Það var ef til vill þar sem þú vandist á að hafa marga í kringum þig, en þú naust þín vel í góðra vina hópi og vini áttir þú marga. Það er margt sem kemur upp í hugann á kveðjustund, það kom fljótt í ljós hversu ákveðin þú gast verið og lést engan eiga inni hjá þér. Það var stúlka sem gerði at- hugasemdir við þig, þú á fjórða ári snerir þér að henni og sagðir „skiptu þér ekki af því skiptan þín“. Já, þú gast verið ákveðin en samt ávallt sanngjörn, sem kom sér vel síðar í þínum félagsstörf- um. Þegar ég sat hjá þér á síðustu dögum þínum minntist ég þess hve montinn ég var þegar ég sat við vöggu þína, svæfði þig og sá hve fallega systur ég átti. Nú ertu því miður sofnuð svefninum langa sem bíður okkar allra. Þú sigldir héðan í friði og fjölskyldan kvaddi þig með trega. Það er erfitt fyrir mig sem elsta bróður, 10 árum eldri en þú, að sjá á eftir þér á undan mér og nokkuð sem ég átti aldrei von á, ég hélt að röðin yrði önnur. Eftir sitja minningar um ynd- islega systur, mágkonu og frænku. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir samfylgdina, þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa, þú hafðir sterk tengsl við stórfjölskyldu okkar og alltaf var hægt að hringja í þig eða skreppa í heimsókn ef okkur vantaði frétt- ir af einhverjum ættingja eða vini. Árin liðu eitt af öðru, svo kom að hún Dolla eignaðist hana Stein- þóru, yndislega dóttur, og annað lán var það er þú hittir hann Har- ald, þennan indæla mann, hægan rólegan og traustan sem varð svo eiginmaður þinn. En svo kom höggið þegar þú greindist með illvígt krabbamein sem þú barðist hetjulega við og af æðruleysi, kvartaðir aldrei og þá kom sér vel að þú áttir traustan lífsförunaut og þið Haraldur stóð- uð þétt saman í þeirri baráttu. Takk fyrir allt elsku Dolla mín, þinn bróðir og mágkona Dúdi og Hulda. Um leið og við þökkum þér samfylgdina vottum við Haraldi, Steinþóru, Valgeir og börnum ykkar innilegustu samúð og biðj- um guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Þórir, Hulda og fjölskylda. Stundum er lífið svo ósann- gjarnt og erfitt að skilja samhengi hlutanna. Það er alls ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um litlu systur sína. Dolla systir er búin að vera órjúf- anlegur hluti af lífi mínu í 63 ár. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég sá hana í fyrsta sinn, þá fimm ára gamall. Ég mun víst hafa sagt þegar ég leit ofan í burð- arrúmið, að ég hefði aldrei séð neitt jafnfallegt á ævi minni. Ég vissi auðvitað ekki þá hve mikil gæfa það var fyrir mig að eignast þessa dásamlegu systur en fyrir átti ég tvo yndislega bræður. Ég vissi ekki heldur þá hvílíka innri fegurð ég átti eftir að upplifa í fari hennar síðar meir. Þetta veit ég hins vegar allt í dag og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Fyrir utan smápústra á ung- lingsárum er saga okkar systkin- anna vörðuð góðum og kærleiks- ríkum minningum hvers um annað, minningum sem aldrei hef- ur borið skugga á. Við ræddum það oft bræðurnir að Dolla systir væri límið í fjölskyldunni þegar kom að tengslum okkar systkina við stórfjölskylduna. 0kkur fannst alltaf eins og hún þekkti alla ætt- ingja okkar og vissi um allt sem var að gerast í stórfjölskyldunni. Ástæðan fyrir þessu var auðvitað sú að Dolla lét sér annt um hag allra sem henni tengdust og var alltaf tilbúin til að leggja sitt af mörkum til að hver og einn mætti blómstra á sínum forsendum. Fé- lagslyndari, tryggari og meira umvefjandi einstaklingur er held ég vandfundinn. Það var mikið áfall fyrir ca. sjö árum þegar systir mín greindist með krabbamein. Það var erfitt að sætta sig við þá staðreynd og lengi vel vonaði ég að lækning væri möguleg. Síðar kom í ljós að meinið var ólæknandi og þá tók við tímabil óvissunnar um hve langan tíma við fengjum með henni. