Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 04.02.2020, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 ✝ Guðríður Lín-eik Daníels- dóttir fæddist 13. september 1950 á Fáskrúðsfirði. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Blönduóss 24. jan- úar 2020. For- eldrar hennar voru Daníel Lúð- víksson verka- maður, f. 15.11. 1916, d. 22.2. 1978 og Ragn- hildur Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.7. 1919, d. 19.1. 2005. Systkini Guðríðar eru Guðjón Óli, f. 19.10. 1944, d. 17.4. 1971, Jakob, f. 25.1. 1947 og Lúðvík Svanur, f. 30.6. 1957. Guðríður giftist Helga Frið- þjófssyni, f. 25.6. 1948. Þau Hagalín og Sigrún Agnes. Guðríður ólst upp á Fá- skrúðsfirði á Oddeyri sem í dag er kaffihúsið Sumarlína og gekk þar í Barnaskólann á Búðum. Hún flytur til Reykjavíkur 1970 en flytur aftur austur 1972 eftir andlát Guðjóns Óla, bróður síns. Hún vann á yngri árum mest við fiskvinnslu og var aðallega heimavinnandi eftir að Óli Daníel fæðist. Guðríður byrjar sambúð með Gunnari og flytur á Skagaströnd 1996. Þar vann hún á Dvalarheimilinu Sæ- borg til ársins 2010. Guðríður var virk í starfi kvenfélagsins Einingar og félagsstarfi á Skagaströnd. Guðríður var mikil hann- yrðakona. Garður þeirra hjóna á Ránarbraut vakti allt- af athygli fyrir einstaka snyrtimennsku og úrval blóma. Útför Guðríðar Líneikur fer fram frá Akraneskirkju í dag, 4. febrúar 2020, klukkan 13. skildu. Sonur þeirra er Óli Daníel Helgason, f. 15.3. 1972. Guð- ríður giftist Gunn- ari Reynissyni, f. 9.2. 1950, þann 28. júní 1997. Synir Gunnars af fyrra sambandi eru: 1) Sigurður Sævar, f. 1973, giftur Theo- dóru Hauksdóttur, f. 1970. Þeirra börn eru Davíð Haukur, Pétur Gunnar, Matt- hías Jakob og Karen Ósk. 2) Björn Reynir, f. 1976, giftur Maríu Hrönn Valberg, f. 1976. Dætur þeirra eru Eydís Eva, Ásrún Björg og Guðný Júlía. 3) Elvar Smári, f. 1981, giftur Örnu Hagalínsdóttur, f. 1982. Þeirra börn eru Hólmar Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða, bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Amma Gauja eins og við köllum hana alltaf kom inn í líf okkar fyrir um aldarfjórðungi. Hún hafði þá kosti að geta ófeimin talað við alla og gefið sterkt jákvætt og smitandi bros. Alltaf til í að hjálpa þeim sem vantaði hjálp. Hún og afi Gunni höfðu verið kærustupar á unglingsárunum en tóku upp þráðinn sem frá var horfið um 20 árum síðar. Þetta hefur okkur alltaf þótt svo rómantískt. Börnin okkar hafa notið þess að vera með þeim hjónum á Skagaströnd. Þar náðu börnin okkar að sjá húnvetnska hesta í formi risa- eðlna og risaeðluunga. Á Rán- arbrautinni hefur alltaf verið nóg til af ást og kossum, mjólk og kexi, spennandi dóti og ekk- ert stress. Við kveðjum nú elsku ömmu Gauju með mikl- um söknuði. Blessuð sé minn- ing þín. Sigurður, Theodóra og börn (Davíð Haukur, Pétur Gunnar, Matthías Jakob og Karen Ósk). Við sitjum hér og skoðum gamlar myndir sem sýna glað- ar stundir. Það var alltaf gaman að koma til þín og afa á ströndina. Þú varst svo mikill fagurkeri, bæði með heimilið ykkar og garðinn. Það fór næstum heill dagur í að njóta þess að ganga um hús- ið ykkar og garðinn og horfa á hvað allt var fallegt, vel upp- stillt og vel samsett. