Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
✝ SigurðurDarri Björns-
son fæddist í
Reykjavík 18. júní
1996. Hann lést af
slysförum við Esj-
una 29. janúar
2020. Foreldrar
Sigurðar Darra
eru Rannveig
Sigurðardóttir, f.
9. júní 1967, og
Björn Arnar
Magnússon, f. 4. september
1964. Systur Sigurðar Darra
eru Salvör Svanhvít, f. 4. júní
1998, nemi í umhverfis- og
frá Björgunarsveit Hafn-
arfjarðar vorið 2019.
Sigurður Darri æfði knatt-
spyrnu með Haukum frá 2004-
2013 og stundaði hesta-
mennsku með afa sínum og
vinum frá árinu 2006.
Sigurður Darri lagði stund á
ýmis störf á sumrin og með
námi, m.a. hjá Hval hf., Toll-
gæslunni og Icelandair hotels.
Síðast starfaði hann hjá BÓ
smiðum.
Eitt af mörgum áhuga-
málum Sigurðar Darra var að
klífa fjöll og hafði hann meðal
annars komist í grunnbúðir
Everest í Nepal, á Machu
Picchu í Perú og Mount Fuji í
Japan ásamt mörgum fjöllum á
Íslandi.
Útför Sigurðar Darra fer
fram frá Víðistaðakirkju í dag,
7. febrúar 2020, klukkan 13.
byggingarverk-
fræði í HÍ, og Hin-
rika Salka, f. 2.
júní 2009, nemi í
Áslandsskóla.
Sigurður Darri
ólst upp í Hafnar-
firði, lauk grunn-
skólanámi frá Ás-
landsskóla, stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík vorið
2016 og var á lokaári í um-
hverfis- og byggingarverk-
fræði í HÍ þegar hann lést.
Hann lauk nýliðanámskeiðum
Elsku besti stóri bróðir okkar.
Við systurnar duttum heldur
betur í lukkupottinn þegar við
fengum þig sem stóra bróður. Þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa
okkur, koma okkur til að hlæja og
stríða okkur nóg.
Þú ert okkar helsta fyrirmynd
og munum við alltaf hugsa til þín.
Þú varst alltaf svo glaður, já-
kvæður og það var aldrei leiðin-
legt að vera í kringum þig.
Við vitum að þú verður alltaf
hjá okkur, við elskum þig.
Fyrir hönd okkar systra,
Hinrika Salka.
Elsku stóri bróðir minn.
Ég er svo ótrúlega þakklát að
hafa fengið þig sem stóra bróður
minn. Frá því að ég man eftir mér
hef ég litið upp til þín og viljað
vera eins og þú. Þegar þú fórst í
MR, þá fór ég í MR, þegar þú
fórst í heimsreisu eftir nám gerði
ég hið sama og þegar þú fórst að
stunda nám í umhverfis- og bygg-
ingarverkfræði var það sjálfsagt
mál að ég myndi fylgja þér þang-
að líka. Það gat örugglega verið
pirrandi að litla systir elti þig í
einu og öllu en þú studdir mig
samt alltaf og hjálpaðir mér í
gegnum þetta allt. Ég veit núna
að þetta voru allt réttar ákvarð-
anir hjá mér því við fengum þá
svo dýrmætar stundir saman á
leiðinni í skólann eða þegar við
hittumst í skólanum.
Þegar ég hugsa til þín man ég
helst eftir húmornum þínum, já-
kvæðninni og töffaraskapnum.
Það er enginn eins og þú, elsku
stóri bróðir.
Ég elska þig.
Þín systir,
Salvör Svanhvít.
Sigurður Darri frændi minn er
farinn frá okkur og skilur eftir sig
stórt skarð innan fjölskyldunnar.
Náttúran tók frá okkur fyrir-
myndarmann á þessum örlaga-
ríka degi. Sigurður Darri var op-
inn og skemmtilegur og það var
alltaf jafn gaman að hitta hann
þótt langt gæti liðið milli funda
nú síðustu árin. Hann hafði ein-
lægan áhuga á öðru fólki og alltaf
var stutt í prakkaralegt bros.