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með sigurviljanum sem ein- kenndi alla hennar baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Uppgjöf var eitthvað sem ekki var til í hennar orðabók, jákvæðni og æðruleysi einkenndi hennar við- mót allt þar til yfir lauk. Að sama skapi var aðdáunarvert að fylgj- ast með því hvernig Haraldur, ástin, maðurinn og kletturinn í lífi hennar, studdi hana í gegnum veikindin allt til enda. Elsku Har- aldur, takk fyrir að vera alltaf til staðar. Síðustu nætur Dollu systur vakti ég með Haraldi og Stein- þóru og varð vitni að fölskvalausri ást, hlýju, þökk og söknuði eig- inmanns og dóttur í garð eigin- konu og móður. Ég kveð nú kæra systur með ljóðinu sem varð til hjá mér og byggist á hugrenning- um mínum frá þeim tíma. Nú lífs þíns hafa lokast dyr þitt leggur fley frá ströndum til Sumarlands í sunnanbyr það seglum brunar þöndum. Í hjarta mínu harm ég ber og hugurinn á sveimi því Kolbrún systir kærust mér var kölluð burt út heimi. Elsku systir, þakka það sem þú varst mér og mínum ég bið svo Guð þér gæta að og geyma‘ í faðmi sínum. (Eiríkur Jónsson) Megi góður Guð vaka yfir Har- aldi, Steinþóru, Valla, Vigdísi og Kolbeini og styrkja þau og okkur öll á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu þína, elsku systir. Þinn bróðir, Eiríkur. Elsku mágkona mín. Nú er þjáningum þínum lokið og þú komin á annað tilverustig þar sem mannkostir þínir fá án efa að njóta sín eins og í jarðneska lífinu okkar. Þú varst einstök kona og auðgaðir svo sannarlega samferðafólk þitt stórt og smátt, öllum góð, hlý, áhugasöm og styðjandi. Þú hallmæltir aldrei nokkurri manneskju og barst virðingu fyrir öðrum og skoðun- um þeirra. Nokkur lýsingarorð koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku Dolla mín. Já- kvæð, bjartsýn, glaðvær, kær- leiksrík, umhyggjusöm, fordóma- laus, æðrulaus. Allir þessir góðu eiginleikar hjálpuðu þér að takast á við verkefnin sem þér voru færð í hendur og að lifa lífinu lifandi og njóta þrátt fyrir að síðustu árin væru brekkurnar stundum bratt- ar. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með ykkur Haraldi takast á við veikindi þín. Þið voruð sam- hent og ákveðin í að það myndi birta upp, sem það gerði aftur og aftur. Samband ykkar var fallegt og ástríkt og einkenndist öðru frem- ur af mikilli virðingu, heiðarleika og trausti. Þið nutuð lífsins á ykk- ar einstaka hátt, ekki síst ferða- laga og samveru með Steinþóru, Valla og ömmubörnunum þínum sem þú elskaðir takmarkalaust. Þau voru kærkomin viðbót í litlu fjölskylduna þína. Ömmu- hlutverkið fór þér einkar vel og fátt veitti þér meiri ánægju en að hafa börnin nálægt þér og eiga með þeim gæðastundir. Að sinni skilja leiðir okkar sem saman hafa legið í 25 ár í Reyk- holtsfjölskyldunni þinni sem ég var svo heppin að verða hluti af. Yndislegri tengdafjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér, þar átt þú ekki síst stóran hlut að máli. Takk fyrir allar ljúfu samverustundirn- ar. Takk fyrir allt sem þú kenndir með viðmóti þínu og viðhorfi og hvernig þú tókst á við áskoranir lífsins. Takk fyrir alla þína alúð og um- hyggjusemi fyrir fjölskyldu okkar Rúkka, ekki síst börnunum mín- Kolbrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.