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér, elsku amma Gauja, fengum að kynn- ast þér og vera vinir þínir en þannig komstu fyrst og fremst fram við okkur, sem vinur okk- ar. Sigrún Agnes minnist þess hvað henni fannst gaman þegar þú fíflaðist í henni og kallaðir hana Skellibjöllu Smáradóttir en þú hafðir einkaleyfi á því nafni. Hólmar hlær og talar um hvað þú varst með skemmti- legan húmor, náðir alltaf að setja allt upp í skemmtilegt samhengi sem hægt var hlæja að og svo varstu alltaf til í að horfa á alla landsleiki, alveg sama hvaða leiki svo lengi sem það var landsleikur. Smári er þér ævinlega þakk- látur fyrir hvernig þú tókst á móti honum á ströndinni eftir að Búri gamli kvaddi okkur. Þú varst sannur vinur í raun með fullkominn skilning á því hvað gæludýrin skipta miklu máli enda gerðir þú sjálf ekki upp á milli manna og dýra. Það sýndi sig líka þegar þú komst til okk- ar, Mosi fékk athygli þína óskipta og fylgdi þér eins og skugginn. Hann naut þess að kúra hjá þér og rölta með þér út til að fá ferskt loft. Arna minnist þess hvað það var alltaf gaman þegar þið skelltuð ykkur í búðarölt en þið áttuð það sameiginlegt að njóta þess að skoða og kaupa falleg föt. Þið fenguð svo hláturskast í fyrra þegar þið fóruð í ónefnda skóbúð og náðuð að kaupa ykkur eins skó. Þið átt- uð líka ófáa kaffibollana saman, sem var iðulega skolað niður með Lindubuffi. Þá var farið yfir heima og geima og þú sagðir sögur af fólkinu þínu fyrir austan sem þú varst svo stolt af. Elsku amma Gauja, við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að leiða þig og hjálpa þér í gegnum veikindaferlið þitt. Þú kenndir okkur að meta lífið á annan hátt og ef veikindin hafa gert eitthvað þá styrktu þau fyrst og fremst samband okkar við þig. Elsku amma Gauja, við met- um þína vináttu og munum þakka hana allt okkar líf. Myndir þínar og minning mun lifa um ókomna tíð. Þín Arna, Smári, Hólmar Hagalín og Sigrún Agnes. Gauju hitti ég í fyrsta skipti þegar Gunnar bað mig um að ná í konu fyrir sig á Akureyri en hann var á sjónum. Ég hlýddi auðvitað og var spennt að hitta þessa gömlu kærustu Gunnars en þau höfðu verið par rétt fyrir tvítugt og náðu að hittast aftur 46 ára og smullu saman. En um leið var ég afar stressuð því ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í og hvort það yrði hægt að halda uppi samræðum við þessa konu. En áhyggjurnar hurfu út í veður og vind þegar við settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur væna tertu- sneið hvor en það var hennar líf og yndi að fá góða tertu. Við náðum vel saman og töl- uðum lengi saman og svo alla leiðina á Ströndina. Gauja var ótrúlega öflug kona þegar kom að veisluhöld- um og eiginlega ómissandi og því voru ekki haldnar giftingar né fermingar nema hennar nyti við. Hún og Gunnar sáu um ótal veislur í gegnum tíðina og unnu þau saman sem eitt. Eitt helsta áhugamál Gauju var kettir. Hún átti alltaf ketti eftir að hún flutti á Skaga- strönd, kom nú með einn að austan en síðustu tuttugu ár átti hún þá Stewart og Ými. Þeir voru drengirnir hennar og hennar augasteinar. Gauja naut sín í ömmuhlut- verkinu og fengu dömurnar mínar sinn skerf af hár- greiðslustundum hjá ömmu sinni, henni fannst afar gaman að kaupa falleg föt á þær og prjóna húfur og trefla í bleik- um neonlit enda Gauja litaglöð kona og var yfirleitt klædd í fallega og bjarta liti, man ekki eftir henni í svörtum fötum. Okkur hjónin langar að þakka Obbu, Ásthildi og Guggu fyrir einstaka vináttu og hjálp- semi í garð Gauju og einnig Sigríði hjúkrunarfræðingi og starfsfólki sjúkrahússins á Blönduósi fyrir umhyggju og alúð í hjúkrun hennar. Takk, Gauja mín, fyrir ótal spjallstundir við eldhúsborðið þegar við bjuggum saman, takk fyrir að vera yndisleg amma og takk fyrir að vera frábær tengdamamma sem naut þess að hafa fjölskylduna í kringum sig og monta sig af barnabörnunum. Hvíl í friði með Ými og góða ferð í Sumarlandið, þú verður mér alltaf kær. