Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 ✝ Hilmir Jóhann-esson var fædd- ur á Húsavík 24. maí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 30. janúar 2020. Foreldrar hans voru Ása Stef- ánsdóttir frá Skinnalóni á Mel- rakkasléttu, fædd 1896, dáin 1972 og Jóhannes Ármannsson frá Hraunkoti í Aðaldal, fæddur 1900, dáinn 1959. Hilmir var yngstur fimm systkina. Systur hans voru Kristín, Svanhildur, Guðrún og Ingibjörg en hún lifir systkini sín. Eftirlifandi eig- inkona Hilmis er Hulda Jóns- dóttir, fædd 1937. Þau gengu í hjónaband 27.12. 1957. Börn þeirra eru: 1. Guðrún, f. 1956, maki Gunnar Sigurjónsson, f. 1958. Börn þeirra eru: a) El- ínborg Hulda, f. 1989, maki Ólafur Snorri Ottósson, f. 1988. Dóttir þeirra er Guðrún Eva, f. 2017. b) Jóhann Hilmir, f. 1994. 2. Jóhannes, f. 1959, að hann hætti sem mjólkur- fræðingur var hann starfs- maður Sjúkrasamlags Sauð- árkróks og bókavörður á sjúkrahúsinu en starfaði eftir það með Huldu við barna- gæslu. Hilmir sat í bæjarstjórn fyrir K-listann í tvö kjör- tímabil, 1990-1994 og 1994- 1998. Hann var stjórnar- formaður Sauðárkróksveitna í allmörg ár. Hilmir var mikill veiðimaður, listamaður og hagyrðingur. Hann veiddi lax á stöng í ám víða um land, m.a. í Blöndu og fór til rjúpna í fjalllendi Skagafjarðar og víðar. Þau hjónin voru og dug- leg við berjatínslu á hverju hausti. Hilmir átti báta í félagi við aðra á Sauðárkróki. Hann var afkastamikill hagyrðingur og leikskáld, samdi mörg leik- rit og revíur. Þeirra þekktast er Sláturhúsið hraðar hendur. Þá samdi hann ógrynni af tækifærisvísum og dægur- lagatextum. Þar má m.a. nefna Ort í sandinn. Hilmir málaði ófáar myndir, stórar og smáar og síðustu árin mál- aði hann litlar vatnslitamyndir af landslagi úr Skagafirði sem hann skrifaði ljóð inn á, tengd myndefninu. Hilmir verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 7. febrúar 2020, og hefst at- höfnin kl. 14. maki Ásta Emma Ingólfsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru: a) Telma Huld, f. 1994. b) Hilmir Ingi, f. 2001. 3. Eiríkur, f. 1963, maki Bergrún Ingi- marsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru a) Bríet Arna f. 1980, maki Pét- ur Valgarðsson f. 1975. Börn þeirra eru Lárey Huld, f. 1999, Júlía Bergrún, f. 2011 og Valur, f. 2015. b) Ingimar Heiðar, f. 1982, maki Tinna Ingimarsdóttir, f. 1988. c) Hilmir Örn, f. 1989. d) Malen Rún, f. 1995, maki Dagur Ebe- nezersson, f. 1993. e) Kristel Eir, f. 1999, maki Elvar Ingi Hjartarson, f. 1998. Hilmir og Hulda bjuggu á Húsavík til ársins 1964 en fluttu þá í Borgarnes. Á Sauð- árkróki hafa þau búið síðan 1971. Hilmir lærði mjólkur- fræði í Danmörku og starfaði sem slíkur á Húsavík, í Borg- arnesi og á Sauðárkróki. Eftir Tengdafaðir minn, Hilmir Jó- hannesson, var sprungulaus Þingeyingur eins og hann orðaði það sjálfur, ættaður annars vegar af Melrakkasléttu og hins vegar úr Aðaldal. Eins og margir slíkir fyrr og síðar var hann mörgum gáfum og hæfileikum gæddur. Hann fór síður en svo í felur með þær Guðs gjafir heldur nýtti þær til að skapa listaverk af margvís- legu tagi sem aðrir fengu að njóta. Ekki naut hann menntunar á neinu slíku sviði heldur þróaði með sér þessa hæfileika með því að leggja stund á skáldskap, tón- list og málaralist. Þá var hann vel að sér á mörg- um sviðum, ekki síst bókmennt- um, allt frá fornsögum til seinni tíma ævisagna. Hilmir var ekki síst mikill húmoristi og átti auð- velt með að skemmta fólki í kringum sig með sinni einstöku frásagnargáfu. Þá átti hann auð- velt með að herma eftir og oft fékk ég að njóta þess að heyra hann fara á kostum við þá iðju. Hilmir var mjög virkur í