Morgunblaðið - 07.02.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
LINSUR SEM DÖKKNA Í SÓL
Breyting sem verður við
sólarljós eða mikla birtu
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
HMS, sem greinir þörfina á húsnæð-
ismarkaðnum.
Nokkurt bil er í áætlaðri íbúða-
þörf, samkvæmt spá HMS, en hún er
metin 3.900 til 6.600 íbúðir á landinu
öllu. Hún var metin 5-8.000 íbúðir í
ársbyrjun 2019 og hefur lágspáin því
lækkað um 1.000 íbúðir.
Á við nokkra þéttingarreiti
Til að setja þann fjölda í samhengi
jafnast hann á við íbúðir á fjórum
reitum á Hlíðarenda (670 íbúðir), á
Höfðatorgi (94 íbúðir), Brynjureit
(70 íbúðir), Hafnartorgi (70 íbúðir)
og á Frakkastígsreit (68 íbúðir).
Spurð hvað skýri þetta bil segir
Sigrún Ásta að HMS stilli upp ólík-
um sviðsmyndum m.t.t. til óvissu-
þátta sem geti verið í spám sem
þessari. Til dæmis sé horft til
erlends vinnuafls.
„Það er breyta sem er erfitt að spá
fyrir um og getur breyst mjög hratt.
Þetta er í raun hugsað sem tvær ólík-
ar sviðsmyndir sem taka mið af þess-
ari óvissu,“ segir hún.
Það muni mjög líklega hafa áhrif á
eftirspurnina ef hagvöxtur verður
minni en spáð var. Hagsveiflan og
atvinnustigið hafi enda áhrif á
eftirspurnina eftir íbúðum.
„Við teljum að enn sé óuppfyllt
íbúðaþörf sem mæta þurfi með hóf-
legum hætti. Það má heldur ekki
hætta að byggja þannig að það skap-
ist skortur eftir 2-3 ár. Það þarf að
draga úr sveiflum,“ segir Sigrún.
Ýmist sé byggt of mikið eða of lítið
af íbúðum á Íslandi.
Þörf fyrir ódýrari íbúðir
Fram kom í ViðskiptaMogganum í
lok janúar að íbúðaverð í nokkrum
póstnúmerum Reykjavíkur hefði
lækkað í fyrra. Skal tekið fram að
nafnverðið náði sögulegu hámarki á
fyrri hluta tímabilsins og er raun-
verðið enn sögulega hátt. Þegar nið-
ursveiflan í ferðaþjónustu hófst voru
margar íbúðir að koma á markað.
Spurð hvernig sú þróun rími við
spár um óuppfyllta íbúðaþörf bendir
Sigrún á samsetningu framboðsins.
„Við teljum að það sé þörf fyrir
minni og ódýrari íbúðir. Þá sérstak-
lega fyrir vissa félagshópa. Spurn-
ingin er þá hvort við höfum verið að
byggja réttu íbúðirnar,“ segir hún.
Dregið hefur úr skorti á íbúðum
Sérfræðingar HMS hafa endurmetið spár um áætlaða íbúðaþörf með hliðsjón af þróuninni í fyrra
Minni hagvöxtur á þátt í endurmatinu Áætlað að þúsundir íbúða komi á markað næstu misserin
Spá um fjölgun íbúða og íbúðaskort á höfuðborgarsvæðinu
Fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu 2000-2022 Íbúðaskortur 2016-2023
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '23
Heimild: Þjóðskrá Íslands, Samtök iðnaðarins og Hagdeild HMS
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2.200 íbúðir
í ársbyrjun
2023 skv. spá Íbúðaskortur
Spá
Fjölgun íbúða Spá
Dúfna-
hólar 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, forstöðu-
maður nýsköpunar hjá HMS, Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun, segir
hafa dregið úr
óuppfylltri íbúða-
þörf á höfuð-
borgarsvæðinu.
Nokkrir þættir
hafi áhrif á eftir-
spurn eftir hús-
næði. Þar á meðal
fólksfjölgun,
breytt fjölskyldu-
samsetning,
fjölgun eldra
fólks, aðflutning-
ur erlends vinnuafls og eftirspurn
ferðamanna eftir íbúðum.
Horft til lýðfræðilegra þátta
„Við greinum eftirspurnina með
reglubundnum hætti. Við höfum
endurmetið stöðuna í ljósi umræðu
um að þörfin hafi minnkað. Við höf-
um hliðsjón af lýðfræðilegum þátt-
um við matið. Niðurstaðan er að frá
síðustu greiningu í janúar í fyrra og
fram í nóvember hefur dregið úr
óuppfylltri íbúðaþörf. Við virðumst
því vera farin að mæta henni að ein-
hverju leyti, sem er afar jákvætt,“
segir Sigrún Ásta um stöðuna.
Til upprifjunar sameinuðust
Íbúðalánasjóður og Mannvirkja-
stofnun í ársbyrjun undir nýju nafni,
Sigrún Ásta
Magnúsdóttir