Morgunblaðið - 07.02.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Heill frumskógur af gæludýrum...
Í fiskana mig langar svo
að setja í búrið stóra
mamma segir þú færð tvo
en pabbi segir fjóra.
Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is
Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18
L i f and i v e r s l un
kíktu í heimsókn
Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr
„ÉG VAR SÝKNAÐUR EN RANGAR
SAKARGIFTIR GETA ELT MANN ÆVINA Á
ENDA.”
„GETUR LÖGGAN SEKTAÐ MANN FYRIR
HRAÐAKSTUR Á BÍLAÞVOTTASTÖÐ?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða einbeitt eftir
símtali frá honum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU
HUNDINN, HVÍ ERT ÞÚ
SÉRFRÆÐINGUR?”
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
HUNDAHÁSKÓLINN
ER EKKI TIL
ÉG SAGÐI SYNI MÍNUM AÐ ÉG ÓSKAÐI
ÞESS AÐ HANN FETIAÐI Í FÓTSPOR MÍN!
ER HANN EKKI FULL UNGUR TIL
ÞESS AÐ FARA Á KRÁNA?
KRÁ
Bræður Hjördísar voru Magnús
G Jensson húsasmíðameistari í
Reykjavík, f. 29.6. 1933, d. 6.7. 2008,
eftirlifandi eiginkona hans er Krist-
ín Guðríður Höbbý Sveinbjörns-
dóttir, f. 23.7. 1937, og Ólafur Jens-
son, f. 8.9. 1934, 20.7. 2003,
framkvæmdastjóri í Reykjavík,
eiginkona hans var María H.
Guðmundsdóttir, f. 23.1. 1934, d. 18.5.
2012.
Foreldrar Hjördísar voru hjónin
Jens Elías Guðmundur Guðjónsson,
f. 19.7. 1903 í Hnífsdal, d. 26.10. 1982,
bifvélavirkjameistari, og Elín María
Gunnarsdóttir, f. 12.11. 1909 í
Reykjavík, d. 30.6. 1981, húsfreyja í
Reykjavík.
Úr frændgarði Hjördísar Jensdóttur
Hjördís
Jensdóttir
Gróa Rögnvaldsdóttir
bústýra í Litlagerði, f. í
Hrunasókn
Jón Jónsson
útvegsb. í Litlagerði í
Staðarhverfi,Gull., f. í
Hrunasókn, Árn.
Valdimaría Helga Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Gunnar Jónsson
verkamaður í Rvík
Elín María
Gunnarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Margrét Einarsdóttir
vinnuk. á Uxahrygg og
húsfr. á Miðkrika, f. í
Akurey
Jón Guðmundsson
bús. á Uxahrygg á Rangárvöllum í
foreldrahúsum, f. þar, dó ungur
Vilborg
Kristín
Jónsdóttir
ljósmóðir á
Bíldudal
Gunnar Valdimar
Hannesson prentari
hjá Morgunblaðinu og
verslunarstj. hjá SS
Gróa Dagmar
Gunnarsdóttir
húsfreyja í Rvík
Guðrún Jóna
Bjarney
Guðjónsdóttir
húsfr. á Fífustöðum
íArnarfirði
Sigríður
Magnúsdóttir
matráður,
eiginkona
Ásmundar
Friðrikssonar alþm.
Ólafur Jensson frkvstj. í
Rvík, hlaut fálkaorðuna f.
störf að íþróttamálum
Þröstur Leó
Gunnars-
son
leikari
Magnús G.
Jensson
húsasmíða-
meistari í
Rvík
Guðmundur S.
Jónsson læknir, eðlisfr.
og háskólakennari
Jón Trausti
Gunnarsson
bifreiðarstjóri í Rvík
Elísabet Brynjólfsdóttir
húsmannsfrú í Minnihlíð,
f. í Holtssókn, V-Ís.
Jens Sigfússon
húsmaður í Minnihlíð í
Bolungarvík, f. í Eyrarsókn,
N-Ís.
Mikkelína Jensdóttir
húsfreyja í Bolungarvík
Guðjón Gíslason
bóndi og sjómaður í Bolungarvík
Sólbjört Jónsdóttir
bús. á Hreggstöðum í
foreldrahúsum, f. þar, dó
ung
Gísli Einarsson
vinnum. á Hreggstöðum á Barðaströnd, f.
á Brekkuvelli
Jens Elías Guðmundur
Guðjónsson
bifvélavirkjameistari í Rvík
ÁLeir yrkir Ólafur Stefánsson„Vorljóð á þorra“, skamm-
hent:
Kviknar bráðum vor af vetri,
veðra hljóðnar gnýr.
Tíðin gerist tállaust betri
tuðar blærinn hlýr.
Vonir sem að visna gerðu,
- vetrar tóku frí,
safaríkar að sunnanverðu
safna orku á ný.
Vori fylgir virkni og kraftur,
verka gerumst fús.
Þegar lundur laufgast aftur
við lífið erum dús.
Davíð Hjálmar í Davíðshaga
sendir þá athugasemd að norðan, að
„einhver kynni að halda því fram að
misskipt sé lífsins gæðum“:
Við Davíðshaga dimmir að með hríð
og dúnsæng bjargar varla kölnum tánum
en syðra eru sumarveður blíð
með söngfugla í blómga gúrkutrjánum.
Þessu svarar Ólafur þannig:
Í Davíðshaga er drullukalt,
hjá Davíð frænda skapið valt,
með hroll í hrygg og taugum.
Veit hann ekki að vonin blíð
veitir fró í stormi og hríð
er sést aðeins svart fyrir augum?
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á
Boðnarmiði og kallar „Gang-
truflun“:
Halli á hæglátu rölti
heyrði að í fótum hans skrölti.
Hann brá sér á brokk
og beint svo á skokk
en endaði á taktlausu tölti.
Og um „upprisuna“ kveður
Magnús Halldórsson:
Ágúst var sérstakur sauður
hann sofnaði útaf blásnauður.
Vaknaði’ í birtu,
vandaðri skyrtu,
og vissi að hann var þá dauður.
Gunnar J. Straumland yrkir og
kallar „Dróttkveðinn landsynning“:
Landsynningur lendir
láréttur á bárum,
súldarregnsins sáldur
syndir yfir tindum.
Farin eru firn af
freraspangargleri,
flæðir vatn í flóði
flögrar spör í ögri.
Látra-Björg orti:
Veg ógreiðan leið mín lá
lengst af allan daginn,
þar til ég um síðir sá
Sílalækjar bæinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorljóð á þorra og
gangtruflun