Við Sigurður kynntumst vel
þegar við vorum saman í hesta-
mennskunni. Hann var að taka
sín fyrstu skref en ég hafði verið
lengi í hestum. Eins og Sigurði
einum var lagið var hann svo for-
vitinn og öruggur í því sem hann
tók sér fyrir hendur að fljótlega
var hann orðinn flinkastur af okk-
ur öllum í hesthúsinu. Það voru
sex ár á milli okkar og við bæði á
unglingsaldri á þessum tíma.
Hestarnir voru okkar sameigin-
lega áhugamál, við tengdumst í
gegnum það og samskiptin voru
alltaf þægileg þrátt fyrir aldurs-
muninn. Við nutum þess að vera
úti í náttúrunni og í návist hest-
anna. Sigurður Darri var einlæg-
ur náttúruunnandi og dýravinur
og ég var heppin að kynnast
þeirri hlið á honum.
Elsku Bjössi, Rannveig, Sal-
vör og Hinrikka, ég hugsa til ykk-
ar með hlýhug á þessum erfiðu
tímum. Á sama tíma og sárt er að
kveðja lifa fallegar minningar um
Sigurð Darra í hjarta okkar allra.
Katla Marín Berndsen.
Elsku prinsinn minn, frændi,
besti vinur og bróðir.
Hjartað mitt er í molum.
Hvernig á ég að halda áfram án
þín?
Við áttum svo fallegt samband
sem ég er svo þakklát fyrir. Ég
gat alltaf leitað til þín, sama hvað.
Þú hafðir svo einstakan hæfileika
til að gera allt skemmtilegra og
betra. Ósjaldan sátum við saman
við matarborðið og tókum þátt í
líflegum samræðum, skutum inn í
og horfðum hvort á annað án þess
að nokkur tæki eftir og hlógum.
Að hugsa til framtíðar án þín
er svo sárt, að þú verður mér ekki
við hlið. Við töluðum oft saman
um að halda áfram að hittast eins
oft og við höfum alltaf gert, halda
miðvikudags- og sunnudagsmat
með fjölskyldum okkar og börn-
um. Ég hlakkaði svo til þess að
fylgjast með þér verða pabbi
sjálfur og ég veit að þú hefðir náð
framúrskarandi árangri á því
sviði eins og í öllu sem þú tókst
þér fyrir og einbeittir þér að.
Ég er svo þakklát og ham-
ingjusöm að Darri Þór skyldi fá
að kynnast þér. Þú fórst alltaf
fyrst til hans af öllum þegar við
hittumst og varst svo góður við
hann.
Að hafa gefið þér nafna er eitt
af því sem ég er stoltust af í lífinu,
þú áttir það svo sannarlega skilið.
Að hafa verið stóra frænka þín
og fylgt þér í gegnum allt þitt líf
eru forréttindi og bíð ég eftir því
að sjá þig aftur, einhvers staðar.
Ég veit að þú munt taka á móti
mér opnum örmum, brosandi fal-
lega brosinu þínu og jafnvel
skjóta einum kaldhæðnum
brandara að mér eins og þér ein-
um var lagið.
Ég bið að heilsa ömmu Hinnu.
Ég elska þig.
Hinrika Bjarnadóttir
(Hinrika stóra).
Sigurður Darri kom með lát-
um í heiminn, fékk hjörtu okkar
til að missa slag, og með sömu lát-
um kvaddi hann þennan heim.
Ekkert okkar nær andanum. Frá
því augnabliki sem ég sá hann
fyrst, á fæðingardeildinni, var
hann prinsinn minn. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa haft hann í
kringum mig og mína frá þeim
degi, því hann lýsti upp veröld
okkar og heiminn allan.
Sigurður Darri var alla sína
ævi sólarmegin í lífinu, eins og
mamma hans hafði oft orð á.
Hann vissi alltaf hvert hann
stefndi, vann að þeim markmið-
um og náði þeim.
