Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 17
börnum okkar sem voru fædd á sama ári, notuðum hvert tæki- færi til að hittast með þau sem voru samstiga frá fæðingu og léku sér saman frá nokkurra mánaða aldri. Við lögðum líka land undir fót með þau ung í eft- irminnileg ferðalög. Þráðurinn slitnaði aldrei þó ár- unum fjölgaði og börnin yrðu eldri. Við skiptumst á sögum af börnunum svo við áfram gætum fylgst með viðfangsefnum þeirra og þroska. Leiðir unga fólksins lágu síðar oft saman og alltaf gaf Sigurður Darri sér tíma til að staldra við, spjalla og spyrja út í hvað á dagana hefði drifið. Fjölskylda Sigurðar Darra er samheldin og vinahópurinn hans stór. Sorgin og missirinn eru meiri en nokkur orð fá lýst og margir sem gráta þungum tár- um. Elsku Rannveig, Bjössi, Sal- vör, Hinrika og fjölskyldan öll. Okkar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um einstakan dreng lifir. Margrét og Helena Margrét. Skarð er fyrir skildi við skyndilegt og hörmulegt fráfall ungs manns sem átti framtíðina fyrir sér. Lífið heldur áfram fyrir okkur hin, en í tilveruna vantar ungan mann og kæran heimilis- vin. Sigurður Darri, eða bara Siggi eins og hann var kallaður á okkar heimili, hefur verið tengdur fjöl- skyldunni allt sitt líf en hann og Jón Gunnar sonur okkar voru fæddir með tólf tíma millibili. Með mæðrunum tókust ágætis kynni strax í upphafi. Þegar syn- irnir byrjuðu að æfa fótbolta með Haukum og lentu í sama bekk í Áslandsskóla styrktust tengslin enn frekar og með piltunum fór að myndast fallegt vinasamband. Siggi var félagslyndur og vildi gjarnan eyða tímanum með vin- um sínum, hvort sem það var að bjóða Jóni Gunnari með í „gúmmíbollur“ til afa, koma í hjó- latúr eða skreppa með í bíltúr í sumarbústað. Afmæli voru haldin saman, ferðir á fótboltamót voru skipulagðar í sameiningu og þeg- ar piltar þroskuðust voru áhuga- málin svipuð. Fjölskyldurnar fóru saman í skíðaferðir til Aust- urríkis og þar nutu piltarnir sín svo sannarlega. Allar brekkur og lyftur voru prófaðar. Í dagslok var svo krossað við hvaða brekk- ur og lyftur var búið að reyna. Þó vinirnir hafi kosið hvor sinn menntaskólann þróuðust mál þannig að þeim var skutlað sam- an í skólann. Úti á hringtorgi voru þeir teknir upp í. Siggi var bara eins og hann var, kom hlaupandi á síðustu stundu en aldrei allt of seint, með úlpuna í annarri hendi, töskuna í hinni og skólabækur í fanginu. Klæðnað- urinn og útlitið var hins vegar í fullkomnu lagi. Hann kom eins og stormsveipur inn í bílinn, fyllti hann af góðri nærveru og spjalli. Eftir að menntaskólanáminu lauk hófu þeir vinirnir báðir nám við Háskóla Íslands hvor á sínu sviðinu. Áhugamálin og vináttan tengdu þá áfram saman, jafnvel meira en áður. Þeir stunduðu saman útiveru hverskonar, skíði, klifur og hófu svo nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveitinni í Hafnar- firði. Allt varð þetta til að styrkja vináttuböndin og tryggja. Ekki er ýkja langt síðan vin- skap þeirra Sigga og Jóns Gunn- ars bar á góma á heimilinu. Við hjónin vorum sammála um að milli þeirra væri mjög fallegt og traust vinasamband sem myndi endast út ævina þó svo að sam- skiptin væru ekki dagleg. Því miður reyndist sá tími allt of stuttur fyrir alla. Missir okkar fjölskyldunnar í Þrastarási 1 við skyndilegt fráfall Sigga er lítill miðað við þann missi sem fjölskylda Sigga hefur orðið fyrir. Elsku Rannveig, Bjössi, Sal- vör, Hinrika og fjölskyldan öll, okkar innilegustu og dýpstu sam- úðarkveðjur til ykkar á þessum erfiðu tímum. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Anna María Gunnarsdóttir og Bjarki Sverrisson. Grunnskólaárin í Áslandsskóla eru mér minnisstæð, þá aðallega vegna þess hve dýrmætum vinum ég kynntist. Sigurður Darri var einn af þeim helstu og við náðum sérstaklega góðu sambandi frá fyrstu kynnum. Kaldhæðnislegur einkahúmor okkar Sigga vakti þó misgóðar undirtektir kennara en við létum það ekki á okkur fá, við studdum hvor annan, enda ungir, óhræddir drengir. Ég bjó í öðru hverfi en Áslandinu, þannig að eftir skóla lá leiðin oftar en ekki heim á fallegt heimili Sigga þar sem mér var ávallt vel tekið af Birni og Rannveigu, foreldrum Sigga, og er ég þeim þakklátur fyrir. Frá heimili Sigga var okkur annaðhvort skutlað á fótboltaæf- ingar eða við fórum fótgangandi. Í þau skipti sem við löbbuðum vöknuðu áhugaverðar samræður, allt frá röksemdum um íþróttir yfir í forvitni um gang himin- tungla. Siggi var mikill keppnismaður hvort sem það snerti íþróttir eða námið en samtímis hafði hann einstaklega góða kímnigáfu enda ávallt brosandi og tók þungum byrðum með rósemi og yfirveg- un. Þessi léttleiki og kærleikur sem einkenndi Sigga er það sem mér þykir aðdáunarvert, enda eignaðist Siggi vini hvert sem spor hans lágu. Síðar meir geng- um við á ófá fjöll og nú síðast rölt- um við undir lok sumars upp á Heklu. Ferlið var einfalt; Siggi sótti mig, hreykinn og stoltur af jeppanum sínum sem reyndist okkur vel í ferðinni. Á leiðinni hlustuðum við á tónlist ásamt því að spjalla og fórum yfir ýmis mál- efni. Á hinn bóginn dugði okkur einnig að vera í þögn, enda þekkt- um við hvor annan frá barnæsku. Við þurftum ekki að vera síta- landi – við vissum hvor af öðrum, rétt eins og í göngutúrum okkar á fótboltaæfingar sem pollar, þar sem þögnin var okkur oft á tíðum nægjanleg, enda nærvera og hjartalag Sigga einstakt. Siggi var gæddur eiginleikum sem má segja að séu eftirsóttir og dýrmætir í lífinu, hann var með djúpan mannskilning og kom fram við alla af virðingu og sæmd. Dugnaður Sigga á ýmsum sviðum lífsins var og verður alltaf hvatning fyrir mig. Ég hlakka til þess að sjá þig aftur. Þinn vinur, Eggert Georg Tómasson. Slysin gera ekki boð á undan sér. Fallegur, sólríkur vetrardag- ur breytist á svipstundu í sorg- ardag þegar fréttir berast af því að Sigurður Darri hafi látist í snjóflóði í Esjunni. Eftir sitjum við, sem hann þekktum, í sorg og með döpur hjörtu og skiljum ekki hvers vegna ungur, efnilegur og glæsilegur drengur er tekinn svo fljótt frá fjölskyldu og vinum. Daginn eftir þjóðhátíðardag- inn 1996 fæddist frumburður Rannveigar og Bjössa þá nýlega flutt í fallegt raðhús í Setbergs- hverfi í Hafnarfirði. Frumburð- urinn var ljós yfirlitum, fríður, heilbrigður, yndislegur lítill gull- moli, stolt hinna nýbökuðu for- eldra. Það voru ekki komin mörg börn í vinahópinn sem var ýmist kallaður GT klúbburinn, Harðir naglar eða Bognar nálar, sem var hluti af stærri vinkvennahópi sem hafði kynnst í MR. Börnun- um fjölgaði í vinahópnum á næstu árum. Systkinin