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) María Hrönn Valberg. Að heilsa og kveðja það er gangur lífsins. Það var sárt að fá þá frétt að elsku Guja mág- kona væri dáin og að ég sæi hana aldrei aftur. Ég minnist hennar með sárum söknuði. Hugsunin um að ég fari aldrei með henni aftur í berjamó er sár, það fannst okkur svo gam- an. Sakna þess að ég fái aldrei góða matinn hennar og kök- urnar, hún var snillingur í eld- húsinu. Hún bakaði svo góðar kökur þegar hún Brynja dóttir mín fermdist. Elsku Guja var barnabarni mínu henni Ragn- hildi Brynju svo góð. Ragn- hildur Brynja kallaði hana Guju ömmu. Þegar Guja og Helgi slitu samvistum og hún flutti til Skagastandar var svo erfitt fyrir okkur sem eftir vorum á Fáskrúðsfirði að sætta okkur við það því langt var á milli. Guja byrjaði að búa með Gunnari Reynissyni og hann hefur reynst henni afar vel. Dýravinur var hún og átti oftast tvo ketti. Hólmfríður Jónanna yngri dóttir mín sem fermdist ekki fékk veislu sem Guja hjálpaði við. Ég fór oft á sjúkrahús með mín veikindi og annarra fjölskyldumeðlima, þá var Guja alltaf til staðar fyrir mig til að sjá um heimilið okk- ar. Svo veiktist Guja og þá gat ég endurgoldið henni greiðann. Ég minnist þess vel þegar ég lenti í uppskurði með mitt mein rétt fyrir jól eða 17. nóv- ember 1987, þá bakaði hún fyr- ir mig. Elsku Guja mín og okk- ar sem lifum hana verður jarðsungin á Akranesi 4. febr- úar næstkomandi kl. 13, þar sem hún mun bíða eftir sínum heittelskaða Gunna sínum eins og hún kallaði hann alltaf. Nú eru tvö af fjórum systkinum látin, Óli bróðir hennar fórst í Hornarfjarðarósnum með Sig- urfara, en hann fannst ekki fyrr en um hálfu ári seinna. Þetta gerðist fermingarárið hans Lúlla bróður hennar. Nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra. Ég vil votta öllum hennar ættingjum og vinum samúð mína. Hvíl þú í friði, elsku mágkona. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín Dóra Jóhannsdóttir. Þær fréttir bárust að Gauja á Oddeyri væri dáin. Gauja á Oddeyri eins og hún var oftast kölluð en Oddeyri var hennar æskuheimili. Alltaf bregður manni jafn mikið þótt ég hafi vitað að Gauja væri búin að vera veik. Ég man mín fyrstu kynni af Gauju, ég var ung að árum og fór með mömmu minni, Lillu á Svalbarðseyri, í heimsókn inn á Oddeyri reglulega. Gauja hafði flutt að heiman eins og lög gera ráð fyrir en var flutt heim aftur með fjölskyldu. Hún átti einn son sem heitir Óli Daníel. Vá hvað ég man eftir honum, lítill glókollur sem ég fékk oft að passa í fallegu rauðu kerr- unni hans. Mér fannst það vera forréttindi að passa Óla Daníel. Hvern einasta aðfangadag í mörg herrans ár kom ég með mömmu minni í heimsókn inn á Oddeyri, þar sem Gauja og Ragnhildur (Ranka) mamma hennar voru búnar að undirbúa jólin. Þar fékk ég jólakökur, randalín með sultu á milli og mjólk. Þennan eina dag á ári fékk ég að koma inn í betri stofuna og sjá jólin á Oddeyri. Það var svo gaman og mikil upplifun. Þó svo að jólin hafi verið hjá þeim eins og öðrum var eitthvað sérstakt við jólin á Oddeyri, svo mikil jólalykt. Gauja og mamma voru miklar vinkonur. Þær áttu sama af- mælisdag en voru langt í frá að vera jafn gamlar. Það skemmtilega við þær var að þær sögðust alltaf vera 18 ára ef þær voru spurðar um aldur. Þegar eitthvað stóð til heima kom Gauja með sitt skemmti- lega fas og hjálpaði til við að baka, setja á tertur eða hvað sem var. Ég man að það var alltaf tilhlökkunarefni þegar Gauja var að koma og mamma mín fór í sérstaklega skemmti- legan gír þegar von var á Gauju. Ég stofnaði fjölskyldu og flutti seinna suður. Ég man þegar ég flutti suður að minn helsti