sam- félaginu, t.d. með setu í bæjar- stjórn á Sauðárkróki. Þar lá hann ekki á hæfileikum sínum frekar en á listasviðinu. Á sviði leiklistar lagði hann fram gríðarmikið starf, bæði sem leikari, leikstjóri og höfundur. Eftir hann liggja nokkur leikrit og revíur, þeirra þekktast Sláturhúsið Hraðar hendur. Þá samdi hann ógrynni af lausavísum, dægurlagatextum og kvæðum, m.a. nokkra texta fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins. Þeg- ar ég kynntist þeim hjónum Hilmi og Huldu sem verðandi tengdasonur fann ég fljótt fyrir þægilegri nærveru þeirra sem segja má að hafi þróast í skilyrð- islausa væntumþykju og traust. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra á Víðigrundinni og þiggja af þeirra örlæti. Í mörg ár var fastur liður hjá okkur Guð- rúnu og börnunum að fara á Krókinn og dvelja þar um páska. Það voru miklar sælustundir sem við eigum öll góðar minningar um. Nokkrum sinnum fengum við að fara á sjó með Hilmi og það voru sannkallaðar ævintýraferðir með eftirvæntingu um veiði og stolt yfir góðum afla þegar heim var komið. Mér er nú, þegar komið er að tímamótum, efst í huga mikið þakklæti fyrir góð kynni og gæðastundir. Ég er stoltur af því að hafa átt Hilmi Jóhannesson sem tengdaföður, hann hafði af miklu að miðla. Gunnar Sigurjónsson. Það er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Ég er þakklát fyrir allar minn- ingarnar sem við eigum saman og mun geyma þær í hjartanu. Ég man svo vel þegar Dagur hitti afa Bubba í fyrsta sinn, þá skildi hann ennþá frekar af hverju ég er með svona útstæð augu. Hann sá það strax þegar hann hitti þig! „Ah já, þarna eru útstæðu augun, eins og þín!“ Þessi augu eru einstök og eru gott karaktereinkenni eins og þú sagðir alltaf. Þegar ég kynnti Dag fyrir fjöl- skyldunni þá hlógu allir og hlæja enn, því fólki (þá sérstaklega mömmu og pabba) finnst við Dagur svo lík ykkur ömmu. Ég skil ekki að hægt sé að taka því nema sem hrósi enda lifði ástin ykkar allt fram á hinsta dag. Þið sýnduð okkur barnabörnunum hvernig ást á að vera og hvernig hún getur raunverulega litið út eftir 65 plús-ár! Mér er mjög minnisstæð næst- síðasta ferð sem ég fór norður í nóvember og þú tókst upp ljóða- bókina til að lesa ljóð sem þú ortir til ömmu. Það var svo falleg stund og ljóðið enn fallegra. Ég hafði áður lesið nokkur ljóð úr ljóðabókinni þinni, Ort í sandinn, en það var fyrir íslenskutíma í MH. Þá las ég ljóðið sem byrjar þannig: „Hafið úr botninum brýt- ur...“ fyrir framan allan bekkinn og kennarinn táraðist við flutn- inginn. Ég man að fyrir undir- búninginn á þeim lestri hringdi ég í þig afi og bað þig að útskýra hvað ljóðið raunverulega þýddi. Ég heyrði á þér að þú varðst meyr og jafnvel féllu nokkur tár þegar þú sagðir mér söguna af vini þínum sem þú ortir ljóðið til. Það er eitt sem þú mátt alltaf vera stoltur af, afi minn, þú varst óhræddur við að sýna tilfinning- ar. Það eigum við sameiginlegt, en það er oft grínast með það í öllum hópum sem ég er í, vinnu, fjölskyldu- eða vinahópum að ég sé sú tilfinninganæma. Kær minning er ferðin suður sem þú lagðir á þig aleinn til að koma í brúðkaupið mitt og hélst svo ræðu! Það er þá annað sem ég, og reyndar flest öll barna- börnin þín, erfum frá þér. Við njótum okkar í sviðsljósinu. Ef það er góð saga sem maður á þá má alveg taka 10-15 mínútur að segja hana og það má helst ekki sleppa neinu smáatriði úr henni. Sú saga sem þú sagðir alltaf af okkur tveimur var þegar þú varst að passa okkur systur hér fyrir sunnan og ætlaðir að skutla mér í afmælisveislu upp í Grafarvog. Ég vissi auðvitað ekkert hvert ég var að fara og ekki vissir þú það heldur, landsbyggðarmaðurinn. Það