Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Ármúla 24 • S. 585 2800 rmúla 24 • S. 585 2800 60 ára Hafliði er Reyk- víkingur en býr í Ármóti á Rangárvöllum. Hann er tamningamaður og reiðkennari að mennt. Hafliði rekur hrossa- ræktarbúið í Ármóti. Hann er eigandi að stórum hluta að Hólsá/Þverá og er með ferðaþjónustu og lax- og gæsaveiði. Maki: Helga Möller, f. 1957, söngkona og flugfreyja. Börn: Magnús Hrafn, f. 1989, og tvíbur- arnir Hafþór og Hafrún, f. 1991. Barna- börn eru orðin þrjú. Foreldrar: Halldór R. Helgason, f. 1927, d. 1998, prentari í Reykjavík, og Daggrós Stefánsdóttir, f. 1929, d. 1984, húsfreyja í Reykjavík. Hafliði Þórður Halldórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Atvinnutækifærin sem þú girnist eru nær en þig grunar. Þú hittir góða vini í kvöld. Einhver kemur þér á óvart með gjöf sem á eftir að nýtast þér um ókomin ár. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Þú leit- ar logandi ljósi að nýju húsnæði fyrir fjöl- skylduna. Þar munt þú detta í lukkupott- inn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að forðast líkamlegt álag í dag. Reiði eykur bara á vanlíðan þína, reyndu að halda friðinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur fast á skoðunum þín- um í dag og því er hætt við að þú lendir í deilum. Þú gengur með viðskiptahugmynd í maganum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Greiddu úr flækjum í sambandi við eignir. Stundum verður maður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang, þótt erfitt sé. Þér verður boðið í brúðkaup innan skamms. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu þér ekki bregða, þótt eitt- hvað togni úr verkefni sem fyrst virtist einfalt mál. Farðu varlega í umferðinni. Smá kvef gæti læðst að þér ef þú passar ekki upp á að dúða þig vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú stendur uppi í hárinu á valda- miklu fólki í dag getur það haft ýmsar af- leiðingar. Reyndu að vera góður vinur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú dettur í lukkupottinn næstu daga og brúnin á þér lyftist við það. Mælirinn er fullur hvað varðar leti annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það skiptir öllu máli að halda ró sinni þegar á móti blæs. Ekki skrifa upp á neitt fyrir aðra, það kann ekki góðri lukku að stýra í þínu tilfelli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér hættir til þess að hlaða of miklu á dagskrána og stendur svo uppi með of mikið af verkefnum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver sem þú þekkir er með nefið niðri í hvers manns koppi. Þér líkar það ekki og lætur í þér heyra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nýjar aðstæður ná fram því besta í þér, en gera þig líka varnarlausa/n. Hlúðu að eigin heill og hamingju. Ég þvældist eitt sinn um landið okkar fagra í þrjár vikur, ein á bíl með svefnpoka og bakpoka, til að geta sofið í skála í Lónsöræfum en áð- ur hafði ég farið í sjö daga göngu frá Snæfelli í Lónsöræfi með allt á bak- inu eins og þegar ég fór Laugaveginn svokallaða. Allar helstu gönguleiðir hef ég þrætt og alltaf verið heppin með veðrið. Flest fjöll í nágrenni Reykjavíkur hef ég tölt upp á.“ Hjördís hefur komið til 40 landa í Asíu, Ameríku, S-Ameríku og Evr- ópu. „Alltaf finnst mér samt mest gaman að ferðast um Ísland. Í sumar fer ég hringinn og tek Vestfirði. Einnig á ég góða æskuvinkonu sem ferðast með mér um landið. Í fyrra fórum við m.a. í Öskju, Herðubreiðar- lindir og Drekagil og förum saman á hverju sumri um landið.“ Fjölskylda Eiginmaður Hjördísar var Óskar Jónsson, f. 12.12. 1937, d. 29.6. 2003, vélvirki, var í slökkviliðinu í Reykja- vík um árabil, Álverinu í Straumsvík og svo á skrifstofu Hitaveitu Reykja- víkur sem síðar varð Orkuveitan. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sig- urðsson, f. 21.10. 1908 í Reykjavík, d. 29.8. 1982, rennismiður í Héðni, og Sesselja Hannesdóttir, f. 15.12. 