Sigurður Darri og Salvör Svanhvít, tveimur ár- um yngri en eldri bróðirinn, voru lengi vel tvö, Hinrika Salka yngsta systirin fæddist 2009. Það voru ófáar sumarbústaða- ferðirnar sem fjölskyldurnar fóru í og ferðalög innanlands sem ut- an. Börnin í vinahópnum, sem urðu alls tíu, tengdust sterkum böndum í gegnum sameiginlegar upplifanir og skemmtilegar ferð- ir. Þau lýsa Sigurði Darra sem hlýjum, indælum, vingjarnlegum, stríðnum, rólegum, klárum, skemmtilegum og með allt á hreinu. Sigurður átti fjöldann all- an af áhugamálum, hann stundaði meðal annars fótbolta, hesta- mennsku með afa sínum og nafna, var með bíladellu sem hann deildi með föður sínum og mikinn Formúluáhuga. Hann var mjög sjálfstæður eins og t.d. þeg- ar hann hringdi í foreldra sína, sem þá voru stödd á Krít með GT hópnum, og tilkynnti þeim að hann væri fluttur út í bili, farinn að leigja með vinum sínum. Það var skemmtilegur dagur þegar við fórum upp í Hvalstöð þar sem Sigurður starfaði nokkur sumur og hann sýndi okkur vinnustað- inn sinn. Það að Sigurður Darri, 23 ára háskólanemi með framtíðina fyr- ir sér og rúma 3 mánuði í lokapróf í verkfræði sé hrifinn brott úr þessu lífi skilur enginn. Elsku Rannveig, Bjössi og fjöl- skylda. Ykkar missir er ólýsan- legur. Engin orð megna að lýsa líðan við slíkar aðstæður. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eftir lifir minn- ing um yndislegan ungan mann, vel gerðan í alla staði. Ykkar vinir, Sigurbjörg (Begga) og Vigfús (Fúsi) og börn, Hallfríður (Halla), Kristinn og börn. Helma Rut og börn. Það er ólýsanlega erfitt að setjast niður og skrifa minning- argrein um besta vin sinn sem fellur frá aðeins 23 ára gamall. Siggi var sannarlega vinur vina sinna og sá vinur sem allir þurfa á að halda. Hann var ein- staklega hress og skemmtilegur, hjartahlýr og traustur. Siggi stóð alltaf við bakið á manni eins og klettur, lá aldrei á skoðunum sín- um og sagði manni hvað honum fannst. Hann var alltaf hreinskil- inn og heiðarlegur við okkur vin- ina. Hann var opinn fyrir öllu og maður gat alltaf nálgast hann fyrst með hugmyndir sínar og plön. Um leið og hann var ekki opinn fyrir hugmyndinni eða plönum vissi maður strax að hug- myndin var kannski ekki svo góð. Hann gerði ósjaldan grín að okk- ur vinunum og það var aldrei langt í húmorinn og kaldhæðnina. Hann fór heilshugar í allt sem hann hafði áhuga á, kynnti sér hlutina til fulls sjálfur með því að lesa sér til, horfa á myndbönd og vafra um á netinu. Skipti þá ekki máli hvort það var ljósmyndun, fjallaskíðamennska eða líkams- rækt svo eitthvað sé nefnt. Okkur er minnisstætt þegar við fórum með Sigga og fleiri vin- um á Airwaves um árið. Þar tók hann forystuna og leiddi hópinn á alla áhugaverðustu viðburðina sem boðið var upp á. Hann var að sjálfsögðu búinn að lesa sér til um alla listamennina og hlusta á tón- list þeirra. Við nutum góðs af því. Í ferð okkar saman á Formúl- una í Ungverjalandi síðastliðið sumar var Siggi, eins og alltaf, búinn að kynna sér alla flottustu staðina til að heimsækja. Hann var að sjálfsögðu með Formúluna upp á 10 og byrjaður að lýsa henni í beinni fyrir okkur vinun- um. Hann fór að sjálfsögðu alla leið og var klæddur í búning Kimi Räikkönen, sem hafði alltaf verið í uppáhaldi. Gerði þetta upplifun