endaði svo að við brutum nokkrar umferðareglur en á end- anum komst ég í afmælisboðið! Sagan var nú eiginlega betri þeg- ar þú sagðir hana. Guð blessi minninguna þína, afi Bubbi, og veiti ömmu styrk. Malen Rún Eiríksdóttir. Til afa. Elskulegur afi minn, af þér er ég innblásin. Hugsa til þín með tár á kinn, man þá að hleypa gleði inn. Ef afi minn hann gréti á blað, yrðu tárin eflaust rími að. Því kalla ég dropa úr hans skáldaflóði, í mínu blóði, fjársjóði. Telma Huld Jóhannesdóttir. Kæri tengdapabbi, takk fyrir samfyldina. Góða ferð í sumar- landið. Gefðu veikum von í sárum trega, veittu huggun hverjum sem er þjáður. Sýndu blindum veginn allra vega, verði ljós, hvar skuggi ríkti áður. Frið þinn láttu fylla sérhvert hjarta, frið sem getur lýst upp myrkrið svarta. Sendi þinn frið að sorgin víkja megi, sviðann lina, þó að djúp sé undin. Blómin krónu breiða móti degi blessun næg, að þín er leiðin fundin. Frið þinn láttu fylla sérhvert hjarta, frið sem getur lýst upp myrkrið svarta. (Hilmir Jóhannesson) Bergrún Ingimarsdóttir. Það er mikið lán að eiga góða vini. Í dag kveð ég einn minn allra besta vin, Hilmi Jóhannes- son. Við kynntumst fyrir rúmum 40 árum þegar ég hóf störf á bæj- arskrifstofunni á Króknum en hann var þar starfandi hjá Sjúkrasamlagi Sauðárkróks. Þótt aldursmunur væri nokkur náðum við fljótt vel saman. Og þar var ég að flestu leyti þiggj- andi. Og þannig var það raunar í samskiptum okkar yfirhöfuð. Hann hafði alltaf tíma til að hlusta og ræða málin, hvort held- ur að leysa lífsgátuna stóru eða persónuleg vandamál. Í þeim við- ræðum var Hulda virkur þátttak- andi, hvort heldur á Víðigrund- inni, í veiðiferðum eða við önnur tækifæri. Hún var raunar lang- oftast þriðji aðilinn í því sem við tókum okkur fyrir hendur, eink- um eftir að hún hætti sem dag- mamma og Hilmir sem aðstoð hennar í því hlutverki. Hilmi var margt til lista lagt. Hann var mjög góður veiðimað- ur, hvort heldur á fisk eða fugl, á sjó eða landi. Hafði enda mikla ánægju af útiveru og naut lands- ins á meðan hann hafði heilsu til. Hann var mjög vel hagorður og eftir hann liggur mikill fjöldi lausavísna um atvik líðandi stundar, en líka ljóð og textar við lög sem eru landsþekktir. Sömu- leiðis samdi hann leikrit sem sett hafa verið upp víða um land og um árabil samdi hann revíur sem Ungmennafélagið Tindastóll setti upp í Bifröst við miklar vin- sældir. Þá skemmti hann á sam- komum um árabil og naut þá gjarna aðstoðar Huldu sinnar. Þegar ég hugsa til baka minn- ist ég ekki síst ferða okkar fram á Skagafjörðinn í lognkyrru veðri, eldsnemma að morgni. Hulda með í för. Gjarna farið út fyrir Reykjadiskinn og þar fann Hilm- ir oftar en ekki fisk. Það var margt spjallað og stundum sagði Hilmir: „Æ slökkvið þið nú á vél- inni svo þið heyrið betur í mér.“ Græskulaus gleði var alltaf með Hilmi í för. Það var alveg óskap- lega gaman og gefandi að vera samvistum við þau hjón. Nú þegar leiðir skilur, alla vega um stund, er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa verið svo heppinn að leiðir okkar Hilmis lágu saman og fyrir að hafa notið samvista við hann og Huldu. Snorri Björn Sigurðsson. Það er fallegur haustdagur. Sól í heiði, frost og lognið algjört. Við leggjum af stað frá Kálfár- dalsbænum og ferðinni heitið fram í Botna. Afbragðsgöngufæri og okkur ber nokkuð hratt yfir. Hægðu á þér drengur heyrist þó reglulega fyrir aftan mig og það er sest niður. Sögustund að hætti Hilmis meðan mæðinni er kastað. Með bros á vör er haldið af stað og gengið dágóða stund. Svona drengur, Botnarnir eru ekki að fara neitt, við skulum tylla okkur. Ég kasta fram fyrriparti