Markmið hans á þessu ári var
að ná 1. einkunn í umhverfis- og
byggingarverkfræði í HÍ í vor,
vinna fram yfir áramót svo hann
gæti farið utan í fjallgöngu í jan-
úar, sem átti að verða enn ein
varðan á leið hans á Everest.
Mikill samgangur er á milli
fjölskyldna okkar systra, Birgis
bróður og afa Sigga. Við höfum
alla tíð borðað saman tvisvar í
viku, haldið jólahátíðina og
páskana sameiginlega og farið
saman í ýmsar ferðir. Skemmti-
legastar voru skíða- og hestaferð-
irnar, þar sem Sigurður Darri
naut sín best.
Þegar ég loka augunum og sé
Sigurð Darra fyrir mér sé ég
hann ganga inn í rými með bros á
vör og fagna okkur öllum. Þau
sem fengu þó fyrst athygli hans
og hlýju voru yngsta fólkið okkar,
Hinrika Salka og Darri Þór, nafni
hans.
Ég er svo heppin að Sigurður
Darri hafði mikinn áhuga á hest-
um og var með okkur í hesta-
mennsku. Oft stóðum við við
hesthúsgluggann og dáðumst að
því hversu gullfallegur prinsinn
væri á baki uppáhaldsmerarinnar
sinnar, Perlu.
Áhugamál Sigurðar Darra
voru mörg. Hann lagði mikið á sig
til að sinna þeim og verða sér-
fræðingur í hverju þeirra. Hann
naut þess að vera með fjölskyldu
sinni og vinum og hafði brenn-
andi áhuga á ljósmyndun, úti-
veru, fjallgöngum, skíða-
mennsku, hestamennsku og
byggingarlist. Hann hafði auga
fyrir fallegum hlutum og gaman
af smíðum og því stakk nýi bíllinn
hans, ljósblár, eldgamall og frek-
ar ljótur pikköpp, nokkuð í stúf
en hann hentaði honum og hans
fjallamennsku fullkomlega.
Eftir stúdentspróf fór Sigurð-
ur Darri í heimsreisu með æsku-
vinum sínum og þá gengu þeir
m.a. í grunnbúðir Everest. Þar
kviknaði fjallabakterían sem síð-
an litaði líf hans og varð til þess
að hann gekk í Björgunarsveit
Hafnarfjarðar.
Á þessum erfiðu tímum er það
okkar eina huggun að prinsinn
lifði sínu fullkomna lífi. Hann var
að sinna sínu á sínum forsendum
og gera það sem hann elskaði.
Enginn sagði Sigurði Darra
fyrir verkum. Hann gaf hins veg-
ar mikið af sér til allra sem
þekktu hann og ef orð gætu lýst
honum þá væru þau ást, um-
hyggja, virðing, áhugi, samskipti,
kaldhæðni, húmor, draslari, lífið
og framtíðin.
Prinsinn okkar kvaddi á falleg-
um degi þegar hann var að sinna
því sem hann elskaði, með vinum
sínum, og við vitum að hann var
glaður. Við trúum því að hann
hafi verið kallaður til merkari
verka en hann á möguleika á að
sinna hér hjá okkur.
Sigurður Darri var augasteinn
foreldra sinna og systrum sínum
var hann besti bróðir í heimi.
Sorgin er óyfirstíganleg.
Hinsta kveðja,
Sigríður Sigurðardóttir
(Sigga frænka).
Stundum erum við minnt á það
hversu hverfult lífið getur verið
og ósanngjarnt. Stundum er líka
erfitt að skilja almættið, eins og
til dæmis núna þegar Sigurður
Darri frændi okkar er tekinn frá
okkur í blóma lífsins. Lífið blasti
við Sigurði Darra, hann var að
klára umhverfis- og byggingar-
verkfræði frá Háskóla Íslands
núna í vor, hafði gengið til liðs við
björgunarsveitina, ferðast um
heiminn og stundaði útivist af
kappi. Margar minningar koma
upp í hugann þegar við hugsum
til baka og minnumst þess hve
heppin við höfum verið að fylgj-
ast að í gegnum lífið. Annars veg-
ar börnin mín Arna og Breki og
hins vegar frændsystkini þeirra
Sigurður og Salvör tengdust ekki
aðeins fjölskylduböndum, heldur
var vinskapur þeirra og fjöl-
skyldu okkur mjög kær. Frænd-
systkinin voru jafngömul, gengu
í sama skóla og ánægjulegt var
að fylgjast með þeim vaxa saman
úr grasi.
