Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 32
Líkt og í Reykjavík verður mikið um að vera í dag í Kópavogi á Safna- nótt. Í húsi Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs verð- ur dagskrá frá kl. 17 til 23, m.a. fjöl- skylduspurningakeppni með Sigyn Blöndal og leiðsögn um nýja sýn- ingu Náttúrufræðistofu. Hápunktur Safnanætur er árviss vörpun á Kópavogskirkju og í ár er það listakonan ÚaVon sem skapar verkið sem mun prýða kirkjuna. ÚaVon varpar verki sínu á Kópavogskirkju FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. SA varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkí í 19. skipti á síð- ustu 20 árum. SA vann þá afar sannfærandi 7:1-sigur á Reykjavík og úrslitaeinvígið í leiðinni örugg- lega 2:0. Sarah Smiley skoraði þrjú mörk fyrir SA. Framundan er heimsmeistarakeppni á Akureyri þar sem Ísland mætir Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. »27 Íslandsmeistarar í 19. skipti á 20 árum ÍÞRÓTTIR MENNING Listaverkið „Tákn“ eftir Steinunni Þórarinsdóttur verður lýst upp í kvöld á Safnanótt og verður við það tilefni frumflutt kórverk eftir breska tónskáldið Deborah Pritch- ard við ljóð Daves Neita. Verkið nefnist „Trophies of Peace“ eða „Sigurtákn friðar“. Tíu manna kór, Cantoque Ensemble, flytur verkið en stjórnandi hans er Kristín Vals- dóttir. Um leið og flutningur kór- verksins hefst verður listaverkið lýst upp á sér- stakan hátt en verkið er staðsett á þakbrún Arnarhvols. „Sigurtákn friðar“ frumflutt við „Tákn“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íþróttaaðstaðan í Kórnum í Kópa- vogi er ein sú glæsilegasta á landinu og framar öllum vonum átta 12 ára stráka á Kársnesinu í Kópavogi, þegar þeir byrjuðu að æfa hand- bolta undir nafni Handboltafélags Kópavogs í gamla ÍR-salnum við Túngötu í Reykjavík fyrir hálfri öld. „Við ætluðum okkur að verða stórt og öflugt félag, töluðum strax um það digurbarkalega og ótrúleg- ur draumur hefur ræst,“ segir Magnús Gíslason, einn frumherj- anna, og vísar til þess að þeir hafi verið duglegir að minna á sig í fjöl- miðlum. Magnús er varaformaður UMSK, hefur verið viðloðandi HK alla tíð og var samfellt í stjórn frá 1990 þar til í fyrra, þegar hann hætti sem vara- formaður aðalstjórnar. „Við stofn- uðum púkafélagið heima í stofu, ég var formaður þess, og við tókum þátt í fyrsta Íslandsmótinu sem gestir því félagið var ekki sam- þykkt. Svo stofnuðum við Hand- knattleiksfélag Kópavogs eftir ára- mótin, 26. janúar 1970, í skóla- stofunni í Kársnesskóla og þá tóku foreldrar okkar við stjórninni.“ Hann bætir við að blakdeild HK hafi verið stofnuð árið 1974. „Hún er ein elsta og fjölmennasta blak- deild landsins og stofnandinn Albert N.K. Valdimarsson hefur oft verið nefndur faðir blaksins á Íslandi.“ Vöxtur og aðstaða Íþróttafélag Kópavogs var stofn- að 1976 og gekk inn í HK 1991 með stofnun knattspyrnudeildar HK. Sigurjón Sigurðsson var fyrsti for- maður deildarinnar ásamt því að vera varaformaður HK. Hann hefur verið í aðalstjórn félagsins frá þeim tíma, þar af sem formaður síðan 2006, en fyrir sameininguna var hann formaður ÍK eftir að hafa byrjað þar í stjórn 1989. „Þetta er ótrúlega langur tími en félagsstörfin eru stór hluti af mér og þau eru skemmtileg,“ segir hann. Hann bætir við að störfin hafi breyst enda sé umfangið allt öðruvísi nú en fyrir þrjátíu árum. Félagið sé með fram- kvæmdastjóra, fjármálastjóra og fleira starfsfólk í störfum sem stjórnarmenn hafi sinnt áður. „Ég er ekki lengur á hliðarlínunni.“ Þegar félögin voru stofnuð var nánast engin íþróttaaðstaða í bæn- um fyrir utan Vallargerðisvöllinn og Kópavogsvöllinn. Við sameininguna hófst mikil uppbygging og nú eru um 2.000 skráðir iðkendur í fótbolta, handbolta, blaki, bandí, dansi og borðtennis í HK. Margt afreksfólk hefur orðið til í félaginu, það hefur náð góðum árangri á mörgum svið- um og framtíðin er björt. „Mikið framfaraskref var stigið fyrir um áratug þegar við byrjuðum að bjóða iðkendum í 1. til 4. bekk upp á akstur á æfingar í Kórnum og til baka,“ segir Sigurjón. „Þetta var ekki síst jákvætt skref fyrir for- ráðamenn barnanna, sem þurftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skutla börnunum á æfingar á réttum tíma.“ Ekki fleiri deildir Sigurður Geirdal bæjarstjóri lagði línurnar að sameiningu ÍK og HK og bærinn tók yfir skuldir ÍK. Uppbygging hófst í Fagralundi og þegar íþróttaaðstaðan í Kórnum varð að veruleika flutti HK þangað. „Við erum að hnýta síðustu lausu endana í mannvirkjamálunum,“ seg- ir Sigurjón. Hann bætir við að kröf- urnar aukist eftir því sem aðstaðan verði betri en félagsmenn kvarti ekki. „Við vildum gjarnan geta boð- ið upp á betri þjónustu með fleiri íþróttagreinum en við höfum ekki aðstöðu til að bæta við deildum. Engu að síður erum við með frá- bæra íþróttaaðstöðu.“ Strákafélag í Kópa- vogi varð stórveldi Ljósmyndir/Marteinn Sigurgeirsson HK 50 ára Gestir fjölmenntu á afmælishátíðina í Kórnum.  HK hóf æfingar í ÍR-húsinu við Túngötu í Reykjavík fyrir 50 árum Magnús Gíslason Sigurjón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.