og Hilmir hugsar sig um stutta stund og botnar síðan. Þessi var nokkuð góð hjá okkur, segir sá gamli, skrifa hana niður í kvöld. Nú blasir við okkur töfraver- öld og við röltum upp í Þverár- botninn og síðan yfir í Trölla- botnana. Þokkalegasta veiði með reglulegum stoppum þar sem frásagnargleði Hilmis fær notið sín og við setjum saman eina og eina vísu. Það er að byrja að bregða birtu þegar við setjumst niður of- arlega í Tröllabungunni, tökum fram nesti og förum að huga að heimferð. Náttúrubarnið Hilmir í essinu sínu og sögurnar engu líkar. Við gleymum stað og stund og myrkrið læðist að okkur. Heimferðin frá Tröllabung- unni reynist síðan ógleymanleg þeim sem þetta ritar. Fullt tungl, stjörnubjartur himinn og dans- andi norðurljós. Við förum okkur hægt, dáumst af sköpunarverkinu og Hilmir fer á kostum. Stjörnuhröpin svo mörg að við missum tölu á þeim. Af öllum þeim fjölda veiðiferða sem við fórum saman félagarnir bæði til sjós og lands stendur þessi upp úr. Ekki vegna afla- magns heldur vegna einhvers samspils náttúru og félagsskapar þar sem lífskúnstnerinn Hilmir lék á als oddi. Nú hefur þessi fjölhæfi lista- maður kvatt þessa jarðvist, hans bíða nýjar veiðilendur, fiskar í hyljum og fuglar á hröðum væng. þar mun verða ort í sandinn. Huldu, börnum og öllum ætt- ingjum sendum við Auður sam- úðarkveðjur. Guðmundur Sveinsson. Hilmir Jóhannesson ✝ Guðný Jó-hanna Eyjólfs- dóttir fæddist á Hrútafelli undir Austur-Eyjafjöll- um 10. júlí 1936. Hún lést á lyf- lækningadeild HSU á Selfossi 24. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Þorsteinsson, f. 1892, d. 1973, bóndi á Hrúta- felli, og Helga Ólafsdóttir, f. 1901, d. 1977, húsmóðir. Systkini Guðnýjar eru Sigríð- ur (látin), Guðbjörg Jónína, Rútur (látinn), Ólafur, Anna Sigríður, Valgerður Helga, Þorsteinn, Skæringur og Magnús Borgar. Fyrir átti Eyj- ólfur soninn Trausta. Guðný giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sveini S. Þórarinssyni vélvirkja, f. 1935, á afmælisdegi hans 10. nóv- ember 1956. Foreldrar Sveins voru hjónin Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson, f. 1914, d. 1992, og Margrét Sveinsdóttir, f. 1914, d. 2011. Dætur Guðnýjar og Sveins eru: 1) Steinunn, f. 1957, maki Eyjólfur Karlsson. Börn Eyj- ólfs af fyrra hjónabandi eru Diljá Erna, Eva Rut og Eyþór Örn. 2) Helga Margrét, f. 1959, maki Róbert Ólafur Grétar McKee. Börn þeirra eru Anton Sveinn og Karitas Irma, unnusti hennar er Högni Grétar. Sonur Róberts er Arn- ar. 3) Linda Dögg, f. 1974, maki Árni Þór Guðjónsson. Synir Bjarki Þór Sæv- arsson, Guðjón og Ársæll. Guðný ólst upp á Hrútafelli fram á unglingsár en fimmtán ára göm- ul fór hún í vist til Reykjavíkur. Hún gekk í Skógaskóla og var í fyrsta ár- gangi skólans. Hún fór á ver- tíð í Vestmannaeyjum árið 1955 og vann í Ísfélaginu. Guðný og Sveinn hófu búskap á Lundi í Vestmannaeyjum og byggðu sér hús á Höfðavegi 32. Þau höfðu búið þar í rúm þrjú ár þegar eldgosið hófst. Í kjölfar þess fluttu þau á Sel- foss, byggðu sér hús í Lauf- haga 7 og hafa búið þar síðan. Á Selfossi vann Guðný sem verkakona, fyrst í Glettingi við fiskverkun, í kjötvinnslu Hafn- ar og síðast í Mjólkurbúi Flóa- manna. Guðný naut þess að ferðast og vera með fjölskyldunni og vinum. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var hún víðlesin og var íslensk tunga henni mjög hugleikin. Hún fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði sterkar skoðanir á þeim. Hún hafði unun af lestri góðra bóka og harmoníkutónlist og nutu þau hjónin þess að dansa saman. Útför Guðnýjar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. febrúar 2020, klukkan 14. Í dag kveð ég elskulega og ynd- islega móður mína í hinsta sinn. Það er svo óraunverulegt að lífið haldi áfram án þess að hafa mömmu sem alltaf hefur verið til staðar og verið tilbúin að umvefja mig og styrkja. Minningarnar eru óteljandi og síðustu ár höfum við verið sérlega dugleg að skapa nýj- ar. Þessar minningar styrkja mig í sorginni og söknuðinum. Ég minnist mömmu sem brosandi og skellihlæjandi að alls konar bulli sem upp úr fjölskyldumeðlimum valt. Mamma gat allt og voru þau pabbi einstakt tvíeyki, byggðu hús, ekki eitt heldur tvö, og stand- settu með vinnu. Húsið þeirra í Laufhaganum, æskuheimilið, ber þess fagurt vitni og garðurinn þeirra var eitt sinn verðlauna- garður. Í eldhúsinu voru bakaðar kökur í hverri viku og alltaf eitt- hvað til þegar gesti bar að. Mömmu fannst dásamlegt að fá gesti í heimsókn og mikið skrafað við eldhúsborðið alla tíð. Heimilið var alltaf opið fyrir vini mína og svo vini drengjanna minna, sem vissu að á boðstólum yrði kaka eða alla vega kex. Mamma var fyrirmynd mín í svo mörgu og ég vildi komast með tærnar þar sem hún var með hæl- ana varðandi dugnað, eljusemi, al- úð og æðruleysi. Allt lék í höndum hennar, hvort sem það var mat- argerð eða saumaskapur. Það er svo margt sem mig langaði að læra af henni, s.s. brúnkakan, pönnukökurnar, mömmukæfa, hindberjasultan, já eða kjötsúpan. Þetta verður aldrei eins og hjá mömmu því ekki var farið eftir uppskrift heldur tilfinningunni. Mamma var yndisleg móðir, draumatengdamamma og súper amma. Drengirnir mínir nutu þess svo sannarlega að hafa ömmu og afa í næsta nágrenni og þau alltaf boðin og búin að passa gullin sín í lengri eða skemmri tíma. Amma og afi voru líka alltaf slak- ari á reglunum og alltaf passað upp á að nóg væri til í kexkass- anum og uppáhaldsmorgunkornið með fullt af sykri. Þau mættu stolt á skóla- og íþróttaviðburði hjá strákunum og það var þeim dýr- mætt. Samverustundir með fjölskyld- unni voru mömmu mjög dýrmætar og að koma saman í Laufhaganum á jólum, páskum og hóa í grillmat skilur eftir dásamlegar minningar, sérstaklega síðastliðinn jóladagur, þegar við náðum að vera öll saman. Daginn eftir fór verulega að draga af heilsu mömmu og við tóku dagar sem gerðu okkur ljóst hvert stefndi. Ég er svo þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman þessa síðustu daga og að vera hjá mömmu þegar kallið kom gaf mér frið í hjarta. Ég kveð þig mamma, en sé um svið að sólskin bjart þar er, sem opnar hlið að fögrum frið, og farsæld handa þér. Því lífs er stríði lokið nú, en leiðina þú gekkst í trú á allt sem gott og göfugt er og glæðir sálarhag. Það ljós sem ávallt lýsti þér, það lýsir mér í dag. Ég kveð þig, mamma, en mildur blær um minninganna lönd, um túnin nær og tinda fjær, mig tengir mjúkri hönd, sem litla stúlku leiddi um veg, sú litla stúlka; það var ég, og höndin; það var höndin þín, svo hlý og ljúf og blíð. Ég kveð þig, elsku mamma mín, en man þig alla tíð. (Rúnar Kristjánsson.) Minningin um ástkæra móður lifir. Linda Dögg Sveinsdóttir. Elsku mamma mín, ekki óraði mig fyrir því þegar ég fór austur á Selfoss föstudaginn 24. janúar að hann yrði sá hinsti í lífi þínu. Á Þorláksmessu hafðir þú haldið 9 manna skötuveislu og að venju eyddum við Eyjólfur aðfangadegi jóla með ykkur pabba. Á jóladag tókstu svo á móti allri fjölskyld- unni, 14 að tölu, í hangikjöt og kaffi og kræsingar á eftir samkvæmt hefðinni. 4 vikum síðar varst þú öll. Þú varst harðdugleg og yndisleg manneskja i alla staði. Eftir að þau pabbi hófu búskap á Lundi í Eyj- um vann hún í Ísfélaginu á vet- urna. Á sumrin fór svo fjölskyldan Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.