1913, götunni. Hjördís fékk viðurkenningu frá Félagi sjálfstæðiskvenna fyrir nafnið á blaðinu Auður. „Ég er forfallinn flakkari og get varla beðið eftir sumrinu til að komast út á land, Fer öll sumur á þvæling, en við hjónin ferðuðumst mikið, bæði innanlands og utan, og ég hef haldið því áfram eftir að ég varð ekkja. Ég ætti kannski að hafa flugviskubit þar sem ég fór þrisvar úr landi í fyrra og fjórum sinnum árið áður. H jördís Jensdóttir er fædd 7. febrúar 1940 í Reykjavík, ólst upp í Kleppsholtinu og hef- ur alltaf búið í Reykja- vík. „Það var gott að alast upp í Kleppsholtinu. Við fórum á skíði og skauta í Vatnagörðum og í gömlu flugvélarflaki við hlið flugskýlis sem þar var flaug maður til allra landa í huganum, Kannski byrjaði ferða- bakterían þar. Á sumrin tíndi maður ber og sullaði í tjörninni sem var í Vatnagörðunum þetta var paradís fyrir okkur börnin. Ég var í sveit á Fífustöðum í Arnarfirði, dásamlegur staður og fer helst á hverju ári á Vestfirðina. Hjördís gekk í Laugarnesskóla og Langholtskóla í 12 ára bekk, hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1957 og var um tíma í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. „Þegar ég var komin á eftirlaun sat ég í guðfræði í HÍ nokkr- ar annir án þess að taka próf, en gerðist þá prófvörður í HÍ í nokkur ár.“ Hjördís starfaði í Kirkjugörðum Reykjavíkur á sumarvinnu meðan hún var í Kvennaskólanum og vann á skrifstofu Styrktarfélagi vangefinna, en lengst af var hún innheimtu- og þjónustustjóri hjá BM Vallá ehf. Hún vann þar samtals í 40 ár og hætti 2008. „Ég byrjaði árið 1957 að vinna hjá Benedikt Magnússyni og var fyrsti skrifstofumaðurinn hjá honum, svo byrjaði ég aftur 1974 og var alveg til 2008 en hafði verið tvö til þrjú ár í millitíðinni.“ Hjördís hefur alltaf haft áhuga á félagsstörfum og pólitík og hefur allt- af verið sjálfstæðismaður. Hún var landsforseti ITC á Íslandi 1995-1996, formaður Hverfafélags Sjálfstæðis- flokksins í Austurbæ og Norðurmýri og hefur setið í stjórnum flokksins. Hún var í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, BKR, í nokkur ár á veg- um Kvenfélags Hallgrímskirkju . Hún er messuþjónn í Hallgríms- kirkju og skoðunarmaður reikninga fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, situr í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og hefur verið mörg ár formaður hús- félagsins þar sem hún býr á Skúla- í Reykjavík, d. 19.3. 1955, húsfreyja í Reykjavík. Börn Hjördísar og Óskars eru 1) Sigrún Óskarsdóttir, f. 29.12. 1959, skurðhjúkrunarfræðingur, eigin- maður hennar er Guðmundur Þór Egilsson, kerfisstjóri hjá Frétta- blaðinu. Börn þeirra eru a) Hjördís Guðmundóttir, f. 12.11. 1984, sér- fræðingur í gagnagreiningu, sam- býlismaður hennar er Patrick Engl- ish flugumferðarstjóri; b) Ívar Guðmundsson, f. 16.10. 1993, tækni- stjóri hjá Stöð tvö; 2) Jón Viðar Ósk- arsson, f. 13.7. 1961, framkvæmda- stjóri og löggiltur rafverktaki, eiginkona hans er Guðrún Eggerts- dóttir, Waldorf-kennari og guðfræð- ingur. Börn þeirra eru a) Óskar Jónsson, f. 23.11. 1983, tæknimaður hjá Bílasmiðnum, sambýliskona hans er Remy Lena Melgar Rada, starfar við bókhald hjá Lyfjum og heilsu. Börn þeirra eru Gabríel Óðinn Pét- ursson og Aþena Sif og Lúna Sól Óskarsdætur; b) Rakel Jónsdóttir, f. 24.11. 1987, stuðningsfulltrúi og frí- stundastarfsmaður í Dalskóla. Börn hennar eru Aron Radwanski, Jón Tómas Radwanski og Mikael Enok Radwanski; c) Berglind Jónsdóttir, 30.11. 1989, UX hönnuður hjá 3Shape í Kaupmannahöfn. Hjördís Jensdóttir, fv. innheimtu- og þjónustustjóri hjá BM Vallá ehf. – 80 ára Með börnum og tengdabörnum „Við erum á Brennisteinsöldu, en þau gáfu mér þessa ferð í afmælisgjöf.“ Í sumar ætlar Hjördís að fara hringinn og um Vestfirði. Þvælist um landið öll sumur Hjónin Hjördís og Óskar stödd í bænum Vianden í Lúxemborg. Í Kringlunni Hjördís í janúar síðast- liðnum að bíða eftir sumrinu. 40 ára Ragnheiður er Skagamaður, er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er með BS-gráðu í hjúkrunar- fræði frá Háskólanum á Akureyri og er deildarstjóri heima- hjúkrunar á Akranesi. Ragnheiður er fulltrúi í öldungaráði Akraneskaup- staðar. Sonur: Oliver Snær Ólason, f. 2003. Systkini: Guðni Steinar, f. 1973, og Ester Sigríður, f. 1976. Foreldrar: Helgi Þröstur Guðnason, f. 1945, netagerðarmaður og vinnur í verslun Einars Ólafssonar, og Ragna Ragnarsdóttir, f. 1950, sjúkraliði. Þau eru búsett á Akranesi. Ragnheiður Helgadóttir Til hamingju með daginn Nýr borgari Reykjanesbær Ása Ástþórsdóttir fæddist 20. apríl 2019. Hún vó 3.140 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Aradóttir og Ástþór Valur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.