Morgunblaðið - 04.02.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
AKRÝLSTEINN
•Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu
og endalausa möguleika í hönnun
•Sérsmíðum eftir máli
•Margir litir í boði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
60 ára Sigríður fædd-
ist á Djúpavogi, en ólst
upp á Akranesi og býr
á Höfn í Hornafirði.
Hún er sjúkraliði frá
Framhaldsskólanum í
Hornafirði og vinnur á
Dvalarheimlinu Mjall-
hvíti.
Maki: Reynir Guðmundsson, f. 1951,
verkamaður.
Börn: Ívar Smári, f. 1973, Elsa Lára, f.
1975, Jóhanna, f. 1978, Sigrún Ólöf, f.
1980, Helga Jóna, f. 1981, og Stefán Lár-
us, f. 1992. Barnabörnin eru orðin 18.
Foreldrar: Elsa Sigurðardóttir, f. 1940,
húsmóðir, og Stefán Lárus Pálsson, f.
1940, fv. sjómaður. Þau eru búsett á
Akranesi.
Sigríður
Lárusdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver á eftir að koma þér veru-
lega á óvart í vinnunni svo þú munt sjá
að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Ekki
fara á taugum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú nýtur talsverðrar athygli um
þessar mundir, kannski vegna þeirrar
stöðu sem þú gegnir. Búðu þig undir
spurningaflaum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til þess að taka
til hendinni heima fyrir og kláraðu það
sem hefur setið á hakanum. Ástamálin
eru í einhverjum hnút.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt í vændum viðurkenningu
fyrir störf þín. Það er ekki bæði hægt að
sleppa og halda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt auðvelt með að láta afvega-
leiðast í dag. Reyndu að sýna þolinmæði
ef þú þarft að gera tíu hluti í einu. Þolin-
mæði þrautir vinnur allar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst eins og einhverjir vilji
leggja stein í götu þína. Settu saman
óskalista yfir það sem þig langar að gera
á árinu og byrjaðu að gera eitthvað í
málinu ekki seinna en í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gaumgæfðu stefnuna sem ást-
arsamband er að taka. Leitaðu þér að-
stoðar og komdu lagi á tilfinningalíf þitt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að vita það nú þeg-
ar að þú hefur hæfileikann til þess að ná
langt í vinnunni. Óskaðu eftir liðsauka og
gefðu skýr fyrirmæli.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þu gætir gert góð kaup í dag.
Ekki hugsa um eitthvað sem lætur þér
líða illa – bara það sem lætur þér líða
vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefðir gott af því að fara í
stutt ferðalag í dag. Þú bíður svars við
spurningu með öndina í hálsinum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki slá þig út af laginu
þótt einhverjum finnist þú vera að þefa
uppi óþægilega hluti. Ef þú ert að reyna
að spara ættirðu að skilja greiðslukortin
eftir heima.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er margt á dagskrá hjá þér í
dag og óvíst að þér takist að afgreiða
það allt. Velgengni veltur á undirbúningi.
fyrra og það eru ekki margar bók-
anir fyrir næsta sumar. Veturnir
hafa alltaf verið rólegir hjá okkur.“
Berglind er gjaldkeri í kvenfélag-
inu Fjólu og sat í stjórn Félags sauð-
fjárbænda í Dalasýslu í nokkur ár.
Hún er einnig í þorrablótsnefnd en
þorrablótið verður haldið næsta
laugardag í félagsheimilinu Árbliki.
„Ég fór í afmælisferð til Tenerife og
við komum heim í síðustu viku. Af-
mælisdeginum ætla ég svo að eyða
með eiginmanni og börnum.“
hrossaræktendur og voru með hæst
dæmda sex vetra hryssu á Vestur-
landi í fyrra, Nál frá Sauðafelli.
„Mér líkar bara rosalega vel að
vera með gistiheimilið og við höfum
verið svo afskaplega heppin með
gesti. Gestirnir eru líka vonandi
ánægðir því við erum þriðja árið
með 9,5 í einkunn á vefsíðunni Book-
ing.com. Við finnum samt fyrir því
að færri ferðamenn koma til lands-
ins. 2017 var besta árið og 2018 var
fínt líka en aðsóknin minnkaði í
B
erglind Vésteinsdóttir
er fædd í Reykjavík 4.