Áralöng hefð eins og fjöl-
skylduveislan á gamlárskvöld
þar sem stórfjölskyldan kemur
alltaf saman og fagnar nýju ári er
okkur einkar minnisstæð. Hún
var síðast haldin heima hjá for-
eldrum Sigurðar Darra, Rann-
veigu og Bjössa. Var sú veisla
einstaklega fjörug og skemmti-
leg. Við fjölskyldan ræddum ein-
mitt eftir það kvöld hvað okkur
fannst Sigurður Darri vera
glæsilegur ungur maður sem
hefði góða nærveru, fallegt bros,
vel gefinn, góðan húmor og hon-
um væru allir vegir færir.
Elsku Rannveig, Bjössi, Sal-
vör og Hinrika, missir ykkar er
mikill. Megi hlýjar minningar
styrkja ykkur í sorginni. Hann
mun um alla tíð eiga stað í hjarta
okkar.
Hrafnhildur, Arna og Breki.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku fjölskylda, hugur okkar
og samúð er hjá ykkur á þessum
erfiðu tímum. Megi minningar
um Sigurð Darra vera ykkur ljós
og styrkur um ókomin ár.
Gréta Þórðardóttir,
Hermann Björn, Þórður
Örn, Hildur og fjölskyldur.
Sigurður Darri var einstök
manneskja. Hann hafði einstak-
an hæfileika til að hafa gleði og
gaman í kringum sig. Hann var
oft með þennan einkennandi
stríðnisglampa í augunum enda
alltaf stutt í grínið og kaldhæðn-
ina hjá honum. Hann kunni svo
vel að gera góðlátlegt grín að
fólkinu í kring og umhverfinu en
vissi einhvern veginn alltaf hvar
mörkin lágu, enda uppskar hann
oftar en ekki mikinn hlátur hjá
okkur bekkjarfélögunum. Hann
var svo hamingjusamur og lifði
lífinu eins og flestir ættu að gera,
að elta draumana sína. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og fengið að vera
vinir hans, það eru forréttindi.
Við munum sakna þín elsku Siggi
Darri okkar og hugsa hlýlega til
þín þegar bekkurinn hittist í
framtíðinni. Þú verður alltaf
hluti af okkur. Hvíldu í friði.
Fyrir hönd vina í 6. R.,
Brynjar Orri Briem, Kol-
beinn Ari Arnórsson og
Ólafur Baldvin Thors.
Fundum okkar Sigurðar bar
fyrst saman sumarið 2017 í Kína.
Hann var á ferðalagi með vinum
mínum og ég með vini hans.
Haustið eftir byrjaði Sigurður í
verkfræði við Háskóla Íslands,
þar sem ég lærði stærðfræði, og
innan skamms vorum við orðnir
perluvinir. Þennan vetur eyddum
við miklum tíma saman, vorum
eins konar samferðamenn. Sig-
urður hafði góða nærveru, tók
hlutina ekki of alvarlega, án þess
þó að vera kærulaus. Hann var
einstaklega lítillátur, hafði sig
ekki í frammi að óþörfu, án þess
þó að vera feiminn. Ég kynntist
Sigurði ágætlega á þessum tíma,
ekki í gegnum það sem hann
sagði heldur með því að fylgjast
með því sem hann gerði. Sigurður
Darri var góður maður og góður
vinur, vinur allra en þó sér í lagi
vinur vina sinna. Alltaf þótti hon-
um það jafn sjálfsagt að rétta vini
hjálparhönd, hikaði ekki við það
og minntist síðan ekki á það aft-
ur. Eitt sinn var ég einmana á
meginlandinu og vissi af honum í
Hafnarfirði að bíða eftir að hval-
veiðin hæfist. Ég hringdi og
spurði hvort hann vildi hitta mig í
París, örfáum dögum síðar hitt-
umst við þar. Við áttum góða
daga, gistum á hóteli í 10. hverfi
og tókum inn það helsta. Ég veit
ekki til þess að hann hafi verið
neitt sérlega spenntur fyrir París
fyrir símtalið, hann bara sam-
þykkti almennt góðar tillögur,
væri það gerlegt. Viku síðar fór
hann í hvalinn og þá sá maður
hann ekki meir; það var smá eins
og að eiga vin í fangelsi. Við Jón
Kristinn heimsóttum hann um
haustið, það er góð minning.