okkar hinna mun ánægjulegri. Sama hvað kom upp á stress- aðist Siggi aldrei, hann átti það til að týna hlutum s.s. lyklum, síma eða vegabréfi en lét það aldrei hafa nein áhrif á sig. Þrátt fyrir að gleyma sér með smáhlutina var hann sérstaklega góður í að halda utan um stærri hlutina í líf- inu. Fjölskyldan og vinir skiptu hann öllu máli, það var gaman að fylgjast með hversu náinn hann var fjölskyldu sinni og ræktaði hana vel. Einnig náði hann alltaf að vera í sambandi og rækta hina mismunandi vinahópa og tengja þá vel saman. Við kynnumst Sigga fyrst í MR og áður en við vitum af er hann orðinn besti vinur okkar og mjög náinn vinur vina okkar. Siggi var frábær einstaklingur og góður vinur þannig að það tók hann ekki langan tíma að verða einn af okkur Vesturbæjarstrák- unum. Einnig átti hann alltaf í góðu sambandi við æskuvini sína úr Hafnarfirði auk þess sem hann átti vini í verkfræðinni, lyfting- um, útivistinni og við gætum haldið endalaust áfram. Hann var einstakur í að tengja saman mismunandi vinahópa og erum við þakklátir fyrir alla þá vini sem við höfum eignast í gegnum Sigga. Við sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Dagur Þór og Viðar Þór. Elsku Siggi. Við höfum verið svo heppin að njóta nærveru þinnar næstum daglega í þrjú ár. Á þessum árum hefur þú verið okkar besti vinur og snert hjörtu okkar með hlátri, gleði, væntumþykju en einnig smá prakkaraskap og stríðni. Þessi stríðni var samt í lagi því við vitum að þetta var þín leið til að segja að þér þótti vænt um okkur. Það er erfitt að mæta í skólann án þín þar sem þú varst svo stór hluti af hópnum. Þú varst svo mikill karakter, það fór ekki fram hjá neinum að þú varst mættur í skólann. Það er tómlegt að vera í tíma án þín og við mun- um sakna draslsins sem fylgdi þér sem einhver af okkur endaði á að ganga frá. Þú munt alltaf vera mesti töffari sem við höfum kynnst og munum halda áfram að reyna að ganga í augun á þér alla okkar ævi. Við lítum öll upp til þín og það að fá hrós frá þér gerði daginn manns, jafnvel vikuna, betri. Það sem einkenndi þig var að þú lést námsálag ekki stjórna þér og passaðir ávallt að eyða tíma í það sem þér þótti skemmti- legt, hvort sem það var skíði, klif- ur eða bara að hitta vini þína í bjór. Við munum seint gleyma því þegar við vorum stressuð og þreytt að læra fyrir lokapróf en þú skelltir þér bara á skíði í stað þess að læra. Þú varst einn skemmtilegasti maður sem við höfum kynnst og við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi. Við munum sakna þín, elsku vinur. Meistaradeildin (vinir úr um- hverfis- og byggingarverkfræði), Björg Bjarnadóttir, Margrét Ásta Bjarnadóttir, Snærós Axelsdóttir, Agnes Guðlaugsdóttir, Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir, Ingi Sigurður Ólafsson, Kristján Þór Jónsson, Ásmundur Jóhannsson, Ólafur Davíð Friðriksson, Nils Ólafur Egilsson, Þorvaldur Kári Vilhjálmsson. Elsku Sigurður Darri. Leiðir okkar lágu saman fyrst á ung- lingsárum þínum í gegnum frá- bæra fjölskyldu þína sem þú end- urspeglaðir svo sannarlega sjálfur. Sambönd þín við alla voru yfirburðafalleg en það var alltaf stutt í húmorinn og hnyttin svör sem þú hefur eflaust fengið frá föður þínum. Að sama skapi gleymi ég aldrei töffaranum og harðjaxlinum með krullurnar nið- ur á axlir sem ég tengi beint við móður þína. Þú varst fyrirmynd fyrir yngri systkini þín og ert fyr- irmynd fyrir mér, jafnvel þótt þú værir yngri en ég. Það var svo frábært að fylgjast með þér vaxa, dafna og þroskast með hverju árinu sem leið ásamt því að sjá þig elta drauma þína og lifa lífinu eins og þú vildir (sbr. heimsreis- an, Hiluxinn o.s.frv.). Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur kláraðir þú það eins og þér einum var lag- ið, með því að gera eingöngu það sem þurfti til og eftir þínu höfði. Ég vildi óska þess að við hefðum náð fleiri stundum saman á fjöll- unum og ég mun alltaf hugsa til þín sérstaklega þar, en það var svo margt annað sem við áttum sameiginlegt og því mjög auðvelt fyrir okkur að tengjast vináttu- böndum. Tími okkar var alltof skammur saman og tími þinn með syni mín- um og nafna þínum var enn styttri, en hann mun ávallt fá að heyra sögur um þig. Tenging ykkar var og er mér afar mik- ilvæg, og því mun ég gera allt sem ég get til að heiðra þig og minningu þína. Þakklæti kemur upp í hugann fyrir það að hafa kynnst þér og djúpur söknuður tekur við þegar ég kveð þig. Á sama tíma votta ég fjölskyldu þinni og vinum mína dýpstu sam- úð en hvíldu í friði og takk fyrir allt sem þú gafst okkur! Jóhann Valur Sævarsson. Í dag kveð ég vin. Vin sem ég hef gengið í gegn- um bróðurpartinn af því sem ég man eftir af þessu lífi með mér við hlið. Það er erfitt að lýsa því hvað það er sárt að fá ekki að sjá mann sem ég taldi minn besta vin ekki verða fullorðinn. Þess vegna er því mikilvægara að fagna því hver hann var og hvað við fengum að upplifa saman í þessu lífi. Ég er strax byrjaður að sakna þín og ég veit að sá söknuður SJÁ SÍÐU 18 MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 22. janúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey mánudaginn 3. febrúar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 12G við Hringbraut fyrir einstaka hjúkrun og nærgætni. Kolbrún Erla Helgadóttir Luther Carl Almar Hróbjartss. Eiríkur Hreinn Helgason Stefanía Valgeirsdóttir Vilborg Helgadóttir Albert Guðmundsson barnabörn og langömmubörn Okkar ástkæri ÁSTÞÓR RUNÓLFSSON, Þúfuseli 2, lést sunnudaginn 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ingunn Jóna Óskarsdóttir Hildur Ástþórsdóttir Jóhann Ólafur Jónsson Guðmundur Már Ástþórsson Dagný Alda Steinsdóttir Hlín Ástþórsdóttir Hrafnkell Marinósson Hulda Ástþórsdóttir Aðalsteinn Guðmannsson Runólfur Þór Ástþórsson Heiðrún Ólöf Jónsdóttir Silja Ástþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA VESTMANN, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild LSH 2. febrúar. Útför verður frá Seltjarnarneskirkju 11. febrúar klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en Báru má minnast með því að láta svd. Vörðuna njóta, kt. 701193-2379, rnr. 0137-15-630625. Jónatan Guðjónsson Brynja Blumenstein Ottó Vestmann Guðjónsson Elín Kolbeins Valborg G. Guðjónsdóttir Willem C. Verheul Guðjón S. Guðjónsson Hrefna Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIÐAR GUÐMUNDSSON vélvirki, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Jenný Marteinsdóttir Sólveig Viðarsdóttir Guðmundur Skúli Viðarsson Ingunn Bernótusdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.