febrúar 1970 en ólst
upp á Fellsenda í Mið-
dölum í Dalabyggð við
sauðfjárbúskap. Hún var félagi í
ungmennafélaginu Æskunni frá
barnsaldri. „Þá voru ungmennafélög
í hverjum hreppi og við héldum úti
heilu fótboltaliðunum, bæði karla og
kvenna. Ég endaði fótboltaferilinn
snemma, eða 19 ára, þegar ég sleit
krossbönd. Svo var í keppt frjálsum
íþróttum, ég á fullt af medalíum fyr-
ir innanfélagsmót, ég var enginn
spretthlaupari, en vann í kast-
greinum.“
Berglind gekk í grunnskólann á
Laugum í Sælingsdal og var í heima-
vistarskólanum þar. Hún varð stúd-
ent frá Fjölbrautaskóla Vest-
urlands1990, og útskrifaðist sem
leikskólakennari úr Fósturskóli Ís-
lands 1994. „Ég bjó í fjögur ár í
Reykjavík, ég var fyrst leiðbeinandi
á leikskóla þar og ákvað svo að fara í
námið og ég var í fyrsta árganginum
sem útskrifaðist með starfsheitið
leikskólakennari.“
Meðfram námi í Fjölbraut og
Fósturskólanum vann Berglind
sumarstörf til skiptist í mjólkur-
samlaginu Búðardal og við Hjúkr-
unarheimilið á Fellsenda. Þegar
Berglind lauk námi varð hún leik-
skólastjóri við leikskólann Vinabæ í
Búðardal frá 1995 og gegndi þeirri
stöðu til 2009, en þá sameinuðust
leikskólinn, tónlistarskólinn og
grunnskólinn í einn skóla í Búðardal.
Berglind og Finnbogi voru búsett
í Búðardal en árið 2005 keyptu þau
Sauðafell í Dölum af foreldrum
Finnboga. Er Finnbogi af fjórðu
kynslóð á þessum sögufræga stað en
langafi hans keypti jörðina 1918. Þar
eru þau með sauðfjárbúskap og
fjölguðu sauðfénu upp í 600 þegar
Berglind hætti sem leikskólakenn-
ari. Þau ákváðu einnig að gera upp
gamla íbúðarhúsið á Sauðafelli sem
Björn Bjarnason, sýslumaður og al-
þingismaður Dalamanna, byggði
1897. Þar hafa þau verið með gisti-
heimili frá 2017, þrettán rúm í sex
herbergjum og samhliða því með
rúmlega 500 fjár. Þau eru einnig
Fjölskylda
Eiginmaður Berglindar er Finn-
bogi Harðarson, f. 17.2. 1965, húsa-
smíðameistari og bóndi á Sauðafelli.
Foreldrar hans eru hjónin Hörður
Haraldsson, f. 20.2. 1938, bóndi á
Sauðafelli, og Kristín Jóna Ágústs-
dóttir, f. 13.8. 1940, húsfreyja á
Sauðafelli.
Börn Berglindar og Finnboga eru
Vésteinn Örn Finnbogason, f. 26.8.
1994, starfsmaður Norðuráls, bú-
settur í Reykjavík; Haraldur Ingi
Finnbogason, f. 21.7. 1997, starfs-
maður KM þjónustunnar í Búðardal,
búsettur á Sauðafelli, og Hafdís Ösp
Finnbogadóttir, f. 2.7. 2000, hár-
snyrtinemi og starfsmaður Hár-
greiðslustofunnar Möndu, búsett í
Reykjavík.
Systkini Berglindar eru Hjalti Vé-
steinsson, f. 9.10. 1968, smiður og
bóndi á Fellsenda, og Gunnlaugur
Vésteinsson, f. 1.4. 1974, launa-
fulltrúi hjá Nova.
Foreldrar Berglindar: Hjónin Vé-
steinn Bergjón Arngrímsson, f. 15.9.
1941, d. 7.1. 2018, bóndi á Fellsenda,
og Erna Kristín Hjaltadóttir, f. 21.3.
1950, húsfreyja á Fellsenda og
starfsmaður Hjúkrunarheimilisins
Fellsenda.
Berglind Vésteinsdóttir, leikskólakennari, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi – 50 ára
Hjónin Finnbogi og Berglind við Lake Louise í þjóðgarðinum Banff í
Klettafjöllunum í Alberta-fylki í Kanada, í heimsókn hjá frændfólki í fyrra.
Reka gistiheimili í 19. aldar húsi
Sauðfjárbóndinn Berglind í sauðburði um miðja nótt á Sauðafelli.
Hestakonan Berglind og Bugða sem
er úr ræktun hjónanna á Sauðafelli.
40 ára Kolbrún er
Siglfirðingur, fædd í
St. Albans á Eng-
landi, ólst upp á
Siglufirði og býr á
Sauðárkróki. Hún er
íþróttafræðingur að
mennt frá Laugar-
vatni og er íþróttakennari við Árskóla á
Sauðárkróki.
Maki: Svavar Atli Birgisson, f. 1980,
slökkviliðstjóri Brunavarna Skagafjarðar.
Synir: Tvburarnir Veigar Örn og Orri
Már, f. 2005, og Aron Darri, f. 2010.
Foreldrar: Leonardo Passaro, f. 1950 í
San Bartolomeo á Ítalíu, fyrrverandi
smiður, og Marín Gústafsdóttir, f. 1951,
grunnskólakennari á Siglufirði. Þau eru
búsett á Siglufirði.
Kolbrún
Marvía Passaro
Til hamingju með daginn
Reykjavík Hilmir Þór Rafnsson fædd-
ist 26. júlí 2019 á Landspítalanum í
Reykjavík. Hann vó 3.486 g og var 50
cm að lengd. Foreldrar hans eru
Herdís Kristinsdóttir og Rafn Her-
mannsson og systur hans eru Emilía
Ósk, Júlía og Rut Rafnsdætur.
Nýr borgari