Stuttu síðar flutti ég úr landi og
sambandið fjaraði út. Þrátt fyrir
það eru þær ófáar, góðu minning-
arnar. Fjölskyldu Sigurðar
Darra og vinum votta ég samúð
mína.
Gylfi Þ. Gunnlaugsson.
Vinur minn Siggi Darri hafði
þann einstaka eiginleika að veita
öllum í kringum sig einlæga hlýju
og væntumþykju. Ég hef séð síð-
ustu daga að þessir eiginleikar
skinu hvað skærast af öllum þeim
miklu kostum sem Siggi hafði.
Er ég lít til baka og hugsa til
áranna í MR verður Siggi mér
efst í huga. Vinahópurinn þar
samanstóð af okkur Sigga og
strákum úr Vesturbænum. Siggi
bjó í Hafnarfirði og þegar við vin-
irnir hittumst fékk ég Sigga til að
ná í mig í leiðinni í Vesturbæinn,
sem hann gerði alltaf með glöðu
geði. Stundirnar sem við áttum
saman tveir í Audi-inum hans eru
mér kærar. Metallica var yfirleitt
í græjunum og við Siggi ræddum
mikið um tónlist, sérstaklega
rokkið.
Siggi var duglegur að sækja
tónlistarviðburði og stuttu eftir
að við útskrifuðumst frá MR fékk
hann mig með sér á Airwaves.
Hann sótti mig á hverju kvöldi
fyrir tónleika og við hlustuðum á
allar tegundir tónlistar, slömm-
uðum hausnum og vöknuðum
daginn eftir með hálsríg. Þarna
urðu til margar dýrmætar minn-
ingar. Einnig höfðum við mikinn
áhuga á knattspyrnu og vorum
báðir ákafir stuðningsmenn Ars-
enal. Á lokaárinu okkar í MR fór-
um við í skólaferðalag til Lund-
úna. Við Siggi ákváðum að lengja
ferðina, fara á Arsenal-leik og
kaupa okkur eins treyjur með
nafni okkar uppáhaldsleikmanns.
Það sem ég dáði mest í fari
Sigga var hversu duglegur og
metnaðarfullur hann var. Hann
hafði snemma framtíðarsýn og
vissi nákvæmlega hvert hann
stefndi en hafði þó einstaka hæfni
til að lifa í núinu, taka skyndi-
ákvarðanir og stunda áhugamál
sín af kappi og ástríðu. Áhugasvið
hans var fjölbreytt og listrænt.
Hann var duglegur að taka ljós-
myndir og fylgdi myndavélin með
hvert sem hann fór. Hann stund-
aði hreyfingu, mikill útivistar-
maður og var alltaf gaman að fara
með honum í kvikmyndahús enda
mikill smekkmaður þar. Siggi gaf
sér alltaf tíma fyrir vini sína;
faðmaði alla innilega og smitaði
af sinni fallegu lífsgleði alla þá
sem fengu að verja tíma með hon-
um. Hlátrasköllin voru ótalmörg
og var Siggi með þennan smit-
andi hlátur sem fékk mann til að
hlæja enn meira. Siggi var alltaf
samkvæmur sjálfum sér og ef við
vinirnir þurftum á hreinskilnu
áliti að halda veitti Siggi það og lá
aldrei á skoðunum sínum, sem ég
kunni ávallt vel að meta í fari
hans. Hann setti hag okkar vina
sinna í fyrsta sæti, enda traustari
vinur vandfundinn.
