Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Gestur Ármannsson bæklunarskósmiður
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
533 1314 / 533 1516 / jon@stodtaekni.is
öngugreining,
úkraskósmíði,
óbreytingar, sérsmíði
og innleggjaráðgjöf
G
sj
sk
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
Farið var að sjatna í minni ám og
lækjum á sunnan- og vestanverðu
landinu í gær eftir mikla úrkomu og
leysingar í fyrradag. Minni árnar
náðu hámarki í fyrrinótt, samkvæmt
athugasemd sérfræðings Veðurstof-
unnar.
Mikið rennsli mældist í Hvítá í
gær en búist var við því að það
minnkaði þegar liði á daginn. Enn
voru ísstíflur í Hvítá og flæddi yfir
árbakka að orlofshúsum í Vaðnesi.
Sumir bústaðirnir voru umflotnir.
Mikill ís var í Stóru-Laxá ofan og
neðan við brúna neðan við Auðs-
holtsveg. Klakinn fyllti ána og hafði
hrúgast langt upp á áreyrarnar
beggja vegna.
Vatn flæddi yfir vegi víða á Suður-
landi og sums staðar greip fólk til
dráttarvéla til að komast leiðar sinn-
ar. Erlendir ferðamenn létu rign-
inguna ekki á sig fá og tóku hverja
sjálfuna af annarri við Urriðafoss í
Þjórsá þar sem áin æddi fram.
gudni@mbl.is
Miklir vatnavextir á Suðurlandi
Vatn flaut að
sumarbústöðum
og klaki fyllti ár
Morgunblaðið/RAX
Vatnavextir Mikill ís var í Stóru-Laxá og fyllti klakinn ána. Kaffærði hann girðingu svo að rétt glitti í tvo staura.
Morgunblaðið/RAX
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það brotnaði mikið af rúðum og
grjótkastið var svo gríðarlegt bæði í
íbúðarhúsið og sumarhús sem er hér
að rúðurnar götuðust eins og eftir
haglabyssu. Klæðningin utan á
skemmunni er nánast ónýt. Það er
eins og skotið hafi verið á veggina,“
sagði Sigurgeir G. Jóhannsson, bóndi
og verktaki í Minni-Hlíð í Bolungar-
vík. Hann varð fyrir miklu tjóni í gær-
morgun þegar hálft þakið fauk af véla-
skemmu auk þess sem rúður
brotnuðu og klæðningar götuðust
vegna ofsaveðurs. Pallbíll Ratsjár-
stofnunar fauk.
„Ég var að fara á milli húsa þegar
þegar þessi heiftarhviða kom. Ég
kastaði mér í jörðina og þá fór bíllinn
að fjúka. Hann fer nokkrar veltur og
stoppar í snjóskafli. Svo tekst hann á
loft og lendir á hjólunum nokkrum
metrum neðar. Ég náði að stinga
höndunum niður í snjóinn og hring-
iðan var svo sterk að mér fannst jörðin
snúast undir mér en ekki að ég sner-
ist. Ég reif hendurnar upp úr skafl-
inum og komst við illan leik upp í fjár-
hús. Þetta var alveg ofboðslegt
veður,“ sagði Sigurgeir.
Í vélaskemmunni var mikið af tækj-
um, þar á meðal nýleg dráttarvél með
hús að mestu úr gleri. Hún skemmdist
lítið sem sýnir að það var eins og þakið
klipptist af skemmunni og sogaðist
upp. Sigurgeir sagði að oft hefðu kom-
ið óveður en aldrei jafn ofboðslegir
hnútar eins og í gær. Sigurgeir tapaði
bæði vettlingunum og húfunni í veð-
urofsanum. Fjúkandi grjótið barði
hann í andlitið. Gríðarlega mikið af
grjóti fauk á túnin og húsin.
Hvassviðri brast á snemma í gær-
morgun og klukkan átta var 18 m/s
vindur og 44 m/s í hviðum á veðurat-
hugunarstöðinni í Bolungarvík.
Guðmundur Ragnarsson, stöðvar-
stjóri Ratsjárstofnunar á Bolafjalli,
sagði að þeir hefðu farið upp á fjallið í
fyrrakvöld vegna slæmrar veðurspár.
Þeir lögðu pallbílnum við Minni-Hlíð
og fóru upp á vélsleðum. „Veðrið fór
að verða slæmt um miðja nóttina.
Mesta hviðan var 60 m/s og jafnaðar-
vindurinn um 40 m/s. Það var mjög
stutt sem var svona hvasst,“ sagði
Guðmundur.
„Mér fannst
jörðin snúast
undir mér“
Þak og bíll fuku í Bolungarvík
Ljósmynd/Hafþór Gunnarsson
Bolungarvík Hálft þakið fauk af vélaskemmu í Minni-Hlíð og pallbíll Ratsjárstofnunar tókst á loft og fór margar
veltur. Bóndinn kastaði sér niður og stakk höndunum í snjóinn til að fjúka ekki í ofsahviðu í gærmorgun.