söknuður var að koma ekki inn á Oddeyri á aðfanga- dag og finna jólin nálgast. Er ég flutti heim aftur urðu sam- skipti okkar Gauju mikil og kom Gauja oft til mín (Jó- hönnu frænku eins og hún kallaði mig) og hafði gaman af mínum börnum. Við unnum saman á Goðaborg sem var og hét og skemmtum okkur mjög vel. Stundum var stuðið svo mikið að við hlustuðum á lög við vinnuna og sungum með. Ég man að okkar uppáhalds- lag þá var lagið með Brimkló „Ég las það í Samúel“ og sungum við eins og enginn væri morgundagurinn. Óli Daníel sonur Gauju vann líka á Goðaborg og vorum við Óli mestu mátar. Gauja átti mjög auðvelt með að hafa líf og fjör í kringum sig. Þannig þekkti ég Gauju mína. Síðar fluttist Gauja á Skagaströnd og gifti sig þar, Gunnari eftirlifandi eigin- manni sínum, og bjuggu þau sér fallegt heimili þar. Elsku Gauja mín, ég veit að þú dansar um af gleði þar sem þú ert núna og með okkar fólki. Elsku Óli Daníel og Gunnar, mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls elsku Gauju. Einnig sendi ég öðrum fjölskyldumeðlimum og aðstandendum Gauju innilegar samúðarkeðjur. Hin gömlu kynni gleymast ei, enn glóir vín á skál! Hin gömlu kynni gleymast ei né gömul tryggðamál. (Árni Pálsson þýddi) Þín frænka, Jóhanna Kristín Hauksdóttir. Guðríður Líneik Daníelsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Gauja. Við söknum þín og vild- um að við hefðum getað kvatt þig almennilega. Þú gast alltaf látið mann hlæja. Sama hvað kom fyrir þig, þá varstu alltaf jákvæð og sterk. Við áttum yndis- legar stundir saman sem við munum aldrei gleyma. Við munum til dæmis aldrei gleyma þegar þú varst að passa okkur á Skaga- strönd, og við hlupum út með bleiur á hausnum með þig eltandi okkur. Það var alltaf skemmtilegt í kring- um þig, elsku amma. Við erum þakklátar fyrir þig og það sem þú hefur gert fyrir okkur. Þótt við viljum hafa þig lengur hér hjá okkur þá ertu á betri stað núna og þú verður alltaf í okkar hjarta. Þín barnabörn, Eydís Eva og Ásrún Björg Björnsdætur Elsku amma Gauja. Þú varst mjög góð amma og mér fannst gaman að vera með þér. Þú varst mjög góð að naglalakka þig, alltaf með fallegar neglur og málaðir þig fal- lega. Og þú varst fyndin, já- kvæð og hugrökk. Ég vildi að ég gæti hitt þig aftur en ég veit að þér líður betur núna. Ég elska þig, amma Gauja. Þín Guðný Júlía. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, EYRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Siglufirði, sem lést á heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 25. janúar, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar klukkan 14. Þorsteinn Þormóðsson Þorsteinn Þórsteinsson Una Marsibil Lárusdóttir Halldóra María Þormóðsd. Valdimar L. Birgisson Pétur Þormóðsson barnabörn og barnabarnabarn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMIR JÓHANNESSON, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fimmtudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 7. febrúar klukkan 14. Hulda Jónsdóttir Guðrún S. Hilmisdóttir Gunnar Sigurjónsson Jóhannes Hilmisson Ásta Emma Ingólfsdóttir Eiríkur Hilmisson Bergrún Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN LÁRUSSON, Strikinu 12, Garðabæ, áður Þinghólsbraut 25, Kópavogi, lést 25. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á gluggasjóð Kópavogskirkju eða minningarsjóð Landspítalans – lyflækningasvið. Ólöf Sigríður Jónsdóttir Jón Lárus Stefánsson Hildigunnur Rúnarsdóttir Stefán Stefánsson Guðrún Svava Stefánsdóttir Guðmundur I.A. Kristjánsson Björn Grétar Stefánsson Katrín Dögg Teitsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.