Erfitt er að gera sér í hugar-
lund að eiga aldrei eftir að heyra
þennan smitandi hlátur, finna
þessa einlægu hreinskilni, upplifa
hans einstöku hlýju og fallegu
nærveru aftur. Ég hef þó komist
að því að þessir þættir í fari Sigga
eru það sem ekki gleymist þeim
sem hann þekktu. Hann gaf mik-
ið af sér og lífsgildi hans og lífs-
gleði er það sem við vinir hans
tökum með okkur til að takast á
við framtíðina með bros á vör og
hlýju í hjarta. Ég er ævinlega
þakklátur fyrir að hafa kynnst
þessum yndislega dreng og notið
þess heiðurs að kalla hann vin
minn.
Fjölskyldu Sigga sendi ég frá
mínum dýpstu hjartarótum sam-
úðarkveðjur.
Ég mun sakna þín að eilífu,
elsku Siggi Darri.
Þinn vinur,
Bjarni Páll (Baddi).
Siggi vissi nákvæmlega hver
hann var og hvað hann vildi gera í
lífinu. Þegar hann langaði eitt-
hvað gerði hann einfaldlega það
sem þurfti og lét skoðanir ann-
arra ekki hafa áhrif á sig. Siggi
ákvað til dæmis einn daginn að
hann langaði í stærri bíl svo hann
kæmist í allar ævintýraferðirnar
sínar. Hann tók sig þá til, seldi
nýja bílinn sem hann hafði unnið
sér inn fyrir og keypti í staðinn 30
ára gamlan ryðgaðan hilux-pall-
bíl. Við félagarnir hristum haus-
inn þegar við sáum bílinn en Siggi
lét það ekki á sig fá og fullvissaði
okkur um að þetta væru góð
kaup. Það leið ekki langur tími
þar til manni var farið að þykja
verulega vænt um að heyra í vél-
inni á pallbílnum fyrir utan þegar
Siggi var kominn að sækja mann
fyrir æfingu.
Siggi var gríðarlega vinmarg-
ur en á einhvern ótrúlegan hátt
gat hann alltaf fundið tíma fyrir
mann. Þrátt fyrir að kynnast
honum á okkar seinni árum var
eins og við hefðum þekkt hann
alla ævi. Jákvæða orkan sem
geislaði af Sigga og einlægni hans
dró alla að honum. Síðustu tvö ár
fórum við með Sigga á æfingu
flesta daga vikunnar og var alltaf
hægt að treysta á að sá hluti
dagsins yrði skemmtilegur. Smit-
andi hlátur hans, bros og húmor
gat alltaf komið okkur í gott skap.
Siggi var mjög skoðanafastur og
það var alltaf hægt að treysta á
hann til að segja það sem allir
voru að hugsa.
Elsku Siggi okkar, eins mikil
og sorgin er þá erum við ótrúlega
þakklátir fyrir þann tíma sem við
fengum með þér. Við munum
varðveita allar þær minningar
sem við eigum saman og reyna að
tileinka okkur alla þína frábæru
eiginleika í lífi okkar.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Elías og Högni.
Á fyrstu árum sínum kom
strax í ljós að Sigurður Darri
væri orkumikill og skemmtilegur
drengur. Hann dafnaði og þrosk-
aðist í faðmi stoltra foreldra
sinna, Rannveigar og Bjössa,
ásamt systrum sínum og varð vel
gerður og fallegur ungur maður
sem átti alla framtíðina fyrir sér.
Það er því með mikilli sorg og
trega sem við kveðjum þennan
unga mann sem náttúran hrifsaði
til sín, svo fyrirvaralaust og
óvægið.Við fylgdumst að með
Sigurður Darri
Björnsson